Afarkostir Pútíns bera árangur

Sum af stærstu dreifingarfyrirtækjum á jarðgasi í Evrópu hafa ákveðið að mæta kröfum Rússlandsforseta og borga fyrir gasinnflutning frá landinu í rússneskum rúblum. Fyrirkomulagið sér til þess að gengi gjaldmiðilsins haldist stöðugt, þrátt fyrir þvinganir

Vladimír Pútín, forseti Rússlands
Vladimír Pútín, forseti Rússlands
Auglýsing

Fjöldi evr­ópskra kaup­enda á jarð­gasi frá Rúss­landi hafa ákveðið að verða við afar­kostum frá rík­is­stjórn lands­ins og munu greiða fyrir gasið sitt í rúblum í kjöl­far þess að Rússar lok­uðu á gas­út­flutn­ing til Pól­lands og Búlgaríu þar sem þessum kröfum var ekki mætt. Þetta kemur fram í frétt frá Fin­ancial Times sem birt­ist í morg­un.

Sam­kvæmt frétt­inni eru tveir stærstu jarð­gas­kaup­endur í Evr­ópu – þýska orku­fyr­ir­tækið Uniper og aust­ur­ríska iðn­fyr­ir­tækið OMV – á meðal þeirra sem ætla að opna sér­staka banka­reikn­inga í rúblum til að geta greitt fyrir gasinn­flutn­ing­inn sinn frá Rúss­landi. Fyr­ir­tækin segja að mik­ill hiti hafi verið í samn­inga­við­ræðum á síð­ustu dög­um, þar sem stutt hafi verið í gjald­daga.

Fyrir tveimur dögum síðan til­kynnti rík­is­stjórn Rúss­lands að ekk­ert jarð­gas myndi flæða til Búlgaríu og Pól­lands, þar sem orku­dreif­ing­ar­fyr­ir­tæki land­anna neit­uðu að verða við þessum kröf­um. For­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins, Ursula von der Leyen, gagn­rýndi ákvörð­un­ina og sagði hana vera órétt­læt­an­lega og óásætt­an­lega í opin­berri til­kynn­ingu í gær­morg­un. For­sæt­is­ráð­herra Pól­lands, Mateusz Morawi­ecki, sagði svo ákvörð­un­ina vera „beina árás“ á land­ið.

Mögu­lega gegn við­skipta­þving­unum

Til­gangur ákvörð­unar Vla­dimír Pútíns, Rúss­lands­for­seta, um að krefj­ast greiðslna í rúblum er marg­þætt­ur, sam­kvæmt umfjöllun Fortune. Ann­ars vegar væri hann þjóð­hags­leg­ur, þar sem hægt yrði að styrkja gengi þjóð­ar­gjald­mið­ils Rússa ef fleiri aðilar eiga í við­skiptum með hann. Líkt og Kjarn­inn greindi frá hrundi virði rúblunnar á fyrstu dögum inn­rásar Rúss­lands í Úkra­ínu, en hefur náð aftur fyrri styrk síðan þá vegna gjald­eyr­is­hafta og mik­illa vaxta­hækk­ana í landinu.

Auglýsing

Hins vegar segir Fortune að til­gang­ur­inn sé einnig póli­tískur, þar sem ákvörð­unin myndi neyða evr­ópsk fyr­ir­tæki til að ganga að hans kröf­um. Slík eft­ir­gjöf gæti reynst fyr­ir­tækj­unum erf­ið, þar sem víð­tækar við­skipta­þving­anir á milli aðild­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins og Rúss­lands frá upp­hafi inn­rás­ar­inn­ar.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefur áður lýst því yfir að greiðsla á rúss­nesku jarð­gasi í rúblum gæti gengið gegn gild­andi við­skipta­þving­unum sam­bands­ríkj­anna við Rúss­land. Rík­is­stjórnir í Þýska­landi og Hollandi hafa hvatt fyr­ir­tæki í lönd­unum til að verða ekki við þessum kröf­um, en ítalska rík­is­stjórnin hefur ekki enn gefið upp hvort hún ætli að gera það eða ekki. Sam­kvæmt frétt FT þarf ítalska orku­fyr­ir­tækið ENI, sem er að meiri­hluta í almanna­eigu, að taka ákvörðun um málið fyrir lok maí­mán­að­ar.

Sam­kvæmt umfjöllun Guar­dian um málið gætu evr­ópsk fyr­ir­tæki sem hafa ákveðið að setja upp banka­reikn­inga í rúss­neskum bönkum til að verða við kröfum Rússa mögu­lega kom­ist hjá því að ganga gegn gild­andi við­skipta­þving­un­um. Slík und­an­komu­leið byggi á því hvort evrum sé skipt yfir í rúblur fyrir eða eftir að kaup á jarð­gas­inu hafi verið sam­þykkt.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent