Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021

Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.

Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Auglýsing

Kerf­is­lega mik­il­vægu bank­­arnir þrír: Lands­­bank­inn, Íslands­­­banki og Arion banka, lán­uðu sam­tals 80,5 millj­­arða króna til fyr­ir­tækja, að frá­­­dregnum upp- og umfram­greiðsl­u­m, á fyrstu fjórum mán­uðum árs­ins. Það er svipað og þeir lán­uðu sam­an­lagt til fyr­ir­tækja frá ágúst 2019 og fram til loka árs 2021, eða á 29 mán­aða tíma­bil­i. 

Á mars og apríl einum saman lán­uðu bank­arnir þrír 53,2 millj­arða króna til atvinnu­fyr­ir­tækja sem er meira en þeir lán­uðu slíkum sam­an­lagt á tveggja ára tíma­bili, frá byrjun árs 2020 og til síð­ustu ára­móta, en þá voru ný útlán 52 millj­arðar króna.

Þetta má lesa út úr nýbirtum hag­­tölum Seðla­­banka Íslands um banka­­kerf­ið. 

Útlán til atvinn­u­­fyr­ir­tækja að frá­­­dregnum upp- og umfram­greiðslum voru 25,4 millj­arðar króna í apr­íl, sem er 2,5 millj­örðum krónum minna en lánað var í mars. Sá mán­uður var þó stærsti útlána­mán­uður bank­ana þriggja  til fyr­ir­tækja síðan í ágúst 2018. 

Mesta aukn­ingin í apríl var til fast­eigna­fé­laga, sem fengu alls um 7,1 millj­arð króna í ný útlán nettó. Fyr­ir­tæki í verslu fengu 5,3 millj­arða króna og í sjáv­ar­út­vegi rúm­lega 4,9 millj­arða króna að lán­i. 

Lánað til bygg­inga­fyr­ir­tækja sem þurfa að byggja 35 þús­und íbúðir á ára­tug

Útlán til fyr­ir­tækja í bygg­ing­­ar­­starf­­semi og mann­­virkja­­gerð hafa líka tekið nokkuð vel við sér á síð­­­ustu mán­uð­­um. Sam­tals hafa verið lán­aðir 18,2 millj­­arðar króna inn í þann geira frá byrjun nóv­­em­ber 2021 og út mars síð­­ast­lið­inn. Þar af voru 11,6 millj­­arðar króna lán­aðir í febr­­ú­ar, mar­s og apr­íl.

Til að setja þá tölu í sam­hengi þá lán­uðu kerf­is­lega mik­il­vægu bank­­arnir þrír sam­tals 16,5 millj­­arða króna til fyr­ir­tækja í bygg­ing­­ar­­starf­­semi og mann­­virkja­­gerð allt árið 2019, síð­­asta heila árið fyrir kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur. 

Auglýsing
Á árunum 2020 og 2021 voru útlánin til geirans, að frá­­­dregnum upp- og umfram­greiðsl­um, hins vegar nei­­kvæð um 29,7 millj­­arða króna. Því er um mik­inn við­­snún­­ing að ræða. 

Sá við­­snún­­ingur er nauð­­syn­­legur í ljósi þeirrar stöðu sem ríkir á hús­næð­is­­mark­aði í dag vegna fram­boðs­skorts og gríð­ar­legra hækk­ana á hús­næð­is­verð­i. 

Í skýrslu sem starfs­hópur stjórn­valda um aðgerðir og umbætur á hús­næð­is­­mark­aði kynnti á opnum kynn­ing­­ar­fundi í síð­ustu viku kom fram að byggja þurfi 35 þús­und íbúðir á næstu tíu árum til að mæta fólks­fjölg­un. Til við­bótar þarf að mæta upp­safn­aðri þörf sem er metin á um 4.500 íbúð­ir. Bráða­birgða­mat hag­deildar Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar er að það þurfti að byggja 3.500 til 4.000 íbúðir á ári næstu fimm til tíu árin. Hún áætlar að 2.783 nýjar íbúðir komi á mark­að­inn á árinu 2022 og 3.098 íbúðir á árinu 2023. Í skýrsl­unni seg­ir: „Raun­ger­ist þær áætl­anir er ljóst að ekki verður byggt í takt við þörf og líkur til þess að upp­söfnuð íbúða­þörf muni aukast sem leitt getur af sér nei­kvæða þróun og áfram­hald­andi óstöð­ug­leika á hús­næð­is­mark­að­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent