Af helvíti og hatursorðræðu – og þegar níðst er á hugtökum

Auglýsing

„Það er sér­stakur staður í hel­víti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og veg­tyll­ur,“ skrif­aði séra Davíð Þór Jóns­son á Face­book-­síðu sína í vik­unni.

Til­efnið var brott­vísun tæp­lega 300 umsækj­enda um alþjóð­lega vernd sem vísa á úr landi á næst­unni og tók prest­ur­inn frétt­un­um, eins og margir lands­menn, ekki vel. Hann kallar rík­is­stjórn­ina „fas­ista­stjórn VG“ í færsl­unni. Hann segir jafn­framt að hún hafi ákveðið að „míga á“ barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna og logið að hún hafi „lög­fest“ sátt­mál­ann á Íslandi. Davíð Þór áréttar í færslu sinni að í sátt­mál­anum komi skýrt fram að hann gildi um öll börn í lög­sögu hvers ríkis – óháð því með hvaða hætti þau komu þang­að.

„Þar er kveðið á um að allar ákvarð­anir sem varði heill og ham­ingju barna beri að taka með hags­muni þeirra að leið­ar­ljósi. Samt á að senda fjölda barna úr lang­þráðu öryggi og skjóli hér á Íslandi, þvert á það sem þeim er fyrir bestu, til að haf­ast við í full­komnu reiðu­leysi á götum úti á Grikk­landi, jafn­vel þótt Flótta­manna­hjálp SÞ hafi af mann­úð­ar­á­stæðum lagst ein­dregið gegn því að fólk sé flutt þang­að.

Til að bíta höf­uðið af skömminni er málsvörnin fólgin í inni­halds­lausu froðu­snakki um „heild­stæða stefnu­mótun í mála­flokkn­um” og því að væna for­mann Rauða kross­ins um lygar þegar hún lýsir ástand­inu þar. Þetta er í beinni mót­stöðu við það hvernig VG liðar töl­uðu um þessi mál þegar þeir voru í stjórn­ar­and­stöðu. Þinglið og ráð­herrar VG eru ekki lengur bara með­sek um glæpi þess­arar rík­is­stjórnar gegn mannúð og góðu sið­ferði, þau eru ein­fald­lega sek eins og synd­in. Það er sér­stakur staður í hel­víti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og veg­tyll­ur,“ skrifar Davíð Þór, eins og áður seg­ir, að lok­um.

Prestar verði að haga mál­flutn­ingi sínum mál­efna­lega og meiða ekki með orðum

Ummæli prests­ins hafa valdið fjaðrafoki í fjöl­miðlum sem og í sam­fé­lags­um­ræð­unni. Agnes M. Sig­urð­ar­dóttir biskup Íslands veitti meira að segja Davíð Þór form­legt til­tal vegna ummæl­anna.

Í yfir­lýs­ingu frá Agn­esi segir að skrif Dav­íðs Þórs hafi verið harka­leg og ósmekk­leg. Agnes sjálf hefur gagn­rýnt áform yfir­valda um fyr­ir­hug­aðar fjölda­brott­vís­anir hæl­is­leit­enda sem fest hafa rætur hér á landi en hún segir að prestar verði að haga mál­flutn­ingi sínum mál­efna­lega og meiða ekki með orð­um.

Í yfir­lýs­ingu Agn­esar segir að mál­inu telj­ist nú lokið af hálfu bisk­ups. „Eftir stendur sem meira máli skiptir ákall bisk­ups Íslands um mannúð og mildi þegar kemur að mál­efnum hæl­is­leit­enda.“

„Verið að ala á hat­urs­orð­ræðu í sam­fé­lag­inu“

Orri Páll Jóhanns­son þing­maður og þing­flokks­for­maður VG for­dæmdi skrif prests­ins eftir að fjöl­miðlar fjöll­uðu um þau.

„Með þessum ummælum er verið að ala á hat­urs­orð­ræðu í sam­fé­lag­inu sem er eitt stærsta mein okkar sam­tíma. Það er grafal­var­legt að þjóð­kirkjan taki þátt í slík­u,“ sagði hann í sam­tali við Frétta­blaðið í vik­unni.

Anna Lísa Björns­dóttir fram­kvæmda­stjóri þing­flokks VG tjáði sig um málið í stöðu­upp­færslu á Face­book í gær en þar segir hún að „af­mennskun í orð­ræðu“ sé hat­urs­orð­ræða. Hún vísar í upp­hafs­orð Jóhann­es­ar­guð­spjalls­ins sem seg­ir: „Í upp­hafi var orð­ið“ – en hún telur þau orð segja allt sem segja þarf, því orð séu til alls fyrst.

„Það er mjög mik­il­vægt í opin­berri umræðu að við gerum okkur grein fyrir krafti sem fylgir orðum sem skil­greina aðrar mann­eskjur sem fas­ista, mein­dýr, sníkju­dýr, sjúk­dóma, óþverra, upp­vakn­inga eða djöfla,“ skrifar hún og bætir því við að hat­urs­orð­ræða gagn­vart stjórn­málum og ein­stökum stjórn­mála­mönnum hafi raun­veru­legar afleið­ing­ar.

Auglýsing

„Við sem erum að vinna í stjórn­málum finnum það sjálf, á sam­fé­lags­miðlum þar sem við fáum skila­boð, í kommenta­kerfum þar sem við lesum reglu­lega um við­ur­styggi­lega spillta eða hættu­lega stjórn­mála­menn eða sem eru ýmist und­ir­lægj­ur, fullir af mann­hatri og mann­vonsku og standa jafn­vel fyrir nýjum hel­förum, eða eru fas­istar eins og sókn­ar­prestur þjóð­kirkj­unnar orðar það í færslu í gær.“ Hún telur að þessar sam­lík­ingar afmennski stjórn­mála­fólk og séu til þess fallnar að „heim­ila“ fólki að hugsa um og bregð­ast við þeim á ómann­úð­legan hátt.

„Ef afmennskun og hat­urs­orð­ræða fær að standa óáreitt getur hún magnast, og að lokum leitt til ofbeld­is, hún hefur þegar leitt til árásar á heim­ili stjórn­mála­manns, árás sem var for­dæmd af flestum stjórn­mála­flokk­um,“ segir hún og vitnar í orð Þor­gerðar Katrínar Gunn­ars­dóttur þegar hún sagði að orð­ræða eða athafnir sem ýta undir ógn og ofbeldi gagn­vart stjórn­mála­fólki, flokkum eða stofn­unum væri atlaga að dýr­mætu frelsi og lýð­ræði.

Anna Lísa bætir því við að það sé ekki þar með sagt að það eigi ekki að gagn­rýna stjórn­mála­flokka eða stjórn­mála­menn. „Ég er ekki að biðj­ast undan mál­efna­legri umræðu þar sem fólk greinir á.

Það á að ræða póli­tík, gagn­rýna, koma með aðrar til­lögur og láta stjórn­mála­menn svara fyrir stefnu sína. Það er mik­il­vægt að gera – en einnig mik­il­vægt að geta gert án þess að afmennska,“ skrifar hún að lok­um.

Sú hætta sem stafar af ákveð­inni tján­ingu er alþjóð­lega við­ur­kennd

Eftir gagn­rýni VG-liða er vert að velta fyrir sér hug­tak­inu hat­urs­orð­ræða en á Vís­inda­vefnum segir að „hat­urs­ræða“, eða „hate speech“ eins og það er á ensku, sé flókið hug­tak og ekki sé til nein ein alþjóð­lega við­ur­kennd skil­grein­ing eða skiln­ingur á því. Eigi að síður hafi þró­unin orðið sú, með lög­um, í dóma­fram­kvæmd og í fræði­skrif­um, að sá skaði og sú hætta, sem stafar af ákveð­inni tján­ingu, er alþjóð­lega við­ur­kennd. Þannig hafi bæði á alþjóð­legum sem og svæð­is­bundnum vett­vangi verið gerðar all­margar til­raunir til þess að taka á vanda­mál­inu sem og að skil­greina hug­takið sjálft. Þrátt fyrir að flest ríki hafi sett lög sem banna tján­ingu sem jafn­ast á við hat­urs­ræðu þá sé oft mik­ill munur á því sem skil­greint er sem brot á lög­un­um.

Fram kemur á Vís­inda­vefnum að í til­mælum ráð­herra­ráðs Evr­ópu­ráðs­ins sé að finna skil­grein­ingu á hat­urs­ræðu en þar segir meðal ann­ars að hat­urs­ræða sé „öll tján­ing sem dreifir, hvetur til, stuðlar að eða rétt­lætir kyn­þátta­hat­ur, útlend­inga­hat­ur, gyð­inga­hatur eða ann­ars konar hatur sem bygg­ist á umburð­ar­leysi, þar á meðal umburð­ar­leysi sem er tjáð með her­skárri/ó­væg­inni þjóð­rækn­is­stefn­u/­þjóð­ern­is­hyggju eða þjóð­hverfum sjón­ar­mið­um, mis­munun og fjand­skap gegn minni­hluta­hóp­um, far­and­verka­fólki og fólki af erlendum upp­runa“.

Þá er bent á að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafi einnig fjallað um hat­urs­ræðu án þess þó að skil­greina hana sér­stak­lega en hann hefur vísað til hennar sem „hvers konar tján­ing­ar, munn­legrar eða skrif­legrar, sem dreifir, hvetur til, stuðlar að eða rétt­lætir hatur sem byggir á umburð­ar­leysi (einnig vegna trú­ar­bragða)“.

Að hvaða hóp bein­ist tján­ing­in?

Þegar við veltum fyrir okkur hug­tak­inu er ekki síst mik­il­vægt að athuga að hvaða hóp tján­ingin bein­ist. Á Vís­inda­vefnum segir að hat­urs­ræða á grund­velli kyn­þáttar eða trú­ar­bragða ákveð­inna hópa sé sá áróður sem almenn­ingur verður mest var við en þetta séu langt í frá einu hóp­arnir sem verða fyrir aðkasti í orðum eða verki.

Þeir hópar sam­fé­lags­ins sem hat­urs­ræða getur beinst að séu meðal ann­ars fólk frá Afr­íku eða Asíu eða af afrískum eða asískum upp­runa, sam­kyn­hneigð­ir, tví­kyn­hneigðir og trans fólk, inn­flytj­end­ur, ýmsir þjóð­ern­is­hópar, trú­ar­hópar, kon­ur, börn, fólk með fötlun og aðrir minni­hluta­hópar sam­fé­lags­ins. Það sé nokkuð mis­jafnt innan Evr­ópu hvaða hópa um ræðir en margir þeirra hafi sætt mis­munun óra­lengi.

Auglýsing

Í íslenskum lögum er hug­takið ekki beint notað en í almennum hegn­ing­ar­lögum segir þó: „Hver sem opin­ber­lega hæð­ist að, róg­ber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða ann­ars konar tján­ingu, svo sem með myndum eða tákn­um, vegna þjóð­ern­is, lit­ar­hátt­ar, kyn­þátt­ar, trú­ar­bragða, kyn­hneigðar eða kyn­vit­und­ar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fang­elsi allt að 2 árum.“

For­sæt­is­ráð­herra skipar starfs­hóp gegn hat­urs­orð­ræðu

Stjórn­völd virð­ast vera með­vituð um þróun hat­urs­orð­ræðu á Íslandi en Kjarn­inn greindi frá því fyrr í vik­unni að Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og for­maður VG hefði ákveðið að skipa starfs­hóp gegn hat­urs­orð­ræðu til að bregð­ast við vís­bend­ingum um vax­andi hat­urs­orð­ræðu í íslensku sam­fé­lagi. Meg­in­hlut­verk hóps­ins verður að skoða hvort stjórn­­völd skuli setja fram heild­­stæða áætlun um sam­hæfðar aðgerðir stjórn­­­valda gegn hat­­ur­s­orð­ræðu.

Starfs­hópnum verður falið að gera til­­lögur um útfærslu á aðgerðum sem miða að því að vinna gegn hat­­ur­s­orð­ræðu í íslensku sam­­fé­lagi, til dæmis í formi vit­unda­vakn­ing­­ar­her­­ferðar eða ann­­arra aðgerða. Sam­ráð verður haft við hags­muna­­sam­tök í vinnu starfs­hóps­ins.

Jafn­framt verður unnið að því að ná fram sam­hæfðum aðgerðum gegn hat­­ur­s­orð­ræðu, meðal ann­­ars vegna kyn­þátt­­ar, lit­­ar­hátt­­ar, þjóð­ern­is, kyn­hneigðar og kyn­vit­und­­ar, með heild­­stæðri nálg­un. Slíkt er talið mik­il­vægt til að stuðla að virkri þátt­­töku allra í íslensku sam­­fé­lagi, og að allir geti notið eigin atorku, þroskað hæfi­­leika sína og notið sama athafna- og tján­ing­­ar­frelsis og frelsis til heil­brigðs lífs og aðr­­ir.

„Rétt skal vera rétt“

Fólkið sem verður fyrir hat­urs­orð­ræðu vegna kyn­þátt­­ar, lit­­ar­hátt­­ar, þjóð­ern­is, kyn­hneigðar og kyn­vit­und­ar er best til þess fallið að útskýra hvernig hún virk­ar. Lenya Rún Taha Karim vara­þing­maður Pírata hefur til að mynda sagt frá því opin­ber­lega að hún hafi orðið fyrir hat­urs­orð­ræðu á net­inu vegna upp­runa síns og útskýrt hvaða afleið­ingar það hefur haft á hana. Hún lýsti þessu vel í sam­tali við Kjarn­ann um miðjan apríl síð­ast­lið­inn.

„Þetta hrúg­­ast inn alltaf þegar ég er í frétt­­um. Fyrst um sinn þá leiddi ég þetta hjá mér. Ég opn­aði umræð­una og allt það en þetta skar mig ekki of djúpt. En svo varð þetta svo ótrú­­lega mik­ið. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa til­­f­inn­ing­unni, ég fann sjálfa mig vera að leka nið­­ur, ég gat ekki meir,“ sagði hún meðal ann­ars við Kjarn­ann.

Hún tjáði sig um við­brögð Orra Páls við orðum Dav­íðs Þórs í vik­unni á Twitter en þar segir hún: „Ja núna er þetta hat­urs­orð­ræða sem fólk vill taka alvar­lega“ og bætir því við í annarri færslu að hún túlki fyrr­nefnd hegn­ing­ar­lög þannig að ummæli Dav­íðs Þórs falli ekki þar und­ir. „Hins vegar eru fullt af ummælum sem hafa verið beind að fólki sem eru múslimar, brún­ir, svartir o.s.frv. sem hafa ekki verið túlkuð þeim brota­þolum í hag. Þetta er kalt laga­legt mat, ekki póli­tískt. Rétt skal vera rétt,“ skrifar hún.

Frunta­lega fram sett skoðun er ekki hat­urs­orð­ræða

Já, hat­urs­orð­ræðu ber að taka alvar­lega enda hefur hún hræði­legar afleið­ingar fyrir fólkið eða hópana sem hún bein­ist að. Þannig ber að fagna skipun starfs­hóps for­sæt­is­ráð­herra gegn hat­urs­orð­ræðu og það verður áhuga­vert að sjá hver útkoman verður hjá hon­um.

Hins vegar ber einnig að mis­nota ekki hug­takið og níð­ast á því eins og sumir VG-liðar hafa gert í vik­unni vegna orða Dav­íðs Þórs. Auð­vitað er hægt að vera ósam­mála prest­inum og líta á orð hans sem dóna­leg eða ósann­gjörn – sví­virði­lega rudda­leg jafn­vel. Allir hafa þann rétt að vera ósam­mála hon­um, enda búum við í sam­fé­lagi sem tekur tján­ing­ar­frelsi alvar­lega og reyndar svo alvar­lega að það er í raun grund­völlur lýð­ræðis okk­ar.

Að því sögðu er mik­il­vægt þegar stjórn­mála­menn tjá sig að nota hug­tök rétt. Að kalla stjórn­völd fasísk er ekki hat­urs­orð­ræða. Það er gild­is­mat prests­ins og hans skoðun – hvað sem okkur hinum þykir um sann­leiks­gildi þeirrar full­yrð­ing­ar.

Auglýsing

Það að þinglið og ráð­herrar VG séu ekki lengur „bara með­sek um glæpi þess­arar rík­is­stjórnar gegn mannúð og góðu sið­ferði“ heldur séu þau „ein­fald­lega sek eins og synd­in“ er heldur ekki hat­urs­orð­ræða. Skoðun hans á stjórn­mála­flokknum byggir á hans gild­is­mati og það væri langt seilst að kalla Vinstri græn minni­hluta­hóp – og auð­vitað ótækt.

Að segja að það sé „sér­stakur staður í hel­víti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og veg­tyll­ur“ er að end­ingu ekki hat­urs­orð­ræða. Kannski kann ein­hverjum að þykja orð Dav­íðs Þórs um hel­víti vega þyngra emb­ættis hans vegna – hann hefur jú meiri þekk­ingu en gengur og ger­ist á stað­ar­háttum í hel­víti vegna þess. Lík­legra er þó að prest­ur­inn sé að nota lík­inga­mál til þess að gefa skoðun sinni vigt í ljósi alvar­leika máls­ins sem um ræðir – þ.e. þá stað­reynd að til stendur að vísa stærsta hóp umsækj­enda um alþjóð­lega vernd í Íslands­sög­unni úr landi á einu bretti. Þessi lík­ing er mat hans og skoðun á stjórn­mála­flokki sem er í rík­is­stjórn og með for­mann­inn í valda­mesta emb­ætt­inu þar innan borðs.

Við þurfum ekki að meta sann­leiks­gildi orða Dav­íðs Þórs til að taka afstöðu með réttri hug­taka­notk­un. Við getum verið á sama máli og hann eða full­kom­lega ósam­mála – og jafn­vel hneyksl­ast á honum fyrir rudda­skap­inn. En það sem við getum ekki gert er að láta geng­is­fella hug­takið hat­urs­orð­ræða með þeim hætti sem hefur verið gert. Það er engum til heilla – og sér­stak­lega ekki þeim sem raun­veru­lega verða fyrir slíkri orð­ræðu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari