Fjórðungur smitaðra í fjórðu bylgjunni óbólusettur

Fimmtán sjúklingar liggja á Landspítalanum með COVID-19, þar af tveir á gjörgæslu og annar í öndunarvél. Að minnsta kosti 265 manns yfir sextugu eru með sjúkdóminn og 187 börn.

Fimmtán liggja inni á Landspítala með COVID-19.
Fimmtán liggja inni á Landspítala með COVID-19.
Auglýsing

Í júlí greindust 1.311 ein­stak­lingar með kór­ónu­veiruna inn­an­lands. Sund­ur­liðun á því hvort smit­aðir eru bólu­settir hófst 9. júlí. Frá þeim degi og til loka júlí hafa rúm­lega 70 pró­sent smit­aðra verið full­bólu­sett­ir. Alls greindust 326 óbólu­settir ein­stak­lingar með COVID-19 á þessu sama tíma­bili eða fjórð­ungur allra sem greindust. 41 smit var hjá fólki sem hafði fengið annan skammt bólu­efn­is. Nær alla daga júlí­mán­aðar hefur meiri­hluti smit­aðra verið utan sótt­kvíar við grein­ingu. Þannig var það líka í í gær, 1. ágúst þegar að minnsta kosti 67 smit voru greind inn­an­lands og um rúm­lega helm­ingur utan sótt­kví­ar.

Á COVID.is, þar sem töl­fræði far­ald­urs­ins er birt dag­lega, kemur fram að 1.244 séu í ein­angrun vegna sjúk­dóms­ins. Fimmtán liggja á Land­spít­al­an­um, þar af tveir á gjör­gæslu og er annar þeirra í önd­un­ar­vél.

Fimm voru lagðir inn á sjúkra­húsið gær vegna COVID og tvær útskriftir voru síð­ast­lið­inn sól­ar­hring. Af þeim 1.232 sem eru í eft­ir­liti á COVID-­göngu­deild, eru tveir á „rauð­u“, þ.e. alvar­lega veikir og gætu þurft á sjúkra­húsinn­lögn að halda, 28 ein­stak­lingar flokk­ast „gul­ir“ og munu ein­hverjir þeirra koma til skoð­unar og frekara mats í dag, segir í til­kynn­ingu frá far­sótt­ar­nefnd.

COVID-19 leggst verst á þá sem eldri eru og aðra við­kvæma hópa, s.s. fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Nú eru 265 sex­tíu ára eða eldri með sjúk­dóm­inn. Rúm 95 pró­sent fólks á þeim aldri sem hér búa er full­bólu­sett. Um þús­und manns yfir sex­tugu eru það hins vegar ekki.

Þá fjölgar smitum áfram hjá börnum en 187 börn eru í ein­angrun með COVID-19, þar af ell­efu yngri en eins árs og átta­tíu á aldr­inum 6-12 ára. Skóla­setn­ingar nálg­ast óðfluga en flestir grunn­skólar lands­ins hefja starfið á síð­ustu dögum ágúst­mán­að­ar. Kenn­arar og aðrir starfs­menn skóla sem fengu Jens­sen-­bólu­efnið hafa verið boð­aðir í end­ur­bólu­setn­ingu nú í vik­unni. Örv­un­ar­skammt­ur­inn sem þeir fá verður annað hvort bólu­efni Pfizer eða Moderna.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent