Útgáfufélag Morgunblaðsins skilaði 110 milljóna króna hagnaði í fyrra

Eftir að hafa tapað rúmlega 2,5 milljörðum króna á árunum 2009 til 2020 skilaði Árvakur hagnaði í fyrra. Samstæðan keypti húsnæðið sem starfsemin fer fram í á 1,6 milljarð króna.

Morgunblaðið
Auglýsing

Árvak­ur, útgáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins og tengdra miðla, var rek­inn með 110 milljón króna hagn­aði í fyrra, sam­kvæmt frétt sem birt­ist í blað­inu í dag. Þar segir enn fremur að móð­ur­fé­lag Árvak­urs, Þórs­mörk, hafi verið rekið með 186 milljón króna hagn­aði og að tekjur þess hafi auk­ist um 300 millj­ónir króna, upp í 4,9 millj­arða króna, á síð­asta ári. Árs­reikn­ingur félag­anna tveggja fyrir árið 2021 hefur ekki verið birtur í árs­reikn­inga­skrá Skatts­ins. 

Árvakur fékk rúm­lega 81 millj­ónir króna í rekstr­­ar­­styrk úr rík­­is­­sjóði í fyrra. 

Rekstr­­­ar­tap félags­­­ins árið 2020 var 210,3 millj­­­ónir króna þrátt fyrir að það hafi fengið 99,9 millj­ónir króna í rekstr­ar­styrk úr rík­is­sjóði á því ári. Það er aðeins minna rekstr­­­ar­tap en árið áður þegar það var 245,3 millj­­­ónir króna. 

Auglýsing
Í árs­­­reikn­ingi Árvak­­­urs fyrir árið 2020 sagði að á því ári hafi verið „unnið að hag­ræð­ing­­­ar­að­­­gerðum í rekstri félags­­­ins til að mæta þeim rekstr­­­ar­­­vanda sem einka­reknir fjöl­miðlar hér á landi búa við og mun verða haldið áfram á þeirri veg­­­ferð til að ná jafn­­­vægi í rekstri þess, en hvenær það næst er erfitt að meta með áreið­an­­­legum hætti. Það er mat stjórn­­­enda félags­­­ins að ekki sé vafi á rekstr­­­ar­hæfi félags­­­ins eins og staða þess er í dag. En gangi áætl­­­­­anir stjórn­­­enda ekki eftir ríkir ákveðin óvissa um rekstr­­­ar­hæfi félags­­­ins til lengri tíma.“

Í Morg­un­blað­inu í dag er haft eftir Har­aldi Johann­essen, fram­kvæmda­stjóra Árvak­urs og ann­ars rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, að rekst­­ur­inn hafi verið að þró­­ast í rétta átt und­an­far­in rúm­­lega tvö ár eft­ir mjög erfið ár þar á und­an og um­fangs­­mikl­ar hag­ræð­ing­­ar­að­gerðir sem nú séu að skila sér í já­­kvæðri af­komu.

Keyptu hús­næðið á 1,6 millj­arða króna

Í Morg­un­blað­inu í dag segir enn fremur frá því að annað dótt­ur­fé­lag Þórs­merk­ur, Ár og Dagur ehf. hafi keypt hús­næðið sem rit­stjórn­ar­skrif­stofur Árvak­urs eru til húsa í Hádeg­is­móum á tæp­lega 1,6 millj­arð króna af fast­eigna­fé­lag­inu Reg­in. Dótt­ur­fé­lag Þórs­merkur á einnig prent­smiðju sem er við hlið hús­næð­is­ins.

Sam­nefnt félag, Ár og Dagur ehf., var eitt sinn útgáfu­fé­lag frí­blaðs sem bar nafnið Blað­ið. Árvakur keypti þá útgáfu í tveimur skrefum fyrir banka­hrun og breytti nafni frí­blaðs­ins í 24 Stund­ir. Það blað hætti að koma út í sömu viku og bank­arnir féllu í októ­ber 2008. Núver­andi Ár og Dagur ehf. var hins vegar stofnað 2008. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi átti það félag eignir upp á 262 þús­und krón­urum síð­ustu ára­mót í formi kröfu á tengdan aðila og skuld­aði ekk­ert. Í árs­reikn­ingi Árvak­urs 2020 er félagið sagt ekki vera í rekstri.

Hlutafé aukið í upp­hafi árs

Kjarn­inn greindi frá því í mars að hlutafé í Þór­s­­mörk hafi verið aukið um 100 millj­­ónir króna þann 31. jan­úar síð­­ast­lið­inn. Aðilar tengdir Ísfé­lagi Vest­­manna­eyja og félag í eigu Kaup­­fé­lags Skag­­firð­inga greiddu stærstan hluta henn­ar. 

Þetta var í þriðja sinn frá árinu 2019 sem nýtt hlutafé er sett inn í rekstur fjöl­miðla­­sam­­steypunnar til að mæta tap­­rekstri henn­­ar. Í byrjun árs 2019 var hluta­­féð aukið um 200 millj­­ónir króna. Kaup­­­­fé­lag Skag­­­­firð­inga og félög tengd Ísfé­lagi Vest­­­­manna­eyja lögðu til 80 pró­­­­sent þeirrar aukn­ing­­ar. Sum­­­arið 2020 var hluta­­féð aukið um 300 millj­­ónir króna og kom allt féð frá þeim eig­enda­hópi sem var þegar til stað­­ar. Að við­bættri þeirri hluta­fjár­­aukn­ingu sem ráð­ist var í í upp­­hafi árs hefur móð­­ur­­fé­lagi Árvak­­urs því verið lagt til 600 millj­­ónir króna á þremur árum.

Frá því að nýir eig­endur tóku við rekstri Árvak­urs í febr­úar 2009 undir hatti Þórs­merkur og til loka árs 2020 hefur útgáfu­­fé­lagið tapað yfir 2,5 millj­­örðum króna. Eig­enda­hóp­­ur­inn, sem hefur tekið ein­hverjum breyt­ingum á tíma­bil­inu, hefur nú lagt Árvakri til sam­tals tvo millj­­arða króna í nýtt hluta­­fé. 

Þegar nýju eig­end­­­urnir tóku við rekstr­inum var Morg­un­­­blað­ið, flagg­­­skip útgáf­unn­­­ar, lesið af rúm­­­lega 40 pró­­­sent þjóð­­­ar­inn­­­ar. Í síð­­­­­ustu birtu mæl­ingu Gallup á lestri prent­miðla var sá lestur kom­inn niður í 18,3 pró­­­sent og hefur aldrei mælst lægri. Lestur blaðs­ins hjá 18-49 ára mælist 10,3 pró­sent.

Vefur útgáf­unn­­­ar, Mbl.is, var lengi vel mest lesni vefur lands­ins en síð­­­­­ustu mis­­s­eri hefur Vís­ir.is, vefur í eigu Sýn­­­ar, stöðugt mælst með fleiri not­end­­­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent