Framtíð Lúkasjenkó óviss

Vaxandi mótmæli í Hvíta-Rússlandi og þrýstingur frá nágrannalöndum tefla framtíð forseta landsins, Alexander Lúkasjenkó, í tvísýnu. Nú hefur Pútín boðist til þess að senda rússneska herinn inn í landið ef þörf krefur.

Frá mótmælagöngu í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gær
Frá mótmælagöngu í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gær
Auglýsing

Umdeild úrslit for­seta­kosn­inga í Hvíta-Rúss­landi hafa leitt til mót­mæla­bylgju þar í landi gegn sitj­andi for­seta, Alex­ander Lúk­asjenkó. Rík­is­stjórnir ann­arra Evr­ópu­landa, þar á meðal Íslands, hafa einnig gagn­rýnt fram­ferði for­set­ans, sem hefur setið í emb­ætti í 26 ár og hefur nær algjört ein­ræð­is­vald yfir land­inu. Á laug­ar­dag­inn bauð svo Pútín fram hern­að­ar­að­stoð sína, en óvíst er hvort rúss­neski her­inn verði not­aður gegn mót­mæl­end­um. 

Mann­rétt­indi fótum troðin

Lúk­asjenkó tók við völdum í fyrstu lýð­ræð­is­legu kosn­ingum Hvíta-Rúss­lands árið 1994, en landið hafði þá verið sjálf­stætt í þrjú ár eftir fall Sov­ét­ríkj­anna. Útlit er fyrir að kosn­ing­arnar hafi einnig verið þær síð­ustu sem voru haldnar með lýð­ræð­is­legum hætti í land­inu, en erlendar eft­ir­lits­stofn­anir hafa gefið öllum kosn­ingum í Hvíta-Rúss­landi frá árinu 1995 fall­ein­kunn. 

Á valda­tíð sinni hefur Lúk­asjenkó haldið völdum með lög­reglu­sveitum sem berja niður til­raunir til frið­sam­legra mót­mæla og fang­elsa blaða­menn sem gagn­rýna rík­is­stjórn­ina. Sam­kvæmt nýj­ustu skýrslu Human Rights Watch um landið er tján­ing­ar­frelsi, félaga­frelsi og frelsi fjöl­miðla þar mjög tak­mark­að, en Hvíta-Rúss­land er einnig eina Evr­ópu­landið þar sem dauða­refs­ing er enn stund­uð. 

Með stjórn­ar­skrár­breyt­ingum árið 2012 kom afnam Lúk­asjenkó svo tak­mörk á valda­tíð for­seta og getur hann því setið í emb­ætti sínu til dauða­dags. 

Svetl­ana Tsika­novska­ja

Síð­ustu for­seta­kosn­ingar í land­inu voru haldnar fyrir viku síð­an, en sam­kvæmt opin­berum tölum frá kosn­inga­stjórn Hvíta-Rúss­lands fékk Lúk­asjenkó yfir 80 pró­sent allra greiddra atkvæða. Úrslitin eru þó víða dregin í efa, en sam­kvæmt BBC bentu skoð­ana­kann­anir til þess að helsti keppi­nautur for­set­ans, Svetl­ana Tsika­novska­ja, væri með 70-80 pró­senta fylg­i.  

Auglýsing
Tsika­novska­ja, sem er fyrrum ensku­kenn­ari og var heima­vinn­andi hús­móðir þangað til fyrir stuttu, var óvæntur keppi­nautur Lúk­asjenkó, en hún ákvað að bjóða sig fram í stað eig­in­manns síns sem var hand­tek­inn rétt eftir að hann til­kynnti fram­boð sitt til for­seta. Helsta stefnu­mál hennar að frelsa alla póli­tíska fanga lands­ins, þar á meðal eig­in­mann sinn, og efna til lýð­ræð­is­legra kosn­inga innan fárra mán­aða.

Fram­boð­i Tsika­novska­ja var vel tekið af stjórn­ar­and­stæð­ing­um, en sam­kvæmt umfjöllun New York Times er nær öruggt að hún hafi í raun og veru unnið kosn­ing­arn­ar. Hins vegar lýsti Lúk­asjenkó yfir sigri og Tsika­novska­ja flúði til Lit­há­en, þar sem hún taldi að líf sitt og barna sinna væru í hættu í heima­landi henn­ar.

Brugð­ist við mót­mælum með hörku

Frá mótmælum í Minsk í síðustu viku.Í kjöl­far úrslita kosn­ing­anna síð­asta sunnu­dag hafa sprottið upp fjölda­mót­mæli víðs vegar um Hvíta-Rúss­land. Sam­kvæmt vefnum Polit­ico voru mót­mælin í smærra lagi í fyrstu en hafa svo stækkað með hverjum deg­in­um. Í gær voru svo stærstu mót­mælin haldin en þá komu um 200 þús­und manns saman í miðbæ Minsk, höf­uð­borgar lands­ins, og kröfð­ust afsagnar Lúk­asjenkó. 

Mót­mæl­unum hefur oft verið mætt af hörku, en fyrr í vik­unni voru rúm­lega sjö þús­und mót­mæl­endur hand­teknir auk þess sem tveimur var ban­að. 

Lög­reglu­of­beldið for­dæmt

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra for­dæmdi, ásamt hinum þjóð­ar­leið­togum Norð­ur­land­anna og Eystra­salts­ríkj­anna, lög­reglu­of­beldi hví­trúss­nesku rík­is­stjórn­ar­innar með sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu sem gefin var út síð­asta þriðju­dag. Evr­ópu­sam­bandið sam­þykkti einnig að setja við­skipta­þving­anir á þá sem eru ábyrgir fyrir við­brögðum hví­trúss­neskra stjórn­valda síð­asta föstu­dag. 

Atburðir síð­ustu viku hafa líka dregið úr stuðn­ingi við Lúk­asjenkó innan rík­is­stjórnar Hvíta-Rúss­lands, en sendi­herra lands­ins í Slóvak­íu, Ígor Leskenja, lýsti yfir stuðn­ingi við mót­mæl­endur í mynd­bands­upp­töku sem birt var í gær. Einnig greinir Polit­ico frá því að hví­trúss­neskir her­menn og lög­reglu­menn  hafi dreift mynd­böndum af sér að henda ein­kenn­is­bún­ingum sínum í ruslið. 

Vanda­málin „bráðum leyst“

Vladimir Pútín RússlandsforsetiLúk­asjenkó á sér þó einn hauk í horni, en það er Vladímír Pútín for­seti Rúss­lands. Löndin tvö eru með­limir í banda­lagi fyrrum Sov­ét­ríkj­anna, sem kallað er CIS, ásamt Armen­íu, Rúm­en­íu, Mold­óvu og ýmsum Mið-Asíu­ríkj­um. Sam­kvæmt yfir­lýs­ingu frá yfir­völdum Rúss­lands í Kreml Full­viss­aði Pútín Lúk­asjenkó á laug­ar­dag­inn að hern­að­ar­banda­lag ríkj­anna tveggja yrði heiðrað og bauð hann fram hern­að­ar­að­stoð ef utan­að­kom­andi ógn steðj­aði að Hvíta-Rúss­land­i. 

Hins vegar er enn óvíst hvort Pútín telji hví­trúss­neska mót­mæl­endur vera utan­að­kom­andi ógn, en yfir­völd í Kreml sögðu slíka ógn steðja að land­inu núna.Í sím­tal­inu sagð­ist Pútín einnig vera „full­viss“ um að núver­andi ástand „yrði bráðum leyst“.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
Kjarninn 28. september 2020
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar