Er tími skrifstofunnar að líða undir lok?

Þingmaður Viðreisnar segir að hið opinbera eigi að hvetja til þess fjarvinna sé valkostur þar sem flest bendi til þess að kostir aukinnar fjarvinnu séu miklu fleiri en gallarnir.

Auglýsing

Þótt við viljum örugg­lega fæst fara aftur til þess tíma þegar sam­komu­bann var normið þá er því ekki að neita að við á þeim tíma varð til mik­il­vægur lær­dómur sem við njótum góðs af. Sveigj­an­legri vinna og aukin fjar­vinna er án efa eitt dæmi um það. Og í þessu ljósi lagði ég fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þar sem lagt er til að félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra fram­kvæmi úttekt á tæki­færum í fjar­vinnu og fjar­vinnu­stefnu fyrir íslenskan vinnu­mark­að. Lagt er til að ráð­herra láti vinna til­lögur sem hafi það að mark­miði að auka mögu­leika fólks á fjar­vinnu þar sem henni verður komið við og áhugi er fyrir hendi.

Jákvæð áhrif fjar­vinnu

Reynslan af fjar­vinnu á tímum heims­far­ald­urs og sótt­varna­að­gerða var almennt jákvæð og er mik­ill áhugi fyrir auknu val­frelsi í þessum efn­um. Heims­far­ald­ur­inn leiddi af sér nýja hugsun og skiln­ing á því að fólk geti sinnt sama starf­inu utan hins venju­lega vinnu­staðar þegar heim­ilið varð óvænt vinnu­staður margra.

Fjar­vinna hentar vita­skuld ekki í öllum starfs­greinum né hentar hún öllu fólki en þar sem hún á við getur hún haft marg­vís­leg jákvæð áhrif. Þannig getur fjar­vinna aukið jafn­vægið á milli vinnu og einka­lífs og dregið úr streitu þegar hægt er að vinna heima í stað­inn fyrir að þurfa að þjóta út í morg­un­um­ferð­ina. Með mark­vissri fjar­vinnu­stefnu hins opin­bera má draga úr umferð­ar­þunga og bæta sam­göngur á álags­tímum á þétt­býl­ustu svæðum lands­ins. Þannig getur fjar­vinna stutt við mark­mið stjórn­valda á sviði umhverf­is- og lofts­lags­mála. Þá fel­ast mikil tæki­færi í auk­inni fjar­vinnu fyrir fólk sem búsett er á lands­byggð­unum þar sem aukin áhersla á fjar­vinnu og störf án stað­setn­ingar mun leiða til þess að hægt er að stunda vinnu óháð búsetu. Og hvað varðar atvinnu­rek­endur mætti benda á að starfs­á­nægju fólks sem og tæki­færi til að draga úr rekstr­ar­kostn­aði vegna hús­næðis og ferða.

Finnska leiðin

Á meðan heims­far­aldr­inum stóð voru allt að 37% starfs­fólks í Evr­ópu í fjar­vinnu. Hlut­fallið var þó umtals­vert hærra í Finn­landi þar sem það fór í 59% sam­kvæmt könn­un­inni „Li­ving, work­ing and COVID-19“ sem gerð var í apríl 2020. Ástæðan er sú að Finn­land hefur verið leið­andi í þeirri hug­mynda­fræði að hvetja fólk til fjar­vinnu. Þannig var Finn­land með eitt hæsta hlut­fall starfs­fólks í fjar­vinnu meðal Evr­ópu­ríkja árið 2019. Sam­kvæmt Eurostat 2020 var hlut­fall starfs­fólks í Finn­landi sem var reglu­lega í fjar­vinnu 14,1% en í öðrum ríkjum Evr­ópu var með­al­talið um 5,4%. Þegar jafn­framt var litið til þeirra sem unnu að hluta til í fjar­vinnu varð hlut­fallið í Finn­landi 25%.

Auglýsing
Tölurnar í Finna vekja athygli. Og þegar litið er á reynslu Finna og þeirra umbóta sem gerðar hafa verið þar í landi til að styðja við þessa þróun má til­taka er að Finnar eru fram­ar­lega í staf­rænni tækni en sterkir staf­rænir inn­viðir í Finn­landi hafa þótt lyk­il­þáttur í háu hlut­falli starfs­fólks í fjar­vinnu. Vinnu­mark­að­ur­inn sjálfur og sam­setn­ing starfa er þannig að hátt hlut­fall starfa hentar til fjar­vinnu auk þess sem stofna­naum­gjörð í Finn­landi er hlið­holl þessu fyr­ir­komu­lagi vinnu.

Fleiri kostir en gallar

Með auk­inni áherslu íslenskra stjórn­valda á nýsköpun ætti áhersla á fjar­vinnu eðli­lega að fylgja, enda mik­il­vægur þáttur í því að laða til sín og halda í hæft starfs­fólk, óháð því hvar það er stað­sett. Liður í því að sækja fram á sviði nýsköp­unar er því að stíga mark­viss skref um fjar­vinnu­stefnu.

Í júlí 2020 sagði 78% starfs­fólks á evr­ópskum vinnu­mark­aði að það myndi áfram kjósa að geta unnið í fjar­vinnu að ein­hverju leyti. Í Finn­landi leiddi könnun í ljós ánægju með fjar­vinnu og áhrif henn­ar. Þar komu fram þættir eins og ein­beit­ing, fram­leiðni og jafn­vægi milli vinnu og fjöl­skyldu- og einka­lífs.

Þrátt fyrir jákvæða reynslu af fjar­vinnu komu hins vegar einnig fram óskir og sjón­ar­mið um kosti þess að snúa aftur til vinnu á vinnu­stað, ekki síst félags­legir þættir á borð við sam­skipti við vinnu­fé­laga. Þannig er ljóst að þetta fyr­ir­komu­lag hentar ekki öll­um. Margir kjósa hins vegar að geta átt kost á fjar­vinnu og ein­hverju val­frelsi þar um og ætti hið opin­bera að hvetja til þess þar sem flest bendir til þess að kostir auk­innar fjar­vinnu séu miklu fleiri en gall­arn­ir.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar