Taugaeitur eða of lágur blóðsykur?

Rússneska andófsmanninum Alexei Navalní er enn haldið sofandi á spítala í Berlín, eftir að hann veiktist skyndilega í innanlandsflugi síðasta fimmtudag. Þýskir læknar telja allt benda til eitrunar, en rússneskir rekja veikindin til blóðsykurfalls.

Alexei Navalní var fluttur af sjúkrahúsi í Síberíu á laugardaginn og flogið til Berlínar þar sem honum er haldið sofandi.
Alexei Navalní var fluttur af sjúkrahúsi í Síberíu á laugardaginn og flogið til Berlínar þar sem honum er haldið sofandi.
Auglýsing

Þýskir læknar gáfu það út í gær að svo virtist sem eitrað hefði verið fyrir Alexei Navalní, rússneska andófsmanninum sem dvelur nú á Charité-spítalanum í Berlín eftir að þýsk yfirvöld fengu leyfi til þess að flytja hann þangað frá spítala í Síberíu á laugardag. Þar hafði hann dvalið eftir að hafa veikst skyndilega af ókunnum orsökum í innanlandsflugi fyrir helgi.

Samkvæmt læknunum í Berlín er ástand Navalnís alvarlegt og er honum haldið sofandi. Ekki er talið að hann sé í lífshættu, en óljóst þykir nákvæmlega hvaða langtímaáhrif hin ætlaða eitrun gæti haft á hann.

Læknarnir í Berlín segjast þó hafa komist að því að um einhverskonar kólínkljúf hafi verið að ræða, sem hafi hamlandi áhrif á virkni taugakerfisins. Lyf sem innihalda slík efni eru meðal annars notuð í meðferð við öldrunarsjúkdómum, en en slík efni má einnig að finna í taugaeitri.

Auglýsing

Þau eru til dæmis í Novichok-taugaeitrinu sem bresk yfirvöld fundu í líkömum Skripal-feðginanna sem urðu fyrir eitrun í Salisbury árið 2018. 

Rússnesk heilbrigðisyfirvöld sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem niðurstöðum þýsku læknanna var andmælt og að einkenni Navalní hefðu ekki komið heim og saman við einkenni eiturefnaeitrunar.

Í opinberri yfirlýsingu spítalans í Síberíu, þar sem Navalní dvaldi fram á laugardag, sagði að læknarnir þar hefðu komist að þeirri niðurstöðu að veikindi hans stöfuðu af því að blóðsykur hans hefði fallið skyndilega. 

Þó var honum gefið atrópín, mótefni við taugaeitri, þegar hann kom fyrst inn á spítalann, hið sama og honum er nú gefið í Berlín, samkvæmt umfjöllun New York Times.

Andlit andófsins

Alexei Navalní, sem er hefur í rúman áratug verið andlit andófsins gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta þar innanlands. Hann er menntaður lögfræðingur og hefur verið ötull gagnrýnandi spillingar í efstu lögum rússneska stjórnkerfisins frá því að hann byrjaði að blogga um vafasama starfshætti ríkistengdra stórfyrirtækja í landinu árið 2008. 

Alexei Navalní.

Hann hefur sagt að flokkur forsetans, Sameinað Rússland, sé „flokkur þrjóta og þjófa“ og hefur nokkrum sinnum verið handtekinn fyrir þátttöku í mótmælum gegn ríkisstjórn Pútíns. 

Hann bauð sig fram til borgarstjóra í Moskvu árið 2013 og fékk þá 27 prósent atkvæða gegn frambjóðanda úr flokki Pútíns, sem þótti dágott þegar horft var til þess að framboð hans fékk enga umfjöllun í rússneskum ríkisfjölmiðlum.

Navalní reyndi síðan að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín árið 2018, en fékk ekki, þar sem hann hefur verið dæmdur tvívegis fyrir fjárdrátt. Þeir dómar hafa verið sagðir fyrir upplognar sakir og Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu að réttur Navalnís til sanngjarnra réttarhalda hafi ekki verið virtur.

Ásökunum vísað á bug

Þýsk stjórnvöld fengu leyfi til þess að flytja Navalní til Berlínar á laugardag, en það reyndist torsótt að fá hann fluttan og hafa kenningar verið uppi um að rússnesk yfirvöld hafi viljað láta tíma líða til að reyna að tryggja að leifar af eiturefni myndu ekki finnast í líkama hans.

Angela Merkel kanslari Þýskalands hefur kallað eftir því að Rússar láti fara fram rannsókn á því af hverju Navalní veiktist og bresk yfirvöld hafa kallað eftir því sama og að sú rannsókn verði algjörlega gagnsæ.

Dímítrí Peskov, talsmaður rússneskra yfirvalda, vísar því alfarið á bug að Pútín hafi haft nokkuð að gera með meinta eitrun gegn Navalní. Hann sagði í dag, samkvæmt BBC, að allt slíkt væri ósatt og að ásökunum um slíkt væri ekki hægt að taka alvarlega.

Hann setti enn fremur spurningamerki við það hvort þýsku læknarnir hafi metið ástand Navalnís með réttum hætti og telur þá vera of fljóta að gefa út að allt bendi til eitrunar, þar sem ekki sé búið að greina nákvæmlega hvaða efni það sé sem hafi fundist í líkama Navalnís.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent