Auglýsing

„Lífs­­kjör fólks á Íslandi ráð­­ast nú mjög á stöðu þess á fast­­eigna­­mark­aði. Hvenær fólk kom inn á fast­eigna­mark­að­inn og á hvaða aldri þú ert.“ 

Þetta sagði Ásgeir Jóns­­son seðla­­banka­­stjóri, og for­­maður pen­inga­­stefn­u­­nefnd­­ar, á upp­­lýs­inga­fundi nefnd­­ar­innar nýverið sem hald­inn var vegna ákvörð­unar hennar að hækka stýri­vexti upp í 4,75 pró­­sent. Þeir hafa ekki verið hærri í fimm ár. Sú ákvörðun var tekin til að reyna að ná verð­­bólgu, sem þá mæld­ist 7,6 pró­­sent, nið­­ur. Hún mælist nú 8,8 pró­sent og hefur ekki verið hærri frá árinu 2009. Grein­endur spá því að verð­bólgan nái hámarki í ágúst og fari þá í tveggja stafa tölu. 

Þetta er ekki lítil yfir­lýs­ing úr hendi Seðla­banka­stjóra. Hann sagði ein­fald­lega beint út að ef við­kom­andi hefur unnið í íslenska fast­eigna­mark­aðslottó­inu þá eru lífs­kjör hans mun betri en ann­arra. Það sé ráð­andi breyta.

Svo skulum við velta því fyrir okkur hvort það sé eðli­legt ástand.

Á Íslandi hafa nefni­lega næstum 100 þús­und þeirra 308 þús­und ein­stak­linga sem eru 18 ára og eldri aldrei átt hús­næði. Um þriðj­ungur full­orð­inna getur ekki einu sinni spilað með. Þegar horft er á full­orðið fólk undir fimm­tugu þá kemur í ljós að um helm­ingur hóps­ins hefur aldrei átt hús­næði.

Sumir græða, aðrir þurfa bara að búa lengur hjá for­eldrum

Ástæða þess að Ásgeir lét ofan­greind orð falla er sú að eina leiðin fyrir flesta venju­lega Íslend­inga til að mynda ein­hverja eign er í gegnum hækkun á hús­næð­is­verði. Það að eiga hús­næði veitir því bæði öruggt húsa­skjól og tæki­færi til að hagn­ast. Við­kom­andi eign­ast fyrir vikið vara­sjóð sem hægt er að seil­ast í í gegnum end­ur­fjár­mögnun á láni ef það þarf að kaupa nýjan bíl, borga tann­rétt­ingar eða svala upp­söfn­uðum ferða­vilja. Svo dæmi séu tek­in. Þessir val­kost­ir, hús­næð­is­ör­yggi og vara­sjóður í formi eign­ar, standa þriðjungnum sem er utan eign­ar­mark­aðar (og helm­ingi full­orðna undir fimm­tugu) ekki til boða. 

Auglýsing
Á Íslandi er hús­næði nefni­lega skil­greint sem fjár­fest­inga­tæki­færi í kerf­un­um, ekki grund­vall­ar­nauð­syn. 

Á síð­ustu rúmu tveimur árum hafa margir þeirra sem voru komnir inn á hús­næð­is­markað fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn mok­grætt. Virði eigna þeirra hefur rokið upp. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur það hækkað um 43,2 pró­sent síðan í mars 2020. Á manna­máli þýðir það að sá sem átti íbúð sem metin var á 60 millj­ónir króna þá á nú íbúð sem er metin á 86 millj­ónir króna. 

Hin­ir, sem voru og eru fyrir utan hann eða komu inn í bólu­á­stand­inu, eru í margir hverjir í miklum vanda. Þar er ungt fólk fyr­ir­ferða­mik­ið. Skila­boð seðla­banka­stjóra til þeirra eru að það geti bara búið lengur heima hjá for­eldrum sínum.

Opin­berar aðgerðir sköp­uðu ástandið

Af hverju gerð­ist þetta? Um það er mikið rif­ist. Ákveðið mengi hags­muna­afla hefur lengi trommað upp með að skortur á aðgengi að lóð­um, aðal­lega í Reykja­vík, sé ástæð­an. Það stenst enga skoð­un, nóg er til af þegar úthlut­uðum lóðum sem ekki er byggt á. Enda er nokkuð almennt fyr­ir­liggj­andi hvað ýtti þessu brjál­æði af stað: aðgerðir Seðla­banka og rík­is­stjórnar sem kynntar voru í kjöl­far þess að far­ald­ur­inn lagð­ist á þjóð­ina, og heim­inn. 

Það skal tekið fram að þær aðgerðir skil­uðu ein­hverjum árangri, sér­stak­lega þegar kom að því að halda fyr­ir­tækjum á floti og ná atvinnu­leysi aftur niður eftir far­ald­ur. En þær höfðu líka marg­hátt­aðar afleið­ing­ar.

Rík­is­stjórnin réðst í allskyns þenslu­hvetj­andi aðgerð­ir, t.d. millj­arða­end­ur­greiðslur undir hatti „Allir vinna“ sem lentu að stærstum hluta hjá bygg­ing­ar­verk­tökum (þriðj­ungur af greiðsl­unum fór þang­að) og tekju­hæsta fólk­inu í land­inu (helm­ingur af greiðslum til ein­stak­linga fór til tekju­hæstu tíund­ar­inn­ar), sem fékk góðan rík­is­styrk til að gera upp eld­húsin sín og bað­her­bergin á far­ald­urs­tím­um. 

Þá ákvað rík­is­stjórnin að fram­lengja heim­ild til að nýta sér­eign­ar­sparnað skatt­frjálst til að greiða niður hús­næð­is­kostn­að. Hluti getur notað þau úrræði vegna inn­borg­un­ar. Alls var 72 pró­sent af þeim skattafslætti, sem hleypur alls á tugum millj­arða króna, á árinu 2020 beint til tekju­hæstu 20 pró­sent lands­manna. ­Sam­hliða hefur vaxta­bóta­kerf­ið, sem beint var að tekju­lægri og eigna­minni, nán­ast lagst af.

Þá hafa stjórn­völd hvatt til meiri skuld­setn­ingar á íbúða­mark­aði með því að gera sölu­hagnað á hús­næði und­an­þeg­inn fjár­­­magnstekju­skatti, að því gefnu að selj­end­­urnir hafi keypt það að minnsta kosti tveimur árum áður. Þessi und­an­þága er ekki nýtil­kom­in, en hún veitir samt sem áður afslátt á gíraðar fjár­­­fest­ingar á íbúða­­mark­aðn­­­um. Með öðrum orðum þá hvetur hún til brasks. Sem sann­ar­lega er stund­að, enda eru rúm­lega þriðj­ungur allra íbúða í eigu ein­stak­linga eða lög­að­ila sem eiga fleiri en eina íbúð. Það eru um 52 þús­und íbúðir alls. 

Að end­ingu ákvað rík­is­stjórnin svo auð­vitað stór­lækka banka­skatt, sem skil­aði neyt­endum engum sér­stökum breyt­ingum á þegar allt of miklum vaxta­mun en stórjók hagnað banka, enda um sex millj­arða króna árlega til­færslu úr rík­is­sjóði til stærstu fjár­mála­fyr­ir­tækja lands­ins að ræða.

Boð­aði dauða verð­trygg­ing­ar­innar

Þá komum við að hlut Seðla­banka Íslands. Hann lækk­aði stýri­vexti niður í 0,75 pró­sent og afnam hinn svo­kall­aða sveiflu­jöfn­un­ar­auka til að gefa bönkum lands­ins stór­aukið svig­rúm til útlána á far­ald­urs­tím­um. 

Skömmu eftir að þessar aðgerð­ir, sem ætl­aðar voru til að hjálpa okkur efna­hags­lega í gegnum far­ald­ur­inn, voru kynntar var seðla­banka­stjóri til við­tals í Frétta­blað­inu. Þetta var í júní 2020, fyrir tveimur árum síð­an. 

Þar sagði Ásgeir meðal ann­ars að í nágranna­löndum okkar hefðu svo lágir vextir leitt til mik­illa hækk­ana á fast­eigna­verði á síð­ustu árum. Fylgj­ast þyrfti „mjög vel með því ef slök­un­ar­að­gerðir okkar koma fram með því að fast­eigna­verð fari að hækka mik­ið. Og þá hvort það verði að grípa til ein­hverra aðgerða vegna þess.“ Það væri þó allt of snemmt að segja fyrir um áhrifin af vaxta­lækk­unum bank­ans á fast­eigna­mark­að.

Auglýsing
Ásgeir boð­aði líka nýja tíma. „Verð­trygg­ingin var upp­haf­lega sett á vegna þess að við réðum ekki við verð­bólg­una. Núna eru tím­arnir breytt­ir. Í fyrsta sinn er það raun­veru­legur val­kostur fyrir heim­ilin að skipta yfir í nafn­vexti og þannig afnema verð­trygg­ing­una að eigin frum­kvæði af sínum lán­um. Þetta eru mikil tíma­mót og fela í sér að verð­trygg­ingin mun deyja út.“

Hann bætti svo við að það myndi „breyta mjög miklu ef almenn­ingur fer yfir í breyti­lega, óverð­tryggða vexti. Það þýðir að okkar vaxta­breyt­ingar munu bíta mjög fast [...] Þegar fólk er komið í umhverfi breyti­legra nafn­vaxta mun það án efa fylgj­ast mun betur með öllum vaxta­breyt­ingum Seðla­bank­ans – og greiða lánin hraðar nið­ur.“

Seðla­banka­stjóri klykkti út með því að, vegna óvissu­á­stands­ins, þyrftu bank­arnir að búa við lága arð­semi í mögu­lega tvö ár eða svo. Það fór hins vegar ekki alveg þannig. Sam­an­lagður hagn­aður þeirra í fyrra var 81,2 millj­­­arðar króna. Það er um 170 pró­­sent meiri hagn­aður en þeir skil­uðu árið 2020. Arð­semi þeirra var í met­hæð­um.

Óverð­tryggðu íbúða­lánin þre­föld­uð­ust

Þessi hagn­aður kom aðal­lega til vegna þess að lands­menn flykkt­ust í óverð­tryggð lán til að taka þátt í hinu nýja ástandi seðla­banka­stjór­ans. Á meðan að á far­aldr­inum stóð þre­föld­uð­ust óverð­tryggð hús­næð­is­lán við­skipta­bank­anna, fóru úr 370 millj­örðum króna í 1.090 millj­arða króna. Í þetta, að stór­auka eft­ir­spurn, fór lána­svig­rúmið sem Seðla­bank­inn veitti bönk­unum með tíma­bundnu afnámi sveiflu­jöfn­un­ar­aukans. ­Sam­hliða lán­uðu bank­arnir ekki til bygg­inga­fram­kvæmda, sem hefði getað aukið fram­boð á móti. Á árunum 2020 og 2021 voru útlánin til bygg­inga­geirans, að frá­­­­­dregnum upp- og umfram­greiðsl­um, nei­­­kvæð um 29,7 millj­­­arða króna.

Á sama tíma­bili græddu fjár­magns­eig­endur á tá og fingri. Aðgerð­irnar hækk­uðu hluta­bréfa­hagn­að­inn þeirra upp úr öllu valdi. Á árinu 2021 hækk­uðu fjár­magnstekjur ein­stak­linga um 65 millj­arða króna, eða 57 pró­sent, og voru 181 millj­arður króna. Mest hækk­­aði sölu­hagn­aður hluta­bréfa sem var 69,5 millj­­arðar króna. 

Nokkrar breyt­ingar voru gerðar í álagn­ingu fjár­­­­­magnstekju­skatts í upp­­hafi árs 2021. Eftir þær þarf til að mynda ekki að greiða skatt af vöxt­um, arði og sölu­hagn­aði hluta­bréfa á skipu­­­legum verð­bréfa­­­mark­aði sem var undir 300 þús­und krónum og frí­­­tekju­­­mark hjóna var hækkað upp í 600 þús­und krón­­­ur. 

Á meðan að fjár­magns­eig­endur mok­uðu inn vegna ákvarð­ana og aðgerða stjórn­valda og seðla­banka þá ákvað rík­is­stjórn leidd af Vinstri grænum að hækka frí­tekju­mark vegna arð­greiðslna og sölu­hagn­aðar hluta­bréfa. Færa fé úr rík­is­sjóði til hluta­bréfa­eig­enda.

Meltið það aðeins.

Greiðslu­byrðin þyng­ist gríð­ar­lega

En nú er partíið búið. Áhrif inn­rásar Rússa í Úkra­ínu gerir þynnk­una enn verri en ella. Verð­bólgan, drifin áfram af hús­næð­is­verðs­hækk­un­um, er komin í eft­ir­hruns­hæðir og Seðla­bank­inn hefur hækkað vexti svo skarpt að þeir hafa ekki verið hærri í fimm ár. 

Fyrir vikið hafa allir lands­menn­irnir sem tóku óverð­tryggðu lánin með breyti­legu vöxt­unum sem seðla­banka­stjóri fagn­aði svo mjög séð greiðslu­byrði sína stór­aukast. Í nýj­ustu hag­sjá Lands­bank­ans er tekið dæmi af 40 millj­óna króna láni á lægstu óverð­tryggðu vöxt­um. Vaxta­byrði þeirra hefur hækkað um 98 þús­und krónur frá því í maí í fyrra. Lands­bank­inn býst við því að vextir haldi áfram að hækka og að vaxta­byrðin muni aukast um 25 þús­und krónur í við­bót á þessu ári. Þá hefur hún farið úr 110 þús­und krónum á mán­uði i 233 þús­und krónur á mán­uð­i. 

Þetta er ekki það eina sem hækkar í svona verð­bólgu­fári. Allur kostn­aður við hefð­bundið líf er að stór­aukast. Launa­fólk fær sífellt minna fyrir krón­urnar sín­ar. Kaup­máttur er að drag­ast skarpt sam­an. Um miðjan júní var bens­ín­lítr­inn orð­inn 72 pró­sent dýr­ari en fyrir tveimur árum. Sam­­göng­u­­kostn­aður er þess utan 85 pró­­sentum hærri á Íslandi en að með­­al­tali innan landa Evr­­ópu­­sam­­bands­ins. Hvergi í Evr­­ópu er sam­­göng­u­­kostn­að­­ur­inn eins mik­ill. 

Verð á mat og drykk hefur líka rokið upp og er auk þess 39 pró­sent hærra hér en að jafn­aði í Evr­ópu­sam­bands­lönd­un­um.

Mun fleiri heim­ili lenda í vanda

Það þarf því ekki mikið annað en barna­skóla­stærð­fræði til að reikna sig niður á að fleira og fleira fólk mun eiga í vand­ræðum með að ná endum saman og standa við gerðar skuld­bind­ingar í nán­ustu fram­tíð. Hlut­fall þeirra heim­ila sem bjuggu við íþyngj­andi hús­næð­is­kostnað (greiddu meira en 40 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í að halda þaki yfir höf­uð­ið) var 12,8 pró­sent í fyrra og það jókst milli ára. Í ljósi þess að stýri­vextir hafa hækkað um 2,75 pró­sentu­stig síðan um ára­mót án þess að laun hafi hækkað mikið blasir við að þetta hlut­fall mun snar­hækka á árinu 2022.

Aug­ljós­asti hóp­ur­inn sem verður fyrir áhrifum eru þeir tekju­lægstu sem hír­ast á full­kom­lega gölnum leigu­mark­aði. Fyrir marga í þeim hópi er efna­hags­legt svart­nætti framund­an, og þær aðgerðir sem rík­is­stjórnin greip til svo þús­und­köll­unum í vasa hóps­ins fjölg­aði um örfáa um hver mán­aða­mót voru bæði of litlar og komu til fram­kvæmda of sein­t. 

Tekju­hærri hópar sem hafa gírað sig upp í fast­eigna­kaupum munu líka lenda í veru­legum vand­ræð­um, enda finnur allt venju­legt fólk fyrir því ef greiðslu­byrði hús­næð­is­láns fer að aukast um vel á annað hund­rað þús­und krónur á mán­uði. Í fyrra fjölg­aði þeim heim­ilum sem eru með hærri tekjur en 61-80 pró­­sent lands­­manna sem eru með íþyngj­andi hús­næð­is­kostnað úr 3,3 í 5,6 pró­­sent milli ára og hjá 20 pró­­sent tekju­hæsta hópnum tvö­­fald­­ast fjöld­inn sem er í þeirri stöðu, fór úr þremur pró­­sentum í sex. 

Skatta­lækk­anir skapa veru­leika

Þetta er veru­leik­inn sem rík­is­stjórn skatta­lækk­ana hefur skapað. Skatta­lækk­anir sem falið hafa í sér end­­ur­­skoðun á tekju­skatts­­kerfi ein­stak­l­inga, sér­­staka hækkun per­­són­u­af­­slátt­­ar, lægra trygg­inga­gjald, end­­ur­­skoðun á stofni fjár­­­magnstekju­skatts, skatt­­af­slátt vegna stuðn­­ings ein­stak­l­inga við almanna­heilla­­fé­lög, hækkun frí­­tekju­­marks erfða­skatts og fjár­magnstekna og svo auð­vitað lækkun banka­skatts. Flestar gagn­ast þær eigna­meira og tekju­hærra fólki umfram aðra. Tekju­stofnar rík­is­sjóðs hafa veikst um á fimmta tug millj­arða króna árlega vegna þessa.

Auglýsing
Kaupmáttaraukning sem fæst með þessum skatta­lækk­unum skapar tíma­bundin þol­gæði, sér­stak­lega hjá milli­stétt­inni, sem fær úr fleiri krónum að spila þegar aðstæður eru til skamms tíma boð­leg­ar. Þegar þær aðstæður breyt­ast jafn skarpt og raun ber vitni, og jafn­vel fólk á ágætis tekjum er farið að ganga á sparn­að­inn eða slá lán til að eiga fyrir næstu mán­aða­mót­um, þá er höggið fast.

Hin hliðin er nefni­lega sú að með því að veikja kerf­is­bundið tekju­öflun rík­is­sjóð til að skila fleiri krón­um, að stóru leyti í vasa fjár­magns­eig­enda en brauð­molum til hinna, þá hefur vel­ferð­ar­kerf­unum og innviðum verið leyft að veikj­ast veru­lega. Þau grípa ekki lengur við­kvæm­ustu hópa sam­fé­lags­ins heldur loka þá inni í fátækra­gildr­um. Þau þjón­usta ekki milli­tekju­hópana heldur skipa þeim í langar biðraðir eftir þjón­ustu sem þeir telja sig þegar vera búna að greiða fyr­ir. Nið­ur­staða sér­fræð­inga Efl­ingar er að Ísland sé tæp­lega nor­rænt vel­ferð­ar­ríki leng­ur.

Það er ekk­ert sem ýtir fastar við stærsta kjós­enda­hópn­um, milli­stétt­inni, en það þegar hún finnur að lífs­kjör hennar eru mark­visst að skerð­ast.

Sú staða er komin upp. 

Verð­skulduð vand­ræði

Þegar við bæt­ist allt hitt: fúskið í kringum banka­sölu, enda­laus póli­tísk hrossa­kaup, oftekin laun þjóð­kjör­inna full­trúa og launa­hækk­anir þeirra langt umfram það sem tíðkast í sam­fé­lag­inu, mála­miðl­anir um lægstu sam­nefn­ara í lyk­il­mál­um, algjört aðgerð­ar­leysi við að breyta gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi og fjár­mála­geira og þá sýni­legu stað­reynd að sitj­andi rík­is­stjórn­ar­flokkar eru varla sam­mála um neitt nema að hanga á völd­um, þá er ekki furða að stjórn­ar­flokk­arnir séu að mæl­ast í vand­ræðum

Það er ekki furða að þeir hafi tapað næstum tíu pró­sent af sam­eig­in­legu fylgi sínu það sem af er kjör­tíma­bili. Það er ekki furða að stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina er að mæl­ast sá minnsti sem hann hefur nokkru sinni mælst.

Það er ekki furða að fylgi Sjálf­stæð­is­flokks er að mæl­ast nú stöðugt minna en nokkru sinni áður og að fylgi Vinstri grænna sé það minnsta síðan að Katrín Jak­obs­dóttir tók við flokknum fyrir rúmu níu árum. 

Það er heldur ekki furða að eini stjórn­ar­flokk­ur­inn sem talar meira og minna gegn stefnu stjórn­ar­innar í flestum mála­flokk­um, Fram­sókn, heldur sínu kjör­fylgi og er ekki langt frá því að mæl­ast stærsti stjórn­mála­flokkur lands­ins. 

Kannski fel­ast í því skila­boð um hvað það sé sem lands­menn kalli eftir að verði gert í lands­stjórn­inni, en hluti sitj­andi ráða­manna hefur ekki dug, vilja eða getu til að fram­kvæma. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari