GRID nær í 1,6 milljarða króna fjármögnun

Íslenskt fyrirtæki, sem stofnað var í ágúst 2018, hefur þegar náð í yfir tvo milljarða króna í fjármögnun. Einn virtasti framtaksfjárfestingasjóður heims leiðir nýjustu fjármögnunarlotu þess sem er sú stærsta sem tekjulaus íslenskur sproti hefur náð í.

Starfsfólk GRID.
Starfsfólk GRID.
Auglýsing

Íslenska hug­­bún­­að­­ar­­fyr­ir­tækið GRID hefur tryggt sér 12 milljón dala, rúm­lega 1,6 millj­arða króna, fjár­mögn­un. Um er að ræða stærstu fjár­mögnun sem íslenskt sprota­fyr­ir­tæki hefur sótt áður en það byrjar að mynda tekj­ur, en varan sem GRID ætlar að selja í fram­tíð­inni er enn í þró­un. 

Sjóð­ur­inn sem leiðir fjár­mögn­un­ina heitir New Enter­prise Associ­ates (NEA). Hann er alþjóð­legur fjár­fest­ing­ar­sjóður á sviði fram­taks­fjár­fest­inga með skrif­stofur víða um heim. NEA  sér­­hæfir sig í fjár­­­fest­ingum á sviði tækni- og heilsu­­gæslu á ýmsum þró­un­­ar­­stigum fyr­ir­tækja og er með yfir 24 millj­arði dala, um 3.300 millj­arða króna, í stýr­ingu hjá sér.

NEA hefur áður fjár­fest í íslensku tækni­fyr­ir­tæki. Það gerð­ist í nóv­em­ber 2015 þegar sjóð­ur­inn leiddi 30 milljón dala fjár­fest­ingu í CCP. 

Ætla að vaxa á Íslandi

Stofn­andi og fram­­kvæmda­­stjóri GRID er Hjálmar Gísla­­son, sem stofn­aði áður, og seldi síð­­­ar, Data­mar­ket sem seinna meir rann inn í Qlik. Hjálmar er einnig stærsti ein­staki hlut­hafi Kjarn­ans með 17,7 pró­sent eign­ar­hlut og stjórn­­­ar­­for­­maður rekstr­ar­fé­lags mið­ils­ins.

Auglýsing
Hug­myndin að GRID snýst um söfnun og fram­­setn­ingu gagna í gegnum tól sem leggst ofan á töflu­­reikni (e. spr­eads­heet) sem býr til við­­mót sem not­endur geta fyllt út. Allar upp­­lýs­ingar sem not­endur fylla inn í við­­mótið flæða síðan áfram í Excel-skjal við­kom­andi. Þannig ætlar GRID að hjálpa fólki að taka það sem það kann að gera í töflu­reikni og miðla gögn­unum áfram á fal­legan og ein­faldan hátt. Varan hefur verið í lok­uðum beta-­próf­unum með góðum árangri.

Starfs­menn GRID eru sem stendur á annan tug en og Hjálmar segir að stefnt sé á veru­legan vöxt hér­lendis í kjöl­far fjár­mögn­un­ar­inn­ar. Til að mynda hafi þegar átta ný störf verði aug­lýst til umsókn­ar. Hann segir að höf­uð­stöðvar GRID verði á Íslandi og ekk­ert útlit fyrir að það muni breyt­ast þó að settar verði upp sölu­skrif­stofur erlend­is. 

GRID búið að sækja yfir tvo millj­arða

 Þetta er í þriðja sinn sem GRID lýkur fjár­mögn­un­ar­lotu en það tryggði sér eina milljón dali í októ­ber 2019, um 137,5 millj­ónir króna á núvirði, og 3,5 millj­ónir dala í mars í fyrra, sem er um 480 millj­ónir króna á núvirð­i. 

Fjár­­­fest­ingin sem átti sér stað í fyr­ir­tæk­inu í mars í fyrra var leidd af Blu­eY­ard Capi­tal fjár­fest­inga­sjóðnum með þátt­­töku aðila á borð við Slack Fund og Acequia Capi­tal. Þeir taka allir þátt í fjár­mögn­un­inni sem greint var frá í dag, og leidd er af NEA.

Sam­an­lagt nemur því fjár­­­fest­ingin í GRID, sem var stofnað í ágúst 2018, vel yfir tveimur millj­örðum króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Leitaði svara hjá lögreglustjóra en ákvað síðan að svara ekki fjölmiðlum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í svari við fyrirspurn Kjarnans að hún hafi ekki talið við hæfi að veita fjölmiðlum upplýsingar um samkomuna í Ásmundarsal á Þorláksmessu, eftir að ljóst var hvers eðlis málið var.
Kjarninn 3. mars 2021
Þjónustuútflutningur jókst hratt í desember, þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi enn verið í lamasessi.
Útflutningur þjónustu stórjókst í desember
Þrátt fyrir hrun í stærstu útflutningsgreinnni flytjum við enn meira út af þjónustu en við kaupum frá öðrum löndum. Þjónustuafgangurinn var mikill á síðasta ársfjórðungi, sér í lagi vegna mikils útflutnings í desember.
Kjarninn 3. mars 2021
Vinnustundir voru fleiri í fyrra en Seðlabankinn gerði ráð fyrir
Laun á hverja vinnustund héldust nær óbreytt í fyrra
Á meðan launavísitalan hækkaði umtalsvert á síðasta ári voru laun og launatengd gjöld á hverja unna vinnustund nánast óbreytt. Þetta er minnsta hækkun launa á vinnustund frá upphafi mælinga árið 2003.
Kjarninn 3. mars 2021
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent