Lík óskast

Formaður Reiðhjólabænda segir að öll mál sem kærð hafa verið til lögreglu þar sem farið sé fram á rannsókn á vítaverðu gáleysi við framúrakstur hafi verið látin niður falla. Jafnvel þótt myndband fylgi atvikinu.

Auglýsing

Það skortir lík í umferðinni. En ekki hvaða lík sem er. Helst þarf þetta ákveðna lík að finnast í almennri umferð og vera af manneskju sem notar reiðhjól mikið til að komast leiðar sinnar. Staðreyndin er nefnilega sú að það verður ekki fyrr en einhver hjólandi vegfarandi lætur lífið í umferðinni, að Lögregla, Samgöngustofa, Ökukennarafélag Íslands og aðrir sem málið kemur við, fara hugsanlega að bregðast við og taka hlutverk sín alvarlega.

Dæmin um aðgerðaleysið eru mýmörg. Frá gildistöku nýrra laga hafa fjölmörg atvik verið kærð til lögreglu þar sem farið er fram á rannsókn á vítaverðu gáleysi við framúrakstur. Öll slík mál hafa veið látin niður falla og því iðulega kennt um að rannsókn skili ekki nægum sönnunargögnum til að sakfelling ökumanns teljist líkleg. Jafnvel þó með kærunni fylgi myndband af atvikinu.

Nýlega var látin niður falla rannsókn á ákveðnu umferðaratviki, sem gerðist þann 11. Júlí 2020. Þá ók ökumaður á vörubifreið utan í hjólreiðamann við framúrakstur nærri Borg í Grímsnesi. Framúraksturinn gerðist þar sem framúrakstur er algerlega bannaðar, af fjölmörgum ástæðum. Þarna er einungis ein akrein til staðar, afmörkuð af steyptum vegköntum, vegriði og heilli, óbrotinni miðlínu. Gatnamót eru í grennd og einnig töluvert um gangandi vegfarendur. Öllu þessu horfði ökumaður framhjá og sýndi mjög einbeittan brotavilja og hlýtur nú ekki svo mikið sem áminningu fyrir.

Auglýsing
Lögreglu var tilkynnt um atvikið eins fljótt og mögulegt var, tími bókaður í kærumóttöku og greinargóð skýrsla afhent rannsóknarlögreglumanni þar sem meðal annars voru nafngreind meira en 10 vitni. Ítarleg lýsing var gefin á aðstæðum, atvikum og allt það til staðar sem prýðir góða lögregluskýrslu, en allt kom fyrir ekki. Jafnvel myndefni af staðnum þar sem atvikið gerðist og sýnir augljóslega að framúrakstur er með öllu bannaður á einmitt þeim stað, breytti engu. Svona afgreiðsla á stórhættulegu framferði ökumanns kallar á nokkrar spurningar, sem áðurnefndir aðilar ættu að sjá sóma sinn í að veita fullnægjandi svör við, helst áður en líkið finnst:

  1. Getur verið að þegar ökumaður bifreiðar er ekki kallaður til skýrslutöku fyrr en um 7 mánuðum eftir að atvik er kært, sé viðkomandi kannski búinn að gleyma flestu sem að gagni gat komið við rannsókn málsins?
  2. Getur hugsast að vitni að atvikinu hafi átt erfitt með að greina nákvæmlega frá því hvar þau voru stödd eða hvað þau heyrðu og sáu þegar atvikið gerðist, 8 mánuðum áður en rannsókn málsins hófst?
  3. Er hægt að kalla þannig vinnubrögð „rannsókn”?
  4. Er hægt að hugsa sér að áverkavottorð frá slysamóttöku hafi einfaldlega of litla þýðingu þegar ekki er um að ræða dánarvottorð?
  5. Hverjum er ætlað að kenna nýjum ökumönnum hvaða þýðingu nýlegar breytingar á umferðarlögum hafa?
  6. Hver ber ábyrgð á því að fylgja því eftir að áhrif lagabreytinganna séu kennd í ökunáminu?
  7. Hvernig geta ökunemar komist í gegnum fullt ökunám og hlotið full ökuréttindi án þess að hafa nokkurn tíma upplifað akstur í grennd við hjólandi umferð?
  8. Eru einhver viðurlög við því að stunda stórhættulegan framúrakstur þar sem hann er greinilega bannaður með bæði vegriði og heilli miðlínu?

Það er staðreynd að allt of margir ökumenn kunna ekki eða vanvirða vísvitandi þær reglur sem vernda líf og heilsu annarra vegfarenda. Allt of margir aka eins og þeir eru vanir, ekki eins og lög eða reglur segja til um. Þeir sem kunna reglurnar eru allt of viljugir til að brjóta þær, því brot á þessum umræddu reglum hafa engar afleiðingar. Þeir sem eiga að framfylgja reglunum eru alltof viljugir til að sleppa því, sem gerist einnig án afleiðinga. Við hvert slíkt tilvik færumst við nær því að finna líkið.

Á meðan enginn fræðir nýja ökumenn um þær breytingar sem hafa nýlega verið gerðar á umferðarlögum, er ekki hægt að ætlast til að fólk fari eftir þeim. Þegar hjólandi vegfarendur eru sjálfkrafa afskrifaðir og taldir ótrúverðug vitni af þeirri einu ástæðu að hafa valið reiðhjól sem sinn ferðamáta og lögregla reynir ekki einu sinni að ná tali af þeim, eru frekar litlar líkur á að framburður þeirra verði tekinn alvarlega. Á meðan enginn reynir að framfylgja lögunum um að við framúrakstur verði að vera að lágmarki 1,5 metrar frá bifreið að reiðhjóli, styttist biðin efir líkfundinum.

Því miður hafa allt of fáir af þeim aðilum sem bera ábyrgð á öryggi hjólandi vegfarenda sýnt því einhvern raunverulegan áhuga að hindra fyrsta dauðaslysið. Svo nú bíðum við bara. Er einhver sem býður sig fram?

Höfundur er formaður Reiðhjólabænda sem eru stærsta hjólreiðasamfélag landsins, með tæplega 7.300 meðlimi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar