Gleðilegan alþjóðlegan mjólkurdag!

Margrét Gísladóttir segir að það sé mikilvægt að allur iðnaður vinni að því að hámarka framleiðni og draga úr losun, öðruvísi séum við ekki sjálfbær. Með áframhaldandi grænum fjárfestingum og sjálfbærum skrefum sé öruggari framtíð sköpuð fyrir alla.

Auglýsing

Í dag, 1. júní, er alþjóð­legi mjólk­ur­dag­ur­inn hald­inn hátíð­legur víða um heim. Fram­tak­inu var hrundið af stað af Mat­væla- og land­bún­að­ar­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (FAO) árið 2001 og er til­gangur þess að vekja athygli á ávinn­ingi mjólkur og mjólk­ur­fram­leiðslu í mat­væla­kerfum heims­ins, hvort sem litið er til efna­hags, nær­ingar eða sam­fé­lags­ins. Í ár er athygl­inni beint að aðgerðum innan mjólkur­iðn­að­ar­ins til að vinna gegn lofts­lags­breyt­ingum og draga úr áhrifum iðn­að­ar­ins á jörð­ina.

Ábyrg neysla

Á hverju ári fram­leiðir Mjólk­ur­sam­salan gæða­vörur úr um 150 milljón lítrum af mjólk frá íslenskum bænd­um, sem upp­fylla nær­ing­ar­þörf ein­stak­linga á mis­mun­andi ald­urs­skeið­um. Mjólkin er upp­full af nær­ing­ar­efnum og leitun er að fæðu­gjöfum sem inni­halda fleiri vítamín og stein­efni. Þá er hún mik­il­vægur kalk­gjafi og inni­heldur einnig joð, en nýj­ustu rann­sóknir sýna að um 80% íslenskra kvenna fá að öllum lík­indum ekki nægi­legt joð og við erum nú í fyrsta sinn að sjá joðskort hjá ungum konum á barn­eign­ar­aldri. Því eru mjólk­ur­vörur mik­il­vægur hluti af matar­æði okk­ar.

Mat­ar­sóun hefur lengi verið áskorun í hinum vest­ræna heimi en talið er að um 1,3 milljón tonn af mat­vælum fari í ruslið á hverju ári. Það sam­svarar um þriðj­ungi þess matar sem keyptur fer beint í ruslið. Ef við yfir­færum það í krónur þá er talið að hver ein­stak­lingur hendi nýt­an­legum mat að virði um 60.000 króna á ári. Í fjög­urra manna fjöl­skyldu gerir það 240.000 krónur á ári. Aug­ljóst er að hægt að nýta þá fjár­muni bet­ur.

Auglýsing

Til þess að sporna gegn mat­ar­sóun hefur Mjólk­ur­sam­salan hvatt neyt­endur til að líta ekki ein­ungis á geymslu­þol vara, heldur treysta á lykt­ar­skyn til að athuga gæði vör­unn­ar. Með þetta fyrir augum var tekin upp ný merk­ing á mjólk­ur­fernum þar sem fyrir neðan „Best fyr­ir“ dag­setn­ing­una stendur „oft góð leng­ur“. Þá er sér­stak­lega litið til auk­ins geymslu­þols þegar umbúðir vara eru vald­ar.

Sjálf­bærni eykst í allri fram­leiðslu­keðj­unni

Í dag er fram­leidd mjólk á um 520 bæj­um, hring­inn í kringum landið með til­heyr­andi atvinnu­sköp­un, ekki ein­ungis við fram­leiðsl­una sjálfa heldur einnig hina ýmsu þjón­ustu og afurða­vinnslu. Með­al­búið hefur stækkað um tæp 30% á síð­ustu 10 árum og með auk­inni tækni­væð­ingu og kyn­bótum hefur fram­leiðsla íslensku kýr­innar auk­ist um 16,5% á sama tíma, sem þýðir að við þurfum færri kýr til að fram­leiða sama heild­ar­magn af mjólk og áður.

Mjólk­ur­sam­salan hefur ráð­ist í fjár­fest­ingar í nýjum tækja­bún­aði und­an­farin ár sem eykur nýt­ingu afurða, eflir nýsköpun og dregur úr los­un. Þar má nefna fram­leiðslu á prótein­dufti úr mysu sem áður fór til spillis og fljót­lega mun fram­leiðsla á etanóli úr mjólk­ur­sykri og kaseini úr und­an­rennu fara af stað. Sem dæmi um aðgerð til að draga úr losun var fjár­fest í tækja­bún­aði við duft­fram­leiðslu sem varð til þess að kolefn­is­spor þess dróst saman um 95%. Þá hefur fyr­ir­tækið nýlega skipt út bíla­flota sölu­teymis síns fyrir raf­magns­bíla og síð­ast­liðið haust var tek­inn í notkun flutn­inga­bíll sem keyrir á met­ani í stað dísel.

Það er mik­il­vægt að allur iðn­aður vinni að því að hámarka fram­leiðni og draga úr los­un, öðru­vísi erum við ekki sjálf­bær. Með áfram­hald­andi grænum fjár­fest­ingum og sjálf­bærum skref­um, bæði stórum og smá­um, sköpum við betri og örugg­ari fram­tíð fyrir alla.

Höf­undur sér­fræð­ingur á hag­sýslu- og sam­skipta­sviði Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komið að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
Kjarninn 1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar