Er tími skrifstofunnar að líða undir lok?

Þingmaður Viðreisnar segir að hið opinbera eigi að hvetja til þess fjarvinna sé valkostur þar sem flest bendi til þess að kostir aukinnar fjarvinnu séu miklu fleiri en gallarnir.

Auglýsing

Þótt við viljum örugg­lega fæst fara aftur til þess tíma þegar sam­komu­bann var normið þá er því ekki að neita að við á þeim tíma varð til mik­il­vægur lær­dómur sem við njótum góðs af. Sveigj­an­legri vinna og aukin fjar­vinna er án efa eitt dæmi um það. Og í þessu ljósi lagði ég fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þar sem lagt er til að félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra fram­kvæmi úttekt á tæki­færum í fjar­vinnu og fjar­vinnu­stefnu fyrir íslenskan vinnu­mark­að. Lagt er til að ráð­herra láti vinna til­lögur sem hafi það að mark­miði að auka mögu­leika fólks á fjar­vinnu þar sem henni verður komið við og áhugi er fyrir hendi.

Jákvæð áhrif fjar­vinnu

Reynslan af fjar­vinnu á tímum heims­far­ald­urs og sótt­varna­að­gerða var almennt jákvæð og er mik­ill áhugi fyrir auknu val­frelsi í þessum efn­um. Heims­far­ald­ur­inn leiddi af sér nýja hugsun og skiln­ing á því að fólk geti sinnt sama starf­inu utan hins venju­lega vinnu­staðar þegar heim­ilið varð óvænt vinnu­staður margra.

Fjar­vinna hentar vita­skuld ekki í öllum starfs­greinum né hentar hún öllu fólki en þar sem hún á við getur hún haft marg­vís­leg jákvæð áhrif. Þannig getur fjar­vinna aukið jafn­vægið á milli vinnu og einka­lífs og dregið úr streitu þegar hægt er að vinna heima í stað­inn fyrir að þurfa að þjóta út í morg­un­um­ferð­ina. Með mark­vissri fjar­vinnu­stefnu hins opin­bera má draga úr umferð­ar­þunga og bæta sam­göngur á álags­tímum á þétt­býl­ustu svæðum lands­ins. Þannig getur fjar­vinna stutt við mark­mið stjórn­valda á sviði umhverf­is- og lofts­lags­mála. Þá fel­ast mikil tæki­færi í auk­inni fjar­vinnu fyrir fólk sem búsett er á lands­byggð­unum þar sem aukin áhersla á fjar­vinnu og störf án stað­setn­ingar mun leiða til þess að hægt er að stunda vinnu óháð búsetu. Og hvað varðar atvinnu­rek­endur mætti benda á að starfs­á­nægju fólks sem og tæki­færi til að draga úr rekstr­ar­kostn­aði vegna hús­næðis og ferða.

Finnska leiðin

Á meðan heims­far­aldr­inum stóð voru allt að 37% starfs­fólks í Evr­ópu í fjar­vinnu. Hlut­fallið var þó umtals­vert hærra í Finn­landi þar sem það fór í 59% sam­kvæmt könn­un­inni „Li­ving, work­ing and COVID-19“ sem gerð var í apríl 2020. Ástæðan er sú að Finn­land hefur verið leið­andi í þeirri hug­mynda­fræði að hvetja fólk til fjar­vinnu. Þannig var Finn­land með eitt hæsta hlut­fall starfs­fólks í fjar­vinnu meðal Evr­ópu­ríkja árið 2019. Sam­kvæmt Eurostat 2020 var hlut­fall starfs­fólks í Finn­landi sem var reglu­lega í fjar­vinnu 14,1% en í öðrum ríkjum Evr­ópu var með­al­talið um 5,4%. Þegar jafn­framt var litið til þeirra sem unnu að hluta til í fjar­vinnu varð hlut­fallið í Finn­landi 25%.

Auglýsing
Tölurnar í Finna vekja athygli. Og þegar litið er á reynslu Finna og þeirra umbóta sem gerðar hafa verið þar í landi til að styðja við þessa þróun má til­taka er að Finnar eru fram­ar­lega í staf­rænni tækni en sterkir staf­rænir inn­viðir í Finn­landi hafa þótt lyk­il­þáttur í háu hlut­falli starfs­fólks í fjar­vinnu. Vinnu­mark­að­ur­inn sjálfur og sam­setn­ing starfa er þannig að hátt hlut­fall starfa hentar til fjar­vinnu auk þess sem stofna­naum­gjörð í Finn­landi er hlið­holl þessu fyr­ir­komu­lagi vinnu.

Fleiri kostir en gallar

Með auk­inni áherslu íslenskra stjórn­valda á nýsköpun ætti áhersla á fjar­vinnu eðli­lega að fylgja, enda mik­il­vægur þáttur í því að laða til sín og halda í hæft starfs­fólk, óháð því hvar það er stað­sett. Liður í því að sækja fram á sviði nýsköp­unar er því að stíga mark­viss skref um fjar­vinnu­stefnu.

Í júlí 2020 sagði 78% starfs­fólks á evr­ópskum vinnu­mark­aði að það myndi áfram kjósa að geta unnið í fjar­vinnu að ein­hverju leyti. Í Finn­landi leiddi könnun í ljós ánægju með fjar­vinnu og áhrif henn­ar. Þar komu fram þættir eins og ein­beit­ing, fram­leiðni og jafn­vægi milli vinnu og fjöl­skyldu- og einka­lífs.

Þrátt fyrir jákvæða reynslu af fjar­vinnu komu hins vegar einnig fram óskir og sjón­ar­mið um kosti þess að snúa aftur til vinnu á vinnu­stað, ekki síst félags­legir þættir á borð við sam­skipti við vinnu­fé­laga. Þannig er ljóst að þetta fyr­ir­komu­lag hentar ekki öll­um. Margir kjósa hins vegar að geta átt kost á fjar­vinnu og ein­hverju val­frelsi þar um og ætti hið opin­bera að hvetja til þess þar sem flest bendir til þess að kostir auk­innar fjar­vinnu séu miklu fleiri en gall­arn­ir.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar