52 þúsund íbúðir í eigu einstaklinga eða lögaðila sem eiga fleiri en eina íbúð

Hlutfall þeirra íbúða sem eru í eigu aðila sem eiga fleiri en eina íbúð hefur haldist nokkuð stöðugt síðustu ár. Um 13 prósent leigjenda einkarekinna leigufélaga eða á almenna markaðnum greiða yfir 70 prósent af ráðstöfunartekjum sínum í leigu.

Allir þurfa þak yfir höfuðið. Fjölmennir hópar lágtekjufólks greiða mjög hátt hlutfall launa sinna í leigu og eiga litla möguleika á að eignast húsnæði að óbreyttu.
Allir þurfa þak yfir höfuðið. Fjölmennir hópar lágtekjufólks greiða mjög hátt hlutfall launa sinna í leigu og eiga litla möguleika á að eignast húsnæði að óbreyttu.
Auglýsing

Árið 2006 voru 28,5 pró­sent allra íbúða á land­inu í eigu annað hvort ein­stak­linga eða lög­að­ila sem áttu fleiri en eina íbúð. Það hlut­fall hækk­aði umtals­vert næstu árin á eftir og var orðið 31,7 pró­sent árið 2008. 

Síð­ustu ár hefur það hald­ist nokkuð stöðugt í kringum 34 til 35 pró­sent og var í lok síð­asta mán­aðar 35,1 pró­sent. Um er að ræða full­búnar íbúðir en þær voru, sam­kvæmt tölum Þjóð­skrár 148.425 um liðin mán­aða­mót. Því eru alls 52.079 íbúðir í eigu ein­stak­linga eða lög­að­ila sem eiga fleiri en eina íbúð. 

Þetta má lesa úr upp­lýs­ingum um eign­ar­hald íbúða sem Þjóð­skrá hóf að birta í síð­asta mán­uð­i. 

Mynd: ÞJóðskrá

Íbúðir sem eru í eigu ein­stak­linga sem eiga fleiri en eina íbúð, og þar af leið­andi eignir umfram þá sem þeir búa í, eru nú 30.713. Þeim hefur fjölgað um 9.031 frá árinu 2006, eða 41 pró­sent. Ef horft er lengra aft­ur, til árs­ins 2000, hefur þeim fjölgað um 13.838, eða 82 pró­sent.

Til sam­an­burðar hefur þeim ein­stak­lingum sem eiga eina íbúð fjölgað um tólf pró­sent frá árinu 2006 og um tæp­lega 22 pró­sent frá alda­mót­um.

Íbúðir sem eru í eigu lög­að­ila sem eiga fleiri en eina íbúð, til að mynda leigu­fé­laga, eru nú 21.366 tals­ins. Árið 2006 voru þær 12.503 og því hefur þeim fjölgað um 71 pró­sent á 15 árum. Frá ald­ar­mótum hefur þeim fjölgað um 12.213, eða 133 pró­sent. 

Greiðslu­byrði sem telj­ast má íþyngj­andi

Í árlegri könnun Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) á íslenska leigu­mark­aðn­um, sem fram­kvæmd var frá júní til sept­em­ber 2021 og nær til ein­stak­linga 18 ára og eldri sem eru á leigu­mark­aði á land­inu öllu, kom fram að hlut­fall ráð­stöf­un­ar­tekna allra leigj­enda sem fer í leigu sé nú 45 pró­sent. Það var 40 pró­sent 2019. Sam­kvæmt HMS gefur það hlut­fall til kynna mjög mikla greiðslu­byrði að með­al­tali sem telj­ast megi íþyngj­andi. Í umfjöllun um könn­un­ina er þó tekið fram að aukn­ing­una á hlut­fall­inu megi að hluta til skýra með því að tekju- og eigna­meiri leigj­endur náðu að kom­ast af leigu­mark­aði og yfir í eigið hús­næði á tíma­bil­inu.

Auglýsing
Í sömu könnun kom fram að leigj­endur hjá einka­reknum leigu­fé­lögum og ein­stak­lingum á almennum mark­aði voru með næst­hæsta hlut­fall þeirra sem greiddu 70 pró­sent eða meira af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í leigu, eða 13 pró­sent. Ein­ungis leigj­endur á stúd­enta­görð­um, að uppi­stöðu náms­menn með lágar tekj­ur, voru með hærra hlut­fall þeirra sem greiddu svo stóran hluta ráð­stöf­un­ar­tekna í leigu, eða 15 pró­sent.

Hlut­fall þeirra sem greiddi helm­ing eða meira af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í leigu var hins vegar lang­hæst hjá einka­reknum leigu­fé­lög­un­um, sam­tals 44 pró­sent. Til sam­an­burðar var það hlut­fall 26 pró­sent hjá  óhagn­að­ar­drifnum leigu­fé­lögum og 23 pró­sent hjá þeim sem leigðu af ætt­ingjum eða vin­um.

Kalla eftir stór­átaki í hús­næð­is­málum

Í umsögn sinni um fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varp kallar Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) eftir stór­átaki í hús­næð­is­málum og lýsir yfir veru­legum von­brigðum með litla umfjöllun og skort á aðgerðum til að bregð­ast við stöð­unni á hús­næð­is­mark­aðn­um. Þar segir að íslenskur leigu­mark­aður sé óskipu­lagður og hlut­fall óhagn­að­ar­drif­ins hús­næðis lít­ið, leigj­endur njóti tak­mark­aðrar verndar og hafa veika samn­ing­stöðu. Í yfir­lýs­ingu stjórn­valda til stuðn­ings kjara­samn­ingum 2019 hafi verið boð­aðar umbóta­að­gerðir á leigu­mark­aði sem ekki hafi verið fylgt eft­ir. 

ASÍ segir frum­varpið geria ein­ungis ráð fyrir 2,9 pró­sent aukn­ingu í hús­næð­is­stuðn­ing og að ekki séu gerðar breyt­ingar á fyr­ir­liggj­andi for­sendu um fjár­mögnun upp­bygg­ingu óhagn­að­ar­drif­inna leigu­í­búða, þrátt fyrir að allir stjórn­mála­flokkar hafi verið sam­mála fyrir kosn­ingar um þörf­ina á auknum fram­lögum til almenna íbúða­kerf­is­ins. „Fyr­ir­séð er að leigu­mark­aður verði fyrir áhrifum hækk­unar hús­næð­is­verðs, auk­ins hag­vaxt­ar, fjölg­unar ferða­manna og auknum búferla­flutn­ing­um. Leigu­verð hækk­aði þannig umfram verð­lag á árunum 2011- 2019, og umfram vísi­tölu launa.

Sam­kvæmt tölum frá OECD sem vitnað er í í umsögn ASÍ eru um 43 pró­sent af leigj­endum í neðsta tekju­fimmt­ungi að glíma við íþyngj­andi hús­næð­is­kostn­að.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar