Lík óskast

Formaður Reiðhjólabænda segir að öll mál sem kærð hafa verið til lögreglu þar sem farið sé fram á rannsókn á vítaverðu gáleysi við framúrakstur hafi verið látin niður falla. Jafnvel þótt myndband fylgi atvikinu.

Auglýsing

Það skortir lík í umferð­inni. En ekki hvaða lík sem er. Helst þarf þetta ákveðna lík að finn­ast í almennri umferð og vera af mann­eskju sem notar reið­hjól mikið til að kom­ast leiðar sinn­ar. Stað­reyndin er nefni­lega sú að það verður ekki fyrr en ein­hver hjólandi veg­far­andi lætur lífið í umferð­inni, að Lög­regla, Sam­göngu­stofa, Öku­kenn­ara­fé­lag Íslands og aðrir sem málið kemur við, fara hugs­an­lega að bregð­ast við og taka hlut­verk sín alvar­lega.

Dæmin um aðgerða­leysið eru mýmörg. Frá gild­is­töku nýrra laga hafa fjöl­mörg atvik verið kærð til lög­reglu þar sem farið er fram á rann­sókn á víta­verðu gáleysi við fram­úr­akst­ur. Öll slík mál hafa veið látin niður falla og því iðu­lega kennt um að rann­sókn skili ekki nægum sönn­un­ar­gögnum til að sak­fell­ing öku­manns telj­ist lík­leg. Jafn­vel þó með kærunni fylgi mynd­band af atvik­inu.

Nýlega var látin niður falla rann­sókn á ákveðnu umferð­ar­at­viki, sem gerð­ist þann 11. Júlí 2020. Þá ók öku­maður á vöru­bif­reið utan í hjól­reiða­mann við fram­úr­akstur nærri Borg í Gríms­nesi. Fram­úr­akst­ur­inn gerð­ist þar sem fram­úr­akstur er alger­lega bann­að­ar, af fjöl­mörgum ástæð­um. Þarna er ein­ungis ein akrein til stað­ar, afmörkuð af steyptum veg­könt­um, vegriði og heilli, óbrot­inni mið­línu. Gatna­mót eru í grennd og einnig tölu­vert um gang­andi veg­far­end­ur. Öllu þessu horfði öku­maður fram­hjá og sýndi mjög ein­beittan brota­vilja og hlýtur nú ekki svo mikið sem áminn­ingu fyr­ir.

Auglýsing
Lögreglu var til­kynnt um atvikið eins fljótt og mögu­legt var, tími bók­aður í kæru­mót­töku og grein­ar­góð skýrsla afhent rann­sókn­ar­lög­reglu­manni þar sem meðal ann­ars voru nafn­greind meira en 10 vitni. Ítar­leg lýs­ing var gefin á aðstæð­um, atvikum og allt það til staðar sem prýðir góða lög­reglu­skýrslu, en allt kom fyrir ekki. Jafn­vel myndefni af staðnum þar sem atvikið gerð­ist og sýnir aug­ljós­lega að fram­úr­akstur er með öllu bann­aður á einmitt þeim stað, breytti engu. Svona afgreiðsla á stór­hættu­legu fram­ferði öku­manns kallar á nokkrar spurn­ing­ar, sem áður­nefndir aðilar ættu að sjá sóma sinn í að veita full­nægj­andi svör við, helst áður en líkið finn­st:

  1. Getur verið að þegar öku­maður bif­reiðar er ekki kall­aður til skýrslu­töku fyrr en um 7 mán­uðum eftir að atvik er kært, sé við­kom­andi kannski búinn að gleyma flestu sem að gagni gat komið við rann­sókn máls­ins?
  2. Getur hugs­ast að vitni að atvik­inu hafi átt erfitt með að greina nákvæm­lega frá því hvar þau voru stödd eða hvað þau heyrðu og sáu þegar atvikið gerð­ist, 8 mán­uðum áður en rann­sókn máls­ins hóf­st?
  3. Er hægt að kalla þannig vinnu­brögð „rann­sókn”?
  4. Er hægt að hugsa sér að áverka­vott­orð frá slysa­mót­töku hafi ein­fald­lega of litla þýð­ingu þegar ekki er um að ræða dán­ar­vott­orð?
  5. Hverjum er ætlað að kenna nýjum öku­mönnum hvaða þýð­ingu nýlegar breyt­ingar á umferð­ar­lögum hafa?
  6. Hver ber ábyrgð á því að fylgja því eftir að áhrif laga­breyt­ing­anna séu kennd í öku­nám­inu?
  7. Hvernig geta öku­nemar kom­ist í gegnum fullt öku­nám og hlotið full öku­rétt­indi án þess að hafa nokkurn tíma upp­lifað akstur í grennd við hjólandi umferð?
  8. Eru ein­hver við­ur­lög við því að stunda stór­hættu­legan fram­úr­akstur þar sem hann er greini­lega bann­aður með bæði vegriði og heilli mið­línu?

Það er stað­reynd að allt of margir öku­menn kunna ekki eða van­virða vís­vit­andi þær reglur sem vernda líf og heilsu ann­arra veg­far­enda. Allt of margir aka eins og þeir eru van­ir, ekki eins og lög eða reglur segja til um. Þeir sem kunna regl­urnar eru allt of vilj­ugir til að brjóta þær, því brot á þessum umræddu reglum hafa engar afleið­ing­ar. Þeir sem eiga að fram­fylgja regl­unum eru alltof vilj­ugir til að sleppa því, sem ger­ist einnig án afleið­inga. Við hvert slíkt til­vik færumst við nær því að finna lík­ið.

Á meðan eng­inn fræðir nýja öku­menn um þær breyt­ingar sem hafa nýlega verið gerðar á umferð­ar­lög­um, er ekki hægt að ætl­ast til að fólk fari eftir þeim. Þegar hjólandi veg­far­endur eru sjálf­krafa afskrif­aðir og taldir ótrú­verðug vitni af þeirri einu ástæðu að hafa valið reið­hjól sem sinn ferða­máta og lög­regla reynir ekki einu sinni að ná tali af þeim, eru frekar litlar líkur á að fram­burður þeirra verði tek­inn alvar­lega. Á meðan eng­inn reynir að fram­fylgja lög­unum um að við fram­úr­akstur verði að vera að lág­marki 1,5 metrar frá bif­reið að reið­hjóli, stytt­ist biðin efir lík­fund­in­um.

Því miður hafa allt of fáir af þeim aðilum sem bera ábyrgð á öryggi hjólandi veg­far­enda sýnt því ein­hvern raun­veru­legan áhuga að hindra fyrsta dauða­slys­ið. Svo nú bíðum við bara. Er ein­hver sem býður sig fram?

Höf­undur er for­maður Reið­hjóla­bænda sem eru stærsta hjól­reiða­sam­fé­lag lands­ins, með tæp­lega 7.300 með­limi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar