Lík óskast

Formaður Reiðhjólabænda segir að öll mál sem kærð hafa verið til lögreglu þar sem farið sé fram á rannsókn á vítaverðu gáleysi við framúrakstur hafi verið látin niður falla. Jafnvel þótt myndband fylgi atvikinu.

Auglýsing

Það skortir lík í umferð­inni. En ekki hvaða lík sem er. Helst þarf þetta ákveðna lík að finn­ast í almennri umferð og vera af mann­eskju sem notar reið­hjól mikið til að kom­ast leiðar sinn­ar. Stað­reyndin er nefni­lega sú að það verður ekki fyrr en ein­hver hjólandi veg­far­andi lætur lífið í umferð­inni, að Lög­regla, Sam­göngu­stofa, Öku­kenn­ara­fé­lag Íslands og aðrir sem málið kemur við, fara hugs­an­lega að bregð­ast við og taka hlut­verk sín alvar­lega.

Dæmin um aðgerða­leysið eru mýmörg. Frá gild­is­töku nýrra laga hafa fjöl­mörg atvik verið kærð til lög­reglu þar sem farið er fram á rann­sókn á víta­verðu gáleysi við fram­úr­akst­ur. Öll slík mál hafa veið látin niður falla og því iðu­lega kennt um að rann­sókn skili ekki nægum sönn­un­ar­gögnum til að sak­fell­ing öku­manns telj­ist lík­leg. Jafn­vel þó með kærunni fylgi mynd­band af atvik­inu.

Nýlega var látin niður falla rann­sókn á ákveðnu umferð­ar­at­viki, sem gerð­ist þann 11. Júlí 2020. Þá ók öku­maður á vöru­bif­reið utan í hjól­reiða­mann við fram­úr­akstur nærri Borg í Gríms­nesi. Fram­úr­akst­ur­inn gerð­ist þar sem fram­úr­akstur er alger­lega bann­að­ar, af fjöl­mörgum ástæð­um. Þarna er ein­ungis ein akrein til stað­ar, afmörkuð af steyptum veg­könt­um, vegriði og heilli, óbrot­inni mið­línu. Gatna­mót eru í grennd og einnig tölu­vert um gang­andi veg­far­end­ur. Öllu þessu horfði öku­maður fram­hjá og sýndi mjög ein­beittan brota­vilja og hlýtur nú ekki svo mikið sem áminn­ingu fyr­ir.

Auglýsing
Lögreglu var til­kynnt um atvikið eins fljótt og mögu­legt var, tími bók­aður í kæru­mót­töku og grein­ar­góð skýrsla afhent rann­sókn­ar­lög­reglu­manni þar sem meðal ann­ars voru nafn­greind meira en 10 vitni. Ítar­leg lýs­ing var gefin á aðstæð­um, atvikum og allt það til staðar sem prýðir góða lög­reglu­skýrslu, en allt kom fyrir ekki. Jafn­vel myndefni af staðnum þar sem atvikið gerð­ist og sýnir aug­ljós­lega að fram­úr­akstur er með öllu bann­aður á einmitt þeim stað, breytti engu. Svona afgreiðsla á stór­hættu­legu fram­ferði öku­manns kallar á nokkrar spurn­ing­ar, sem áður­nefndir aðilar ættu að sjá sóma sinn í að veita full­nægj­andi svör við, helst áður en líkið finn­st:

  1. Getur verið að þegar öku­maður bif­reiðar er ekki kall­aður til skýrslu­töku fyrr en um 7 mán­uðum eftir að atvik er kært, sé við­kom­andi kannski búinn að gleyma flestu sem að gagni gat komið við rann­sókn máls­ins?
  2. Getur hugs­ast að vitni að atvik­inu hafi átt erfitt með að greina nákvæm­lega frá því hvar þau voru stödd eða hvað þau heyrðu og sáu þegar atvikið gerð­ist, 8 mán­uðum áður en rann­sókn máls­ins hóf­st?
  3. Er hægt að kalla þannig vinnu­brögð „rann­sókn”?
  4. Er hægt að hugsa sér að áverka­vott­orð frá slysa­mót­töku hafi ein­fald­lega of litla þýð­ingu þegar ekki er um að ræða dán­ar­vott­orð?
  5. Hverjum er ætlað að kenna nýjum öku­mönnum hvaða þýð­ingu nýlegar breyt­ingar á umferð­ar­lögum hafa?
  6. Hver ber ábyrgð á því að fylgja því eftir að áhrif laga­breyt­ing­anna séu kennd í öku­nám­inu?
  7. Hvernig geta öku­nemar kom­ist í gegnum fullt öku­nám og hlotið full öku­rétt­indi án þess að hafa nokkurn tíma upp­lifað akstur í grennd við hjólandi umferð?
  8. Eru ein­hver við­ur­lög við því að stunda stór­hættu­legan fram­úr­akstur þar sem hann er greini­lega bann­aður með bæði vegriði og heilli mið­línu?

Það er stað­reynd að allt of margir öku­menn kunna ekki eða van­virða vís­vit­andi þær reglur sem vernda líf og heilsu ann­arra veg­far­enda. Allt of margir aka eins og þeir eru van­ir, ekki eins og lög eða reglur segja til um. Þeir sem kunna regl­urnar eru allt of vilj­ugir til að brjóta þær, því brot á þessum umræddu reglum hafa engar afleið­ing­ar. Þeir sem eiga að fram­fylgja regl­unum eru alltof vilj­ugir til að sleppa því, sem ger­ist einnig án afleið­inga. Við hvert slíkt til­vik færumst við nær því að finna lík­ið.

Á meðan eng­inn fræðir nýja öku­menn um þær breyt­ingar sem hafa nýlega verið gerðar á umferð­ar­lög­um, er ekki hægt að ætl­ast til að fólk fari eftir þeim. Þegar hjólandi veg­far­endur eru sjálf­krafa afskrif­aðir og taldir ótrú­verðug vitni af þeirri einu ástæðu að hafa valið reið­hjól sem sinn ferða­máta og lög­regla reynir ekki einu sinni að ná tali af þeim, eru frekar litlar líkur á að fram­burður þeirra verði tek­inn alvar­lega. Á meðan eng­inn reynir að fram­fylgja lög­unum um að við fram­úr­akstur verði að vera að lág­marki 1,5 metrar frá bif­reið að reið­hjóli, stytt­ist biðin efir lík­fund­in­um.

Því miður hafa allt of fáir af þeim aðilum sem bera ábyrgð á öryggi hjólandi veg­far­enda sýnt því ein­hvern raun­veru­legan áhuga að hindra fyrsta dauða­slys­ið. Svo nú bíðum við bara. Er ein­hver sem býður sig fram?

Höf­undur er for­maður Reið­hjóla­bænda sem eru stærsta hjól­reiða­sam­fé­lag lands­ins, með tæp­lega 7.300 með­limi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar