GRID nær í 1,6 milljarða króna fjármögnun

Íslenskt fyrirtæki, sem stofnað var í ágúst 2018, hefur þegar náð í yfir tvo milljarða króna í fjármögnun. Einn virtasti framtaksfjárfestingasjóður heims leiðir nýjustu fjármögnunarlotu þess sem er sú stærsta sem tekjulaus íslenskur sproti hefur náð í.

Starfsfólk GRID.
Starfsfólk GRID.
Auglýsing

Íslenska hug­­bún­­að­­ar­­fyr­ir­tækið GRID hefur tryggt sér 12 milljón dala, rúm­lega 1,6 millj­arða króna, fjár­mögn­un. Um er að ræða stærstu fjár­mögnun sem íslenskt sprota­fyr­ir­tæki hefur sótt áður en það byrjar að mynda tekj­ur, en varan sem GRID ætlar að selja í fram­tíð­inni er enn í þró­un. 

Sjóð­ur­inn sem leiðir fjár­mögn­un­ina heitir New Enter­prise Associ­ates (NEA). Hann er alþjóð­legur fjár­fest­ing­ar­sjóður á sviði fram­taks­fjár­fest­inga með skrif­stofur víða um heim. NEA  sér­­hæfir sig í fjár­­­fest­ingum á sviði tækni- og heilsu­­gæslu á ýmsum þró­un­­ar­­stigum fyr­ir­tækja og er með yfir 24 millj­arði dala, um 3.300 millj­arða króna, í stýr­ingu hjá sér.

NEA hefur áður fjár­fest í íslensku tækni­fyr­ir­tæki. Það gerð­ist í nóv­em­ber 2015 þegar sjóð­ur­inn leiddi 30 milljón dala fjár­fest­ingu í CCP. 

Ætla að vaxa á Íslandi

Stofn­andi og fram­­kvæmda­­stjóri GRID er Hjálmar Gísla­­son, sem stofn­aði áður, og seldi síð­­­ar, Data­mar­ket sem seinna meir rann inn í Qlik. Hjálmar er einnig stærsti ein­staki hlut­hafi Kjarn­ans með 17,7 pró­sent eign­ar­hlut og stjórn­­­ar­­for­­maður rekstr­ar­fé­lags mið­ils­ins.

Auglýsing
Hug­myndin að GRID snýst um söfnun og fram­­setn­ingu gagna í gegnum tól sem leggst ofan á töflu­­reikni (e. spr­eads­heet) sem býr til við­­mót sem not­endur geta fyllt út. Allar upp­­lýs­ingar sem not­endur fylla inn í við­­mótið flæða síðan áfram í Excel-skjal við­kom­andi. Þannig ætlar GRID að hjálpa fólki að taka það sem það kann að gera í töflu­reikni og miðla gögn­unum áfram á fal­legan og ein­faldan hátt. Varan hefur verið í lok­uðum beta-­próf­unum með góðum árangri.

Starfs­menn GRID eru sem stendur á annan tug en og Hjálmar segir að stefnt sé á veru­legan vöxt hér­lendis í kjöl­far fjár­mögn­un­ar­inn­ar. Til að mynda hafi þegar átta ný störf verði aug­lýst til umsókn­ar. Hann segir að höf­uð­stöðvar GRID verði á Íslandi og ekk­ert útlit fyrir að það muni breyt­ast þó að settar verði upp sölu­skrif­stofur erlend­is. 

GRID búið að sækja yfir tvo millj­arða

 Þetta er í þriðja sinn sem GRID lýkur fjár­mögn­un­ar­lotu en það tryggði sér eina milljón dali í októ­ber 2019, um 137,5 millj­ónir króna á núvirði, og 3,5 millj­ónir dala í mars í fyrra, sem er um 480 millj­ónir króna á núvirð­i. 

Fjár­­­fest­ingin sem átti sér stað í fyr­ir­tæk­inu í mars í fyrra var leidd af Blu­eY­ard Capi­tal fjár­fest­inga­sjóðnum með þátt­­töku aðila á borð við Slack Fund og Acequia Capi­tal. Þeir taka allir þátt í fjár­mögn­un­inni sem greint var frá í dag, og leidd er af NEA.

Sam­an­lagt nemur því fjár­­­fest­ingin í GRID, sem var stofnað í ágúst 2018, vel yfir tveimur millj­örðum króna.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent