Framtíð Lúkasjenkó óviss

Vaxandi mótmæli í Hvíta-Rússlandi og þrýstingur frá nágrannalöndum tefla framtíð forseta landsins, Alexander Lúkasjenkó, í tvísýnu. Nú hefur Pútín boðist til þess að senda rússneska herinn inn í landið ef þörf krefur.

Frá mótmælagöngu í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gær
Frá mótmælagöngu í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gær
Auglýsing

Umdeild úrslit for­seta­kosn­inga í Hvíta-Rúss­landi hafa leitt til mót­mæla­bylgju þar í landi gegn sitj­andi for­seta, Alex­ander Lúk­asjenkó. Rík­is­stjórnir ann­arra Evr­ópu­landa, þar á meðal Íslands, hafa einnig gagn­rýnt fram­ferði for­set­ans, sem hefur setið í emb­ætti í 26 ár og hefur nær algjört ein­ræð­is­vald yfir land­inu. Á laug­ar­dag­inn bauð svo Pútín fram hern­að­ar­að­stoð sína, en óvíst er hvort rúss­neski her­inn verði not­aður gegn mót­mæl­end­um. 

Mann­rétt­indi fótum troðin

Lúk­asjenkó tók við völdum í fyrstu lýð­ræð­is­legu kosn­ingum Hvíta-Rúss­lands árið 1994, en landið hafði þá verið sjálf­stætt í þrjú ár eftir fall Sov­ét­ríkj­anna. Útlit er fyrir að kosn­ing­arnar hafi einnig verið þær síð­ustu sem voru haldnar með lýð­ræð­is­legum hætti í land­inu, en erlendar eft­ir­lits­stofn­anir hafa gefið öllum kosn­ingum í Hvíta-Rúss­landi frá árinu 1995 fall­ein­kunn. 

Á valda­tíð sinni hefur Lúk­asjenkó haldið völdum með lög­reglu­sveitum sem berja niður til­raunir til frið­sam­legra mót­mæla og fang­elsa blaða­menn sem gagn­rýna rík­is­stjórn­ina. Sam­kvæmt nýj­ustu skýrslu Human Rights Watch um landið er tján­ing­ar­frelsi, félaga­frelsi og frelsi fjöl­miðla þar mjög tak­mark­að, en Hvíta-Rúss­land er einnig eina Evr­ópu­landið þar sem dauða­refs­ing er enn stund­uð. 

Með stjórn­ar­skrár­breyt­ingum árið 2012 kom afnam Lúk­asjenkó svo tak­mörk á valda­tíð for­seta og getur hann því setið í emb­ætti sínu til dauða­dags. 

Svetl­ana Tsika­novska­ja

Síð­ustu for­seta­kosn­ingar í land­inu voru haldnar fyrir viku síð­an, en sam­kvæmt opin­berum tölum frá kosn­inga­stjórn Hvíta-Rúss­lands fékk Lúk­asjenkó yfir 80 pró­sent allra greiddra atkvæða. Úrslitin eru þó víða dregin í efa, en sam­kvæmt BBC bentu skoð­ana­kann­anir til þess að helsti keppi­nautur for­set­ans, Svetl­ana Tsika­novska­ja, væri með 70-80 pró­senta fylg­i.  

Auglýsing
Tsika­novska­ja, sem er fyrrum ensku­kenn­ari og var heima­vinn­andi hús­móðir þangað til fyrir stuttu, var óvæntur keppi­nautur Lúk­asjenkó, en hún ákvað að bjóða sig fram í stað eig­in­manns síns sem var hand­tek­inn rétt eftir að hann til­kynnti fram­boð sitt til for­seta. Helsta stefnu­mál hennar að frelsa alla póli­tíska fanga lands­ins, þar á meðal eig­in­mann sinn, og efna til lýð­ræð­is­legra kosn­inga innan fárra mán­aða.

Fram­boð­i Tsika­novska­ja var vel tekið af stjórn­ar­and­stæð­ing­um, en sam­kvæmt umfjöllun New York Times er nær öruggt að hún hafi í raun og veru unnið kosn­ing­arn­ar. Hins vegar lýsti Lúk­asjenkó yfir sigri og Tsika­novska­ja flúði til Lit­há­en, þar sem hún taldi að líf sitt og barna sinna væru í hættu í heima­landi henn­ar.

Brugð­ist við mót­mælum með hörku

Frá mótmælum í Minsk í síðustu viku.Í kjöl­far úrslita kosn­ing­anna síð­asta sunnu­dag hafa sprottið upp fjölda­mót­mæli víðs vegar um Hvíta-Rúss­land. Sam­kvæmt vefnum Polit­ico voru mót­mælin í smærra lagi í fyrstu en hafa svo stækkað með hverjum deg­in­um. Í gær voru svo stærstu mót­mælin haldin en þá komu um 200 þús­und manns saman í miðbæ Minsk, höf­uð­borgar lands­ins, og kröfð­ust afsagnar Lúk­asjenkó. 

Mót­mæl­unum hefur oft verið mætt af hörku, en fyrr í vik­unni voru rúm­lega sjö þús­und mót­mæl­endur hand­teknir auk þess sem tveimur var ban­að. 

Lög­reglu­of­beldið for­dæmt

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra for­dæmdi, ásamt hinum þjóð­ar­leið­togum Norð­ur­land­anna og Eystra­salts­ríkj­anna, lög­reglu­of­beldi hví­trúss­nesku rík­is­stjórn­ar­innar með sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu sem gefin var út síð­asta þriðju­dag. Evr­ópu­sam­bandið sam­þykkti einnig að setja við­skipta­þving­anir á þá sem eru ábyrgir fyrir við­brögðum hví­trúss­neskra stjórn­valda síð­asta föstu­dag. 

Atburðir síð­ustu viku hafa líka dregið úr stuðn­ingi við Lúk­asjenkó innan rík­is­stjórnar Hvíta-Rúss­lands, en sendi­herra lands­ins í Slóvak­íu, Ígor Leskenja, lýsti yfir stuðn­ingi við mót­mæl­endur í mynd­bands­upp­töku sem birt var í gær. Einnig greinir Polit­ico frá því að hví­trúss­neskir her­menn og lög­reglu­menn  hafi dreift mynd­böndum af sér að henda ein­kenn­is­bún­ingum sínum í ruslið. 

Vanda­málin „bráðum leyst“

Vladimir Pútín RússlandsforsetiLúk­asjenkó á sér þó einn hauk í horni, en það er Vladímír Pútín for­seti Rúss­lands. Löndin tvö eru með­limir í banda­lagi fyrrum Sov­ét­ríkj­anna, sem kallað er CIS, ásamt Armen­íu, Rúm­en­íu, Mold­óvu og ýmsum Mið-Asíu­ríkj­um. Sam­kvæmt yfir­lýs­ingu frá yfir­völdum Rúss­lands í Kreml Full­viss­aði Pútín Lúk­asjenkó á laug­ar­dag­inn að hern­að­ar­banda­lag ríkj­anna tveggja yrði heiðrað og bauð hann fram hern­að­ar­að­stoð ef utan­að­kom­andi ógn steðj­aði að Hvíta-Rúss­land­i. 

Hins vegar er enn óvíst hvort Pútín telji hví­trúss­neska mót­mæl­endur vera utan­að­kom­andi ógn, en yfir­völd í Kreml sögðu slíka ógn steðja að land­inu núna.Í sím­tal­inu sagð­ist Pútín einnig vera „full­viss“ um að núver­andi ástand „yrði bráðum leyst“.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar