Sjálfstæðisflokkur ætlar að klára að greiða til baka styrkina frá FL Group og bankanum í ár

Tæpum 16 árum eftir að Sjálfstæðisflokkurinn þáði umdeilda styrki frá umsvifamiklu fjárfestingafélagi og einum stærsta banka landsins áætlar flokkurinn að hann muni ljúka við að endurgreiða þá á árinu 2022.

Bjarni Benediktsson lofaði því að styrkirnir yrðu endurgreiddir skömmu eftir að hann tók við formennsku í Sjálsftæðisflokknum árið 2009.
Bjarni Benediktsson lofaði því að styrkirnir yrðu endurgreiddir skömmu eftir að hann tók við formennsku í Sjálsftæðisflokknum árið 2009.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gerir ráð fyrir því að ljúka end­ur­greiðslum á styrkjum sem hann fékk frá FL Group og Lands­banka Íslands árið 2006 á þessu ári, 16 árum eftir að styrkirnir voru veitt­ir. Þetta kemur fram í svari frá skrif­stofu Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks­ins, við fyr­ir­­­­spurn Kjarn­ans. Sam­tals námu styrkirnir 56 millj­­­­ónum króna.

Í svar­inu, sem er að mestu sam­hljóða svörum sem Þórður Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefur áður veitt Kjarn­anum vegna sama máls á und­an­förnum árum, segir hann að stjórn­­­mála­­flokkar hefðu hlotið háa styrki frá fyr­ir­tækjum árið 2006 en að þeir hefðu verið í sam­ræmi við þágild­andi lög. Styrkirnir hefðu verið gagn­rýndir í opin­berri umræðu og ákvað Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn einn flokka að end­­ur­greiða styrki sem hann hlaut árið 2006. Það hafi flokk­ur­inn gert af rekstr­arfé sínu. „Áform voru uppi um að ljúka end­ur­greiðslum fyrir árið 2018. Það gekk því miður ekki eft­ir. Ástæðan fyrir því er m.a. að kosn­ingar hafa verið tíð­ari en ráð var fyrir gert, en þær eru lang­sam­lega fjár­frek­ustu útgjalda­liðir stjórn­mála­flokka. Gert er ráð fyrir að end­ur­greiðslum ljúki á þessu ári.“

86 millj­ónir króna á núvirði

Styrkirnir voru veittir 29. des­em­ber 2006. Þremur dögum eftir að styrkirnir voru veitt­ir, 1. jan­úar 2007, tóku gildi ný lög um fjár­­­mál stjórn­­­mála­­flokka sem gerðu það að verkum að flokkum var meinað að taka við styrkjum yfir 300 þús­und krónum frá ein­­stökum lög­­að­il­u­m. Þeir námu sam­tals, líkt og áður seg­ir, 56 millj­­­­ónum króna á þávirði. Á núvirði er upp­hæðin um 86 millj­ónir króna. Vorið 2009 sagði Bjarni Bene­dikts­­­­son, þá nýkjör­inn for­­­­maður flokks­ins, að styrkirnir yrðu end­­­­ur­greidd­­­­ir.

Auglýsing
Á lands­fundi flokks­ins 2013 kom fram í máli Jón­­­­mundar Guð­mar­s­­­­son, þáver­andi fram­­­­kvæmda­­­­stjóra Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks­ins, að flokk­­­­ur­inn hefði þegar end­­­­ur­greitt um 18 millj­­­­ónir króna. 

Sjálf­­­­­stæð­is­­­­­flokk­­­­­ur­inn ákvað einn flokka að end­­­­­ur­greiða háa styrki sem hann fékk fyrir hrun. Sam­­­­fylk­ingin fékk einnig styrki upp á rúmar 36 millj­­­­ónir króna árið 2006 frá Kaup­­­­þingi, FL Group, Glitni, Lands­­­­banka Íslands og Baugi. Flokk­­­­ur­inn sagð­ist hins vegar ekki ætla að greiða styrk­ina til baka líkt og Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokk­­­­ur­inn ákvað að gera.

FL Group heitir í dag Stoðir og er á meðal umsvifa­mestu einka­fjár­festa í íslensku við­skipta­lífi. Félagið hefur ekki viljað tjá sig um styrkja­málið á und­an­förnum árum og hvorki játa því né neita að end­ur­greiðslu­ferli sé að eiga sér stað. Slitabú Lands­bank­ans, sem tók við eignum og skuldum hins fallna banka eftir hrun­ið, vildi heldur ekki tjá sig um málið þegar Kjarn­inn leit­aði eftir upp­lýs­ingum um það árið 2015.

Því hafa þeir sem ættu að vera við­tak­endur end­ur­greiðslna ekki viljað stað­festa að þær séu að rata til þeirra.

Jón Ásgeir opnar málið á ný

Styrkirnir röt­uðu aftur í umræð­una í byrjun árs í fyrra þegar Jón Ásgeir Jóhann­es­son, sem var umfangs­mesti fjár­festir­inn í FL Group, fjall­aði um það í bók sinni „Málsvörn“. 

Hann sagði í við­tali við RÚV vegna útgáfu bók­ar­innar að hann hefði ekki tekið ákvörðun um að veita styrk­inn frá FL Group. Aðspurður hvort það hafi verið Hannes Smára­­son, þáver­andi for­­stjóri FL Group og einn stærsti hlut­hafi félags­­ins á þeim tíma, svar­aði Jón Ásgeir því til að það hafi vænt­an­­lega verið stjórn­­endur félags­­ins sem hafi tekið hafi ákvörð­un­ina. 

Fjallað er um styrkjamálið í bók Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, „Málsvörn“, sem kom út snemma á síðasta ári.

Í bók­inni um Jón Ásgeir kom fram að Hannes hafi ekki fengið kvitt­­anir fyrir greiðsl­unni til Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins þegar hún var fram­­kvæmd. Slíkri hafi verið skotið inn í bók­hald FL Group eftir á að næt­­ur­lagi, og með því hafi verið að brjóta bók­halds­­lög.

„Samið við Geir frekar en Gulla“

Styrkja­­málið vakti mikla hneykslun þegar það komst upp í apríl 2009 og Geir H. Haar­de, sem þá hafði látið af störfum sem for­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, sagð­ist í til­­kynn­ingu bera fulla ábyrgð á við­­töku styrkj­anna. Bjarni Bene­dikts­­son, sem þá var nýtek­inn við sem for­­maður flokks­ins, sagði við­­töku styrkj­anna „stang­­ast gróf­­­lega á við þau gildi sem ég vil að Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn starfi eft­­ir.“ 

Andri Ótt­­ar­s­­son, þáver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, hætti störfum nokkrum dögum eftir að málið kom upp. Í yfir­­lýs­ingu frá Andra vegna þessa kom fram að hann hafi ekki átt frum­­kvæði að því að haft var sam­­­band við FL Group eða Lands­­­bank­ann um styrk­veit­ingu og að hann hafi ekki tekið ákvörðun um að veita styrkj­unum við­­töku. „Þrátt fyr­ir þetta og þær skýr­ing­ar sem komu fram í yf­ir­lýs­ingu fyrr­ver­andi for­­­manns flokks­ins er það mitt mat að við nú­ver­andi aðstæður þjóni það best hags­mun­um Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins að ég láti af störf­um sem fram­­­kvæmda­­­stjóri hans þar sem mik­il­vægt er að leita allra leiða til að skapa traust og frið um flokks­­­starf­ið. Af þeim sök­um hef ég boð­ist til að víkja úr stöðu minn­i.“

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Þann 11. apríl sendu Þor­­steinn M. Jóns­­son, þáver­andi stjórn­­­ar­­maður í FL Group sem er oft­­ast kenndur við Kók, og Stein­þór Gunn­­ar­s­­son, fyrr­ver­andi yfir­­­maður verð­bréfa­­deildar Lands­­bank­ans, frá sér yfir­­lýs­ingu þar sem þeir sögð­ust hafa haft milli­­­göngu um að útvega Sjálf­­stæð­is­­flokknum styrk­ina. Þeir sögðu einnig að Guð­laugur Þór Þórð­­ar­­son, núver­andi ráð­herra orku- og umhverf­is-, orku- og lofts­lags­mála, hefði haft sam­­band við þá og greint frá bág­­bor­inni fjár­­hags­­legri stöðu Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins. Í fram­haldi hafi hann ekki haft frek­­ari afskipti, upp­­hæð styrkj­anna hefði verið ákveð­inn af fyr­ir­tækj­unum og stjórn flokks­ins ákveðið að veita þeim við­­töku.

Í bók­inni um Jón Ásgeir kom fram að hann teldi sig vita til þess að Geir H. Haarde hafi staðið á bak­við beiðn­­ina um styrk­ina en að Guð­laugur Þór hafi verið lát­inn taka á sig sök í mál­inu. „Það var það sem ég heyrði, að þetta hefði verið samið við Geir frekar en Gulla[...]Ég var þarna í stjórn og mér gefin sú skýr­ing,“ sagði Jón Ásgeir í sam­tali við RÚV.

Tvær af hverjum þremur krónum koma úr opin­berum sjóðum

Fjár­mál Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa tekið stakka­skiptum á und­an­förnum árum, sam­hliða því að fram­lög til stjórn­mála­flokka úr rík­is­sjóði hafa stór­auk­ist. Hann er stærsti flokkur lands­ins, fékk 24,4 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ing­um, og fær því hæstu fram­lög allra flokka úr sam­eig­in­legum sjóð­um.

Auglýsing
[Samkvæmt síð­asta birta árs­reikn­ingi flokks­ins var hann með 328,4 millj­ónir króna í tekjur á árinu 2020, þar af komu 195,5 millj­ónir króna úr rík­is­sjóði og 20 millj­ónir króna frá sveit­ar­fé­lögum lands­ins. Því komu tvær af hverjum þremur krónum sem Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn hafði í tekjur í fyrra úr opin­berum sjóð­u­m. 

Til við­­bótar sótti hann 53,1 milljón króna í fram­lög og félags­­­gjöld frá ein­stak­l­ingum og lög­­að­ilum og hafði 59,6 millj­­ónir króna í aðrar tekj­­ur, sem að upp­i­­­stöðu eru leig­u­­tekj­­ur. Á meðal þeirra lög­­að­ila sem greiddu Sjálf­­stæð­is­­flokknum hámarks­­­styrk upp á 550 þús­und krónur eru sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki mest áber­and­i. 

Fast­­eigna­­mat hærra en bók­­fært virði

Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn er lang­um­­svifa­­mesti flokkur lands­ins. Eignir hans eru metnar á 925 millj­­ónir króna og hækk­­uðu um 77 millj­­ónir króna milli ára.

­Dýr­­mæt­­ustu eignir flokks­ins eru fast­­eign­ir, sem metnar eru á 646 millj­­ónir króna. Þær eru bók­­færðar á kostn­að­­ar­verði, en fast­­eigna­­mat eigna og lóða er hærra, eða 919 millj­­ónir króna.  Þar á meðal er Val­höll, höf­uð­­stöðvar flokks­ins. Í októ­ber í fyrra var sam­­þykkt beiðni flokks­ins um að byggja blokk með 47 íbúð­um og at­vinn­u­hús­næði á lóð Val­hall­­ar. Auk þess á flokk­­ur­inn hlut í tveimur félög­um, Þorra ehf. og Íhaldi ehf., Það fyrr­­nefnda hefur þann til­­­gang að halda utan um kaup, sölu og rekstur fast­­eigna, blaða­út­­­gáfu, lána­­starf­­semi og aðra skylda starf­­semi vegna starfs Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Kópa­vogi. Hið síð­­­ar­­nefnda vinnur að hús­næð­is­­málum sam­­taka eða félaga sjárfs­­stæð­is­­manna í Fljóts­dals­hér­­aði.

Hand­­bært fé Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í lok árs 2020 var rúm­­lega 195 millj­­ónir króna og jókst um 89 millj­­ónir króna á síð­­asta ári.

Skuldir flokks­ins lækk­­uðu lít­il­­lega á milli ára og voru 449 millj­­ónir króna í lok árs 2020. Óráð­stafað eigið fé Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins var því 476,2 millj­­ónir króna á þeim tíma. Skuld­irnar eru ekki sund­ur­lið­aðar með þeim hætti að hægt sé að sjá hversu mikið af skuld­inni við FL Group og Lands­bank­ann sé ógreidd.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar