Að svelta fólk til dauða

Hallgrímur Hróðmarsson minnist hungursneyðar áranna 1932 og 1933 í Úkraínu sem skipulögð var af Stalín. Hann segir rétt að minnast þessara atburða nú þegar hörmungar standa yfir í Úkraínu.

Auglýsing

Í Úkra­ínu eru almennir borg­arar skotnir á færi, hand­tekn­ir, bundn­ir, píndir og síðan drepn­ir; konum og börnum er nauðg­að; svo er fólkið sett í fjölda­grafir til að reyna að leyna voða­verk­un­um. Hús eru sprengd í loft upp eða var­an­lega eyðilögð – hvort sem það eru híbýli fólks eða hús sem hýsa leik­skóla, sjúkra­hús, vatns­veitur – eða aðra opin­bera þjón­ustu.

Í þeim hörm­ungum sem nú standa yfir í Úkra­ínu er rétt að minn­ast atburða í Sov­ét­ríkj­unum sem áttu sér stað á árunum 1932 til 1933.

Auglýsing

Hung­ursneyð af manna­völdum

Menn tala um mann­gerða hung­ur­neyð árin 1932 og 1933. Hún var skipu­lögð af Jósep Stalín. Hann vildi ganga af korn­fram­leiðslu Úkra­ínu dauðri. Í Sov­ét­ríkj­unum þessa tíma átti sér stað iðn­væð­ing í land­bún­aði, sem svo var nefnd, og átti hún að vera grund­völlur fyrir rekstri samyrkju­bú­anna.

Íbúar Kharkiev yfirgefa þorpið í leit að mat. Mynd: Aðsend

Það er talið að um 5 millj­ónir íbúa í Sov­ét­ríkj­unum hafi látið lífið í þessum aðgerð­um, þar af voru Úkra­ínu­menn 4 millj­ónir eða um 13% af íbúum Úkra­ínu. Hung­ursneyðin hefur oft verið kölluð the Ter­ror Famine eða the Great Famine - Holodomor. Þessar tölur eru okkur óskilj­an­legar nema ef við berum þær saman við íbúa­fjölda nálægra landa – í Dan­mörku eru til dæmis sirka 5,7 millj­ónir íbúa í dag.

Menn­ing og mannát

Fólk upp til sveita hélt lengur út en borg­ar­búar sem máttu þola mjög litla mat­ar­skammta frá Sov­ét­vald­inu. En fljót­lega voru sveita­menn sak­aðir um að stela korni og kart­öflum og máttu því þola mik­inn nið­ur­skurð á mat­ar­skömmtum sín­um. Og harðar refs­ingar fylgdu í kjöl­far­ið, meðal ann­ars komu full­trúar Sov­ét­valds­ins og seldu eigur þeirra sem sviptir voru eign­ar­rétti. Díla­sótt og malaría herj­aði á íbúa Úkra­ínu. Þessu fylgdi hræði­leg atlaga að menn­ingu Úkra­ínu. Kenn­arar voru leystir frá störf­um, bóka­söfnum lok­að; úkra­ínskum emb­ætt­is­mönnum var bannað að nota tungu­mál lands­ins.

Opinberir embættismenn selja eigur þeirra þorpsbúa sem sviptur var eignarétti. Mynd: Aðsend

Þeir sem reyndu að lifa hung­ur­neyð­ina af, tóku oftar en ekki til þess ráðs að leggj­ast í manna­kjötsát – éta lík, drepa og éta nán­ustu fjöl­skyldu­með­limi sína og nágranna – jafn­vel drepa og éta börn sín. Þegar Sov­ét­ríkin liðu undir lok 1991, þá end­ur­heimti Úkra­ína sjálf­stæði sitt. Hung­ursneyðin í Úkra­ínu 1932 til 1933 er enn í dag sárs­auka­fullur hluti af úkra­ínskri þjóð­ar­sál.

Úkra­ínu­menn verða að vinna þetta stríð

Í ljósi þessa þarf það ekki að koma á óvart að Pútín, sem dreymir um end­ur­reisn Sov­ét­ríkj­anna gömlu, skuli beita sömu aðferða­fræði og Stalín lærifaðir hans kenndi hon­um. En í því sem hann nefnir „sér­staka hern­að­ar­að­gerð“ ofmetur hann reyndar styrk sov­éska hers­ins og van­metur hug­rekki og þol­gæði Úkra­ínu­manna. Er nóg að senda vopn til úkra­ínska hers­ins? Nei, það þarf meira til því greini­legt er að Pútín ætlar að vinna stríðið óháð því hve marga rúss­neska her­menn hann sendir í dauð­ann og óháð því hve langan tíma það tek­ur.

Fjöldagröf í Kharkiv á tímum Holodomor. Mynd: Aðsend

Þegar hann inn­lim­aði Krím­skag­ann þá var það eina, sem ráða­mönnum á Vest­ur­löndum og í Banda­ríkj­unum datt í hug – að setja mátt­laus við­skipta­bönn á Rússa og því fór sem fór. Inn­rásin núna er rök­rétt - að Pútíns rugl­aða mati – en jafn­framt tröll­aukið hættu­spil – ef hann vill halda orð­spori sínu meðal ráða­manna heims­ins.

Ég er ekki tals­maður stríðs en ég get ekki annað en verið sam­mála fram­kvæmda­stjóra ESB þegar hún seg­ir: „Úkra­ína verður að vinna þetta stríð!“ En er okkur stætt á því að fórna Úkra­ínu­mönnum einum í stríð­inu? Ef ráða­menn á Vest­ur­löndum og í USA kjósa það – þá þarf að senda miklu meira af þunga­vopnum til Úkra­ínu.

En ef menn vilja taka raun­veru­lega ábyrgð á vörnum Úkra­ínu þá verður að taka þann mögu­leika til alvar­legra end­ur­skoð­unar – að ábyrgj­ast loft­helgi Úkra­ínu. Pútín hótar kjarn­orku­stríði en eru þeir ráða­menn í Rúss­landi, sem enn eru með fullu viti, til­búnir að ganga það langt? Mun Pútín lifa það af – ef enn meiri harka fær­ist í stríð­ið?

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Nafnlausi tindurinn til hægri á myndinni. Efst eru Geirvörtur.
Vilja að nafnlausi tindurinn heiti Helgatindur
Nafnlaus tindur sem stendur um 60 metra upp úr ísbreiðu Vatnajökuls ætti að heita Helgatindur til heiðurs Helga Björnssyni jöklafræðingi, segir í tillögu sem sveitarstjórn Skafárhrepps hefur samþykkt fyrir sitt leyti.
Kjarninn 1. desember 2022
Íslandsbanki segir ekki hversu margir fengu flokkun sem hæfir fjárfestar á meðan að á útboðinu stóð
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka kemur fram að fjárfestar sem voru ekki í viðskiptum við Íslandsbanka gátu sótt um og fengið flokkun sem „hæfir fjárfestar“ á þeim klukkutímum sem útboðið stóð yfir.
Kjarninn 1. desember 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Ríkisstjórnin samþykkti áframhaldandi styrkjagreiðslur til fjölmiðla en til eins árs
Áfram sem áður er ágreiningur innan ríkisstjórnar Íslands um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Styrkjakerfið verður framlengt til eins árs í stað tveggja. Um er að ræða málamiðlun til að ná frumvarpinu úr ríkisstjórn.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar