Að svelta fólk til dauða

Hallgrímur Hróðmarsson minnist hungursneyðar áranna 1932 og 1933 í Úkraínu sem skipulögð var af Stalín. Hann segir rétt að minnast þessara atburða nú þegar hörmungar standa yfir í Úkraínu.

Auglýsing

Í Úkra­ínu eru almennir borg­arar skotnir á færi, hand­tekn­ir, bundn­ir, píndir og síðan drepn­ir; konum og börnum er nauðg­að; svo er fólkið sett í fjölda­grafir til að reyna að leyna voða­verk­un­um. Hús eru sprengd í loft upp eða var­an­lega eyðilögð – hvort sem það eru híbýli fólks eða hús sem hýsa leik­skóla, sjúkra­hús, vatns­veitur – eða aðra opin­bera þjón­ustu.

Í þeim hörm­ungum sem nú standa yfir í Úkra­ínu er rétt að minn­ast atburða í Sov­ét­ríkj­unum sem áttu sér stað á árunum 1932 til 1933.

Auglýsing

Hung­ursneyð af manna­völdum

Menn tala um mann­gerða hung­ur­neyð árin 1932 og 1933. Hún var skipu­lögð af Jósep Stalín. Hann vildi ganga af korn­fram­leiðslu Úkra­ínu dauðri. Í Sov­ét­ríkj­unum þessa tíma átti sér stað iðn­væð­ing í land­bún­aði, sem svo var nefnd, og átti hún að vera grund­völlur fyrir rekstri samyrkju­bú­anna.

Íbúar Kharkiev yfirgefa þorpið í leit að mat. Mynd: Aðsend

Það er talið að um 5 millj­ónir íbúa í Sov­ét­ríkj­unum hafi látið lífið í þessum aðgerð­um, þar af voru Úkra­ínu­menn 4 millj­ónir eða um 13% af íbúum Úkra­ínu. Hung­ursneyðin hefur oft verið kölluð the Ter­ror Famine eða the Great Famine - Holodomor. Þessar tölur eru okkur óskilj­an­legar nema ef við berum þær saman við íbúa­fjölda nálægra landa – í Dan­mörku eru til dæmis sirka 5,7 millj­ónir íbúa í dag.

Menn­ing og mannát

Fólk upp til sveita hélt lengur út en borg­ar­búar sem máttu þola mjög litla mat­ar­skammta frá Sov­ét­vald­inu. En fljót­lega voru sveita­menn sak­aðir um að stela korni og kart­öflum og máttu því þola mik­inn nið­ur­skurð á mat­ar­skömmtum sín­um. Og harðar refs­ingar fylgdu í kjöl­far­ið, meðal ann­ars komu full­trúar Sov­ét­valds­ins og seldu eigur þeirra sem sviptir voru eign­ar­rétti. Díla­sótt og malaría herj­aði á íbúa Úkra­ínu. Þessu fylgdi hræði­leg atlaga að menn­ingu Úkra­ínu. Kenn­arar voru leystir frá störf­um, bóka­söfnum lok­að; úkra­ínskum emb­ætt­is­mönnum var bannað að nota tungu­mál lands­ins.

Opinberir embættismenn selja eigur þeirra þorpsbúa sem sviptur var eignarétti. Mynd: Aðsend

Þeir sem reyndu að lifa hung­ur­neyð­ina af, tóku oftar en ekki til þess ráðs að leggj­ast í manna­kjötsát – éta lík, drepa og éta nán­ustu fjöl­skyldu­með­limi sína og nágranna – jafn­vel drepa og éta börn sín. Þegar Sov­ét­ríkin liðu undir lok 1991, þá end­ur­heimti Úkra­ína sjálf­stæði sitt. Hung­ursneyðin í Úkra­ínu 1932 til 1933 er enn í dag sárs­auka­fullur hluti af úkra­ínskri þjóð­ar­sál.

Úkra­ínu­menn verða að vinna þetta stríð

Í ljósi þessa þarf það ekki að koma á óvart að Pútín, sem dreymir um end­ur­reisn Sov­ét­ríkj­anna gömlu, skuli beita sömu aðferða­fræði og Stalín lærifaðir hans kenndi hon­um. En í því sem hann nefnir „sér­staka hern­að­ar­að­gerð“ ofmetur hann reyndar styrk sov­éska hers­ins og van­metur hug­rekki og þol­gæði Úkra­ínu­manna. Er nóg að senda vopn til úkra­ínska hers­ins? Nei, það þarf meira til því greini­legt er að Pútín ætlar að vinna stríðið óháð því hve marga rúss­neska her­menn hann sendir í dauð­ann og óháð því hve langan tíma það tek­ur.

Fjöldagröf í Kharkiv á tímum Holodomor. Mynd: Aðsend

Þegar hann inn­lim­aði Krím­skag­ann þá var það eina, sem ráða­mönnum á Vest­ur­löndum og í Banda­ríkj­unum datt í hug – að setja mátt­laus við­skipta­bönn á Rússa og því fór sem fór. Inn­rásin núna er rök­rétt - að Pútíns rugl­aða mati – en jafn­framt tröll­aukið hættu­spil – ef hann vill halda orð­spori sínu meðal ráða­manna heims­ins.

Ég er ekki tals­maður stríðs en ég get ekki annað en verið sam­mála fram­kvæmda­stjóra ESB þegar hún seg­ir: „Úkra­ína verður að vinna þetta stríð!“ En er okkur stætt á því að fórna Úkra­ínu­mönnum einum í stríð­inu? Ef ráða­menn á Vest­ur­löndum og í USA kjósa það – þá þarf að senda miklu meira af þunga­vopnum til Úkra­ínu.

En ef menn vilja taka raun­veru­lega ábyrgð á vörnum Úkra­ínu þá verður að taka þann mögu­leika til alvar­legra end­ur­skoð­unar – að ábyrgj­ast loft­helgi Úkra­ínu. Pútín hótar kjarn­orku­stríði en eru þeir ráða­menn í Rúss­landi, sem enn eru með fullu viti, til­búnir að ganga það langt? Mun Pútín lifa það af – ef enn meiri harka fær­ist í stríð­ið?

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar