52 þúsund íbúðir í eigu einstaklinga eða lögaðila sem eiga fleiri en eina íbúð

Hlutfall þeirra íbúða sem eru í eigu aðila sem eiga fleiri en eina íbúð hefur haldist nokkuð stöðugt síðustu ár. Um 13 prósent leigjenda einkarekinna leigufélaga eða á almenna markaðnum greiða yfir 70 prósent af ráðstöfunartekjum sínum í leigu.

Allir þurfa þak yfir höfuðið. Fjölmennir hópar lágtekjufólks greiða mjög hátt hlutfall launa sinna í leigu og eiga litla möguleika á að eignast húsnæði að óbreyttu.
Allir þurfa þak yfir höfuðið. Fjölmennir hópar lágtekjufólks greiða mjög hátt hlutfall launa sinna í leigu og eiga litla möguleika á að eignast húsnæði að óbreyttu.
Auglýsing

Árið 2006 voru 28,5 pró­sent allra íbúða á land­inu í eigu annað hvort ein­stak­linga eða lög­að­ila sem áttu fleiri en eina íbúð. Það hlut­fall hækk­aði umtals­vert næstu árin á eftir og var orðið 31,7 pró­sent árið 2008. 

Síð­ustu ár hefur það hald­ist nokkuð stöðugt í kringum 34 til 35 pró­sent og var í lok síð­asta mán­aðar 35,1 pró­sent. Um er að ræða full­búnar íbúðir en þær voru, sam­kvæmt tölum Þjóð­skrár 148.425 um liðin mán­aða­mót. Því eru alls 52.079 íbúðir í eigu ein­stak­linga eða lög­að­ila sem eiga fleiri en eina íbúð. 

Þetta má lesa úr upp­lýs­ingum um eign­ar­hald íbúða sem Þjóð­skrá hóf að birta í síð­asta mán­uð­i. 

Mynd: ÞJóðskrá

Íbúðir sem eru í eigu ein­stak­linga sem eiga fleiri en eina íbúð, og þar af leið­andi eignir umfram þá sem þeir búa í, eru nú 30.713. Þeim hefur fjölgað um 9.031 frá árinu 2006, eða 41 pró­sent. Ef horft er lengra aft­ur, til árs­ins 2000, hefur þeim fjölgað um 13.838, eða 82 pró­sent.

Til sam­an­burðar hefur þeim ein­stak­lingum sem eiga eina íbúð fjölgað um tólf pró­sent frá árinu 2006 og um tæp­lega 22 pró­sent frá alda­mót­um.

Íbúðir sem eru í eigu lög­að­ila sem eiga fleiri en eina íbúð, til að mynda leigu­fé­laga, eru nú 21.366 tals­ins. Árið 2006 voru þær 12.503 og því hefur þeim fjölgað um 71 pró­sent á 15 árum. Frá ald­ar­mótum hefur þeim fjölgað um 12.213, eða 133 pró­sent. 

Greiðslu­byrði sem telj­ast má íþyngj­andi

Í árlegri könnun Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) á íslenska leigu­mark­aðn­um, sem fram­kvæmd var frá júní til sept­em­ber 2021 og nær til ein­stak­linga 18 ára og eldri sem eru á leigu­mark­aði á land­inu öllu, kom fram að hlut­fall ráð­stöf­un­ar­tekna allra leigj­enda sem fer í leigu sé nú 45 pró­sent. Það var 40 pró­sent 2019. Sam­kvæmt HMS gefur það hlut­fall til kynna mjög mikla greiðslu­byrði að með­al­tali sem telj­ast megi íþyngj­andi. Í umfjöllun um könn­un­ina er þó tekið fram að aukn­ing­una á hlut­fall­inu megi að hluta til skýra með því að tekju- og eigna­meiri leigj­endur náðu að kom­ast af leigu­mark­aði og yfir í eigið hús­næði á tíma­bil­inu.

Auglýsing
Í sömu könnun kom fram að leigj­endur hjá einka­reknum leigu­fé­lögum og ein­stak­lingum á almennum mark­aði voru með næst­hæsta hlut­fall þeirra sem greiddu 70 pró­sent eða meira af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í leigu, eða 13 pró­sent. Ein­ungis leigj­endur á stúd­enta­görð­um, að uppi­stöðu náms­menn með lágar tekj­ur, voru með hærra hlut­fall þeirra sem greiddu svo stóran hluta ráð­stöf­un­ar­tekna í leigu, eða 15 pró­sent.

Hlut­fall þeirra sem greiddi helm­ing eða meira af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í leigu var hins vegar lang­hæst hjá einka­reknum leigu­fé­lög­un­um, sam­tals 44 pró­sent. Til sam­an­burðar var það hlut­fall 26 pró­sent hjá  óhagn­að­ar­drifnum leigu­fé­lögum og 23 pró­sent hjá þeim sem leigðu af ætt­ingjum eða vin­um.

Kalla eftir stór­átaki í hús­næð­is­málum

Í umsögn sinni um fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varp kallar Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) eftir stór­átaki í hús­næð­is­málum og lýsir yfir veru­legum von­brigðum með litla umfjöllun og skort á aðgerðum til að bregð­ast við stöð­unni á hús­næð­is­mark­aðn­um. Þar segir að íslenskur leigu­mark­aður sé óskipu­lagður og hlut­fall óhagn­að­ar­drif­ins hús­næðis lít­ið, leigj­endur njóti tak­mark­aðrar verndar og hafa veika samn­ing­stöðu. Í yfir­lýs­ingu stjórn­valda til stuðn­ings kjara­samn­ingum 2019 hafi verið boð­aðar umbóta­að­gerðir á leigu­mark­aði sem ekki hafi verið fylgt eft­ir. 

ASÍ segir frum­varpið geria ein­ungis ráð fyrir 2,9 pró­sent aukn­ingu í hús­næð­is­stuðn­ing og að ekki séu gerðar breyt­ingar á fyr­ir­liggj­andi for­sendu um fjár­mögnun upp­bygg­ingu óhagn­að­ar­drif­inna leigu­í­búða, þrátt fyrir að allir stjórn­mála­flokkar hafi verið sam­mála fyrir kosn­ingar um þörf­ina á auknum fram­lögum til almenna íbúða­kerf­is­ins. „Fyr­ir­séð er að leigu­mark­aður verði fyrir áhrifum hækk­unar hús­næð­is­verðs, auk­ins hag­vaxt­ar, fjölg­unar ferða­manna og auknum búferla­flutn­ing­um. Leigu­verð hækk­aði þannig umfram verð­lag á árunum 2011- 2019, og umfram vísi­tölu launa.

Sam­kvæmt tölum frá OECD sem vitnað er í í umsögn ASÍ eru um 43 pró­sent af leigj­endum í neðsta tekju­fimmt­ungi að glíma við íþyngj­andi hús­næð­is­kostn­að.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar