Finnst sérfræðingarnir hafa brugðist

Innviðaráðherra segist vera svekktur út í sjálfan sig eftir Íslandsbankasöluna. Hann segir að lærdómur þeirra sem eru í pólitík sé einfaldlega sá „að fjármálamarkaðnum virðist því miður ekki vera treystandi“.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Auglýsing

„Það er eitt að viðra vanga­velt­ur, athuga­semd­ir, hafa áhyggj­ur. Það er eðli máls okkar í stjórn­mál­um. Það er hins vegar líka þannig að við eigum að hlusta á sér­fræð­ing­ana.“

Þetta sagði Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og inn­við­a­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morg­un. Hann sagð­ist jafn­framt svekktur út í sjálfan sig, aðra þing­menn og sér­fræð­ing­ana í Banka­sýsl­unni.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar spurði hann meðal ann­ars af hverju hann hefði ekk­ert gert með við­var­anir Lilju Alfreðs­dóttur vara­for­manns flokks­ins og við­skipta­ráð­herra.

Auglýsing

Allir ráð­herrar höfðu sínar áhyggjur

Þor­gerður Katrín hóf mál sitt á því að segja að banka­sölu­málið tæki sífellt á sig skrýtn­ari mynd­ir. „Menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, upp­lýsti á þingi í gær að hún hefði ekki verið eini ráð­herr­ann sem hafði áhyggjur af sölu­ferl­inu. Aðrir ráð­herrar í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál, það er þau Katrín Jak­obs­dóttir og Bjarni Bene­dikts­son, hafi líka verið með sínar áhyggj­ur. Það voru fyrir okkur hér í þing­inu nýjar upp­lýs­ing­ar. Sem sagt: Allir ráð­herr­arnir höfðu sínar efa­semdir og sínar áhyggjur en gerðu ekk­ert til þess að upp­lýsa um þær áhyggjur sín­ar. Þeir upp­lýstu ekki þing­ið, ekki þing­flokka sína, ekki fjöl­miðla eða almenn­ing.

Við heyrðum síðan í morgun að fjár­mála­ráð­herra sló aðeins á efa­semd­irnar innan ráð­herra­hóps­ins en und­ir­liggj­andi er að efa­semdir og áhyggjur voru til stað­ar. Við heyrðum líka í gær að sam­starf og sam­vinna for­manns og vara­for­manns Fram­sóknar sé fram­úr­skar­andi. Það er náið og gott eins og mátti skilja á ræðu vara­for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. Það er auð­vitað afskap­lega ánægju­legt. For­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins hefur því eðli­lega vitað af áhyggjum við­skipta­ráð­herr­ans í ráð­herra­hópi um efna­hags­mál,“ sagði hún.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Þor­gerður Katrín spurði Sig­urð Inga af hverju for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins hefði ekk­ert gert með við­var­anir vara­for­manns­ins. Af hverju hefði inn­við­a­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins frekar tekið afstöðu með fjár­mála­ráð­herra og til­lögum hans en sínum eigin ráð­herra, sínum eigin vara­for­manni og auð­vitað nána og góða sam­starfs­manni?

Sér­fræð­ing­arnir brugð­ust

Sig­urður Ingi kom í pontu og sagði að það væri eitt að viðra vanga­veltur og athuga­semdir – og hafa áhyggj­ur. Það væri eðli máls­ins í stjórn­mál­um. Það væri hins vegar líka þannig að þau ættu að hlusta á sér­fræð­ing­ana.

„Sér­fræð­ing­arnir komu með ákveðna til­lögu. Við sem stjórn­mála­menn hljótum að spyrja hvort þær séu réttar og viðrum þá athuga­semdir okk­ar, áhyggj­ur, eftir atvikum spurn­ing­ar, setjum skil­yrði. Staðan er hins vegar að þrátt fyrir tals­vert mikla umræðu þá var því miður eng­inn, hvorki í ráð­herra­nefnd né rík­is­stjórn né hér í þing­inu, né heldur þegar sam­ráð var haft við allan almenn­ing í land­inu, alla sér­fræð­ing­ana, því miður eng­inn, og ég er svekktur út í sjálfan mig, ekki heldur í þessum sal, ekki heldur þeir þing­menn sem hæst hafa galað á síð­ustu dögum ...“ sagði Sig­urður Ingi en þurfti að gera hlé á máli sínu þegar ein­hver þing­maður greip fram í.

„Tal­að, afsak­ið,“ sagði hann. „Eng­inn benti á að það hefði verið skyn­sam­legt að setja lág­mark um það hversu hátt eða lágt þessir svoköll­uðu fag­fjár­festar ættu að geta keypt fyr­ir. Það setti eng­inn hug­myndir um slík skil­yrði, að það þyrftu að vera ein­hvers konar sið­ferði­leg við­mið. Lær­dómur okkar sem erum í póli­tík er ein­fald­lega sá að fjár­mála­mark­aðnum virð­ist því miður ekki vera treystandi. Við verðum að setja skil­yrði þannig að það sé ekk­ert svig­rúm til túlk­ana þegar kemur að því að selja,“ sagði hann og lauk máli sínu á að segja að honum fynd­ist sér­fræð­ing­arnir sem þau treystu hafa brugð­ist.

Ráð­herrar firra sig ábyrgð

Þor­gerður Katrín spurði í annað sinn og sagð­ist vera að reyna að rýna í svör ráð­herra. „Þetta er sem sagt Alþingi að kenna. Þetta er sem sagt sér­fræð­ing­unum að kenna. Það er þjóð­inni að kenna að rík­is­stjórnin klúðr­aði banka­sölu, þessu risa­hags­muna­máli fyrir alla þjóð­ina. Það var ekki rík­is­stjórn­in. Það var þjóð­in. Það voruð þið hérna, þing­heim­ur. Þið spurðuð ekki réttu spurn­ing­anna. Það voru sér­fræð­ing­arnir og það hefði átt að setja skil­yrði fyrir sið­ferð­is­leg við­mið.

Það vill svo til að í stjórn­sýslu­regl­um, sem ráð­herrar í rík­is­stjórn eiga að fara eft­ir, eru einmitt sið­ferð­is­leg við­mið. Það heitir hæf­is­regl­ur. Það heitir það að fylgja eftir rann­sókn­ar­skyldu sinni um það hvernig sölu­ferlið eigi að fara fram. Það er aumk­un­ar­vert að vera hér í þing­sal og heyra hvern ráð­herr­ann á fætur öðrum koma hingað upp og firra sig ábyrgð af öllu heila klabb­inu. Þið eruð í rík­is­stjórn. Þið eruð ekki sér­fræð­ingar úti í bæ,“ sagði hún.

Fram­kvæmdin mistókst

Sig­urður Ingi hóf seinna svar sitt á því að segja að hann hefði misst út úr sér orðið „gal­að“ þegar hann meinti „tal­að“.

„Svo kem ég núna og þarf að fara að svara fyrir það sem ég sagði áðan. Ég sagði: „Ég er svekktur á því að hafa ekki brugð­ist við,“ en ég benti á að það hefði eng­inn annar gert það heldur fyrr en eftir þetta,“ sagði hann og bætti því við að hann væri eftir á til­bú­inn að skrifa nákvæm­lega hvaða skil­yrði hefðu þurft að vera þarna til þess að þessir hlutir gengju eðli­lega fyrir sig.

„Ég er sann­færður um að þjóð­in, sem er ósátt við þessa fram­kvæmd, og það er ég líka, ósátt­ur, væri glöð yfir því ef við hefðum sett þau skil­yrði þar sem þetta væri skyn­sam­leg, flott aðgerð, meira virði fyrir þessa eign rík­is­ins. Við vorum að selja 22 pró­sent, það voru þarna ein­hver 1, 2, 3 pró­sent sem fengu þennan hlut og ég er ósáttur við það þó að hann sé svona lít­ill af því að mér finnst fram­kvæmdin hafa mis­tek­ist á þessu verki.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent