Einkareknar forvarnir

Kári Árnason skrifar um forvarnir í heilbrigðiskerfinu og ósamræmi í ummælum og gjörðum heilbrigðisráðherra varðandi forvarnir

Auglýsing

Það hefur verið mjög áhuga­vert að fylgj­ast með opin­berri umræðu um heil­brigð­is­kerfið und­an­farna daga og vikur en umræðan hefur verið sér­stak­lega líf­leg eftir að nið­ur­stöður könn­unar BSRB um álit íslensku þjóð­ar­innar á rekstr­ar­formi heil­brigð­is­kerf­is­ins voru birt­ar. Nið­ur­stöð­urnar hvað varðar sjúkra­þjálfun, þá grunn­stoð heil­brigð­is­kerf­is­ins sem und­ir­rit­aður lifir og hrær­ist í, voru einkar áhuga­verðar en þar kom fram að 28,9% svar­enda vildu að hið opin­bera sæi fyrst og fremst um að reka sjúkra­þjálf­un­ar­þjón­ustu, 52,9% voru hlynnt blönd­uðu kerfi og ein­ungis 18,2% vildu að einka­að­ilar sæju um rekst­ur­inn. Und­an­farið hefur einmitt sá grunur læðst að und­ir­rit­uðum að almenn­ingur sé hreint ekki vel með­vit­aður um hvernig rekst­ur­inn í heil­brigð­is­kerf­inu er og hvernig hann hafi í raun og veru verið und­an­farna ára­tugi. Umræðan um tvö­falt kerfi þar sem hinir auð­ugu geta keypt sig fram fyrir í röð­inni poppar reglu­lega upp og oft er til­finn­ingin af umræð­unni sú að þegar fólk heyrir orðin heil­brigð­is­kerfi og einka­rekstur sett sam­an, þá virð­ist það sjá rautt án þess að átta sig almenni­lega á því hvernig málin í raun og veru standa. Heil­brigð­is­kerfið á Íslandi hefur nefni­lega verið bæði rekið af hinu opin­bera og einka­að­ilum í mjög langan tíma og sjúkra­þjálfun fyrir hinn almenna borg­ara fyrst og fremst verið rekin af einka­að­il­um.

Það hefur einnig verið áhuga­vert að heyra heil­brigð­is­ráð­herra og fleiri aðila, sem talað hafa sér­stak­lega máli opin­bera kerf­is­ins, tala um mik­il­vægi for­varna. Heil­brigð­is­ráð­herr­ann sagði t.d. í fréttum RÚV 27. maí sl., í umræðu um fjár­hags­vand­ræði hjúkr­un­ar­heim­il­anna, að það yrði að setja meira púður í for­varnir svo að eldra fólk gæti búið lengur sjálf­stætt í eigin hús­næði. For­maður BSRB nefndi einnig, í pistli í Morg­un­blað­inu laug­ar­dag­inn 5. júní sem sner­ist að stóru leyti um tak­mark­anir á frek­ari einka­væð­ingu í heil­brigð­is­kerf­inu, að við þyrftum að setja miklu meira í for­varn­ir. Bæði þessi ummæli skjóta skökku við þegar horft er á þá stað­reynd að allar sjúkra­þjálf­un­ar­stofur lands­ins sem sinna 1. stigs for­vörnum (for­varnir sem miða að því að koma í veg fyrir sjúk­dóma eða aðra lík­am­lega kvilla áður en þeir koma fram) og stuðla að lýð­heilsu eru einka­reknar og hafa verið í rúma þrjá áratugi. Áherslur heil­brigð­is­ráð­herra á auknar for­varnir eru að auki í engu sam­ræmi við ákvarð­anir hennar um að úti­loka hóp nýút­skrif­aðra sjúkra­þjálf­ara frá því að taka þátt í þessu mik­il­væga for­varn­ar­starfi.

Auglýsing
Líkt og áður hefur komið fram í fjöl­miðlum þá setti heil­brigð­is­ráð­herr­ann fyrr á þessu ári reglu­gerð sem gerði m.a. kröfu um tveggja ára starfs­reynslu sjúkra­þjálf­ara til þess að skjól­stæð­ingar þeirra ættu rétt á end­ur­greiðslu á kostn­aði frá Sjúkra­trygg­ingum Íslands. Nú stytt­ist í að hópur sjúkra­þjálf­ara útskrif­ist frá Háskóla Íslands og voru margir þeirra búnir að ráða sig á einka­stofur þar sem mikil þörf er á störfum þeirra, enda biðlistar langir, en vegna ákvörð­unar ráð­herr­ans verður ekk­ert úr því. Ákvörðun heil­brigð­is­ráð­herra um að gera þá kröfu að skjól­stæð­ingar sjúkra­þjálf­ara fram­vísi beiðni um sjúkra­þjálfun frá lækni til að fá þjón­usta nið­ur­greidda er að auki ekki í neinu sam­ræmi við áherslur á auknar for­varn­ir. Líkt og und­ir­rit­aður hefur fjallað um áður heldur það engu vatni að for­senda nið­ur­greiðslu SÍ á kostn­aði við sjúkra­þjálfun sé beiðni frá lækni enda hefur hinn venju­legi heim­il­is­læknir engar for­sendur til að meta hver þarf á aðstoð sjúkra­þjálf­ara að halda og hver ekki. Það kemur nefni­lega merki­legt oft fyrir að skjól­stæð­ingar und­ir­rit­aðs kvarta undan tregðu lækna við að útvega beiðni í sjúkra­þjálfun sem er ótrú­legt en satt. Þessi krafa um beiðni frá lækni eykur ein­ungis fjölda til­gangs­lausra ferða á heilsu­gæsl­una með til­heyr­andi kostn­aði og getur tafið upp­haf sjúkra­þjálf­un­ar­með­ferð­ar. 

Sjúkra­þjálf­arar eru nefni­lega sú stétt heil­brigð­is­starfs­fólks sem sinnir fyrst og fremst for­vörnum og stuðlar að auk­inni lýð­heilsu. Hvernig stendur á því að á sama tíma og ráð­herr­ann talar um mik­il­vægi for­varna að hún og hennar ráðu­neyti taki ákvarð­anir sem stuðli að skertu aðgengi fólks að for­vörn­um? Þessi síend­ur­tekna tugga um að það verði að setja meira púður í for­varnir er orðin ansi lúin. Það að him­in­inn sé blár er álíka vel þekkt stað­reynd og sú að for­varnir eru ódýr og hag­kvæmur kostur fyrir heil­brigð­is­kerf­ið. Það er hins vegar erfitt að gera kröfur um aukin gæði í þjón­ustu ef ekki er vilji til þess að setja við­eig­andi fjár­magn í þjón­ust­una, því líkt og ónefndur knatt­spyrnu­þjálf­ari sagði hér forðum daga “Þú býrð ekki til kjúklinga­salat úr kjúklinga­skít”. Því er ósk­andi að sá stjórn­mála­maður sem tekur við ráðu­neyti heil­brigð­is­mála eftir kosn­ing­arnar í haust hafi góðan smekk og sé til­bú­inn að fjár­festa í gæða hrá­efni í for­varna­sal­at­ið. Við þurfum öll á því að halda.

Höf­undur er sér­fræð­ingur í bækl­un­ar­sjúkra­þjálfun og aðjúnkt við Náms­braut í sjúkra­þjálfun við Háskóla Íslands. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar