Grundartangi sem grænn hringrásargarður

Framkvæmdastjóri Þróunarfélags Grundartanga segir félagið þróa nýja vaxtarmöguleika með grænum iðngarði byggðum á hringrásarhugsun. Umhverfisáhrif verði lágmörkuð, auðlindanotkun minnki sem og losun óæskilegra efna.

Auglýsing

Hið öfl­uga atvinnu­svæði á Grund­ar­tanga í Hval­fjarð­ar­sveit á mikið undir sjálf­bærri fram­tíð. Um miðjan maí s.l. sam­þykktu fyr­ir­tæki og sveit­ar­fé­lög vilja­yf­ir­lýs­ingu um að á Grund­ar­tanga verði komið á fót grænum iðn­garði byggðum á hringrás­ar­hugs­un. Að yfir­lýs­ing­unni standa Þró­un­ar­fé­lag Grund­ar­tanga, fimm sveit­ar­fé­lög, Faxa­flóa­hafnir og 15 öflug fyr­ir­tæki. Vernd­ari verk­efn­is­ins er Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra.

Með þessu er stefnt gera Grund­ar­tanga að grænum iðn­garði sem verði leið­andi á heims­vísu á sínu sér­sviði. Sköpuð verður umgjörð sjálf­bærni fyrir svæðið með upp­bygg­ingu hringrás­ar­hag­kerfis ásamt bættri fjöl­nýt­ingu auð­linda og inn­viða.

Mik­il­vægi Grund­ar­tanga

Í dag eru um 20 stór og smá iðn‐ og þjón­ustu­fyr­ir­tæki á Grund­ar­tanga sem veita yfir 1.100 manns atvinnu. Rekja má meira en 1.000 afleidd störf til starf­sem­inn­ar. Þessi sam­steypa eru langstærstu vinnu­veit­endur Hval­fjarð­ar­sveitar og Akra­ness. Tvö stærstu fyr­ir­tæk­in, Norð­urál og Elkem Ísland, greiða laun og kaupa þjón­ustu fyrir rúm­lega 23 millj­arða króna á ári. Munar nú um minna.

Auglýsing
Atvinnusvæðið hefur verið byggt upp með sam­starfi fyr­ir­tækja og fram­sýnna sveit­ar­fé­laga. Til frek­ari fram­fara­skrefa var Þró­un­ar­fé­lag Grund­ar­tanga stofnað 2016. Að því standa Hval­fjarð­ar­sveit, Borg­ar­byggð, Skorra­dals­hrepp­ur, Akra­nes­kaup­stað­ur, Reykja­vík­ur­borg og Faxa­flóa­hafn­ir. Það sam­einar krafta sveit­ar­fé­lag­anna, Faxa­flóa­hafna og fyr­ir­tækj­anna á svæð­inu til að skapa öfl­ugt sókn­ar­svæði og þróa vaxt­ar­mögu­leika.

Af hverju Grund­ar­tangi?

Í dag býr atvinnu­svæðið á Grund­ar­tanga yfir flestum kostum þess sem grænn iðn­garður þarf. Það nær yfir skil­greint land­svæði og hefur sam­eig­in­legt aðal­skipu­lag sem auð­veldar fram­þróun svæð­is­ins. Raf­magn kemur frá end­ur­nýj­an­legum auð­lindum og afurðir svæð­is­ins eru end­ur­vinn­an­leg­ar. Auka­af­urðir eru nú þegar vel nýttar í efna- og bygg­ing­ar­iðn­aði og framundan eru fleiri tæki­færi í fjöl­breyttri atvinnu­starf­semi. Þá fellur starf­semi fyr­ir­tækja á svæð­inu vel að skil­grein­ingum sem tengj­ast hringrás­ar­hag­kerfi.

Frá kynningu á viljayfirlýsingu um uppbyggingu græns iðngarðs á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit. Mynd: Aðsend

Þró­un­ar­fé­lagið

Þró­un­ar­fé­lagið lét vinna sviðs­myndir um fram­tíð Grund­ar­tanga­svæð­is­ins og mót­aði sér í kjöl­farið stefnu sem byggir á sýn um nýsköp­un­ar‐ og þró­un­ar­klasa á Grund­ar­tanga. Innan hans verði fjöl­breytt starf­semi ólíkra fyr­ir­tækja, stofn­ana og sveit­ar­fé­laga sem teng­ist svæð­inu, til umbóta, sam­starfs og þró­un­ar. Metn­að­ur­inn liggur í sjálf­bærri verð­mæta­sköp­un, lág­mörkun vistspors og bættrar umhverf­is­vernd­ar.

Félagið byggir á þeirri trú að jákvæður ábati rekst­urs og fjár­fest­inga styrki sam­keppn­is­hæfni fyr­ir­tækja á svæð­inu. Hann skapar örugg­ara atvinnu­um­hverfi, styður bætta þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og skapar mót­vægi við lofts­lags­breyt­ing­ar. Þetta er veg­ferð sjálf­bærni fyr­ir­tækja og sam­fé­lags.

Hringrás­ar­hag­kerfi á Grund­ar­tanga

Meg­in­á­herslur Þró­un­ar­fé­lags­ins síð­asta árið hafa snú­ist um að þróun Grund­ar­tanga­svæð­is­ins sem grænan iðn­garð með hringrás­ar­hugsun að leið­ar­ljósi. Í því felst að mótuð verði umgjörð sjálf­bærni fyrir svæðið og upp­bygg­ing hringrás­ar­hag­kerfis með bættri fjöl­nýt­ingu auð­linda og inn­viða.

Dregið verður úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, stuðlað að sjálf­bærri auð­linda­nýt­ingu, auk­inni end­ur­vinnslu og end­ur­nýt­ingu úrgangs. Úrgangur sem til fellur fær við­eig­andi með­höndlun til að skapa ekki hættu fyrir heil­brigði manna og dýra eða umhverf­is­skaða.

Þetta er í takt við stefnu stjórn­valda og sveit­ar­fé­laga um þróun hringrás­ar­hag­kerfis og styður við aðgerð­ar­á­ætlun í loft­lags­málum og Sjálf­bærni­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna. Stutt verður við sjálf­bærni með inn­leið­ingu félags­legra, efna­hags­legra og umhverf­is­vænnna sjón­ar­miða í skipu­lagi, stýr­ingu og fram­kvæmd á svæð­inu.

Ávinn­ing­ur: Minni mengun – Meiri nýtni

Ávinn­ingur veg­ferð­ar­innar mun skila sér m.a. í spenn­andi umhverfi fyrir fyr­ir­tæki sem hafa hug á að nýta tæki­færi í sjálf­bærni og taka þátt í upp­bygg­ingu svæð­is­ins til fram­tíð­ar.

Fyrir þátt­tak­endur í hringrás­ar­hag­kerfi svæð­is­ins liggur ávinn­ingur til skemmri tíma í auk­inni hag­sæld, tekj­um, sparn­aði og lægri fram­leiðslu­kostn­aði. Umhverf­is­á­hrif verða lág­mörkuð og dregið úr auð­linda­notkun og losun óæski­legra efna. Nýt­ing hrá­efna svo sem vatns, orku og ann­arra efna verður betri. Þetta mun opna á aðra mark­aði, fleiri vöru­teg­undir og aukna þjón­ustu sem laðar að ný fyr­ir­tæki og við­skipta­vini til Grund­ar­tanga­svæð­is­ins. Veg­ferðin er einnig lík­leg til að auka aðgengi að styrkjum og grænni fjár­mögn­un. Eftir standa sam­keppn­is­hæf­ari fyr­ir­tæki og styrkara sam­fé­lag.

Leið­andi í sjálf­bærni

Grænn iðn­garður Grund­ar­tanga hefur alla burði til að vera leið­andi í sjálf­bærni, bættri fjöl­nýt­ingu auð­linda og inn­viða í gegnum hringrás­ar­hag­kerf­ið. Mörg tæki­færi liggja í að minnka áhrif lofts­lags­breyt­inga, auka skyn­sama hrá­efna­notk­un, koma á fjöl­nýt­ing­ar­verk­efnum og bæta end­ur­heimt auð­linda.

Frá kynningu á viljayfirlýsingu um uppbyggingu græns iðngarðs á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit. Mynd: Aðsend

Dæmi um slíka hringrás er fyr­ir­tæki sem býr til vörur úr úrgangi Norð­ur­áls. Einnig hefur verið sýnt fram á að stá­lend­ur­vinnsla er áhuga­verð á svæð­inu. Þá fellur starfs­semi þjón­ustu­fyr­ir­tækja vel að skil­grein­ingum á vöru, þjón­ustu og við­haldi sem hluti af hringrás­ar­hag­kerfi.

Nýt­ing glat­varma frá stór­iðju má til að mynda nýta fyrir hita­veitu og er skýr þáttur í hringrás græns iðn­garðs. Sömu­leiðis má nefna förgun koldí­oxíð til notk­unar í fjöl­breytt­ari iðn­aði á svæð­inu, til að mynda fyrir orku­iðn­að, mat­væla­iðnað og líf­tækni­iðn­að. Tæki­færin eru ótal­mörg.

Veg­ferðin framundan

Árang­urs­rík upp­bygg­ing græns iðn­garðs kallar á skil­virka nálgun og sam­þætt­ingu, áætl­ana og aðgerða. Nú þegar menn hafa sam­mælst um stefnu, sýn og for­ystu fyrir grænan iðn­garð, þarf að byggja áfram upp á Grund­ar­tanga og smíða umgjörð um þessar sjálf­bærni­á­hersl­ur. Verk­efnið mun falla vel að skil­grein­ingum Alþjóða­bank­ans og Sam­ein­uðu þjóð­anna á grænum iðn­görð­um.

Þá þarf að skapa sjálf­bærni­um­gjörð sem inni­heldur umhverf­is­mál, félags­lega þætti, hag­sæld og stjórn­ar­hætti. Því öfl­ugri sem umgjörðin er, því öfl­ugri verður græni iðn­garð­ur­inn og það mun laða að ný fyr­ir­tæki og starfs­fólk.

Vilja­yf­ir­lýs­ingin um grænan iðn­garð á Grund­ar­tanga er hollur heima­feng­inn baggi upp­bygg­ingu athafna­lífs en ekki síst fyrir fram­tíð­ar­kyn­slóðir þessa lands.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þró­un­ar­fé­lags Grund­ar­tanga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar