Breyti engu hvort einhver hafi viðrað áhyggjur – það sé niðurstaðan sem gildi

Innviðaráðherra segir að „menn hafi viðrað vangaveltur“ og „rætt efasemdir“ um aðferðafræðina í útboði Bankasýslunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka áður en hún átti sér stað en það breyti auðvitað engu því niðurstaðan varð sú sem hún varð.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Auglýsing

„Það breytir þá auð­vitað engu hvort menn hafi verið með vanga­veltur um annað eða viðrað áhyggjur ef þetta var nið­ur­stað­an.“

Þetta segir Sig­urður Ingi Jóhanns­son inn­við­a­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins í sam­tali við Kjarn­ann þegar hann er spurður út í þá gagn­rýni sem vara­for­maður flokks­ins og við­skipta­ráð­herra, Lilja Alfreðs­dótt­ir, við­hafði um þá aðferða­fræði sem beitt var við sölu á 22,5 pró­sent hlut í Íslands­banka í mars síð­ast­liðn­um. Hann svarar því þó ekki hvort hann hafi rætt áhyggjur Lilju við hana per­sónu­lega.

Hann segir að menn hafi oft rætt „ein­hverjar efa­semd­ir“ fyrir útboðið en að nið­ur­staða bæði ráð­herra­nefndar og rík­is­stjórn­ar, sem og í Alþingi – bæði í nefndum og þing­flokkum – hafi verið sú að heim­ila þessa sölu með þess­ari aðferð og án frek­ari ann­mörkum en settir voru.

Auglýsing

Bjarni kann­ast ekki við miklar efa­semdir hjá sjálfum sér

­Sig­urður Ingi útskýrir þetta nánar og segir að menn hafi „viðrað vanga­velt­ur“ fyrir útboð­ið. Lilja situr í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál en hún sagði í við­tali við Morg­un­blaðið þann 11. apríl að hún hefði viljað almennt útboð, en ekki að bréf­in yrðu seld til val­ins hóps fjár­­­­­­­festa. Hún sagð­ist jafn­framt hafa komið þeim sjón­­­­­ar­miðum sínum skýrt á fram­­­færi í aðdrag­anda útboðs­ins. „Ég hef alltaf talið skyn­­­­sam­­­­legt að taka lít­il og hæg­fara skref. Hafa vaðið fyr­ir neðan sig. Ekki ein­blína á verð, held­ur gæði fram­­­tíð­­­ar­­eig­enda. Önnur leið var hins veg­ar val­in og því miður er fátt sem kem­ur á óvart í þessu máli og hver út­kom­an varð.“

Katrín brást við þessum orðum við­skipta­ráð­herr­ans með því að segja að hvorki Lilja né nokkur annar ráð­herra hefði óskað að færa neitt til bókar um sölu­­ferli á hlut Íslands­­­banka þegar málið var rætt í rík­­is­­stjórn og ráð­herra­­nefnd um efna­hags­­mál. Lilja sagði á þingi í síð­ustu viku að bæði Katrín og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefðu deilt þeim áhyggjum sem hún hafði.

Bjarni sagði þó á fundi fjár­laga­nefndar í síð­ustu viku að hann kann­að­ist ekki við að hafa verið með mikl­ar efa­­­semd­ir í ráð­herra­nefnd­inni og telur hann ekki að það sé lýs­andi fyr­ir um­ræðu í ráð­herra­­­nefnd að þar hafi ráð­herr­ar verið með mikla efa­­­semd um að fram­­­kvæma út­­boð­ið. „Þvert á móti þá er ég þeirr­ar skoð­unar um að þar hafi farið fram gagn­­­leg um­ræða um kosti og galla þeirra val­­­kosta sem við stóðum frammi fyr­­ir.“

„Getum ekki treyst fjár­mála­heim­in­um“

Sig­urður Ingi seg­ist í sam­tali við Kjarn­ann ekki geta tjáð sig um hvað fram fer í ráð­herra­nefnd­inni, enda sitji hann ekki þá fundi og allt sé í trún­aði sem ger­ist þar nema það sé bók­að. Sama gildi um rík­is­stjórn­ar­fundi.

„Al­mennt get ég sagt að menn viðra skoð­anir sínar og hafa áhyggjur af ólíkum hlut­u­m,“ segir hann og vísar í orð sín á Alþingi í síð­ustu viku þar sem hann sagði að í öllu þessu ferli, innan ráð­herra­nefnd­ar, í rík­is­stjórn, á Alþingi og í sam­ráði við sér­fræð­inga, hafi „því miður aldrei komið upp sú til­laga að setja lág­mark sem allir sjá í dag að hefði verið gott – eða önnur við­mið sem hefðu þrengt túlkun eða mögu­lega sölu­að­ila. Ég held að lær­dóm­ur­inn af þessu sé að við getum ekki treyst fjár­mála­heim­inum til þess að hafa svig­rúm til túlk­un­ar. Regl­urnar verða að minnsta kosti að vera alveg skýr­ar.“

Hann telur að það þurfi að vera stíf­ara reglu­verk til þess að búa til öryggi á fjár­mála­mörk­uð­um. „Mér finnst þetta ferli sýna það að við séum ekki komin lengra og að það þurfi halda áfram með það.“

Fylgj­andi því að sett verði á lagg­irnar rann­sókn­ar­nefnd Alþingis – ef þörf krefur

Ráð­herr­ann bendir á að rík­is­stjórnin hafi ákveðið að stöðva frek­ari sölu og bíða eftir nið­ur­stöðum rann­sókna Rík­is­end­ur­skoð­unar og Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­bank­ans. Ef eitt­hvað birt­ist í þeim rann­sóknum sem krefst frek­ari rann­sókna þá þurfi að leit­ast eftir því við Alþingi að setja á lagg­irnar sér­staka rann­sókn­ar­nefnd.

Þannig að þú ert fylgj­andi því að skipa rann­sókn­ar­nefnd Alþingis síð­ar?

„Al­gjör­lega ef það þarf. Mér finnst að trú­verð­ug­leiki verði að vera haf­inn yfir allan vafa þegar verið er að selja rík­is­eignir eða almenn­ings­eign­ir. Þá eigi að vera full­komið gegn­sæi í því. Við hljótum öll að vera svekkt að hafa ekki sett skýr­ari reglur svo að túlkun sölu­að­il­anna hafi ekki verið fyrir hendi og þess vegna finnst mér að þessir sér­fræð­ingar sem ráð­lögðu okkur hefðu átt að ráð­leggja okkur bet­ur. Þess vegna er ég svekktur út í Banka­sýsl­una og treysti henni ekki til að halda áfram að óbreyttu. Ég er þó mest svekktur út í sjálfan mig og okkur öll.“

Sig­urður Ingi segir að Rík­is­end­ur­skoðun sé stofnun Alþingis og hljóti því að vera yfir allt van­hæfi haf­in. Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­bank­ans hefði gríð­ar­lega miklar heim­ildir til rann­sókna – og hafi þegar komið í ljós að eft­ir­litið sé að rann­saka hvort sölu­að­il­arnir hafi farið út fyrir sínar heim­ildir í þeirri túlkun sem þeir höfðu.

„Ef nið­ur­stöður þess­ara rann­sókna benda til að ein­hverjum spurn­ingum sé ósvarað eða þeir telji í gegnum nið­ur­stöð­una að það þurfi að skoða þetta betur og að þeim hafi skort heim­ildir þá finnst mér það ein­boð­ið, já,“ segir hann.

„Við viljum og við­ur­kennum að þarna hefði mátt gera bet­ur“

Mikið hefur verið rætt um traust í garð stjórn­mála­mann eftir söl­una og varð­andi það þá segir Sig­urður Ingi að hann vilji gera bet­ur.

Ráð­herr­ann segir að þrátt fyrir að meg­in­mark­miðin í þessum tveimur útboðum hafi náðst með dreifðri eign­ar­að­ild, 100 millj­arða hærra verð­mæti almenn­ings í Íslands­banka, fjöl­breytt­ara eign­ar­haldi þá sé rýrnun trausts aug­ljós afleið­ing síð­asta útboðs.

„Þess vegna stöðv­uðum við frek­ari sölu þangað til fyrir liggja rann­sóknir og ein­hvers konar ný útgáfa af því fyr­ir­komu­lagi sem Banka­sýslan var með. Það er auð­vitað gert vegna þess að við viljum og við­ur­kennum að þarna hefði mátt gera betur – og við viljum gera bet­ur. Það er nokkuð aug­ljóst eins og kemur fram í skoð­ana­könn­unum að auð­vitað verður traust á slíku fyrir hnekki og það er mjög mik­il­vægt að það sé fyrir hendi. Þess vegna stöðvum við og lýsum því yfir að það verði ekki frek­ari sala fyrr en ann­ars vegar liggi fyrir nið­ur­staða rann­sókna og hins vegar að ein­hvers konar nýtt fyr­ir­komu­lag liggi fyrir þar sem aðkoma Alþingis og aukið gagn­sæi sé skýr­ara,“ segir hann.

Ráð­herrar bera að lokum ábyrgð­ina

En ábyrgð ráða­manna? Hvað með hana?

Sig­urður Ingi segir að það liggi í augum uppi að þeir sem starfa hjá fram­kvæmda­vald­inu beri að lokum ábyrgð. „Við berum líka þá ábyrgð að það sé farið eftir þeim leið­bein­ingum sem liggja fyr­ir.“

Hann rifjar upp að hann hafi setið í rann­sókn­ar­nefnd þing­manna eftir hrunið 2008 og þar hafi ein helsta athuga­semd­in, meðal ann­ars við einka­væð­ingu bank­anna, verðið að menn hafi ekki fylgt ráðum sér­fræð­ing­anna. „Það var gert í þessu til­vik­i,“ áréttar hann.

Þarf eng­inn að taka póli­tíska ábyrgð í þessu til­felli, að þínu mati?

„Eigum við ekki að kanna nið­ur­stöðu rann­sókn­anna og gagn­anna fyrst,“ segir hann og bætir því við að öllum steinum verði velt áður en hægt verði að svara frek­ari vanga­veltum um það.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent