Samdráttur í eldsneytissölu það sem af er ári nemur milljörðum

Í árshlutareikningum olíufélaga sést að sala eldsneytis hefur dregist saman um milljarða frá fyrra ári. Erlend kortavelta í kaupum á bensíni og bílaviðgerðum dróst saman um 2,2 milljarða á fyrstu fimm mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra.

Erlend kortavelta í kaupum á bensíni og bílaviðgerðum nam 100 milljónum króna í apríl og maí samtals. Í sömu mánuðum í fyrra nam veltan 1,7 milljörðum.
Erlend kortavelta í kaupum á bensíni og bílaviðgerðum nam 100 milljónum króna í apríl og maí samtals. Í sömu mánuðum í fyrra nam veltan 1,7 milljörðum.
Auglýsing

Sala elds­neytis hér á landi hefur dreg­ist saman um millj­arða það sem af er þessu ári sam­an­borið við söl­una á sama tíma í fyrra. Þetta sést í árs­reikn­ingum olíu­fé­lag­anna. Bæði Festi, sem á og rekur N1 stöðv­arn­ar, og Skelj­ungur skil­uðu árs­hluta­reikn­ingum sínum fyrir fyrstu sex mán­uði árs­ins núna fyrr í ágúst. Olíu­fé­lögin fara ekki var­hluta af mik­illi fækkun ferða­manna en erlend korta­velta í flokki bens­íns og bíla­við­gerða hefur lækkað tölu­vert á milli ára.Elds­neyt­is­verð aðeins lægra í ár

Tekju­sam­dráttur olíu­fé­lag­anna af sölu elds­neytis skýrist að ein­hverju leyti af lægra útsölu­verði elds­neyt­is. Með­al­tal við­mið­un­ar­verðs elds­neytis í elds­neyt­is­vakt Kjarn­ans var á fyrstu sex mán­uðum þessa árs rétt tæpar 208 krón­ur. Sú tala er um 6,5 pró­sentum lægri en með­al­verð fyrstu sex mán­aða síð­asta árs en með­al­tal fyrstu sex mán­aða árs­ins 2019 var rúm­lega 223 krónur á lítr­ann.Elds­neyt­is­verð var nokkuð svipað milli ára á fyrsta árs­fjórð­ungi. Á öðrum árs­fjórð­ungi var með­al­tal við­mið­un­ar­verðs­ins hins vegar rúm­lega 12 pró­sentum lægra í ár heldur en í fyrra. Á öðrum árs­fjórð­ungi þessa árs var með­al­tal við­mið­un­ar­verðs­ins rúmar 200 krónur en í fyrra rétt tæpar 228 krón­ur. Líkt og sést í bens­ín­vakt­inni er álagn­ing á öðrum árs­fjórð­ungi þó hærri heldur en á sama tíma í fyrra. 

Auglýsing


40% sam­dráttur á öðrum árs­fjórð­ungi

Í árs­hluta­reikn­ingi Fest­is, sem á og rekur N1 stöðv­arn­ar, er sala á bæði elds­neyti og raf­magni færð saman til bók­ar. Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins hefur Festi selt elds­neyti og raf­magn fyrir rúma 8,7 millj­arða. Á sama tíma­bili í fyrra nam sala félags­ins á elds­neyti og raf­magni tæpum 12 millj­örð­um. Tekjur félags­ins af elds­neyt­is- og raf­magns­sölu á fyrri hluta árs­ins er því um fjórð­ungi minni en á sama tíma í fyrra. Hlut­falls­legi mun­ur­inn er meiri ef ein­ungis er horft til ann­ars árs­fjórð­ungs. Á öðrum árs­fjórð­ungi nam sala félags­ins á elds­neyti og raf­magni tæpum 4,2 millj­örðum en á sama tíma í fyrra nam salan tæpum 6,7 millj­örð­um. Tekju­sam­drátt­ur­inn í sölu elds­neytis og raf­magns á milli ára á öðrum árs­fjórð­ungi nemur því tæpum 40 pró­sentum hjá félag­in­u. Svipuð saga hjá Skelj­ungi

Svip­aða sögu er að segja af elds­neyt­is­sölu Skelj­ungs. Tekjur félags­ins af elds­neyt­is­sölu á fyrstu sex mán­uðum árs­ins hefur dreg­ist saman um tæp 30 pró­sent, úr tæpum 22,2 millj­örðum í rétt tæpa 15,7 millj­arða. Sam­drátt­ur­inn á öðrum árs­fjórð­ungi nemur hins vegar rúmum 40 pró­sent­um. Á síð­asta ári nam elds­neyt­is­sala félags­ins á öðrum árs­fjórð­ungi rúmum 12 millj­örðum en á sama tíma í ár nemur salan tæpum 7,1 millj­arði.Inni í þessum tölum er sala á bens­íni og dísil, flug­véla­elds­neyti, skipa­elds­neyti og loks öðru elds­neyti. Í þessum flokkum var mesti sam­dráttur í sölu á flug­véla­elds­neyti. Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins dróst sala á flug­véla­elds­neyti saman um tæpan helm­ing, úr 1.790 millj­ónum niður í 955 millj­ón­ir. Sé ein­ungis litið til ann­ars árs­fjórð­ungs nemur sam­drátt­ur­inn tæpum 85 pró­sent­um. Salan fór úr 1.173 millj­ónum króna á öðrum árs­fjórð­ungi 2019 niður í 181 milljón króna á sama fjórð­ungi þessa árs.

Erlend korta­velta horfin

Ljóst er að algjört hrun í komu ferða­manna til lands­ins í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hefur tölu­verð áhrif á elds­neyt­is­sölu olíu­fé­lag­anna á bens­ín­stöðvum þeirra. Hjá Rann­sókn­ar­setri versl­un­ar­innar er hægt að skoða mán­að­ar­lega korta­veltu erlendra ferða­manna eftir útgjalda­liðum. Enn sem komið er er ein­ungis hægt að skoða korta­velt­una fyrir fyrstu fimm mán­uði þessa árs en glögg­lega má sjá hversu miklu minna erlendir ferða­menn eyddu í apríl og maí á þessu ári miðað við í fyrra.Á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins nam korta­velta erlendra ferða­manna í flokknum bens­ín, við­gerðir og við­hald bif­reiða alls rúm­lega 1.376 millj­ónum króna. Á sama tíma í fyrra nam veltan rétt rúmum 3.616 millj­ón­um. Sam­drátt­ur­inn á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins nemur því rúm­lega 2,2 millj­örðum króna á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins miðað við sama tíma­bil í fyrra. Það er sam­dráttur upp á rúm­lega 60 pró­sent. Fjöldi erlendra ferða­manna náði lág­marki hér í apríl og maí áður en fjöld­inn fór aftur hækk­andi í júní eftir að tekið var upp á því að skima komu­far­þega á landa­mær­un­um. Ef ein­ungis er horft til korta­veltu í áður­nefndum flokki í mán­uð­unum apríl og maí þá sést að veltan fer úr rúmum 1.700 millj­ónum króna sam­tals í apríl og maí 2019 niður í rúmar 100 millj­ónir sam­tals í sömu mán­uðum árið 2020.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnGrétar Þór Sigurðsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar