Hlutfall Íslendinga sem skráðir eru í þjóðkirkjuna í fyrsta sinn undir 60 prósent

Hátt í 150 þúsund íbúar landsins standa utan þjóðkirkjunnar. Meirihluti þjóðarinnar hefur verið fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju samkvæmt könnunum frá árinu 2007. Landsmenn treysta biskup og þjóðkirkjunni lítið.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við þingsetningu Alþingis í nóvember í fyrra.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við þingsetningu Alþingis í nóvember í fyrra.
Auglýsing

Alls voru 59,9 pró­sent lands­manna skráðir í þjóð­kirkj­una 1. júlí síð­ast­lið­inn. Það er í fyrsta sinn sem hlut­fall þeirra sem skráðir eru í hana fer undir 60 pró­sent. Þetta má lesa úr nýjum tölum Þjóð­skrár um skrán­ingu í trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög.

Árið 1992 voru 92,2 pró­­­­­­­­sent lands­­­­­­­­manna skráðir í þjóð­­­kirkj­una. Síð­­ast­liðna ára­tugi hefur hlut­­fall þeirra sem til­­heyra henni dreg­ist saman og frá árinu 2009 hefur með­­­­­limum þjóð­­­­­kirkj­unnar fækkað á hverju ári. 

Trú- og lífs­­skoð­un­­ar­­fé­lög hér á landi fá sókn­­ar­­gjöld greidd fyrir hvern skráðan ein­stak­l­ing, 16 ára og eldri. Á árinu 2022 greiðir ríkið 1.107 krónur á mán­uði á hvern ein­stak­l­ing í hverju félagi fyrir sig. Alls fara um átta millj­arðar króna í mála­­flokk­inn trú­­mál á næsta ári sam­­kvæmt fjár­­lög­um þessa árs. Í sam­ræmi við nýjan við­­bót­­ar­­samn­ing um end­­­ur­­­skoðun á kirkju­jarð­­­ar­­­sam­komu­lag­inu frá 1997 og samn­ingi um rekstr­­­ar­­­kostnað kirkj­unnar frá 1998 sem var und­ir­­rit­aður fyrir tæpum þremur árum fær þjóð­­kirkjan þorra þess­­arar upp­­hæð­­ar. Árlega fær hún fram­lög frá rík­­­inu á grund­velli kirkju­jarða­­­sam­komu­lags­ins sem og fram­lög sem renna til Kirkju­­­mála­­­sjóðs og Jöfn­un­­­ar­­­sjóðs sókna, auk meg­in­þorra sókn­ar­gjalda. Í kirkju­jarða­­sam­komu­lag­inu fólst að ríkið yfir­­tók hund­ruð jarða sem kirkjan átti upp­­haf­­lega, gegn því að greiða laun presta. 

Næstum 150 þús­und manns standa utan þjóð­kirkju

Í byrjun þessa mán­aðar voru 228.298 manns skráðir í þjóð­kirkj­una, sem er enn lang­fjöl­menn­asta trú­fé­lag lands­ins þrátt fyrir mikla fækkun innan þess á und­an­förnum árum og ára­tug­um. Alls hefur þeim sem skráðir eru í þjóð­kirkj­una fækkað um 968 frá því í des­em­ber 2021. Skrán­ingar í þjóð­kirkj­una náðu hámarki í byrjun árs 2009, þegar 253.069 voru skráðir í hana. Síðan þá hefur þeim fækkað um næstum 25 þús­und auk þess sem kirkj­unni hefur ekki tekið að laða til sín hlut­deild í þeirri fjölgun sem orðið hefur á íbúum á Íslandi á tíma­bil­inu, en íbúum hér hefur fjölgað um næstum 60 þús­und frá 2009.

Auglýsing
Þeir sem standa utan þjóð­kirkj­unnar eru, sam­kvæmt tölum Þjóð­skrár, 146.464 og hafa aldrei verið fleiri. Af þeim eru 29.620 skráðir utan trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga en 65.975 eru skráðir ótil­greind­ir. Í síð­ari hópnum eru erlendir rík­is­borg­arar uppi­stað­an. 

Um síð­­­ustu alda­­mót stóðu alls tæp­­lega 31 þús­und manns utan þjóð­­kirkj­unn­­ar. Það hefur því fjölgað í þeim hópi um meira en 105 þús­und manns á rúmum tveimur ára­tug­um. 

Sá söfn­uður sem hefur vaxið hvað hrað­ast síð­ast­lið­inn ár er kaþ­ólska kirkj­an. Skrán­ingar í hana fjór­föld­uð­ust á 20 ára tíma­bili og í dag eru skráðir með­limir 14.709 tals­ins.

Í umfjöllun Kjarn­ans um þessa aukn­ingu frá árinu 2019 kom fram að hún sé fyrst og síð­ast vegna þess að hingað til lands eru að flytja hópar erlendra rík­is­borg­ara frá löndum þar sem kaþ­ólska kirkjan er sterk. Þar munar mest um Pól­verja, sem eru fjöl­­­­menn­­­asti hópur erlendra rík­­­­is­­­­borg­­­­ara hér á landi.

Lítið traust og meiri­hluti vill aðskilnað

Þeim Íslend­ingum sem treysta þjóð­­kirkj­unni hefur fækkað um helm­ing frá alda­mót­um, en í könnun sem var birt snemma á þessu ári sögð­ust 29 pró­sent lands­­manna bera mikið traust til henn­­ar. Af þeim stofn­unum sam­fé­lags­ins sem spurt var um traust til mæld­ust ein­ungis tvær með minna traust en þjóð­kirkj­an: banka­kerfið (23 pró­sent) og borg­ar­stjórn Reykja­víkur (21 pró­sent).

Önnur ástæða fyrir fækkun í þjóð­­kirkj­unni sem blasir við er sú að ára­tugum saman var skipu­lag mála hér­­­­­lendis þannig að nýfædd börn voru ætið skráð í trú­­­­­­­­fé­lag móð­­­­­­­­ur. Það þurfti því sér­­­­­­­­stak­­­­­­­­lega að skrá sig úr trú­­­­­­­­fé­lagi í stað þess að skrá sig inn í það. 

Þessu var breytt árið 2013 og nú þurfa báðir for­eldrar að til­­­­­­heyra sama trú- og lífs­­­­­­skoð­un­­­­­­ar­­­­­­fé­lagi til að barnið sé skráð í félag, ann­­­­­­ars skrá­ist barnið utan­ ­trú­­­­­­fé­laga. Á sama tíma var ramm­inn utan um hvers kyns félög mættu skrá sig sem trú- og líf­­­­skoð­un­­­­ar­­­­fé­lög og þiggja sókn­­­­ar­­­­gjöld rýmk­að­­­­ur.

Kjarn­inn greindi frá því í nóv­em­ber í fyrra að ein­ungis 15 pró­­­sent lands­­­manna eru ánægð með störf Agn­­­esar M. Sig­­­urð­­­ar­dótt­­­ur, bisk­­­ups Íslands, sam­­­kvæmt þjóð­­­ar­púlsi Gallup.

Alls sögð­ust 51 pró­­­sent lands­­­manna að þeir vildu aðskilnað ríkis og kirkju. Hlut­­­fallið hefur verið yfir 50 pró­­­sent í næstum árlegum könn­unum Gallup frá árinu 2007. 

Í þjóð­­­ar­púls­inum sást að fólk undir fer­tugu er helst hlynnt aðskiln­að­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar