Fjórðungur smitaðra í fjórðu bylgjunni óbólusettur

Fimmtán sjúklingar liggja á Landspítalanum með COVID-19, þar af tveir á gjörgæslu og annar í öndunarvél. Að minnsta kosti 265 manns yfir sextugu eru með sjúkdóminn og 187 börn.

Fimmtán liggja inni á Landspítala með COVID-19.
Fimmtán liggja inni á Landspítala með COVID-19.
Auglýsing

Í júlí greindust 1.311 ein­stak­lingar með kór­ónu­veiruna inn­an­lands. Sund­ur­liðun á því hvort smit­aðir eru bólu­settir hófst 9. júlí. Frá þeim degi og til loka júlí hafa rúm­lega 70 pró­sent smit­aðra verið full­bólu­sett­ir. Alls greindust 326 óbólu­settir ein­stak­lingar með COVID-19 á þessu sama tíma­bili eða fjórð­ungur allra sem greindust. 41 smit var hjá fólki sem hafði fengið annan skammt bólu­efn­is. Nær alla daga júlí­mán­aðar hefur meiri­hluti smit­aðra verið utan sótt­kvíar við grein­ingu. Þannig var það líka í í gær, 1. ágúst þegar að minnsta kosti 67 smit voru greind inn­an­lands og um rúm­lega helm­ingur utan sótt­kví­ar.

Á COVID.is, þar sem töl­fræði far­ald­urs­ins er birt dag­lega, kemur fram að 1.244 séu í ein­angrun vegna sjúk­dóms­ins. Fimmtán liggja á Land­spít­al­an­um, þar af tveir á gjör­gæslu og er annar þeirra í önd­un­ar­vél.

Fimm voru lagðir inn á sjúkra­húsið gær vegna COVID og tvær útskriftir voru síð­ast­lið­inn sól­ar­hring. Af þeim 1.232 sem eru í eft­ir­liti á COVID-­göngu­deild, eru tveir á „rauð­u“, þ.e. alvar­lega veikir og gætu þurft á sjúkra­húsinn­lögn að halda, 28 ein­stak­lingar flokk­ast „gul­ir“ og munu ein­hverjir þeirra koma til skoð­unar og frekara mats í dag, segir í til­kynn­ingu frá far­sótt­ar­nefnd.

COVID-19 leggst verst á þá sem eldri eru og aðra við­kvæma hópa, s.s. fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Nú eru 265 sex­tíu ára eða eldri með sjúk­dóm­inn. Rúm 95 pró­sent fólks á þeim aldri sem hér búa er full­bólu­sett. Um þús­und manns yfir sex­tugu eru það hins vegar ekki.

Þá fjölgar smitum áfram hjá börnum en 187 börn eru í ein­angrun með COVID-19, þar af ell­efu yngri en eins árs og átta­tíu á aldr­inum 6-12 ára. Skóla­setn­ingar nálg­ast óðfluga en flestir grunn­skólar lands­ins hefja starfið á síð­ustu dögum ágúst­mán­að­ar. Kenn­arar og aðrir starfs­menn skóla sem fengu Jens­sen-­bólu­efnið hafa verið boð­aðir í end­ur­bólu­setn­ingu nú í vik­unni. Örv­un­ar­skammt­ur­inn sem þeir fá verður annað hvort bólu­efni Pfizer eða Moderna.

Auglýsing

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðrún Johnsen, hagfræðingur og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Aukinn þrýstingur á að lífeyrissjóðir verði virkir hluthafar
Hagfræðingur segir vaxandi ójöfnuð og aukna loftslagsáhættu hafa leitt til ákalls um að lífeyrissjóðir sinni sínum upprunalegum tilgangi sem virkir hluthafar í skráðum og óskráðum félögum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skipar starfshóp sem á að vinna grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum
Í nýjum starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sitja þau Vilhjálmur Egilsson, Ari Trausti Guðmundsson og Sigríður Mogensen.
Kjarninn 16. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins 2021
Kjarninn 16. janúar 2022
Þeim peningum sem Íslendingar geyma á innstæðureikningum fjölgaði umtalsvert á árinu 2020.
5.605 íslenskar fjölskyldur áttu 29,2 milljarða króna á erlendum reikningum
Innstæður landsmanna jukust um 84 milljarða króna á árinu 2020. Í lok þess árs voru þær ekki langt frá því sem innistæður voru árið 2008, fyrir bankahrun, þegar þær voru mestar í Íslandssögunni.
Kjarninn 16. janúar 2022
Sunna Ósk Logadóttir
Taugar til tveggja heima
Kjarninn 16. janúar 2022
Er Michael Jackson of stór fyrir slaufunarmenningu?
Forsýningar á söngleik um Michael Jackson hófust á Broadway í desember. Handrit söngleiksins var samið eftir að tveir menn stigu fram og sögðu frá hvernig Jackson misnotaði þá sem börn. Ekki er hins vegar minnst einu orði á barnaníð í söngleiknum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Ásgeir Haraldsson og Valtý Stefánsson Thors
COVID, Ísland og bólusetningar
Kjarninn 16. janúar 2022
Lars Findsen
Ótrúlegra en lygasaga
Yfirmaður leyniþjónustu danska hersins situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa lekið upplýsingum, sem varða öryggi Danmerkur, til fjölmiðla. Slíkt getur kostað tólf ára fangelsi.
Kjarninn 16. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent