Taugaeitur eða of lágur blóðsykur?

Rússneska andófsmanninum Alexei Navalní er enn haldið sofandi á spítala í Berlín, eftir að hann veiktist skyndilega í innanlandsflugi síðasta fimmtudag. Þýskir læknar telja allt benda til eitrunar, en rússneskir rekja veikindin til blóðsykurfalls.

Alexei Navalní var fluttur af sjúkrahúsi í Síberíu á laugardaginn og flogið til Berlínar þar sem honum er haldið sofandi.
Alexei Navalní var fluttur af sjúkrahúsi í Síberíu á laugardaginn og flogið til Berlínar þar sem honum er haldið sofandi.
Auglýsing

Þýskir læknar gáfu það út í gær að svo virt­ist sem eitrað hefði verið fyrir Alexei Navalní, rúss­neska and­ófs­mann­inum sem dvelur nú á Charité-­spít­al­anum í Berlín eftir að þýsk yfir­völd fengu leyfi til þess að flytja hann þangað frá spít­ala í Síberíu á laug­ar­dag. Þar hafði hann dvalið eftir að hafa veikst skyndi­lega af ókunnum orsökum í inn­an­lands­flugi fyrir helgi.

Sam­kvæmt lækn­unum í Berlín er ástand Navalnís alvar­legt og er honum haldið sof­andi. Ekki er talið að hann sé í lífs­hættu, en óljóst þykir nákvæm­lega hvaða lang­tíma­á­hrif hin ætl­aða eitrun gæti haft á hann.

Lækn­arnir í Berlín segj­ast þó hafa kom­ist að því að um ein­hvers­konar kólínkljúf hafi verið að ræða, sem hafi hamlandi áhrif á virkni tauga­kerf­is­ins. Lyf sem inni­halda slík efni eru meðal ann­ars notuð í með­ferð við öldr­un­ar­sjúk­dóm­um, en en slík efni má einnig að finna í tauga­eitri.

Auglýsing

Þau eru til dæmis í Novichok-­tauga­eitr­inu sem bresk yfir­völd fundu í lík­ömum Skripal-­feðgin­anna sem urðu fyrir eitrun í Salisbury árið 2018. 

Rúss­nesk heil­brigð­is­yf­ir­völd sendu frá sér yfir­lýs­ingu í gær þar sem nið­ur­stöðum þýsku lækn­anna var and­mælt og að ein­kenni Navalní hefðu ekki komið heim og saman við ein­kenni eit­ur­efna­eitr­un­ar.



Í opin­berri yfir­lýs­ingu spít­al­ans í Síber­íu, þar sem Navalní dvaldi fram á laug­ar­dag, sagði að lækn­arnir þar hefðu kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að veik­indi hans stöf­uðu af því að blóð­sykur hans hefði fallið skyndi­lega. 

Þó var honum gefið atrópín, mótefni við tauga­eitri, þegar hann kom fyrst inn á spít­al­ann, hið sama og honum er nú gefið í Berlín, sam­kvæmt umfjöllun New York Times.

And­lit and­ófs­ins

Alexei Navalní, sem er hefur í rúman ára­tug verið and­lit and­ófs­ins gegn Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta þar inn­an­lands. Hann er mennt­aður lög­fræð­ingur og hefur verið ötull gagn­rýn­andi spill­ingar í efstu lögum rúss­neska stjórn­kerf­is­ins frá því að hann byrj­aði að blogga um vafa­sama starfs­hætti rík­is­tengdra stór­fyr­ir­tækja í land­inu árið 2008. 

Alexei Navalní.

Hann hefur sagt að flokkur for­set­ans, Sam­einað Rúss­land, sé „flokkur þrjóta og þjófa“ og hefur nokkrum sinnum verið hand­tek­inn fyrir þátt­töku í mót­mælum gegn rík­is­stjórn Pútíns. 

Hann bauð sig fram til borg­ar­stjóra í Moskvu árið 2013 og fékk þá 27 pró­sent atkvæða gegn fram­bjóð­anda úr flokki Pútíns, sem þótti dágott þegar horft var til þess að fram­boð hans fékk enga umfjöllun í rúss­neskum rík­is­fjöl­miðl­um.



Navalní reyndi síðan að bjóða sig fram til for­seta gegn Pútín árið 2018, en fékk ekki, þar sem hann hefur verið dæmdur tví­vegis fyrir fjár­drátt. Þeir dómar hafa verið sagðir fyrir upp­lognar sakir og Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að réttur Navalnís til sann­gjarnra rétt­ar­halda hafi ekki verið virt­ur.

Ásök­unum vísað á bug

Þýsk stjórn­völd fengu leyfi til þess að flytja Navalní til Berlínar á laug­ar­dag, en það reynd­ist tor­sótt að fá hann fluttan og hafa kenn­ingar verið uppi um að rúss­nesk yfir­völd hafi viljað láta tíma líða til að reyna að tryggja að leifar af eit­ur­efni myndu ekki finn­ast í lík­ama hans.

Ang­ela Merkel kansl­ari Þýska­lands hefur kallað eftir því að Rússar láti fara fram rann­sókn á því af hverju Navalní veikt­ist og bresk yfir­völd hafa kallað eftir því sama og að sú rann­sókn verði algjör­lega gagn­sæ.

Dímítrí Peskov, tals­maður rúss­neskra yfir­valda, vísar því alfarið á bug að Pútín hafi haft nokkuð að gera með meinta eitrun gegn Navalní. Hann sagði í dag, sam­kvæmt BBC, að allt slíkt væri ósatt og að ásök­unum um slíkt væri ekki hægt að taka alvar­lega.

Hann setti enn fremur spurn­inga­merki við það hvort þýsku lækn­arnir hafi metið ástand Navalnís með réttum hætti og telur þá vera of fljóta að gefa út að allt bendi til eitr­un­ar, þar sem ekki sé búið að greina nákvæm­lega hvaða efni það sé sem hafi fund­ist í lík­ama Navalnís.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent