Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki

Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.

Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Auglýsing

Næstum helm­ing­ur, þeirra sem kusu Fram­sókn­ar­flokk­inn í síð­ustu þing­kosn­ing­um, eða 47 pró­sent, kusu Mið­flokk­inn, sem er leiddur af fyrr­ver­andi for­manni Fram­sókn­ar, Sjálf­stæð­is­flokk­inn eða Vinstri græna fjórum árum áður. Þegar við bæt­ist að 41 pró­sent kjós­enda flokks­ins setti X við B í báðum kosn­ing­unum liggur fyrir að næstum níu af hverjum tíu kjós­endum Fram­sóknar haustið 2021, þegar flokk­ur­inn vann mik­inn kosn­inga­sig­ur, kusu ein­hvern stjórn­ar­flokk­anna eða Mið­flokk­inn í þing­kosn­ing­unum 2017.

Þetta kemur fram í grein­inni „Kjós­endur eftir kreppu: Breyt­ing­ar, flökt og stöð­ug­leiki í Alþing­is­kosn­ing­unum 2021“ eftir Agnar Frey Helga­son, dós­ent við Stjórn­mála­fræði­deild Háskóla Íslands, Ólaf Þ. Harð­ar­son­ar, pró­fessor emeritus við sömu deild, Jón Gunnar Ólafs­son, nýdoktor við deild­ina, Evu H. Önnu­dótt­ur, pró­fessor við stjórn­mála­fræði­deild og Huldu Þór­is­dótt­ur, sem er dós­ent við sömu deild. Greinin birt­ist í tíma­rit­inu Stjórn­mál & stjórn­sýsla í lið­inni viku. Þar greina höf­undar síð­ustu þing­kosn­ingar út frá nokkrum lyk­il­vísum fengnum úr kjós­enda­könnun Íslensku kosn­inga­rann­sókn­ar­innar (ÍS­KOS).

Sigur Fram­sóknar á kostnað hinna stjórn­ar­flokk­anna

Alls 45 pró­sent kjós­enda kusu annan flokk árið 2021 en þeir gerðu árið 2017. Þótt það sé lægra hlut­fall en var í hinum óvenju­legu kosn­ingum 2016 og 2017 þá er það samt sem áður hátt í íslensku sögu­legu sam­heng­i. 

Auglýsing
Ríkisstjórn Katrínar Jak­obs­dóttur naut þess að 89 pró­sent kjós­enda töldu hana hafa staðið sig vel við að takast á við kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn síð­asta eina og hálfa árið fyrir kosn­ing­arnar í fyrra­haust. Það skil­aði sér í að stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina, sem mæld­ist undir 50 pró­sent áður en far­ald­ur­inn skall á, rauk upp í tæp 60 pró­sent og hélst yfir 55 pró­sentum út síð­asta kjör­tíma­bil.

Það skil­aði sér í því að rík­is­stjórnin bætti við sig fylgi og þing­mönnum í kosn­ing­unum í sept­em­ber 2021. Því fylgi var þó mis­skipt. Bæði Vinstri græn og Sjálf­stæð­is­flokkur töp­uðu fylgi og þing­mönnum en Fram­sókn bætti veru­lega við sig. 

Í grein­inni segir að það hafi hinn 105 ára gamli flokkur gert með því að ná til sín kjós­endum frá hinum tveimur stjórn­ar­flokk­unum og klofn­ings­flokknum Mið­flokki. Alls kusu 19 pró­sent þeirra sem settu X við B í fyrra Mið­flokk­inn fjórum árum áður, 16 pró­sent kusu Sjálf­stæð­is­flokk­inn og tólf pró­sent kusu Vinstri græn. Ein­ungis 41 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins kusu flokk­inn líka 2017.

Ríkisstjórnarsamstarfið var endurnýjað eftir síðustu kosningar. Mynd: Bára Huld Beck

Hinir stjórn­ar­flokk­arnir byggðu í mun meira mæli á kjarna­fylgi sínu. Alls 79 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins í fyrra kusu flokk­inn líka í kosn­ing­unum á und­an. Hann náði í lítið hlut­fall af kjós­endum frá Fram­sókn og Mið­flokki, eða sex pró­sent frá hvor­um, flokki, en höfð­aði ekki til fyrr kjós­enda neinna ann­arra flokka sem neinu nam.

Vinstri græn nutu stuðn­ings 59 pró­sent þeirra sem kusu flokk­inn 2017. Flokkur for­sæt­is­ráð­herra náði í 26 pró­sent kjós­enda stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna Sam­fylk­ing­ar, Við­reisnar og Pírata en ein­ungis ell­efu pró­sent fyrri kjós­enda hinna stjórn­ar­flokk­anna tveggja. 

Sós­í­alista­flokk­ur­inn hafði nei­kvæð áhrif á fylgi and­stöðu­flokka

Þrír stjórn­ar­and­stöðu­flokkar bættu við sig fylgi í síð­ustu kosn­ing­um. Um helm­ingur þeirra sem kusu Við­reisn 2017 gerðu það aftur í fyrra, en flokknum gekk ágæt­lega að lokka fyrrum kjós­endur Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna og Pírata til sín. Alls 37 pró­sent þeirra sem kusu Við­reisn í sept­em­ber kusu þessa þrjá flokka fjórum árum áður. Ein­ungis átta pró­sent kjós­enda Við­reisnar í fyrra kusu Sjálf­stæð­is­flokk­inn, þann flokk sem stendur Við­reisn næst á hefð­bundnum vinstri-hægri skala og sem fjöl­margir for­s­víg­is­menn Við­reisnar til­heyrðu árum saman , árið 2017. 

Flokki fólks­ins tókst að ná í ný atkvæði víða. Ein­ungis 42 pró­sent kjós­enda hans kusu flokk­inn 2017 en 30 pró­sent þeirra kusu áður Vinstri græn, Sam­fylk­ingu eða Pírata. Þá kusu 17 pró­sent kjós­enda flokks Ingu Sæland Mið­flokk­inn árið 2017 og tólf pró­sent Sjálf­stæð­is­flokk­inn. 

Gunnar Smári Egilsson leiddi Sósíalista í öðru Reykjavíkurkjördæminu og kom fram í leiðtogaumræðum fyrir hönd flokksins. Mynd: Bára Huld Beck

Þriðji flokk­ur­inn sem bætti við sig var að bjóða fram í fyrsta sinn, en það er Sós­í­alista­flokkur Íslands sem náði á end­anum ekki nægj­an­legum fjölda atkvæða til að ná inn á þing. Fram­boð hans hafði þó sýni­lega nei­kvæð áhrif á gengi Vinstri grænna (þriðj­ungur kjós­enda Sós­í­alista­flokks­ins kaus þann flokk 2017), Pírata (25 pró­sent), Flokk fólks­ins og Sam­fylk­ing­una (17 pró­sent hjá báðum flokk­um). 

Þeir stjórn­ar­and­stöðu­flokkar sem töp­uðu atkvæðum voru Sam­fylk­ing, Píratar og auð­vitað Mið­flokk­ur­inn, sem féll næstum því út af þingi. Sam­fylk­ing­unni tókst að klóra nokkurn fjölda kjós­enda af Vinstri græn­um, en 22 pró­sent kjós­enda flokks­ins kusu flokk for­sæt­is­ráð­herra 2017. Þá kaus tíund kjós­enda Sam­fylk­ing­ar­innar Pírata fjórum árum áður. Uppi­staðan í fylg­inu, 60 pró­sent, var þó fyrri kjós­end­ur. 

Meira flakk var á kjós­endum Pírata. Um helm­ingur þeirra kaus líka flokk­inn árið 2017, um 22 pró­sent kusu áður Vinstri græn og 15 pró­sent Sam­fylk­ing­una. Sam­kvæmt þessu komu 90 pró­sent atkvæða Pírata í síð­ustu kosn­ingum frá fólki sem kaus þessa þrjá flokka fjórum árum áður. 

Breytt póli­tískt lands­lag á þessu kjör­tíma­bili

Ef tekið er mið af skoð­ana­könn­unum þá hefur hið póli­tíska lands­lag breyst umtals­vert á þeim mán­uðum sem liðnir eru af þessu kjör­tíma­bili. Eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn, og við­brögð við hon­um, viku úr efsta sæt­inu í íslenskum stjórn­málum hafa önnur og hug­mynda­fræði­lega flókn­ari mál tekið yfir. Má þar nefna banka­sölu, efna­hags­legt rót með umtals­verðri verð­bólgu og skörpum hækk­unum á fram­færslu­kostn­aði heim­ila og sam­þykkt ramma­á­ætl­un­ar. 

Rík­is­stjórnin siglir ekki lengur lygnan sjó með umtals­verðum meiri­hluta­stuðn­ingi. Þvert á móti mæld­ist stuðn­ingur við hana í síð­ustu könnun Gallup ein­ungis 44,3 pró­sent. Það er minnst stuðn­ingur sem nokkru sinni hefur mælst við rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks. 

Auglýsing
Líkt og í kosn­ing­unum í fyrra eru það Vinstri græn og Sjálf­stæð­is­flokkur sem eru að tapa fylgi, en Fram­sókn mælist enn í kjör­fylgi. Fylgi Vinstri grænna mæld­ist 8,1 pró­sent, sem er minnsta fylgi sem hann hefur mælst með síðan skömmu eftir að Katrín Jak­obs­dóttir tók við sem for­maður flokks­ins árið 2013. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fór í fyrsta sinn í sögu sinni undir 20 pró­­sent fylgi í könnun Gallup í síð­­asta mán­uði, þegar fylgið mæld­ist 19,8 pró­­sent. Fylgi hans í byrjun júni var á nán­ast sama stað og breyt­ingar vel innan skekkju­­marka, en 20,1 pró­­sent sögð­ust þá styðja flokk­inn. Hann hefur tapað 4,3 pró­­sent­u­­stigum frá síð­­­ustu kosn­­ing­­um. 

Tveir flokkar anda í háls­mál Sjálf­stæð­is­flokks

Í enn nýlegri könn­un, sem Pró­sent vann og Frétta­blaðið birti um miðjan júní, mæld­ist fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins ein­ungis 18,5 pró­sent og fylgi Vinstri grænna níu pró­sent. Píratar mæld­ust þar næst stærsti flokk­ur­inn með 17,5 pró­sent og Fram­sókn mæld­ist með 17,3 pró­sent. Sam­kvæmt því eru tveir flokkar mjög nálægt því að mæl­ast stærri en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Það er afar sjald­gæft að sá flokk­ur, sem hefur stýrt Íslandi í fleiri ár en nokkur ann­ar, mælist ekki stærst­ur.

Það gerð­ist í nokkrum könn­unum Gallup vorið 2013, þegar Fram­sókn undir for­ystu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar naut mik­ils stuðn­ings, um nokk­urra mán­aða skeið á árunum 2015 til 2016 þegar Píratar fóru með him­in­skaut­unum í könn­unum og mæld­ust mest með 36,1 pró­sent fylgi og í eitt skipti í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2017, þegar Vinstri græn mæld­ust með 25,4 pró­sent fylgi. Allt síð­asta kjör­tíma­bil, og það sem af er þessu, hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hins vegar mælst stærst­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar