Að vera útlendingur í framandi landi

Örn Bárður Jónsson segir að nú þurfi að taka lög um útlendinga og flóttamenn til rækilegrar endurskoðunar og hugsa þau út frá mannhelgi, miskunn og kærleika – en ekki sérhyggju steinhjartans.

Auglýsing

Hvaðan hafa Vest­ur­lönd helstar hug­myndir sínar um sið­ferði og gildi sem snúa að mann­legum sam­skiptum og rétt­ind­um?

Jer­emía spá­maður í Gamla testa­ment­inu (7.6-8):

6 und­ir­okið ekki útlend­inga, mun­að­ar­leys­ingja og ekkj­ur, og úthellið ekki sak­lausu blóði á þessum stað, og eltið ekki aðra guði, yður til tjóns,

7 þá vil ég láta yður búa á þessum stað, í land­inu, sem ég gaf feðrum yðar, frá eilífð til eilífð­ar.

8 Sjá, þér reiðið yður á lyga­ræð­ur, sem ekki eru til nokk­urs gagns.

Gyð­ingar eiga sér merka sögu og langa og það sem er sér­stak­lega athygl­is­vert er að saga þeirra er skráð langt aftur í tím­ann.

Auglýsing

Enda þótt Gyð­ing­dómur sem trú­ar­brögð hafi fyrst birst í grískum ann­álum á hinu hellenska tíma­bili (323-31 f.Kr.) og elstu til­vísun í Ísr­ael sé að finna í Merneptah Stele (granít minn­is­varða frá tíma faraós með sama nafni) frá 1213-1203 f.Kr., er í trú­ar­ritum þeirra sjálfra vísað til tíma­bils a.m.k. svo langt aftur sem 1500 f.Kr.

Skráð saga þeirra nær því yfir um 3.500 ára tíma­bil. Þeir voru upp­haf­lega hirð­ingjar sem áttu sér ekki fastan bústað en ferð­uð­ust með hjarðir sínar um hrjóstrug svæði Mið-Aust­ur­landa.

Þeir voru um langt skeið í Egypta­landi og voru þar einkum sem vinnu­afl en fóru þaðan undir for­ystu Móse, sem leiddi þá til móts við draum­inn um fyr­ir­heitna land­ið. Sú ferð er nefnd Exó­dus á lat­ínu sem merkir brott­för, útganga, sem átti sér stað um 1300 f.Kr. og er frá­sögn­ina um brott­för­ina að finna í 2. Móse­bók er ber hið alþjóð­lega nafn, Exó­dus.

Reynsla Ísra­els­manna af því að búa í öðru landi og þola órétt var þeim í blóð bor­in. Meðal þeirra óx þeirri hug­mynd fiskur um hrygg, að auð­sýna skyldi útlend­ingum mis­kunn í ljósi þess að þeir sjálfir voru eitt sinn útlend­ingar í öðru landi.

Löngu seinna voru Ísra­els­menn her­leiddir til Babýlon þar sem nú er Bag­hdad og voru þar á árunum 587-458 f.Kr. Þar söng fólkið sorg­ar­ljóð vegna þess að það þráði heim­kynni sín, Jer­úsal­em, sem einnig var nefnd Zíon. Frægt sorg­ar­ljóð þeirra er í Dav­íðs­sálmi 137 og varð geysi­vin­sælt sem dæg­ur­lag með enskum texta Bibl­í­unnar í flutn­ingi Boney M: „By the rivers of Babylon, there we sat down, yea, we wept, when we rem­em­bered Zion.“

Kýrus Per­sa­kon­ungur gaf þeim loks heim­far­ar­leyfi og hann nýtur sér­stakrar virð­ingar í ritum Gyð­inga, sem eins­konar Mess­ías eða frels­ari.

Hug­myndir Vest­ur­landa eiga því að mestu sér rætur í reynslu þjóðar sem skráð hefur sögu sína í 3.500 ár!

Exó­dus sam­tím­ans

Enn leggst fólk í per­sónu­legan Exó­dus, flýr sitt heima­land og leitar gæf­unnar í öðru landi, landi drauma sinna, hinu fyr­ir­heitna landi, þar sem smjör er sagt drjúpa af hverju strái. Þetta fyr­ir­heitna land í sam­tím­anum er einkum Evr­ópa með sín ríku mann­rétt­indi og vel skipu­lögðu þjóð­fé­lög sem Nota Bene eru öll byggð á kristnum gil­da­grunni og þá um leið á spá­mann­lega inn­blásnum orðum um mann­rétt­indi og rétt­læti handa „ekkj­um, mun­að­ar­lausum og útlend­ing­um“. Merki­legt að slíkir textar séu yfir höfuð til og rit­aðir fyrir u.þ.b. 2.500 árum. Merki­legt!

Lög á Íslandi eru ekki meit­luð á steintöfl­ur, þau eru sam­þykkt á Alþingi og prentuð í laga­söfn, en þeim má breyta og þau þarf að lag­færa ef í þeim leyn­ist mis­mun­un, órétt­ur, mis­kunn­ar­leysi, for­dómar og mann­vonska.

Ég ætla þing­mönnum ekki það, að hafa viljað byggja órétt inn í lög­in, en þeir kunna þó sumir að hafa hugsað þau of þröngt, heim­ótt­ar­lega og með of mikla áherslu á óheil­brigða þjóð­ern­is­hyggju, sem í of stórum skömmtum skar­ast á við yfir­gang, for­ræð­is­hyggju og stundum hreinan fas­isma.

Nú veit ég ekki hvort núver­andi ráð­herra dóms­mála úr röðum Sjálf­stæð­is­manna hefur búið í útlöndum á sinni ævi? Stutt­buxna­liðar úr þeim röðum á hans aldri, fóru ógjarnan til útlanda í áranna rás, því þá áttu þeir það á hættu að missa af „æf­ing­um“ innan flokks­ins í því að vera með ákveðna og sterka hægri­stefnu, sem nudd­ast utan í fas­isma og öfga­kennda þjóð­ern­is­hyggju. Með því að vera til staðar gátu þeir nuddað sér áfram upp met­orða­stig­ann innan flokks­ins. Þetta eru upp til hópa heimaln­ing­ar, ósigldir og að auki, illa mæl­andi á erlendar tung­ur. Þeir líða fyrir það að hafa aldrei verið útlend­ingar í fram­andi landi, nema í sól­ar­landa­ferð­um.

Nú þarf að taka lög um útlend­inga og flótta­menn til ræki­legrar end­ur­skoð­unar og hugsa þau út frá mann­helgi, mis­kunn og kær­leika, en ekki sér­hyggju stein­hjart­ans sem engum vill hjálpa og ekk­ert fram­andi fólk hafa nærri sér.

Við höfum ekki þörf fyrir slíka harð­neskju á Alþingi, heldur hlý hjörtu, sem láta stjórn­ast af rökviti og elsku, mik­illi elsku og skiln­ingi á því hvað það er að vera útlend­ingur í fram­andi landi.

Hljóð­­upp­­­töku með lestri höf­undar á grein­inni má finna með því að smella hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar