Taugaeitur eða of lágur blóðsykur?

Rússneska andófsmanninum Alexei Navalní er enn haldið sofandi á spítala í Berlín, eftir að hann veiktist skyndilega í innanlandsflugi síðasta fimmtudag. Þýskir læknar telja allt benda til eitrunar, en rússneskir rekja veikindin til blóðsykurfalls.

Alexei Navalní var fluttur af sjúkrahúsi í Síberíu á laugardaginn og flogið til Berlínar þar sem honum er haldið sofandi.
Alexei Navalní var fluttur af sjúkrahúsi í Síberíu á laugardaginn og flogið til Berlínar þar sem honum er haldið sofandi.
Auglýsing

Þýskir læknar gáfu það út í gær að svo virt­ist sem eitrað hefði verið fyrir Alexei Navalní, rúss­neska and­ófs­mann­inum sem dvelur nú á Charité-­spít­al­anum í Berlín eftir að þýsk yfir­völd fengu leyfi til þess að flytja hann þangað frá spít­ala í Síberíu á laug­ar­dag. Þar hafði hann dvalið eftir að hafa veikst skyndi­lega af ókunnum orsökum í inn­an­lands­flugi fyrir helgi.

Sam­kvæmt lækn­unum í Berlín er ástand Navalnís alvar­legt og er honum haldið sof­andi. Ekki er talið að hann sé í lífs­hættu, en óljóst þykir nákvæm­lega hvaða lang­tíma­á­hrif hin ætl­aða eitrun gæti haft á hann.

Lækn­arnir í Berlín segj­ast þó hafa kom­ist að því að um ein­hvers­konar kólínkljúf hafi verið að ræða, sem hafi hamlandi áhrif á virkni tauga­kerf­is­ins. Lyf sem inni­halda slík efni eru meðal ann­ars notuð í með­ferð við öldr­un­ar­sjúk­dóm­um, en en slík efni má einnig að finna í tauga­eitri.

Auglýsing

Þau eru til dæmis í Novichok-­tauga­eitr­inu sem bresk yfir­völd fundu í lík­ömum Skripal-­feðgin­anna sem urðu fyrir eitrun í Salisbury árið 2018. 

Rúss­nesk heil­brigð­is­yf­ir­völd sendu frá sér yfir­lýs­ingu í gær þar sem nið­ur­stöðum þýsku lækn­anna var and­mælt og að ein­kenni Navalní hefðu ekki komið heim og saman við ein­kenni eit­ur­efna­eitr­un­ar.Í opin­berri yfir­lýs­ingu spít­al­ans í Síber­íu, þar sem Navalní dvaldi fram á laug­ar­dag, sagði að lækn­arnir þar hefðu kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að veik­indi hans stöf­uðu af því að blóð­sykur hans hefði fallið skyndi­lega. 

Þó var honum gefið atrópín, mótefni við tauga­eitri, þegar hann kom fyrst inn á spít­al­ann, hið sama og honum er nú gefið í Berlín, sam­kvæmt umfjöllun New York Times.

And­lit and­ófs­ins

Alexei Navalní, sem er hefur í rúman ára­tug verið and­lit and­ófs­ins gegn Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta þar inn­an­lands. Hann er mennt­aður lög­fræð­ingur og hefur verið ötull gagn­rýn­andi spill­ingar í efstu lögum rúss­neska stjórn­kerf­is­ins frá því að hann byrj­aði að blogga um vafa­sama starfs­hætti rík­is­tengdra stór­fyr­ir­tækja í land­inu árið 2008. 

Alexei Navalní.

Hann hefur sagt að flokkur for­set­ans, Sam­einað Rúss­land, sé „flokkur þrjóta og þjófa“ og hefur nokkrum sinnum verið hand­tek­inn fyrir þátt­töku í mót­mælum gegn rík­is­stjórn Pútíns. 

Hann bauð sig fram til borg­ar­stjóra í Moskvu árið 2013 og fékk þá 27 pró­sent atkvæða gegn fram­bjóð­anda úr flokki Pútíns, sem þótti dágott þegar horft var til þess að fram­boð hans fékk enga umfjöllun í rúss­neskum rík­is­fjöl­miðl­um.Navalní reyndi síðan að bjóða sig fram til for­seta gegn Pútín árið 2018, en fékk ekki, þar sem hann hefur verið dæmdur tví­vegis fyrir fjár­drátt. Þeir dómar hafa verið sagðir fyrir upp­lognar sakir og Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að réttur Navalnís til sann­gjarnra rétt­ar­halda hafi ekki verið virt­ur.

Ásök­unum vísað á bug

Þýsk stjórn­völd fengu leyfi til þess að flytja Navalní til Berlínar á laug­ar­dag, en það reynd­ist tor­sótt að fá hann fluttan og hafa kenn­ingar verið uppi um að rúss­nesk yfir­völd hafi viljað láta tíma líða til að reyna að tryggja að leifar af eit­ur­efni myndu ekki finn­ast í lík­ama hans.

Ang­ela Merkel kansl­ari Þýska­lands hefur kallað eftir því að Rússar láti fara fram rann­sókn á því af hverju Navalní veikt­ist og bresk yfir­völd hafa kallað eftir því sama og að sú rann­sókn verði algjör­lega gagn­sæ.

Dímítrí Peskov, tals­maður rúss­neskra yfir­valda, vísar því alfarið á bug að Pútín hafi haft nokkuð að gera með meinta eitrun gegn Navalní. Hann sagði í dag, sam­kvæmt BBC, að allt slíkt væri ósatt og að ásök­unum um slíkt væri ekki hægt að taka alvar­lega.

Hann setti enn fremur spurn­inga­merki við það hvort þýsku lækn­arnir hafi metið ástand Navalnís með réttum hætti og telur þá vera of fljóta að gefa út að allt bendi til eitr­un­ar, þar sem ekki sé búið að greina nákvæm­lega hvaða efni það sé sem hafi fund­ist í lík­ama Navalnís.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent