Hlutfall Íslendinga sem skráðir eru í þjóðkirkjuna í fyrsta sinn undir 60 prósent

Hátt í 150 þúsund íbúar landsins standa utan þjóðkirkjunnar. Meirihluti þjóðarinnar hefur verið fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju samkvæmt könnunum frá árinu 2007. Landsmenn treysta biskup og þjóðkirkjunni lítið.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við þingsetningu Alþingis í nóvember í fyrra.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við þingsetningu Alþingis í nóvember í fyrra.
Auglýsing

Alls voru 59,9 pró­sent lands­manna skráðir í þjóð­kirkj­una 1. júlí síð­ast­lið­inn. Það er í fyrsta sinn sem hlut­fall þeirra sem skráðir eru í hana fer undir 60 pró­sent. Þetta má lesa úr nýjum tölum Þjóð­skrár um skrán­ingu í trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög.

Árið 1992 voru 92,2 pró­­­­­­­­sent lands­­­­­­­­manna skráðir í þjóð­­­kirkj­una. Síð­­ast­liðna ára­tugi hefur hlut­­fall þeirra sem til­­heyra henni dreg­ist saman og frá árinu 2009 hefur með­­­­­limum þjóð­­­­­kirkj­unnar fækkað á hverju ári. 

Trú- og lífs­­skoð­un­­ar­­fé­lög hér á landi fá sókn­­ar­­gjöld greidd fyrir hvern skráðan ein­stak­l­ing, 16 ára og eldri. Á árinu 2022 greiðir ríkið 1.107 krónur á mán­uði á hvern ein­stak­l­ing í hverju félagi fyrir sig. Alls fara um átta millj­arðar króna í mála­­flokk­inn trú­­mál á næsta ári sam­­kvæmt fjár­­lög­um þessa árs. Í sam­ræmi við nýjan við­­bót­­ar­­samn­ing um end­­­ur­­­skoðun á kirkju­jarð­­­ar­­­sam­komu­lag­inu frá 1997 og samn­ingi um rekstr­­­ar­­­kostnað kirkj­unnar frá 1998 sem var und­ir­­rit­aður fyrir tæpum þremur árum fær þjóð­­kirkjan þorra þess­­arar upp­­hæð­­ar. Árlega fær hún fram­lög frá rík­­­inu á grund­velli kirkju­jarða­­­sam­komu­lags­ins sem og fram­lög sem renna til Kirkju­­­mála­­­sjóðs og Jöfn­un­­­ar­­­sjóðs sókna, auk meg­in­þorra sókn­ar­gjalda. Í kirkju­jarða­­sam­komu­lag­inu fólst að ríkið yfir­­tók hund­ruð jarða sem kirkjan átti upp­­haf­­lega, gegn því að greiða laun presta. 

Næstum 150 þús­und manns standa utan þjóð­kirkju

Í byrjun þessa mán­aðar voru 228.298 manns skráðir í þjóð­kirkj­una, sem er enn lang­fjöl­menn­asta trú­fé­lag lands­ins þrátt fyrir mikla fækkun innan þess á und­an­förnum árum og ára­tug­um. Alls hefur þeim sem skráðir eru í þjóð­kirkj­una fækkað um 968 frá því í des­em­ber 2021. Skrán­ingar í þjóð­kirkj­una náðu hámarki í byrjun árs 2009, þegar 253.069 voru skráðir í hana. Síðan þá hefur þeim fækkað um næstum 25 þús­und auk þess sem kirkj­unni hefur ekki tekið að laða til sín hlut­deild í þeirri fjölgun sem orðið hefur á íbúum á Íslandi á tíma­bil­inu, en íbúum hér hefur fjölgað um næstum 60 þús­und frá 2009.

Auglýsing
Þeir sem standa utan þjóð­kirkj­unnar eru, sam­kvæmt tölum Þjóð­skrár, 146.464 og hafa aldrei verið fleiri. Af þeim eru 29.620 skráðir utan trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga en 65.975 eru skráðir ótil­greind­ir. Í síð­ari hópnum eru erlendir rík­is­borg­arar uppi­stað­an. 

Um síð­­­ustu alda­­mót stóðu alls tæp­­lega 31 þús­und manns utan þjóð­­kirkj­unn­­ar. Það hefur því fjölgað í þeim hópi um meira en 105 þús­und manns á rúmum tveimur ára­tug­um. 

Sá söfn­uður sem hefur vaxið hvað hrað­ast síð­ast­lið­inn ár er kaþ­ólska kirkj­an. Skrán­ingar í hana fjór­föld­uð­ust á 20 ára tíma­bili og í dag eru skráðir með­limir 14.709 tals­ins.

Í umfjöllun Kjarn­ans um þessa aukn­ingu frá árinu 2019 kom fram að hún sé fyrst og síð­ast vegna þess að hingað til lands eru að flytja hópar erlendra rík­is­borg­ara frá löndum þar sem kaþ­ólska kirkjan er sterk. Þar munar mest um Pól­verja, sem eru fjöl­­­­menn­­­asti hópur erlendra rík­­­­is­­­­borg­­­­ara hér á landi.

Lítið traust og meiri­hluti vill aðskilnað

Þeim Íslend­ingum sem treysta þjóð­­kirkj­unni hefur fækkað um helm­ing frá alda­mót­um, en í könnun sem var birt snemma á þessu ári sögð­ust 29 pró­sent lands­­manna bera mikið traust til henn­­ar. Af þeim stofn­unum sam­fé­lags­ins sem spurt var um traust til mæld­ust ein­ungis tvær með minna traust en þjóð­kirkj­an: banka­kerfið (23 pró­sent) og borg­ar­stjórn Reykja­víkur (21 pró­sent).

Önnur ástæða fyrir fækkun í þjóð­­kirkj­unni sem blasir við er sú að ára­tugum saman var skipu­lag mála hér­­­­­lendis þannig að nýfædd börn voru ætið skráð í trú­­­­­­­­fé­lag móð­­­­­­­­ur. Það þurfti því sér­­­­­­­­stak­­­­­­­­lega að skrá sig úr trú­­­­­­­­fé­lagi í stað þess að skrá sig inn í það. 

Þessu var breytt árið 2013 og nú þurfa báðir for­eldrar að til­­­­­­heyra sama trú- og lífs­­­­­­skoð­un­­­­­­ar­­­­­­fé­lagi til að barnið sé skráð í félag, ann­­­­­­ars skrá­ist barnið utan­ ­trú­­­­­­fé­laga. Á sama tíma var ramm­inn utan um hvers kyns félög mættu skrá sig sem trú- og líf­­­­skoð­un­­­­ar­­­­fé­lög og þiggja sókn­­­­ar­­­­gjöld rýmk­að­­­­ur.

Kjarn­inn greindi frá því í nóv­em­ber í fyrra að ein­ungis 15 pró­­­sent lands­­­manna eru ánægð með störf Agn­­­esar M. Sig­­­urð­­­ar­dótt­­­ur, bisk­­­ups Íslands, sam­­­kvæmt þjóð­­­ar­púlsi Gallup.

Alls sögð­ust 51 pró­­­sent lands­­­manna að þeir vildu aðskilnað ríkis og kirkju. Hlut­­­fallið hefur verið yfir 50 pró­­­sent í næstum árlegum könn­unum Gallup frá árinu 2007. 

Í þjóð­­­ar­púls­inum sást að fólk undir fer­tugu er helst hlynnt aðskiln­að­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar