Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir

Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.

morgunblai-mogginn_18412478302_o.jpg morgunblaðið mogginn hádegismóar
Auglýsing

Þórs­mörk, eig­andi Árvak­urs, útgáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins og tengdra miðla, og dótt­ur­fé­lög þess frest­uðu greiðslu á stað­greiðslu launa starfs­manna og trygg­inga­gjaldi í fyrra upp á alls 192,9 millj­ónir króna. Um er að ræða vaxta­laust lán úr rík­is­sjóði sem þarf að end­ur­greið­ast fyrir mitt ár 2026. Greiðslur eiga að hefj­ast síðar á þessu ári.

Þetta kemur fram í sam­stæðu­reikn­ing Þórs­merkur sem birtur var í árs­reikn­inga­skrá Skatts­ins í gær. 

Úrræðið um frestun skatt­greiðslna var ein þeirra efna­hags­legu aðgerða sem rík­is­stjórnin kynnti til leiks fyrir fyr­ir­tæki til að takast á við efna­hags­leg áhrif kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Auk þess fékk Árvak­ur, útgáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins, rúm­­lega 81 millj­­ónir króna í rekstr­­­ar­­­styrk úr rík­­­is­­­sjóði í fyrra. 

Leynd yfir því hverjir skipta greiðslum

Þegar rík­­­is­­­stjórnin kynnti svo fyrsta efna­hag­s­­­pakka sinn 21. mars var ein aðgerðin þar sú að fresta mætti þremur gjald­­­dögum stað­greiðslu og trygg­ing­­­ar­gjalds á tíma­bil­inu 1. apríl til 1. des­em­ber til við­­­bótar ef fyr­ir­tæki gæti mætt ákveðnum skil­yrð­­­um. 

Þegar kom að því að gera upp skuld­ina snemma árs 2021 var ákveðið að veita rýmri frest til að gera það. Í fyrra­vor töldu stjórn­­völd svo að það þyrfti að veita þeim aðilum sem þurftu á því að halda vegna rekstr­­ar­erf­ið­­leika enn frek­­ari fresti á því að standa skil á umræddum skatt­greiðsl­­um.

Lögin sem heim­ildin til að dreifa þeirri skuld við rík­­is­­sjóð til árs­ins 2026 byggir á voru sam­­þykkt á Alþingi 11. maí 2021. Þau byggja á frum­varpi sem Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði fram. Sam­­kvæmt þeim gátu þau fyr­ir­tæki sem upp­­­fylltu ákveðin skil­yrði, sem snúa aðal­­­lega að því að umsækj­andi sé ekki í van­skilum með önnur opin­ber gjöld, fengið að fresta því í fjögur ár til við­­bótar að gera upp upp skuld­ina. Þórs­mörk og dótt­ur­fé­lög þess nýttu ekki úrræðið 2020 en gerðu það, líkt og áður sagði, í fyrra til að fresta 192,9 millj­óna króna greiðslu launa­tengdra gjalda.

Auglýsing
Skatt­ur­inn hefur birt yfir­­lit yfir þau fyr­ir­tæki sem hafa verið þiggj­endur ýmissa úrræða sem stjórn­­völd hafa boðið upp á vegna kór­ón­u­veirunn­­ar. Dæmi um það eru þau fyr­ir­tæki sem nýttu sér hluta­­bóta­­leið­ina, upp­­sagn­­ar­­styrki, við­­spyrn­u­­styrki og tekju­­falls­­styrki. 

Kjarn­inn kall­aði í fyrra­sumar eftir upp­­lýs­ingum um hvaða aðilar hefðu sótt um og fengið að fresta greiðslum á stað­greiðslu og trygg­inga­gjaldi í allt að sex ár, vaxta­­laust. Þeirri beiðni var hafnað á grund­velli þess að gögnin falli undir sér­­staka þagn­­ar­­skyldu laga um inn­­heimtu opin­berra skatta og gjalda. Í svar­inu sagði að starfs­­mönnum Skatts­ins bæri að halda þessum upp­­lýs­ingum leyndum að við­lagðri refsi­á­­byrgð. „Gögnin varða m.a. efna­hag gjald­anda en upp­­lýs­ingar um skulda­­stöðu falla undir fram­an­­greint ákvæði. Þar sem gögnin falla undir sér­­staka þagn­ar­skyldu­reglu [...] um inn­­heimtu opin­berra skatta og gjalda, taka upp­­lýs­inga­lög [...] ekki til þeirra. [...] Með vísan til þessa er beiðni þinni hafnað um að fá afhend fram­an­­greind gögn.“

Birtu frétt um hagnað

Í frétt sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í byrjun maí var greint frá því að Þórs­mörk hefði verið rekið með 186 milljón króna hagn­aði á síð­asta ári og að tekjur þess hefðu auk­ist um 300 millj­ónir króna á árinu 2021. Ekki var minnst á hið vaxta­lausa lán sem sam­stæðan fékk úr rík­is­sjóði. Þar kom einnig fram að Árvakur hefði skilað 110 millj­óna króna hagn­aði. Árvakur á svo nokkur dótt­ur­fé­lög, meðal ann­ars Lands­prent, sem prentar Morg­un­blaðið og ýmsa aðra prent­miðla lands­ins. 

Árs­reikn­ingi Árvak­urs hefur verið skilað inn til árs­reikn­inga­skrár. Það gerð­ist á mið­viku­dag. Reikn­ing­ur­inn hefur hins vegar ekki verið gerður aðgengi­leg­ur.

Davíð Oddsson hefur verið ritstjóri Morgunblaðsins frá árinu 2009. Mynd: Birgir Þór Harðarson.

Það er þó árs­reikn­ingur Lands­prents. Í honum kemur fram að prent­smiðjan hagn­að­ist um 195,4 millj­ónir króna í fyrra. Það er meiri hagn­aður en árið áður en rekstr­ar­tekjur dróg­ust þó saman og voru 709,4 millj­ónir króna. Árvakur er á meðal stærstu við­skipta­vina prent­smiðj­unnar og skuldar þessu dótt­ur­fé­lagi sínu háar fjár­hæð­ir. Á síð­asta ári juk­ust skuldir tengdra aðila við Lands­prent úr 476,5 millj­ónum króna í 730,2 millj­ónir króna. Lands­prent nýtti sér úrræði stjórn­valda um frestum launa­tengdra gjalda og frestaði alls 13,2 millj­óna króna greiðsl­u­m. 

Stundin greindi frá því í lok sept­em­ber í fyrra að 40 pró­­sent verð­hækkun eða meiri væri yfir­­vof­andi á dag­­blaða­­pappír og vitn­aði þar í til­­kynn­ingu sem Lands­­prent hafði sent við­­skipta­vinum sínum en Lands­­prent prentar meðal ann­­ars Stund­ina. 

Í áður­nefndri frétt í Morg­un­­blað­inu, þar sem greint var frá rekstr­ar­nið­ur­stöðu Þórs­merkur og Árvak­urs, kom einnig fram að annað dótt­­ur­­fé­lag Árvak­urs, Ár og Dagur ehf. hefði keypt hús­næðið sem rit­­stjórn­­­ar­­skrif­­stofur Árvak­­urs eru til húsa í Hádeg­is­­móum á tæp­­lega 1,6 millj­­arð króna af fast­­eigna­­fé­lag­inu Reg­in. 

Sam­­nefnt félag, Ár og Dagur ehf., var eitt sinn útgáfu­­fé­lag frí­­blaðs sem bar nafnið Blað­ið. Árvakur keypti þá útgáfu í tveimur skrefum fyrir banka­hrun og breytti nafni frí­­blaðs­ins í 24 Stund­­ir. Það blað hætti að koma út í sömu viku og bank­­arnir féllu í októ­ber 2008. Núver­andi Ár og Dagur ehf. var hins vegar stofnað 2008. Sam­­kvæmt árs­­reikn­ingi átti það félag eignir upp á 262 þús­und krón­ur um síð­­­ustu ára­­mót í formi kröfu á tengdan aðila og skuld­aði ekk­ert. Í árs­­reikn­ingi Árvak­­urs 2020 er félagið sagt ekki vera í rekstri.

Í árs­reikn­ingi Þórs­merkur kemur fram að sam­hliða kaupum Árs og Dags ehf. á skrif­stofu­hús­næð­inu í Hádeg­is­móum hafi „öll banka­lán verið end­ur­fjár­mögnuð og hlutafé auk­ið.“ 

Hluta­fjár­aukn­ing í byrjun árs

Kjarn­inn greindi frá því í mars að hlutafé í Þór­s­­­mörk hafi verið aukið um 100 millj­­­ónir króna þann 31. jan­úar síð­­­ast­lið­inn. Aðilar tengdir Ísfé­lagi Vest­­­manna­eyja og félag í eigu Kaup­­­fé­lags Skag­­­firð­inga greiddu stærstan hluta henn­­ar. 

Auglýsing
Þetta var í þriðja sinn frá árinu 2019 sem nýtt hlutafé er sett inn í rekstur fjöl­miðla­­­sam­­­steypunnar til að mæta tap­­­rekstri henn­­­ar. Í byrjun árs 2019 var hluta­­­féð aukið um 200 millj­­­ónir króna. Kaup­­­­­fé­lag Skag­­­­­firð­inga og félög tengd Ísfé­lagi Vest­­­­­manna­eyja lögðu til 80 pró­­­­­sent þeirrar aukn­ing­­­ar. Sum­­­­­arið 2020 var hluta­­­féð aukið um 300 millj­­­ónir króna og kom allt féð frá þeim eig­enda­hópi sem var þegar til stað­­­ar. Að við­bættri þeirri hluta­fjár­­­aukn­ingu sem ráð­ist var í í upp­­­hafi árs hefur móð­­­ur­­­fé­lagi Árvak­­­urs því verið lagt til 600 millj­­­ónir króna á þremur árum.

Frá því að nýir eig­endur tóku við rekstri Árvak­­urs í febr­­úar 2009 undir hatti Þór­s­­merkur og til loka árs 2020 hefur útgáfu­­­fé­lagið tapað yfir 2,5 millj­­­örðum króna. Eig­enda­hóp­­­ur­inn, sem hefur tekið ein­hverjum breyt­ingum á tíma­bil­inu, hefur nú lagt Árvakri til sam­tals tvo millj­­­arða króna í nýtt hluta­­­fé. 

Þegar nýju eig­end­­­­urnir tóku við rekstr­inum var Morg­un­­­­blað­ið, flagg­­­­skip útgáf­unn­­­­ar, lesið af rúm­­­­lega 40 pró­­­­sent þjóð­­­­ar­inn­­­­ar. Í síð­­­­­­­ustu birtu mæl­ingu Gallup á lestri prent­miðla var sá lestur kom­inn niður í 18 pró­­­­sent og hefur aldrei mælst lægri. Lestur blaðs­ins hjá 18-49 ára mælist 9,1 pró­­sent.

Vefur útgáf­unn­­­­ar, Mbl.is, var lengi vel mest lesni vefur lands­ins en síð­­­­­­­ustu mis­­­s­eri hefur Vís­ir.is, vefur í eigu Sýn­­­­ar, stöðugt mælst með fleiri not­end­­­­ur. Mbl.is hefur þó enn vinn­ing­inn þegar kemur að fjölda flett­inga en miðl­arnir tveir hafa und­an­farið verið með nán­ast sama fjölda inn­lita á viku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Var Ríkisendurskoðun að misskilja eða veitti Bankasýslan ráðherra ekki réttar upplýsingar?
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarnar vikur. Þar hefur meðal annars verið tekist á um hvort Bankasýsla ríkisins hafi verið að fullu meðvituð um hver eftirspurn eftir bréfum í bankanum.
Kjarninn 3. desember 2022
Elísabet Englandsdrottning og hirðdaman Susan Hussey voru nánar vinkonur og samstarfskonur.
Aldursfordómar að kenna elli hirðdömu um kynþáttafordóma
Hirðdama á níræðisaldri hefur sagt skilið við bresku hirðina eftir að hafa látið rasísk ummæli falla um formann góðgerðarsamtaka í móttöku í Buckingham-höll. Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem kynþáttafordómar varpa skugga á konungsfjölskylduna.
Kjarninn 2. desember 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að framlengja fjölmiðlastyrki til tveggja ára en ekki eins árs
Þvert á það sem Kjarninn hefur heimildir fyrir að hafi orðið niðurstaðan á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni er nú komið fram frumvarp sem framlengir styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til tveggja ára.
Kjarninn 2. desember 2022
Helgi Þór Ingason
Yfirmaður minn – vitvélin?
Kjarninn 2. desember 2022
Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkurborgar.
Starfsmenn voru að meðaltali 4,5 sekúndur að slá inn kennitöluna í mötuneytinu
Sérfræðingar borgarinnar fylgdust með starfsmönnum stjórnsýslunnar í borginni skammta sér á diska og komust að þeirri niðurstöðu að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um stafræna umbreytingu í mötuneytum svaraði vart kostnaði.
Kjarninn 2. desember 2022
Forsvarsmenn Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun, ásamt tveimur lögfræðingum frá Logos.
Bankasýslumenn ekki orðnir afhuga tilboðsfyrirkomulaginu
Forsvarsmenn Bankasýslunnar sátu fyrir svörum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun og voru þar spurðir hvort þeir myndu mæla með tilboðsfyrirkomulagi í framtíðar bankasölum ríkisins.
Kjarninn 2. desember 2022
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar