Einkareknar forvarnir

Kári Árnason skrifar um forvarnir í heilbrigðiskerfinu og ósamræmi í ummælum og gjörðum heilbrigðisráðherra varðandi forvarnir

Auglýsing

Það hefur verið mjög áhugavert að fylgjast með opinberri umræðu um heilbrigðiskerfið undanfarna daga og vikur en umræðan hefur verið sérstaklega lífleg eftir að niðurstöður könnunar BSRB um álit íslensku þjóðarinnar á rekstrarformi heilbrigðiskerfisins voru birtar. Niðurstöðurnar hvað varðar sjúkraþjálfun, þá grunnstoð heilbrigðiskerfisins sem undirritaður lifir og hrærist í, voru einkar áhugaverðar en þar kom fram að 28,9% svarenda vildu að hið opinbera sæi fyrst og fremst um að reka sjúkraþjálfunarþjónustu, 52,9% voru hlynnt blönduðu kerfi og einungis 18,2% vildu að einkaaðilar sæju um reksturinn. Undanfarið hefur einmitt sá grunur læðst að undirrituðum að almenningur sé hreint ekki vel meðvitaður um hvernig reksturinn í heilbrigðiskerfinu er og hvernig hann hafi í raun og veru verið undanfarna áratugi. Umræðan um tvöfalt kerfi þar sem hinir auðugu geta keypt sig fram fyrir í röðinni poppar reglulega upp og oft er tilfinningin af umræðunni sú að þegar fólk heyrir orðin heilbrigðiskerfi og einkarekstur sett saman, þá virðist það sjá rautt án þess að átta sig almennilega á því hvernig málin í raun og veru standa. Heilbrigðiskerfið á Íslandi hefur nefnilega verið bæði rekið af hinu opinbera og einkaaðilum í mjög langan tíma og sjúkraþjálfun fyrir hinn almenna borgara fyrst og fremst verið rekin af einkaaðilum.

Það hefur einnig verið áhugavert að heyra heilbrigðisráðherra og fleiri aðila, sem talað hafa sérstaklega máli opinbera kerfisins, tala um mikilvægi forvarna. Heilbrigðisráðherrann sagði t.d. í fréttum RÚV 27. maí sl., í umræðu um fjárhagsvandræði hjúkrunarheimilanna, að það yrði að setja meira púður í forvarnir svo að eldra fólk gæti búið lengur sjálfstætt í eigin húsnæði. Formaður BSRB nefndi einnig, í pistli í Morgunblaðinu laugardaginn 5. júní sem snerist að stóru leyti um takmarkanir á frekari einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, að við þyrftum að setja miklu meira í forvarnir. Bæði þessi ummæli skjóta skökku við þegar horft er á þá staðreynd að allar sjúkraþjálfunarstofur landsins sem sinna 1. stigs forvörnum (forvarnir sem miða að því að koma í veg fyrir sjúkdóma eða aðra líkamlega kvilla áður en þeir koma fram) og stuðla að lýðheilsu eru einkareknar og hafa verið í rúma þrjá áratugi. Áherslur heilbrigðisráðherra á auknar forvarnir eru að auki í engu samræmi við ákvarðanir hennar um að útiloka hóp nýútskrifaðra sjúkraþjálfara frá því að taka þátt í þessu mikilvæga forvarnarstarfi.

Auglýsing
Líkt og áður hefur komið fram í fjölmiðlum þá setti heilbrigðisráðherrann fyrr á þessu ári reglugerð sem gerði m.a. kröfu um tveggja ára starfsreynslu sjúkraþjálfara til þess að skjólstæðingar þeirra ættu rétt á endurgreiðslu á kostnaði frá Sjúkratryggingum Íslands. Nú styttist í að hópur sjúkraþjálfara útskrifist frá Háskóla Íslands og voru margir þeirra búnir að ráða sig á einkastofur þar sem mikil þörf er á störfum þeirra, enda biðlistar langir, en vegna ákvörðunar ráðherrans verður ekkert úr því. Ákvörðun heilbrigðisráðherra um að gera þá kröfu að skjólstæðingar sjúkraþjálfara framvísi beiðni um sjúkraþjálfun frá lækni til að fá þjónusta niðurgreidda er að auki ekki í neinu samræmi við áherslur á auknar forvarnir. Líkt og undirritaður hefur fjallað um áður heldur það engu vatni að forsenda niðurgreiðslu SÍ á kostnaði við sjúkraþjálfun sé beiðni frá lækni enda hefur hinn venjulegi heimilislæknir engar forsendur til að meta hver þarf á aðstoð sjúkraþjálfara að halda og hver ekki. Það kemur nefnilega merkilegt oft fyrir að skjólstæðingar undirritaðs kvarta undan tregðu lækna við að útvega beiðni í sjúkraþjálfun sem er ótrúlegt en satt. Þessi krafa um beiðni frá lækni eykur einungis fjölda tilgangslausra ferða á heilsugæsluna með tilheyrandi kostnaði og getur tafið upphaf sjúkraþjálfunarmeðferðar. 

Sjúkraþjálfarar eru nefnilega sú stétt heilbrigðisstarfsfólks sem sinnir fyrst og fremst forvörnum og stuðlar að aukinni lýðheilsu. Hvernig stendur á því að á sama tíma og ráðherrann talar um mikilvægi forvarna að hún og hennar ráðuneyti taki ákvarðanir sem stuðli að skertu aðgengi fólks að forvörnum? Þessi síendurtekna tugga um að það verði að setja meira púður í forvarnir er orðin ansi lúin. Það að himininn sé blár er álíka vel þekkt staðreynd og sú að forvarnir eru ódýr og hagkvæmur kostur fyrir heilbrigðiskerfið. Það er hins vegar erfitt að gera kröfur um aukin gæði í þjónustu ef ekki er vilji til þess að setja viðeigandi fjármagn í þjónustuna, því líkt og ónefndur knattspyrnuþjálfari sagði hér forðum daga “Þú býrð ekki til kjúklingasalat úr kjúklingaskít”. Því er óskandi að sá stjórnmálamaður sem tekur við ráðuneyti heilbrigðismála eftir kosningarnar í haust hafi góðan smekk og sé tilbúinn að fjárfesta í gæða hráefni í forvarnasalatið. Við þurfum öll á því að halda.

Höfundur er sérfræðingur í bæklunarsjúkraþjálfun og aðjúnkt við Námsbraut í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar