Aukum öryggi Hvalfjarðarganga

Gunnar Alexander Ólafsson segir að umferðin um Hvalfjarðargöng í dag sé að nálgast þolmörk þeirra og því sé nauðsynlegt að ganga hreint og örugglega til verks og byrja að vinna að tvöföldun ganganna þannig að ný göng verði tekin í notkun eftir 6-7 ár.

Auglýsing

Nýlega bár­ust fréttir af tveimur umferð­ar­ó­höppum í Hval­fjarð­ar­göng­um. Slys í jarð­göngum er grafal­var­legt mál. Hval­fjarð­ar­göngin eru löng jarð­göng, hátt í 6 km og í þeim eru tvær akreinar sem liggja í hvora átt og eru ekki aðskildar með örygg­is­vegg. Auk þess eru í göng­unum eða við þau engin örygg­is­göng sem veg­far­endur geta leitað í ef slys verða í göng­unum t.d. ef eldur brýst út.

Hval­fjarð­ar­göngin voru verk­fræði­legt stór­virki þegar þau voru gerð á sínum tíma. Með til­komu gang­anna jókst umferð­ar­ör­yggi og hring­veg­ur­inn stytt­ist sem sam­svarar tæp­lega klukku­tíma akstri. Varð­andi umferð­ar­ör­yggið má benda á, að enn í dag er leyft að flytja hættu­legan farm (t.d. elds­neyti) um göng­in. Það er óskilj­an­legt og stór­hættu­legt að slíkir flutn­ingar séu leyfðir með annarri umferð um göng­in.

Gerð hefur verið áætlun og kostn­að­ar­grein­ing um tvö­földun Hval­fjarð­ar­ganga. Vega­gerðin gerði árið 2018 ítar­lega grein­ar­gerð um tvö­földun Hval­fjarð­ar­ganga, þar sem til­teknir voru fimm mis­mun­andi leiðir við tvö­földun gang­anna. Er skemmst frá því að segja að allar þessar leiðir gera ráð fyrir nýjum göng­um, með neyð­ar­út­göngum og auk þess gerðu þrír val­kostir ráð fyrir sér­stökum neyð­ar­rým­um. Kostn­aður við þessa fimm val­kosti er á bil­inu 17 til 24,5 millj­arðar á verð­lagi dags­ins í dag, en þess má geta að göngin sjálf kost­uðu full­búin 4.6 millj­arða árið 1996 sem gera 13 millj­arða á verð­lagi dags­ins í dag.

Auglýsing

Umferðin í dag er að nálg­ast þol­mörk gang­anna og því er nauð­syn­legt að ganga hreint og örugg­lega til verks og byrja að vinna að tvö­földun Hval­fjarð­ar­ganga þannig að ný göng verði tekin í notkun eftir 6-7 ár. Fyrsta skrefið væri að stofna fyr­ir­tæki utan um fram­kvæmd­ina með þátt­töku aðila eins og sveit­ar­fé­laga á svæð­inu og Faxa­flóa­hafna.

Til að fjár­magna gerð nýrra ganga liggur bein­ast við að hafa gjald­töku, sam­bæri­lega við þá sem notuð var til að fjár­magna göngin í upp­hafi. Hægt er að hafa veggjaldið 1000 kr. fyrir staka ferð með afslátt fyrir þá sem fara oft um göng­in.. Það tók um 20 ár með veggjöldum að ná fyrir kostn­aði við göngin og m.v. þann fjölda öku­tækja sem fer nú í gegnum göngin (um 7000 öku­tæki á dag) mætti áætla svip­aðan tíma að ná inn kostn­aði við nýjum göng­um.

Nið­ur­staðan er því sú að aukin umferð um Hval­fjarð­ar­göngin kallar á ný göng. Ný göng munu auka öryggi veg­far­enda og draga úr slysa­hættu. Ný göng munu tengja betur Vest­ur­land við höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Til­lögur um ný göng liggja fyr­ir. Því er ekki eftir neinu að bíða. Hefja þarf und­ir­bún­ing og fram­kvæmd­ir.

Höf­undur er heilsu­hag­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar