Takið fleiri ákvarðanir og búið til minna orðasalat

Auglýsing

Kostn­aður hins venju­lega launa­manns við að lifa dag frá degi hefur vaxið mikið und­an­far­ið. Miklar verð­lags­hækk­anir hafa leitt af sér verð­bólgu sem er hærri en mælst hefur hér­lendis síðan 2010. Fyrir vikið er kaup­máttur launa að drag­ast veru­lega sam­an. Fólk fær minna fyrir krón­urnar í vas­anum sín­um. 

Stýri­vaxta­hækk­anir sem ráð­ist er í til að reyna að hemja verð­bólg­una hafa leitt til þess að vaxta­kostn­aður heim­ila vegna hús­næð­is­lána hefur rokið upp, oft um tugi pró­senta á mán­uði, sem getur þýtt mörg hund­ruð þús­und króna við­bót­ar­vaxta­kostnað á ári. Þegar horft er á rísandi tölur um þá sem bjuggu við íþyngj­andi hús­næð­is­kostnað (sem greiða meira en 40 pró­­sent af ráð­­stöf­un­­ar­­tekjur sínum í að halda þaki yfir höf­uð­ið) í fyrra og þær settar í sam­hengi við þær miklu vaxta­hækk­anir sem orðið hafa í ár þá má ljóst vera að stór hópur er að rata í greiðslu­vanda. Við­brögð rík­is­stjórn­ar­innar voru að hækka bætur almanna­trygg­ingar lít­il­lega, greiða út ein­skiptis barna­bóta­auka upp á 20 þús­und krónur til sumra og hækka hús­næð­is­bætur um tíu pró­sent. Nauð­syn­legt skref, en allt of lítið og allt of sein­t. 

Hús­næð­is­mark­að­ur­inn er upp­seldur á sama tíma og ferða­þjón­ustan er að taka við sér af fullum krafti, en hún útheimtir nýt­ingu hluta íbúð­ar­hús­næðis undir ferða­menn og mun búa til þús­undir nýrra starfa, að stórum hluta fyrir útlend­inga, sem þurfa að búa ein­hvers­stað­ar. Fyr­ir­sjá­an­legt er að leigu­verð muni hækka skarpt og það má slá því föstu að hlut­fall þeirra sem eru fastir á leigu­mark­aði sem eiga erfitt að standa undir hús­næð­is­kostn­aði (27 pró­sent leigj­enda í fyrra) muni vaxa umtals­vert milli ára. 

Við­brögð rík­is­stjórn­ar­innar við þess­ari stöðu er að búa til leigu­samn­inga­gagna­grunn. Og valda­mesti ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar hefur þegar slegið hug­myndir um leigu­þak út af borð­inu

Neyð svarað með þögn

Heil­brigð­is­kerfið er enn og aftur komið að þol­mörkum og í sífellu birt­ast fréttir af neyð­ar­á­standi innan ein­inga þess. Biðlistar eftir þjón­ustu sem í mörgum til­fellum er lífs­nauð­syn­leg eru víða í und­ir­fjár­mögn­uðu og und­ir­mönn­uðu vel­ferð­ar­kerf­i. 

Magnús Karl Magn­ús­son, pró­fessor við lækna­deild Háskóla Íslands, fjall­aði þá stöðu að Land­spít­al­inn sé löngu sprung­inn í stöðu­upp­færslu á Face­book í vik­unni. Þar minnti hann á að á síð­asta kjör­tíma­bili hafi heil­brigð­is­ráð­herra látið alþjóð­legan hóp sér­fræð­inga á vegum McK­insey ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins vinna, í sam­vinnu við íslenskt fag­fólk, grein­ingu á stöðu spít­al­ans. „Nið­ur­staða grein­ingar McK­insey var gríð­ar­legur áfell­is­dóm­ur. Á hverjum degi er spít­al­inn troð­full­ur, mjög oft vel yfir 100% af rýmum spít­al­ans. Slíkt ætti að vera aug­ljós neyð. Fullur spít­ali tekur ekki við nýjum sjúk­ling­um, það er aug­ljóst. Fullur spít­ali er fullur spít­ali. Venju­legt sjúkra­hús ætti að um hafa 85% rúma­nýt­ingu að jafn­aði. Skýrslan benti á að auð­vitað þurfi að bregð­ast við. Við verjum ekki fjár­munum til að leysa þessa alvar­legu stöðu. Það þarf hjúkr­un­ar­rými til að taka við mörgum þeim ein­stak­lingum sem liggja á sjúkra­hús­in­u.  En það þarf líka marg­falt meira fjár­magn í inn­viði heima­þjón­ustu fyrir eldri ein­stak­linga. Miðað við nágranna­lönd þarf senni­lega að átt­falda þá tölu. Ég ætla end­ur­taka, átt­falda þá tölu. Slíkar upp­lýs­ingar ættu að hafa kallað á neyð­ar­á­ætl­un, en nei, það er bara þögn.“

Auglýsing
Niðurstaða Magn­úsar er skýr: „Ég tel full­reynt að rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokk­inn í fjár­mála­ráðu­neyt­inu geri nokkuð af því sem þarf til að leysa mál­ið.“

Sýnið hóf­semd og sveltið

Svo er framundan risa­stór kjara­samn­inga­lota þar sem þorri samn­inga eru laus­ir. 

Hingað til hafa við­brögð stjórn­valda við þessu ástandi að mestu verið þau að hvetja stétt­ar­fé­lög til sýna hóf­semd í launa­kröfum í haust og boða, sam­kvæmt fjár­­­mála­­stefnu, aðhald í rekstri hins opin­bera til að mæta þeirri stöðu að heild­ar­af­koma rík­is­sjóðs var sam­tals nei­kvæð um 443 millj­arða króna á árunum 2020 og 2021 sam­kvæmt birtum rík­is­reikn­ing­um. Engar til­lögur hafa verið lagðar fram um hvað ríkið geti gert fyrir fólk og fyr­ir­tæki í vanda til að stuðla að þjóð­ar­sátt um að ná niður verð­bólg­unni og ná jafn­vægi í rík­is­rekstr­inum til lengri tíma. 

Aðgerð­ar­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar þýðir á manna­­máli nið­­ur­­skurð á almanna­­þjón­ustu, ekki skatta­hækk­­an­ir til að fjár­magna mót­væg­is­að­gerð­ir. Það á að draga úr, eða að minnsta kosti halda aftur af, útgjöld­um, í stað þess að afla nýrra tekna. 

Þessi stefna á ekk­ert skylt við félags­hyggju. Ekki frekar en flestar aðrar aðgerðir inn­leiddar hafa verið í tíð sitj­andi rík­is­stjórn­ar. 

Þetta er rót­tæk efna­hags­leg svelti­stefna í sam­ræmi við hug­mynda­fræði­legar áherslur hægri­s­inn­aðra íhalds­manna sem vilja umsvif rík­is­ins sem minnst og tæki­færi þeirra sem eiga fjár­magn til að ávaxta það sem mest.  

Tug millj­arða skatta­lækk­anir

Þannig er nær öll efna­hags­leg póli­tík sitj­andi rík­is­stjórn­ar. Á síð­asta kjör­tíma­bili var ráð­ist í umtals­verðar skatta­lækk­an­ir. Tekju­stofnar rík­is­ins til að styðja við þá sem þurfa stuðn­ing og kerfi sem eru löngu komin að þol­mörkum voru veiktir svo fólk sem á fjár­magn geti haft meira fjár­magn til ráð­stöf­un­ar.

End­ur­skoðun á tekju­skatts­kerfi ein­stak­linga, sér­stök hækkun per­sónu­af­slátt­ar, lægra trygg­inga­gjald, end­ur­skoðun á stofni fjár­magnstekju­skatts, skatt­afsláttur vegna stuðn­ings ein­stak­linga við almanna­heilla­fé­lög, hækkun frí­tekju­marks erfða­skatts og svo auð­vitað lækkun banka­skatts eru allt dæmi um þetta. Allt eru þetta aðgerðir sem nýtt­ust tekju­hærri eða eigna­meiri hluta þjóð­ar­innar mest.  

Kristrún Frosta­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sem situr í fjár­laga­nefnd, reikn­aði sig niður á að með ofan­greindum skatta­lækk­unum hafi 41,6 millj­arðar króna verið teknir úr tekju­stofni rík­is­sjóðs og árlegu svig­rúmi til útgjalda. 

Í stöðu­upp­færslu á Face­book bendir hún á að það sé um helm­ingur af kostn­aði við rekstur Land­spít­al­ans á ári. „Ef áætl­anir rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur ganga eftir verða tekjur rík­is­sjóðs sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu þær lægstu á öld­inni. Það þarf ekki að fjöl­yrða um áhrif þess­arar stefnu á vel­ferð­ar­kerfið miðað við þá stöðu sem upp er kom­in,“ skrifar Kristrún. 

Sumir vinna

Til við­bótar við ofan­greint hefur á nokkrum árum verið inn­leitt kerfi sem felur í sér eðl­is­breyt­ingu á stuðn­ingi rík­is­ins við heim­ili með hús­næð­is­lán. Áður fyrr fór þorri þess stuðn­ingar til tekju­lægri hópa og yngra fólks í gegnum vaxta­bóta­kerfið en frá því að skatt­frjáls nýt­ing sér­eign­ar­sparn­aðar inn á lán var inn­leidd 2014 hefur þorri stuðn­ings­ins færst til tekju­hæstu hópa sam­fé­lags­ins. Á árinu 2020 fór til að mynda næstum helm­ingur af skatta­af­slætt­inum sem veittur var fyrir slíka nýt­ingu til rík­ustu tíu pró­sent lands­manna. Alls nemur skattaí­viln­unin frá því að henni var komið að 32,8 millj­örðum króna, þar af hefur 85 pró­sent heildar upp­hæð­ar­innar farið til tekju­hæstu 30 pró­sent ein­stak­linga. Greiðslur vaxta­­bóta, sem stóðu hinum tekju­hæstu og eigna­­mestu ekki til boða, hafa hins vegar dreg­ist saman um 75 pró­­sent frá árinu 2013. 

Í gær greindi Kjarn­inn frá því hvernig útvíkkun úrræð­is­ins „Allir vinna“, sem felur í sér end­ur­greiðslu á virð­is­auka­skatti fyrir ákveðna vinnu, aðal­lega vegna bygg­ingar og við­halds hús­næð­is, skipt­ist. Af þeim 15 millj­örðum króna sem búið er að greiða út á síð­ustu rúmu tveimur árum fór rúmur þriðj­ungur til bygg­ing­ar­fyr­ir­tækja og af þeim hluta sem rataði til ein­stak­linga fór rúm­lega helm­ing­ur­inn, 4,1 millj­arður króna til þeirra tíu pró­sent lands­manna sem voru með hæstu tekj­urn­ar. Þetta styrkt­ar­á­tak fyrir verk­taka­fyr­ir­tæki og ríkt fólk var fram­lengt við síð­ustu fjár­laga­gerð án þess að nokkur efna­hags­leg rök væru fyrir því. Af því bara. 

Fjár­magns­eig­endur mok­græða

Höldum áfram. Efna­hags­að­gerðir stjórn­valda vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hafa margar hverjar gert umtals­vert sam­fé­lags­legt gagn. En þær hafa lika stuðlað að mik­illi til­færslu á fjár­munum til fjár­magns­eig­enda. Það er óum­deil­an­legt.

Má þar nefna styrki sem vörðu hlutafé fyr­ir­tækja­eig­enda, vaxa­ta­laus lán til fyr­ir­tækja til margra ára úr rík­is­sjóði, stýri­vaxta­lækk­an­ir, afnám sveiflu­jöfn­un­ar­auka og lækkun á banka­skatt­i. 

Þessar aðgerðir blésu upp hluta­bréfa­bólu sem leiddi til þess að öllu félög í Kaup­höll­inni hækk­uðu í virði í fyrra. Úrvals­vísi­talan hækk­aði um 33 pró­sent á því ári og heild­ar­vísi­tala hluta­bréfa hækk­aði um 40,2 pró­sent. Þau félög sem hækk­uðu mest tvö­föld­uð­ust í virð­i. 

Auglýsing
Félög skráð í Kaup­höll greiddu meira en 80 millj­­­arða króna út í arð og í end­­­ur­­­kaup á eigin bréfum á síð­­­asta ári. Það er aukn­ing upp á tæp­­­lega 50 millj­­­arða króna milli ára. Búist er við að arð­greiðslur og end­­­ur­­­kaup auk­ist gríð­­­ar­­­lega á árinu 2022 og verði á bil­inu 150 til 200 millj­­­arðar króna. 

Afleið­ing­arnar sjást svart á hvítu í tölum um álagn­ingu opin­berra gjalda á ein­stak­linga sem birtar voru í vik­unni. Þar kom fram að fjár­magnstekjur ein­stak­linga hafi verið 181 millj­arður króna í fyrra. Þær juk­ust um 65 millj­arða króna í fyrra, eða um 57 pró­sent. Þessi aukn­ing var fyrst og síð­ast drifin áfram af sölu­hagn­aði hluta­bréfa, sem var 69,5 millj­arðar króna. Árið 2020 var hann hann 25,2 millj­arðar króna og því jókst hagn­aður af ein­stak­linga sölu hluta­bréfa um 44,3 millj­arða króna milli ára, eða um 176 pró­sent. 

Fjöldi þeirra fjöl­skyldna sem inn­leysti hagnað með sölu hluta­bréfa í fyrra var 9.718. Um lítið brot Íslend­inga er að ræða.  

Það er svo margt hægt með því að taka ákvarð­anir

Ísland er að mörgu leyti frá­bært land sem eft­ir­sókn­ar­vert er að búa í. En það þýðir ekki að hér megi ekki, og þurfi ekki, að laga marg­t. 

Það er hægt að gera ýmis­legt. Það er hægt að full­fjár­magna heil­brigð­is­kerfið með því að for­gangs­raða öðru­vísi. Velja að setja meiri fjár­muni í það í stað þess að veikja tekju­stofna rík­is­sjóðs með skatta­lækk­unum fyrir milli­tekju-, hátekju­fólk og fjár­magns­eig­end­ur. 

Það er líka hægt að skatt­­leggja hagnað fyr­ir­tækja, og eftir atvikum ein­stak­linga, sem varð að upp­i­­­stöðu ekki til vegna hug­vits, metn­aðar eða útsjón­­ar­­semi, heldur vegna heppni eða afleið­inga af aðgerðum stjórn­­­valda. Þetta kall­ast hval­reka­skattur og í Bret­landi eru hægri­s­inn­aðir íhalds­menn að leggja slíkan á um þessar mund­ir, ekki í fyrsta sinn. Á Íslandi geta yfir­lýstir vinstri­menn í rík­is­stjórn hins vegar ekki stutt hann opin­ber­lega þrátt fyrir að ráð­herra í öðrum skil­greindum félags­hyggju­flokki í rík­is­stjórn hafi lagt hann til.

Það er hægt að ráð­ast í stór­tækar breyt­ingar á sjáv­ar­út­vegs­kerf­inu sem skila því að stærri hluti af þeim ágóða sem verður til vegna veiða og vinnslu lendi hjá eig­endum auð­lind­ar­inn­ar, íslensku þjóð­inni. Heild­ar­hagn­aður geirans á árinu 2020, fyrir skatta og gjöld, var 665 millj­arðar króna. Af þeirri upp­­­hæð fór undir 30 pró­­­sent til íslenskra rík­­­is­ins, eig­anda auð­lind­­­ar­inn­­­ar, í formi tekju­skatts, trygg­inga­gjalds og veið­i­­gjalda, en rúm­­­lega 70 pró­­­sent sat eftir hjá eig­endum fyr­ir­tækj­anna. Allt bendir til þess að hagn­aður geirans hafi verið enn meiri í fyrra, og verði enn meiri í ár. 

Orða­salat fyrir íslenska olíg­arka

Hingað til hefur ekk­ert bent til þess að rík­is­stjórnin ætli að ráð­ast í ofan­greindar aðgerð­ir, hvorki þær sem skila lang­tíma sam­fé­lags­legum árangri né þeirra sem skila umtals­verðum nýjum skatt­tekjum í rík­is­sjóð. Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur slegið slíkar til­lögur út af borð­inu. Hingað til hefur það sem Bjarni segir gilt, þrátt fyrir að hann leiði stjórn­mála­flokk með undir fjórð­ungs­fylgi sem á sér tvo til þrjá skoð­ana­bræður í flestum efna­hags­málum innan stjórn­ar­and­stöð­unn­ar.

Auglýsing
Þess í stað eru skip­aðar nefndir og starfs­hópar sem drepa stór­málum eins og breyt­ingum á hús­næð­is­kerfi og breyt­ingum á fjár­mála­kerf­inu á dreif þangað til seint á kjör­tíma­bil­inu, aðal­lega svo það þurfi ekki að ræða fíla­hjörð­ina sem troð­fyllir her­bergið við rík­is­stjórn­ar­borð­ið. Fyr­ir­myndin er vænt­an­lega stjórn­ar­skrár­vinnan á síð­asta kjör­tíma­bili sem skil­aði á end­anum engu nema dauða hug­mynda um breyt­ingu á stjórn­ar­skrá, þvert á þjóð­ar­vilja.

Það á meira að segja að skipa ein­hverja fjöl­menn­ustu nefnd Íslands­sög­unnar (í starfs­hóp­um, verk­efna­stjórn og sam­ráðs­nefnd sitja hátt í 50 manns)  til að „greina áskor­anir og tæki­færi í sjáv­ar­út­veg­i“. Hvað hún á að gera öðru­vísi en t.d. sátt­ar­nefndin sem skipuð var eftir hrun, og átti að end­ur­skoða lög um stjórn fisk­veiða, en gerði á end­anum ekk­ert nema að lúta ítr­ustu kröfum frek­ustu eig­enda sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, hefur ekki verið útskýrt. En það er algjör­lega ljóst að það er ekki þörf á enn einni orða­sal­ats skýrsl­unni þar sem „áskor­anir og tæki­færi“ eru tíund­um. Það er senni­lega orðið of seint að taka á mál­inu árið 2024, líkt og stefnt er að.

Það þarf ekk­ert að greina vanda­mál­ið. Við vitum hvað það er. Almenn­ingur á Íslandi telur að arð­inum af nýt­ingu sjáv­ar­auð­lindar sé mis­skipt og að það hafi leitt af sér fáveldi íslenskra olíg­arka sem séu ógn við lýð­ræð­ið. 

Og vill að því verði breytt. 

Ákvarð­anir um að breyta, ekki nefndir til að greina

Breytt valda­jafn­vægi í rík­is­stjórn­inni eftir ævin­týra­legt banka­sölu­klúður og sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar þar sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vann annan stór­sig­ur­inn í röð í kosn­ing­unum ætti að leiða til þess að hægt verði að knýja í gegn U-beygju frá þess­ari svelti­stefnu í vel­ferð­ar- og efna­hags­mál­u­m. 

Fram­sókn hefur gefið upp bolt­ann með yfir­lýs­ingum Lilju Alfreðs­dóttur um skatt á ofur­hagnað í banka­kerf­inu og sjáv­ar­út­vegi. Vinstri græn, sem eru farin að kom­ast á síð­asta séns í að finna sinn per­sónu­leika aftur ef flokk­ur­inn á hrein­lega að lifa af, þarf að halla sér hratt upp að þeirri stefnu og ákveða að að leggja á slíka skatta. Það er fyrsta skref­ið.

­Saman þurfa svo þessir tveir flokk­ar, sem saman eru með fimm fleiri þing­menn en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, að ákveða að ríkið leggi sitt að mörkum til að stór­auka fram­boð á hús­næði hratt. Að ákveða að leggja háan útgöngu­skatt á þá sem selja sig úr kvóta­kerf­inu. Ákveða að full­fjár­magna vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­kerf­in. Ákveða að færa meira fjár­magn til þeirra sem þurfa á því að halda til að lifa af og fjár­magna þá milli­færslu með því að auka álögur á breiðu bök­in. 

For­ystu­menn þess­ara tveggja flokka, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar, þurfa að taka ákvarð­an­ir. Þeir hafa afl til þess innan rík­is­stjórn­ar­innar og ólíkt Sjálf­stæð­is­flokknum þá eiga þeir mögu­leika á öðrum sam­starfs­mönnum um flest þessi stóru og aðkallandi verk­efni á meðal stjórn­ar­and­stöð­unn­ar. 

Sterkir og hæfi­leik­a­ríkir stjórn­mála­menn eins og Svan­dís Svav­ars­dóttir og Katrín Jak­obs­dótt­ir, sem hafa þorra síns stjórn­mála­fer­ils talað fyrir félags­hyggju, rétt­sýni og sann­girni, ættu að grípa tæki­færið og marka sér afger­andi spor í íslenskri stjórn­mála­sögu. Búa til eft­ir­minni­lega arf­leið um stjórn­mála­menn sem breyttu sam­fé­lag­inu mark­visst til batn­að­ar. Ef það ger­ist ekki þá verður tíma Vinstri grænna í rík­is­stjórn aðal­lega minnst fyrir að hafa nýst til að verja og styðja verk sam­starfs­flokks sem stendur fyrir allt annað en vinstri og grænt og festa í sessi leynd­ar­hyggju yfir ráð­stöfun almanna­gæða.

Um þetta snú­ast stjórn­mál. Ákvarð­anir um að breyta, ekki nefndir til að greina.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari