52 þúsund íbúðir í eigu einstaklinga eða lögaðila sem eiga fleiri en eina íbúð

Hlutfall þeirra íbúða sem eru í eigu aðila sem eiga fleiri en eina íbúð hefur haldist nokkuð stöðugt síðustu ár. Um 13 prósent leigjenda einkarekinna leigufélaga eða á almenna markaðnum greiða yfir 70 prósent af ráðstöfunartekjum sínum í leigu.

Allir þurfa þak yfir höfuðið. Fjölmennir hópar lágtekjufólks greiða mjög hátt hlutfall launa sinna í leigu og eiga litla möguleika á að eignast húsnæði að óbreyttu.
Allir þurfa þak yfir höfuðið. Fjölmennir hópar lágtekjufólks greiða mjög hátt hlutfall launa sinna í leigu og eiga litla möguleika á að eignast húsnæði að óbreyttu.
Auglýsing

Árið 2006 voru 28,5 pró­sent allra íbúða á land­inu í eigu annað hvort ein­stak­linga eða lög­að­ila sem áttu fleiri en eina íbúð. Það hlut­fall hækk­aði umtals­vert næstu árin á eftir og var orðið 31,7 pró­sent árið 2008. 

Síð­ustu ár hefur það hald­ist nokkuð stöðugt í kringum 34 til 35 pró­sent og var í lok síð­asta mán­aðar 35,1 pró­sent. Um er að ræða full­búnar íbúðir en þær voru, sam­kvæmt tölum Þjóð­skrár 148.425 um liðin mán­aða­mót. Því eru alls 52.079 íbúðir í eigu ein­stak­linga eða lög­að­ila sem eiga fleiri en eina íbúð. 

Þetta má lesa úr upp­lýs­ingum um eign­ar­hald íbúða sem Þjóð­skrá hóf að birta í síð­asta mán­uð­i. 

Mynd: ÞJóðskrá

Íbúðir sem eru í eigu ein­stak­linga sem eiga fleiri en eina íbúð, og þar af leið­andi eignir umfram þá sem þeir búa í, eru nú 30.713. Þeim hefur fjölgað um 9.031 frá árinu 2006, eða 41 pró­sent. Ef horft er lengra aft­ur, til árs­ins 2000, hefur þeim fjölgað um 13.838, eða 82 pró­sent.

Til sam­an­burðar hefur þeim ein­stak­lingum sem eiga eina íbúð fjölgað um tólf pró­sent frá árinu 2006 og um tæp­lega 22 pró­sent frá alda­mót­um.

Íbúðir sem eru í eigu lög­að­ila sem eiga fleiri en eina íbúð, til að mynda leigu­fé­laga, eru nú 21.366 tals­ins. Árið 2006 voru þær 12.503 og því hefur þeim fjölgað um 71 pró­sent á 15 árum. Frá ald­ar­mótum hefur þeim fjölgað um 12.213, eða 133 pró­sent. 

Greiðslu­byrði sem telj­ast má íþyngj­andi

Í árlegri könnun Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) á íslenska leigu­mark­aðn­um, sem fram­kvæmd var frá júní til sept­em­ber 2021 og nær til ein­stak­linga 18 ára og eldri sem eru á leigu­mark­aði á land­inu öllu, kom fram að hlut­fall ráð­stöf­un­ar­tekna allra leigj­enda sem fer í leigu sé nú 45 pró­sent. Það var 40 pró­sent 2019. Sam­kvæmt HMS gefur það hlut­fall til kynna mjög mikla greiðslu­byrði að með­al­tali sem telj­ast megi íþyngj­andi. Í umfjöllun um könn­un­ina er þó tekið fram að aukn­ing­una á hlut­fall­inu megi að hluta til skýra með því að tekju- og eigna­meiri leigj­endur náðu að kom­ast af leigu­mark­aði og yfir í eigið hús­næði á tíma­bil­inu.

Auglýsing
Í sömu könnun kom fram að leigj­endur hjá einka­reknum leigu­fé­lögum og ein­stak­lingum á almennum mark­aði voru með næst­hæsta hlut­fall þeirra sem greiddu 70 pró­sent eða meira af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í leigu, eða 13 pró­sent. Ein­ungis leigj­endur á stúd­enta­görð­um, að uppi­stöðu náms­menn með lágar tekj­ur, voru með hærra hlut­fall þeirra sem greiddu svo stóran hluta ráð­stöf­un­ar­tekna í leigu, eða 15 pró­sent.

Hlut­fall þeirra sem greiddi helm­ing eða meira af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í leigu var hins vegar lang­hæst hjá einka­reknum leigu­fé­lög­un­um, sam­tals 44 pró­sent. Til sam­an­burðar var það hlut­fall 26 pró­sent hjá  óhagn­að­ar­drifnum leigu­fé­lögum og 23 pró­sent hjá þeim sem leigðu af ætt­ingjum eða vin­um.

Kalla eftir stór­átaki í hús­næð­is­málum

Í umsögn sinni um fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varp kallar Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) eftir stór­átaki í hús­næð­is­málum og lýsir yfir veru­legum von­brigðum með litla umfjöllun og skort á aðgerðum til að bregð­ast við stöð­unni á hús­næð­is­mark­aðn­um. Þar segir að íslenskur leigu­mark­aður sé óskipu­lagður og hlut­fall óhagn­að­ar­drif­ins hús­næðis lít­ið, leigj­endur njóti tak­mark­aðrar verndar og hafa veika samn­ing­stöðu. Í yfir­lýs­ingu stjórn­valda til stuðn­ings kjara­samn­ingum 2019 hafi verið boð­aðar umbóta­að­gerðir á leigu­mark­aði sem ekki hafi verið fylgt eft­ir. 

ASÍ segir frum­varpið geria ein­ungis ráð fyrir 2,9 pró­sent aukn­ingu í hús­næð­is­stuðn­ing og að ekki séu gerðar breyt­ingar á fyr­ir­liggj­andi for­sendu um fjár­mögnun upp­bygg­ingu óhagn­að­ar­drif­inna leigu­í­búða, þrátt fyrir að allir stjórn­mála­flokkar hafi verið sam­mála fyrir kosn­ingar um þörf­ina á auknum fram­lögum til almenna íbúða­kerf­is­ins. „Fyr­ir­séð er að leigu­mark­aður verði fyrir áhrifum hækk­unar hús­næð­is­verðs, auk­ins hag­vaxt­ar, fjölg­unar ferða­manna og auknum búferla­flutn­ing­um. Leigu­verð hækk­aði þannig umfram verð­lag á árunum 2011- 2019, og umfram vísi­tölu launa.

Sam­kvæmt tölum frá OECD sem vitnað er í í umsögn ASÍ eru um 43 pró­sent af leigj­endum í neðsta tekju­fimmt­ungi að glíma við íþyngj­andi hús­næð­is­kostn­að.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar