Samdráttur í eldsneytissölu það sem af er ári nemur milljörðum

Í árshlutareikningum olíufélaga sést að sala eldsneytis hefur dregist saman um milljarða frá fyrra ári. Erlend kortavelta í kaupum á bensíni og bílaviðgerðum dróst saman um 2,2 milljarða á fyrstu fimm mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra.

Erlend kortavelta í kaupum á bensíni og bílaviðgerðum nam 100 milljónum króna í apríl og maí samtals. Í sömu mánuðum í fyrra nam veltan 1,7 milljörðum.
Erlend kortavelta í kaupum á bensíni og bílaviðgerðum nam 100 milljónum króna í apríl og maí samtals. Í sömu mánuðum í fyrra nam veltan 1,7 milljörðum.
Auglýsing

Sala elds­neytis hér á landi hefur dreg­ist saman um millj­arða það sem af er þessu ári sam­an­borið við söl­una á sama tíma í fyrra. Þetta sést í árs­reikn­ingum olíu­fé­lag­anna. Bæði Festi, sem á og rekur N1 stöðv­arn­ar, og Skelj­ungur skil­uðu árs­hluta­reikn­ingum sínum fyrir fyrstu sex mán­uði árs­ins núna fyrr í ágúst. Olíu­fé­lögin fara ekki var­hluta af mik­illi fækkun ferða­manna en erlend korta­velta í flokki bens­íns og bíla­við­gerða hefur lækkað tölu­vert á milli ára.Elds­neyt­is­verð aðeins lægra í ár

Tekju­sam­dráttur olíu­fé­lag­anna af sölu elds­neytis skýrist að ein­hverju leyti af lægra útsölu­verði elds­neyt­is. Með­al­tal við­mið­un­ar­verðs elds­neytis í elds­neyt­is­vakt Kjarn­ans var á fyrstu sex mán­uðum þessa árs rétt tæpar 208 krón­ur. Sú tala er um 6,5 pró­sentum lægri en með­al­verð fyrstu sex mán­aða síð­asta árs en með­al­tal fyrstu sex mán­aða árs­ins 2019 var rúm­lega 223 krónur á lítr­ann.Elds­neyt­is­verð var nokkuð svipað milli ára á fyrsta árs­fjórð­ungi. Á öðrum árs­fjórð­ungi var með­al­tal við­mið­un­ar­verðs­ins hins vegar rúm­lega 12 pró­sentum lægra í ár heldur en í fyrra. Á öðrum árs­fjórð­ungi þessa árs var með­al­tal við­mið­un­ar­verðs­ins rúmar 200 krónur en í fyrra rétt tæpar 228 krón­ur. Líkt og sést í bens­ín­vakt­inni er álagn­ing á öðrum árs­fjórð­ungi þó hærri heldur en á sama tíma í fyrra. 

Auglýsing


40% sam­dráttur á öðrum árs­fjórð­ungi

Í árs­hluta­reikn­ingi Fest­is, sem á og rekur N1 stöðv­arn­ar, er sala á bæði elds­neyti og raf­magni færð saman til bók­ar. Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins hefur Festi selt elds­neyti og raf­magn fyrir rúma 8,7 millj­arða. Á sama tíma­bili í fyrra nam sala félags­ins á elds­neyti og raf­magni tæpum 12 millj­örð­um. Tekjur félags­ins af elds­neyt­is- og raf­magns­sölu á fyrri hluta árs­ins er því um fjórð­ungi minni en á sama tíma í fyrra. Hlut­falls­legi mun­ur­inn er meiri ef ein­ungis er horft til ann­ars árs­fjórð­ungs. Á öðrum árs­fjórð­ungi nam sala félags­ins á elds­neyti og raf­magni tæpum 4,2 millj­örðum en á sama tíma í fyrra nam salan tæpum 6,7 millj­örð­um. Tekju­sam­drátt­ur­inn í sölu elds­neytis og raf­magns á milli ára á öðrum árs­fjórð­ungi nemur því tæpum 40 pró­sentum hjá félag­in­u. Svipuð saga hjá Skelj­ungi

Svip­aða sögu er að segja af elds­neyt­is­sölu Skelj­ungs. Tekjur félags­ins af elds­neyt­is­sölu á fyrstu sex mán­uðum árs­ins hefur dreg­ist saman um tæp 30 pró­sent, úr tæpum 22,2 millj­örðum í rétt tæpa 15,7 millj­arða. Sam­drátt­ur­inn á öðrum árs­fjórð­ungi nemur hins vegar rúmum 40 pró­sent­um. Á síð­asta ári nam elds­neyt­is­sala félags­ins á öðrum árs­fjórð­ungi rúmum 12 millj­örðum en á sama tíma í ár nemur salan tæpum 7,1 millj­arði.Inni í þessum tölum er sala á bens­íni og dísil, flug­véla­elds­neyti, skipa­elds­neyti og loks öðru elds­neyti. Í þessum flokkum var mesti sam­dráttur í sölu á flug­véla­elds­neyti. Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins dróst sala á flug­véla­elds­neyti saman um tæpan helm­ing, úr 1.790 millj­ónum niður í 955 millj­ón­ir. Sé ein­ungis litið til ann­ars árs­fjórð­ungs nemur sam­drátt­ur­inn tæpum 85 pró­sent­um. Salan fór úr 1.173 millj­ónum króna á öðrum árs­fjórð­ungi 2019 niður í 181 milljón króna á sama fjórð­ungi þessa árs.

Erlend korta­velta horfin

Ljóst er að algjört hrun í komu ferða­manna til lands­ins í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hefur tölu­verð áhrif á elds­neyt­is­sölu olíu­fé­lag­anna á bens­ín­stöðvum þeirra. Hjá Rann­sókn­ar­setri versl­un­ar­innar er hægt að skoða mán­að­ar­lega korta­veltu erlendra ferða­manna eftir útgjalda­liðum. Enn sem komið er er ein­ungis hægt að skoða korta­velt­una fyrir fyrstu fimm mán­uði þessa árs en glögg­lega má sjá hversu miklu minna erlendir ferða­menn eyddu í apríl og maí á þessu ári miðað við í fyrra.Á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins nam korta­velta erlendra ferða­manna í flokknum bens­ín, við­gerðir og við­hald bif­reiða alls rúm­lega 1.376 millj­ónum króna. Á sama tíma í fyrra nam veltan rétt rúmum 3.616 millj­ón­um. Sam­drátt­ur­inn á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins nemur því rúm­lega 2,2 millj­örðum króna á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins miðað við sama tíma­bil í fyrra. Það er sam­dráttur upp á rúm­lega 60 pró­sent. Fjöldi erlendra ferða­manna náði lág­marki hér í apríl og maí áður en fjöld­inn fór aftur hækk­andi í júní eftir að tekið var upp á því að skima komu­far­þega á landa­mær­un­um. Ef ein­ungis er horft til korta­veltu í áður­nefndum flokki í mán­uð­unum apríl og maí þá sést að veltan fer úr rúmum 1.700 millj­ónum króna sam­tals í apríl og maí 2019 niður í rúmar 100 millj­ónir sam­tals í sömu mán­uðum árið 2020.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira eftir höfundinnGrétar Þór Sigurðsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar