„Stígur illa í spínatið“

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar andmælir ummælum í grein Stefáns Ólafssonar, prófessors við HÍ og sér­fræð­ings hjá Efl­ing­u, um ferðaþjónustuna.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Auglýsing

Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, telur að Stefán Ólafs­son, pró­fessor við HÍ, hafi stigið „illa í spínat­ið“ í grein sem birt­ist á Kjarn­anum í morg­un. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu hans í dag.

Hann seg­ist í grunn­inn vera sam­mála því að rík­is­valdið eigi mögu­leika á því að stíga enn betur inn í aðstæð­urnar sem nú eru uppi í sam­fé­lag­inu vegna COVID-19 far­ald­urs­ins með vel ígrund­uðum aðgerð­um. Skautun yfir ferða­þjón­ustu í því sam­hengi sé hins vegar und­ar­leg.

Stefán segir í grein sinni að ferða­­þjón­ustan hafi vaxið of hratt á síð­­­ustu árum og vart verið sjálf­­bær, enda hafi hún stólað á skatt­­fríð­indi, erlent skamm­­tíma­vinn­u­afl í lág­­launa­­störfum og ofnotkun á nátt­úru­­gæð­un­­um.

Auglýsing

Ljóst að vöxt­ur­inn myndi ekki halda svona áfram til eilífð­ar­nóns

Jóhannes Þór bregst við þessu og segir að í fyrsta lagi hafi gríð­ar­legur vöxtur ferða­þjón­ust­unnar aldrei verið sjálf­bær til lengri tíma – um það geti þeir verið sam­mála. „Það lá hins vegar alveg eins aug­ljóst fyrir að vöxt­ur­inn myndi ekki halda svona áfram til eilífð­ar­nóns. Enda var þegar árið 2018 haf­inn fasi sam­þjöpp­unar og hag­ræð­ingar í grein­inni sem er það sem er eðli­legt að ger­ist eftir tíma­bil mik­ils vaxtar í atvinnu­grein. Þannig var ferða­þjón­usta þegar fyrir tveimur árum síðan komin á skýra leið til fram­tíðar í sjálf­bærum vexti í sam­ræmi við það sem ger­ist í heim­in­um,“ skrifar hann.

Í öðru lagi hafi ferða­þjón­ustan ekki búið við neins kon­ar „skatt­fríð­indi“ umfram aðrar atvinnu­grein­ar. „Hér vísar Stefán vænt­an­lega til bullsins um „skatta­af­slátt“ vegna lægra þreps virð­is­auka­skatts sem hefur verið margoft og ítar­lega hrakið síð­ustu tvö ár. Í nær öllum nágranna- og sam­keppn­is­löndum okkar er ferða­þjón­usta í lægra þrepi virð­is­auka­skatts, og í mörgum þeirra er skatt­pró­sentan lægri en hér á landi. Hér er því um lyk­il­at­riði fyrir sam­keppn­is­hæfni atvinnu­grein­ar­innar að ræða sem skilar rík­inu í stað­inn meiri ávinn­ingi í öðrum tekj­u­m.“

Í þriðja lagi sé erlent starfs­fólk um það bil einn þriðji hluti þeirra sem starfa í ferða­þjón­ustu en Íslend­ingar tveir þriðju hlut­ar. Jóhannes Þór segir að stór hluti erlends starfs­fólks­ins sé orðið svo rót­gró­inn og mik­il­vægur hluti sam­fé­lags­ins, rétt eins og Íslend­ing­arn­ir, að það sé minni­hluti starfs­fólks í ferða­þjón­ustu „er­lent skamm­tíma­vinnu­afl“. Mik­ill meiri­hluti sé fólk sem búi árið um kring í íslensku sam­fé­lagi með fjöl­skyldur sín­ar.

Allur launa­skal­inn í ferða­þjón­ustu

Í fjórða lagi gagn­rýnir Jóhannes Þór orð Stef­áns um að í ferða­þjón­ustu séu ein­ungis lág­launa­störf. „Stað­reyndin er að í ferða­þjón­ust­unni er allur launa­skal­inn alveg eins og í öðrum atvinnu­greinum og þar er t.d. fjöldi vel mennt­aðs og reynds starfs­fólks sem fær greitt fyrir vinnu sína í sam­ræmi við það. Ferða­þjón­ustan er hins vegar mann­afls­frek atvinnu­grein og mikið af störfum þar fyrir ómenntað starfs­fólk sem fær greitt sam­kvæmt því – það dregur með­al­talið auð­vitað nið­ur. Lág­marks­laun á Íslandi eru samt sem áður þau hæstu innan OECD. Það er í sam­heng­inu athygl­is­vert að á sama tíma og Stefán gagn­rýnir ferða­þjón­ustu fyrir lág­launa­störf leggur hann til í stað­inn „mikla fjölgun starfa við umönn­un“.“

Í fimmta lagi sé ekk­ert sem sýni fram á að ferða­þjón­usta hafi „of­notað nátt­úru­gæði“ und­an­farin ár. Þvert á móti sé leitun að atvinnu­grein þar sem ríki meiri virð­ing fyrir nátt­úr­unni og skiln­ingur á því að nátt­úra Íslands sé auð­lind sem verði að varð­veita. „Það eru auð­vitað fjöl­mörg verk­efni í upp­bygg­ingu inn­viða sem við höfum þurft að bregð­ast við og það gekk hægar en þörf var á fyrstu ár vaxt­ar­ins. Síð­ustu ár hefur hins vegar orðið mikil brag­ar­bót á því með átaki rík­is, sveit­ar­fé­laga og atvinnu­grein­ar­inn­ar, þó enn megi bæta við.

Sem málsvari ferða­þjón­ust­unnar hlýt ég að gera kröfu til þess að fræði­menn og aðrir sem nú tjá sig um ferða­þjón­ust­una og mál­efni tengd henni ýti ekki undir raka­lausa sleggju­dóma,“ skrifar hann að lok­um.

Stefán Ólafs­son stígur illa í spínatið í grein á Kjarn­anum í dag. Ég er í grunn­inn sam­mála því að rík­is­valdið á...

Posted by Jóhannes Þór on Tues­day, Aug­ust 25, 2020


Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent