Einkareknar forvarnir

Kári Árnason skrifar um forvarnir í heilbrigðiskerfinu og ósamræmi í ummælum og gjörðum heilbrigðisráðherra varðandi forvarnir

Auglýsing

Það hefur verið mjög áhuga­vert að fylgj­ast með opin­berri umræðu um heil­brigð­is­kerfið und­an­farna daga og vikur en umræðan hefur verið sér­stak­lega líf­leg eftir að nið­ur­stöður könn­unar BSRB um álit íslensku þjóð­ar­innar á rekstr­ar­formi heil­brigð­is­kerf­is­ins voru birt­ar. Nið­ur­stöð­urnar hvað varðar sjúkra­þjálfun, þá grunn­stoð heil­brigð­is­kerf­is­ins sem und­ir­rit­aður lifir og hrær­ist í, voru einkar áhuga­verðar en þar kom fram að 28,9% svar­enda vildu að hið opin­bera sæi fyrst og fremst um að reka sjúkra­þjálf­un­ar­þjón­ustu, 52,9% voru hlynnt blönd­uðu kerfi og ein­ungis 18,2% vildu að einka­að­ilar sæju um rekst­ur­inn. Und­an­farið hefur einmitt sá grunur læðst að und­ir­rit­uðum að almenn­ingur sé hreint ekki vel með­vit­aður um hvernig rekst­ur­inn í heil­brigð­is­kerf­inu er og hvernig hann hafi í raun og veru verið und­an­farna ára­tugi. Umræðan um tvö­falt kerfi þar sem hinir auð­ugu geta keypt sig fram fyrir í röð­inni poppar reglu­lega upp og oft er til­finn­ingin af umræð­unni sú að þegar fólk heyrir orðin heil­brigð­is­kerfi og einka­rekstur sett sam­an, þá virð­ist það sjá rautt án þess að átta sig almenni­lega á því hvernig málin í raun og veru standa. Heil­brigð­is­kerfið á Íslandi hefur nefni­lega verið bæði rekið af hinu opin­bera og einka­að­ilum í mjög langan tíma og sjúkra­þjálfun fyrir hinn almenna borg­ara fyrst og fremst verið rekin af einka­að­il­um.

Það hefur einnig verið áhuga­vert að heyra heil­brigð­is­ráð­herra og fleiri aðila, sem talað hafa sér­stak­lega máli opin­bera kerf­is­ins, tala um mik­il­vægi for­varna. Heil­brigð­is­ráð­herr­ann sagði t.d. í fréttum RÚV 27. maí sl., í umræðu um fjár­hags­vand­ræði hjúkr­un­ar­heim­il­anna, að það yrði að setja meira púður í for­varnir svo að eldra fólk gæti búið lengur sjálf­stætt í eigin hús­næði. For­maður BSRB nefndi einnig, í pistli í Morg­un­blað­inu laug­ar­dag­inn 5. júní sem sner­ist að stóru leyti um tak­mark­anir á frek­ari einka­væð­ingu í heil­brigð­is­kerf­inu, að við þyrftum að setja miklu meira í for­varn­ir. Bæði þessi ummæli skjóta skökku við þegar horft er á þá stað­reynd að allar sjúkra­þjálf­un­ar­stofur lands­ins sem sinna 1. stigs for­vörnum (for­varnir sem miða að því að koma í veg fyrir sjúk­dóma eða aðra lík­am­lega kvilla áður en þeir koma fram) og stuðla að lýð­heilsu eru einka­reknar og hafa verið í rúma þrjá áratugi. Áherslur heil­brigð­is­ráð­herra á auknar for­varnir eru að auki í engu sam­ræmi við ákvarð­anir hennar um að úti­loka hóp nýút­skrif­aðra sjúkra­þjálf­ara frá því að taka þátt í þessu mik­il­væga for­varn­ar­starfi.

Auglýsing
Líkt og áður hefur komið fram í fjöl­miðlum þá setti heil­brigð­is­ráð­herr­ann fyrr á þessu ári reglu­gerð sem gerði m.a. kröfu um tveggja ára starfs­reynslu sjúkra­þjálf­ara til þess að skjól­stæð­ingar þeirra ættu rétt á end­ur­greiðslu á kostn­aði frá Sjúkra­trygg­ingum Íslands. Nú stytt­ist í að hópur sjúkra­þjálf­ara útskrif­ist frá Háskóla Íslands og voru margir þeirra búnir að ráða sig á einka­stofur þar sem mikil þörf er á störfum þeirra, enda biðlistar langir, en vegna ákvörð­unar ráð­herr­ans verður ekk­ert úr því. Ákvörðun heil­brigð­is­ráð­herra um að gera þá kröfu að skjól­stæð­ingar sjúkra­þjálf­ara fram­vísi beiðni um sjúkra­þjálfun frá lækni til að fá þjón­usta nið­ur­greidda er að auki ekki í neinu sam­ræmi við áherslur á auknar for­varn­ir. Líkt og und­ir­rit­aður hefur fjallað um áður heldur það engu vatni að for­senda nið­ur­greiðslu SÍ á kostn­aði við sjúkra­þjálfun sé beiðni frá lækni enda hefur hinn venju­legi heim­il­is­læknir engar for­sendur til að meta hver þarf á aðstoð sjúkra­þjálf­ara að halda og hver ekki. Það kemur nefni­lega merki­legt oft fyrir að skjól­stæð­ingar und­ir­rit­aðs kvarta undan tregðu lækna við að útvega beiðni í sjúkra­þjálfun sem er ótrú­legt en satt. Þessi krafa um beiðni frá lækni eykur ein­ungis fjölda til­gangs­lausra ferða á heilsu­gæsl­una með til­heyr­andi kostn­aði og getur tafið upp­haf sjúkra­þjálf­un­ar­með­ferð­ar. 

Sjúkra­þjálf­arar eru nefni­lega sú stétt heil­brigð­is­starfs­fólks sem sinnir fyrst og fremst for­vörnum og stuðlar að auk­inni lýð­heilsu. Hvernig stendur á því að á sama tíma og ráð­herr­ann talar um mik­il­vægi for­varna að hún og hennar ráðu­neyti taki ákvarð­anir sem stuðli að skertu aðgengi fólks að for­vörn­um? Þessi síend­ur­tekna tugga um að það verði að setja meira púður í for­varnir er orðin ansi lúin. Það að him­in­inn sé blár er álíka vel þekkt stað­reynd og sú að for­varnir eru ódýr og hag­kvæmur kostur fyrir heil­brigð­is­kerf­ið. Það er hins vegar erfitt að gera kröfur um aukin gæði í þjón­ustu ef ekki er vilji til þess að setja við­eig­andi fjár­magn í þjón­ust­una, því líkt og ónefndur knatt­spyrnu­þjálf­ari sagði hér forðum daga “Þú býrð ekki til kjúklinga­salat úr kjúklinga­skít”. Því er ósk­andi að sá stjórn­mála­maður sem tekur við ráðu­neyti heil­brigð­is­mála eftir kosn­ing­arnar í haust hafi góðan smekk og sé til­bú­inn að fjár­festa í gæða hrá­efni í for­varna­sal­at­ið. Við þurfum öll á því að halda.

Höf­undur er sér­fræð­ingur í bækl­un­ar­sjúkra­þjálfun og aðjúnkt við Náms­braut í sjúkra­þjálfun við Háskóla Íslands. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar