Um Pútín, fáveldi og fasisma

Hann var „fátækur, smávaxinn, óásjálegur undirmálsdrengur, sem varð fyrir einelti og vann sig út úr því með því að ná tökum á slagsmálum og knésetja kvalara sína.“ Örn Bárður Jónsson segir frá uppruna og uppvexti Pútíns sem og hugmyndafræðilegum rótum.

Auglýsing

Þeir eru oft nefndir í fjöl­miðlum og kall­aðir ólíg­ark­ar. Hvað í ósköp­unum er nú það?

Ólíg­arkí er komið úr grísku, myndað af tveimur orð­um: oligos sem merkir fáir og ark­hes stjórn­andi. Ólíg­arkí merkir þar með fámenn­is­stjórn, fáveldi og vísar til fámenns hóps sem hefur sér­stöðu, hefur kom­ist í álnir með vafasömum hætti eins og rúss­nesku ólíg­ar­k­arn­ir, sem stálu öllum helstu innviðum lands síns þegar Sov­ét­ríkin hrundu. Þeir komu svo á því sem á grísku er kallað klept­ókratí og myndað af tveimur orð­stofn­um: klepto - ég stel og orð­inu kratos - stjórn. Á íslensku eigum við orðið þjófræði. Rúss­landi nútím­ans er stýrt af fáum, ofur­ríkum þjóf­um. Þar er ekk­ert lýð­ræði heldur bara þjóf- og fáræði.

Pútín bjó við þröngan kost sem barn. Fjöl­skyldan bjó í lít­illi íbúð í fjöl­býl­is­húsi. Þar var hvorki heitt vatn né bað­her­bergi, illa lykt­andi kló­sett og stöðugar deil­ur. Hann varði mestu af tíma sínum í að elta rottur í stiga­gang­in­um, segir hann sjálfur í við­tals­bók­inni, First Per­son, þar sem þrír rúss­neskir blaða­menn ræða við hann. Hann var fátæk­ur, smá­vax­inn, und­ir­máls­dreng­ur, sem varð fyrir ein­elti og vann sig út úr því með því að ná tökum á slags­málum og kné­setja kval­ara sína. Afar skilj­an­legt í hörðum heimi. En svo var hann kom­inn í leyni­þjón­ust­una fyrir eða um tví­tugt og var þar þangað til hann smaug um allt í hinu fallna ríki og komst til meiri og meiri valda. Hann hefur því aldrei - og þá meina ég ALDREI - búið við lýð­ræði, frjálsar kosn­ing­ar, mann­rétt­indi, heldur alla sína ævi við þjóð­fé­lag, þar sem beitt var ofbeldi, pynt­ing­um, eitr­un­um, aftökum og lygum - miklum lygum og blekk­ingum. Hann þekkir ekki Vest­ur­lönd og þau gildi sem þar liggja til grund­vallar vel­ferð og friði. Nei, hann skilur ekki slíkt.

Auglýsing

Einn helsti hug­mynda­fræð­ingur hans er löngu lát­inn, en hann lét flytja lík­ams­leifar hans, heim til Rúss­lands frá Sviss, þar sem hann dó í útlegð, og fer nú reglu­lega að gröf hans í Rúss­landi með blóm og vitnar í hann í ræðum þegar hann reynir að tjá sína eigin hug­mynda­fræði um vald og stjórn á land­inu. Þessi Rússi hét Ivan Ilyin (1883-1954) og var einn helsti hug­mynda­fræð­ingur fas­ism­ans.

Hvers vegna eru lífs­kjör betri í sumum löndum og meiri virð­ing borin fyrir mann­rétt­indum meðan önnur hall­ast að harð­stjórn? Árið 2018 gaf banda­rískur rit­höf­undur og pró­fessor í sagn­fræði við Yale háskól­ann, Timothy Snyder, út rit­gerð þar sem hann greindi hinn rúss­neska trú­ar- og stjórn­mála­fræð­ing, Ivan Ilyin. Ilyin mót­aði hinar frum­speki­legu eða metaf­ísísku og sið­ferð­is­legu eða mórölsku rétt­læt­ingar fyrir alræði og fékk ráða­mönnum fram­tíð­ar­innar í Rúss­landi í hendur skipu­lag af ekta fas­ista­ríki, ekta fasísku Rúss­landi.

Pútín sækir hugmyndafræði sína til þessa manns, Ivans Ilyins.

Snyder líkir kenn­ingum Ilyins, eins og þau hafi sprottið upp úr sam­tali Rússa, Satans og Guðs og þannig hafi fas­ism­inn í raun orðið til. Ilyin var eng­inn venju­legur krist­inn mað­ur. Hann trúði því að Guð hefði skapað heim­inn og ætlað sér að ljúka verk­inu, en hafi sleppt upp­runa­synd­inni lausri og falið hana í skömm.

Í augum Ilyins eykur nútíma­sam­fé­lag­ið, með sínum fjöl­breyti­leika og borg­ara­legum rétt­ind­um, mann­legum hugs­unum og til­finn­ing­um, vald Satans á meðan Guð er í útlegð. Ilyin leit ekki á sög­una sem rök­lega útskýr­ingu fyrir sam­tím­ann, heldur sví­virði­lega, merk­ing­ar­lausa og synd­uga. Hinsta von hans var rétt­lát þjóð sem fylgja mundi leið­toga sínum inn í póli­tískt alræði, sem svo verður að einum ódauð­leg­um, lif­andi veru­leika.

Hin sam­ein­andi meg­in­regla heims­ins er hið eina góða í alheimi og allar leiðir að því marki eru rétt­læt­an­leg­ar. Takið eftir að hér helgar til­gang­ur­inn með­al­ið.

Á þennan hátt þró­aði Ivan Ilyin kenn­ingu sína um rúss­neskan fas­isma. Meg­in­hug­takið var „lög“ eða „lög­leg með­vit­und.“ Þessar hug­myndir tóku ein­hverjum breyt­ingum eftir rúss­nesku bylt­ing­una (1917-1923). Fyrir hana trúði Ilyin því að lögin mundu hjálpa Rússum að sam­ein­ast alheims­vit­und­inni og breyta Rúss­landi í nútíma­legt ríki. Og eftir bylt­ing­una, varð hann viss um að sér­stök með­vit­und - „sál“ - ekki „hug­ur“- mundi gera Rússum kleift að líta á ein­ræð­is­valdið sem lög­mál.

Rúss­neska ríkja­sam­bandið varð til eftir hrun Sov­ét­ríkj­anna, löngu eftir dauða Ilyins, en ríkið hefur þó ekki enn stað­fest að með lögum skuli land byggja og að sú skuli vera und­ir­staða stjórn­valda. Að öðru leyti fylgja rúss­nesk yfir­völd hug­mynda­fræði Ilyins nákvæm­lega og á skap­andi hátt. Sam­kvæmt kenn­ingum hans voru það stór mis­tök að koma ekki á regl­unni um að valdið skuli hvíla á lög­um. Það leiddi til þess sem kalla má sam­visku Rússa á 20. öld. Á yfir­stand­andi öld hafa rúss­neskir leið­togar notað hug­myndir Ilyins til að gera efna­hags­legan ójöfnuð að þjóð­ar­dyggð.

Pútín, núver­andi for­seti Rúss­lands, notar hug­myndir Ilyins um landapóli­tík (geopolit­ics) á þann hátt að beina sjónum fólks frá innri vanda­málum Rúss­lands og að spill­ingu í útlönd­um. Á grunni kenn­ingar Ilyins verður gagn­rýnin að eins­konar trú­ar­of­stæki, sem telur Rúss­landi ógnað af spilltum þjóð­um; Banda­ríkj­un­um, Úkra­ínu og Evr­ópu.

Ilyin dáði Mus­sol­ini og var von­svik­inn að Ítalir hefðu fundið upp fas­is­mann en ekki Rúss­ar.

Hann heim­sótti Mus­sol­ini og leit svo á að hug­rakkir menn gætu breytt afmynd­uðum veru­leika heims­ins, með hug­rökkum aðgerð­um. Að hans áliti báru orð Jesú: „Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmd“ (Mt 7.1) vott um „mis­heppn­aðan Guð með glat­aðan son.“ Öfugt við þetta gæti dyggð­ugur maður greint á milli góðs og ills og bent á and­stæð­inga sem þyrfti að tor­tíma.

Ilyin trúði því að sér­hver dagur væri dóms­dagur og að þeir sem ekki dræpu óvini sína, þegar þeim gæf­ist tæki­færi til, yrðu sjálfir dæmd­ir. Og þangað til Guð kæmi aft­ur, var það Ilyin, sem ákvað hverjir þessir óvinir væru.

Að „elska óvini“ sína merkti einmitt öfugt. Í augum Ilyins skipti kær­leik­ur­inn öllu. Krist­in­dóm­ur­inn var leið fyrir rétt­sýnan heim­spek­ing til að beita ofbeldi í nafni kær­leik­ans. Hann rétt­lætti morð á útlend­ingum svo að þjóð gæti hafið alræði, sem gæti síðar fengið Guð til sín á ný.

Ilyin studdi ekki bol­sé­visma þar sem hann fól ekki í sér lækn­ingu fyrir ófull­kom­inn heim, heldur gerði lítið annað en að auka sótt­ina. Þess vegna þarf að setja af Sov­ésk og Evr­ópsk yfir­völd með eldsnöggu valdaráni.

Hug­mynda­fræði Pútíns hvílir á þessum kenn­ingum og þær eru ekki fagrar eða til þess fallnar að bæta líf manna, hvorki í Rúss­neska ríkja­sam­band­inu, né á nokkru öðru byggðu bóli í heimi hér.

Hug­mynda­fræðin er bein­línis hættu­leg og djöf­ul­leg í senn.

Hljóð­upp­töku með lestri höf­undar á grein­inni má finna með því að smella hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar