Hótuðu hlaupakonunni – „Eins og fluga föst í kóngulóarvef“

Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur fengið vernd af mannúðarástæðum í Póllandi og eiginmaður hennar hefur flúið Hvíta-Rússland. Tugir íþróttamanna hafa verið handteknir í landinu fyrir að mótmæla forsetanum.

Krystsina Tsimanouskaya fer ekki aftur heim til Hvíta-Rússlands. Hún hefur sótt um hæli í Póllandi.
Krystsina Tsimanouskaya fer ekki aftur heim til Hvíta-Rússlands. Hún hefur sótt um hæli í Póllandi.
Auglýsing

Mál hví­trúss­neska sprett­hlauparans, sem þvinga átti til heim­farar af Ólymp­íu­leik­unum í Tókýó, þykir til marks um það tang­ar­hald sem Alex­ander Lukashenko for­seti hafi á öllum kimum sam­fé­lags­ins og að íþrótta­hreyf­ingin sé þar engin und­an­tekn­ing.

Hann hefur stjórnað með harðri hendi frá árinu 1994 er hann sett­ist á for­seta­stól. Undir hans stjórn voru fjölda­mót­mæli í kjöl­far vafa­samra úrslita í for­seta­kosn­ing­unum á síð­asta ári brotin á bak aftur með ofbeldi. Þekktir ein­stak­lingar sem tóku þátt í mót­mæl­unum hafa verið látnir finna fyrir því. Í þeirra hópi voru afrek­s­í­þrótta­menn sem voru fang­els­að­ir, reknir úr lands­liðum og sviptir styrkjum frá hinu opin­bera.

Hin 24 ára gamla Krysts­ina Tsima­nou­skaya hefur nú fengið vega­bréfs­á­ritun af mann­úð­ar­á­stæðum í Pól­landi og hefur þegar sótt um hæli þar í landi. „Pól­land mun gera hvað sem það getur til að styðja við hana á íþrótta­braut­inn­i,“ sagði aðstoð­arutan­rík­is­ráð­herra Pól­lands í dag. Hún er nú í pólska sendi­ráð­inu í Japan en þess er vænst að hún fljúgi til Pól­lands í næstu viku. Hún er sögð hafa það ágætt miðað við það álag sem hún hefur þurft að þola síð­ustu daga.

Eig­in­maður henn­ar, Arseniy Zda­nevich, er flú­inn frá Hvíta-Rúss­landi. Hann er nú staddur í Kiev í Úkra­ínu. „Mér datt ekki í hug að þetta yrði svona alvar­leg­t,“ sagði hann í sam­tali við Sky-frétta­stof­una. „Ég tók ákvörðun um að flýja án þess að hugsa mig tvisvar um.“ Hann stefnir að því að hitta eig­in­konu sína í Pól­landi á næstu dög­um.

Krysts­ina Tsima­nou­skaya seg­ist hafa verið flutt nauðug út á flug­völl eftir að hafa gagn­rýnt þjálf­ara sinn og sagst ótt­ast um öryggi sitt. Hví­trúss­neska ólymp­íu­nefndin segir hins vegar að ákveðið hafi verið að taka hana úr lið­inu vegna and­legrar van­heilsu henn­ar.

Til stóð að Tsima­nou­skaya keppti í 200 metra hlaupi í dag, mánu­dag. Um helg­ina var henni hins vegar til­kynnt að hún ætti að keppa í 4 x 400 boð­hlaupi með mjög stuttum fyr­ir­fara eftir að í ljós kom, að því er virð­ist, að gögn úr lyfja­prófum hlaupara sem skráðir voru til leiks í því reynd­ust ekki til stað­ar. Þessu and­mælti hún og sak­aði þjálf­ar­ann um van­rækslu.

Auglýsing

Í gær, sunnu­dag, var Tsima­nou­skaya skyndi­lega tekin úr keppni og gef­inn klukku­tími til að pakka niður áður en hún var flutt út á flug­völl. Þar neit­aði hún að fara um borð í vél­ina sem átti að flytja hana aftur til Minsk, höf­uð­borgar Hvíta-Rúss­lands. Þess í stað bað hún um lög­reglu­vernd og sagð­ist ætla að sækj­ast eftir hæli á Vest­ur­lönd­um. Hún var að því er virð­ist af fréttum í nánu sam­bandi við alþjóða ólymp­íu­nefnd­ina sem og Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna á meðan þessu stóð og fór í kjöl­farið í fylgd lög­reglu á hótel á flug­vell­inum þar sem hún dvaldi í skjóli yfir nótt. Í morg­un, mánu­dag, fór hún svo í pólska sendi­ráð­ið.

Birtar hafa verið hljóð­upp­tökur þar sem talið er að heyra megi þjálf­ar­ann og menn úr hví­trúss­nesku ólymp­íu­nefnd­inni hóta Tsima­nou­ska­ya. „Ef þú vilt ein­hvern tím­ann keppa aftur fyrir Hvíta-Rúss­land þá skaltu hlusta á það sem ég mæli með: Farðu heim, til for­eldra þinna eða hverra sem er,“ heyr­ist sagt á upp­tök­unni og talið er vera rödd manns úr ólymp­íu­nefnd­inni. „Slepptu þessu. Ef ekki, þeim mun meira sem þú berst um, þá verður það eins og fluga föst í kóngu­ló­ar­vef. Því meiri vef sem hún spinnur því meiri verður flækj­an.“

Nokkur Evr­ópu­lönd hafa boð­ist til að taka Tsima­nou­skaya undir sinn vernd­ar­væng og veita henni hæli. Meðal þeirra fyrstu til að gera það voru Pól­land og Tékk­land en stjórn­völd þar í landi hafa verið mjög gagn­rýnin á stjórn Lukashen­kos. Hví­trúss­neskur blaða­maður segir í sam­tali við The Guar­dian að hún hafi einnig íhugað að sækja um vernd í Aust­ur­ríki eða Þýska­landi. Hót­el­nótt­inni eyddi hún svo í að gera upp huga sinn. „Við vitum að dyr margra Evr­ópu­ríkja stóðu opnar fyrir henni en á end­anum ákvað hún að fara til Var­sjár.“

Fram­kvæmda­stjórn ESB hefur fagnað þeirri ákvörðun Pól­lands að veita Tsima­nou­skaya vernd. Fram­kvæmda­stjóri utan­rík­is­mála hjá sam­band­inu, segir að til­raun Hvít-Rússa til að færa sprett­hlaupa­kon­una nauð­uga úr landi sé „enn eitt dæmið um grimmi­lega und­ir­okun stjórnar Lukashen­kos“.

Yfir sex­tíu hví­trúss­neskir íþrótta­menn og þjálf­arar hafa misst störf sín eða stöður eftir að hafa tekið þátt í mót­mæl­unum í fyrra. Fleiri en tutt­ugu hafa verið hand­tekn­ir, m.a. þekktur körfu­bolta­leik­mað­ur. Sér­stakur stuðn­ings­hópur íþrótta­mann­anna hefur verið stofn­aður og segir tals­maður hans í sam­tali við BBC að Tsima­nou­skaya ótt­ist um líf fjöl­skyldu sinnar í Hvíta-Rúss­landi. „Það er hennar helsta áhyggju­efni nún­a.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent