Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum

Jón Gnarr tekur fyrir hina svokölluðu Íslandssögu í pistlaröð. Áttundi pistill Jóns fjallar um að skálda í eyðurnar.

Auglýsing

Því er gjarnan haldið fram að heim­ildir um okkar svo­kall­aða land­nám sé mjög traustar og trú­verð­ug­ar. Margir taka þessu sem heilögum sann­leika.

Upp­lýs­ingar um land­nám Íslands eru að mestu teknar úr tveimur forn­rit­um. Ann­ars vegar Íslend­inga­bók Ara Fróða Þor­gils­sonar sem talin er hafa verið skrifuð á árunum 1122-32 og hins vegar Land­náma­bók. Eng­inn veit hver samdi hana upp­runa­lega en þekktasta útgáfa hennar er útgáfa Sturlu Þórð­ar­sonar frá 13 öld.

Þótt höf­undar leggi mikla áherslu á að heim­ild­ar­menn þeirra sé traustir þá get ég nú ekki annað en efast um það. Ari fróði á að hafa byrjað að skrifa Íslend­inga­bók 1122. Ef við göngum út frá því að landið hafi verið numið fólki 872 þá er hann að skrifa um atburði sem eiga að hafa gerst 250 árum áður. Það er ekk­ert smá­ræðis tíma­bil. Það er eins og við ætl­uðum núna að rekja, án nokk­urra heim­ilda og bara eftir munn­mæl­um, eitt­hvað sem gerð­ist 1770. Ef við höfum það líka í huga að lífslíkur á þessum tíma voru ekki nema 50-60 ár þá eru kyn­slóð­irnar orðnar 4 eða jafn­vel 5. Það er svona einsog ég ætti að setj­ast niður með ein­hverjum og segja frá langöfum mínum og ömm­um. Þrátt fyrir aðgengi að ítar­legri heim­ilda­skrám og ritum en þekkt­ust á mið­öldum og inter­net­inu þá veit ég ákaf­lega lítið um þetta fólk. En ef mér væri stillt upp við vegg þá gæti ég alveg logið ein­hverju upp. Ég myndi auð­vitað reyna að hafa það upp­lífg­andi og jákvætt. En sann­leiks­gildið væri vafa­samt. Ef ég hefði þekkt afa mína og þeir sagt mér frá öfum sínum og ömmum þá væru þær frá­sagnir líka lit­aðar af þeirra upp­lif­un­um. Við höfum eðl­is­læga til­hneig­ingu, sér­stak­lega þegar við segjum frá okkar eigin fólki, að draga úr því nei­kvæða en ýkja hið jákvæða og skemmti­lega. Við reynum með­vitað að gleyma því sem lætur okkur líða illa. Það hefur jafn­vel verið ákveðin aðferð­ar­fræði við að takast á við áföll. Ef ég gruna mann um að vera barn­a­níð­ing þá skiptir eig­in­lega engu máli hvað ég er viss um það í hjarta mínu, ég get ekki ámálgað það nema hafa ein­hverjar sann­anir fyrir því. En ef ég gruna sama mann um að vera skemmti­legan sögu­mann þá get ég óhikað talað um það við hvern sem er.

Auglýsing
Mér sýn­ist nú flest fræða­fólk sam­mála um það að þessar bækur tvær séu vafa­samur sann­leik­ur. Það segir ekk­ert um litt­er­a­t­úrískt gildi þeirra. Það segir ekki að þau hafi gagn­gert verið samin af illum ásetn­ingi og til að blekkja. Miklu frekar eru þau hafi verið sam­an­sett úr brota­brot­um, flökku­sögum og góðum ásetn­ingi fólks sem þótt­ist muna meira en það raun­veru­lega gerði. Mark­miðið var að segja sögu. En samt bjó líka póli­tískur til­gangur að baki, heitar til­finn­ingar og háleitar hug­sjón­ir.

Annar mjög stór vandi varð­andi þessar tvær bækur eins og flest önnur forn­rit okkar er að frum­ritin eru glötuð og við eigum aðeins seinni tíma afrit­an­ir. Einn afkasta­mesti afrit­ari íslenskra forn­rita var nán­ast algjör­lega óþekktur mað­ur; Jón Erlends­son prest­ur. Um hann er ákaf­lega fátt vit­að. En hann vann að þessum skrifum fyrir Brynjólf Sveins­son bisk­up. Miklu meira er vitað um Brynjólf en Jón. Brynjólfur var fróð­leiks­fús en líka ofsa­trú­ar­maður og kven­hat­ari eins og algengt var með marga menn á þessum tíma. Hann var biskup á meðan Stóri­dómur gilti á Íslandi og yfir 50 menn og konur voru líf­látin fyrir hór­dóms­brot og fjöldi fólks og sér­stak­lega kven­fólk þurfti að þola hræði­legt órétt­læti. Brynjólfur gift­ist náfrænku sinni og þurfti sér­staka und­an­þágu til hjú­skap­ar­ins. Saman eign­uð­ust þau Ragn­heiði og skoðun margra að Brynjólfur hafi komið ein­stak­lega illa fram við hana og sér­stak­lega eftir að hún varð barnshaf­andi rétt tví­tug og ógift.

Ég hef ekki farið í graf­götur með það að ég held að land­nám Íslands hafi verið með allt öðrum hætti en almennt er talið og landið hafi byggst mest upp af rétt­lausu verka­fólki og þrælum sem hafi bara verið send hing­að. Að halda því fram að það hafi verið fram­taks­samir vík­inga­bændur og höfð­ingjar sem flykkt­ust hingað því þeir sáu svo mörg spenn­andi tæki­færi í land­bún­aði hér er algjör mein­villa. Ísland hentar ekki til land­bún­að­ar, bæði er veðrið hér vont og sum­urin stutt og köld. Íslenskur jarð­vegur er rýr og nær­ing­ar­laus og eldsum­brot, gos og ösku­fall er reglu­leg ávísun á upp­skeru­brest.

Ég held að þjóð­sagan um land­námið hafi upp­haf­lega verið samin til að skapa hér eitt­hvað hópefli, að við værum ekki varn­ar­laust fólk og afkom­endur þræla og ill­menna heldur sjálf­stætt fólk sem var ekki til­neytt til að vera hér heldur valdi það sjálft. Ísland var á þeim tíma ein­ungis fylki í Nor­egi sem tald­ist þar til krumma­skuða og þar leit fólk gjarnan niður á okkur og þá gjarnan vegna upp­runans. Eflaust hefur sumt af því land­náms­fólki, sem upp er talið, verið raun­veru­legt en ég á bágt með að trúa að það hafi verið þeir spaðar sem sagt er og líf þess frekar ótta­legt hokur og býli þeirra frekar kot sem hrúgað var upp með torfi og grjóti. Megnið af þeim nöfnum sem talin eru upp held ég þó að séu til­bún­ingur og mark­mið höf­undar að búa til ákveð­inn fjölda fólks í póli­tískri bar­áttu gagn­vart yfir­völdum í Nor­egi, tryggja reglu­legar skipa­sam­göngur og laga­lega stöðu fólks­ins hér, sem hafði nátt­úr­lega verið rétt­leys­ingjar frá upp­hafi. Yfir­völd í Nor­egi höfðu tak­mark­aða getu til að stað­festa eða kanna trú­verð­ug­leika upp­lýs­inga sem héðan komu og neydd­ust til að taka þetta trú­an­lega. Þetta var seinna kallað hreppapóli­tík og kjör­dæma­pot, alls­konar meðul en á end­anum til bóta fyrir hrepp­inn og íbúa hans. Þessi aðferð virð­ist hafa virkað vel og það held ég að sé aðal ástæðan fyrir því að henni var haldið áfram og fólk átt­aði sig á því hvernig það gat nýtt sér skáld­skap til að skapa sam­fé­lag og sjálfs­virð­ingu. Hér eru mörkin á milli skáld­skapar og lygi mjög óljós. Þegar við sköpum gervi­fólk þá byrjað það oft sem lygi sem verður smátt og smátt og með tím­anum skáld­skap­ur. Lygi er ekk­ert alltaf slæm. Þegar blóð­ugur maður spurði mig einu sinni, með krepptan hnefa á lofti, þar sem ég sat ung­lingur fyrir utan Hlemm um miðja nótt, hvort ég væri strákur eða stelpa þá sagð­ist ég auð­vitað vera stelpa. Hann sagði að þar væri ég hepp­inn því hann lemdi ekki stelp­ur. En hann bætti því líka við að ég væri sú ljótasta stelpa sem hann hefði séð.

Þetta ferli í þroska­sögu þjóðar er líka að eiga sér stað á sama tíma og kristin trú er að festa hér ræt­ur. Fyrir tíma hennar trúði fólk bara á stokka og steina. Með kristn­inni er það í fyrsta sinn kynnt fyrir sam­ræmdri hug­mynda­fræði sem bland­að­ist smátt og smátt þjóð­trúnni. Jesú var í upp­hafi aðeins einn af fjöl­mörgum öðrum guðum og nátt­úru­vætt­um. Við sjáum þess til dæmis skýr merki í íslenskum skart­gripum og helgi­munum frá þessum tíma. Margir þekkja silf­ur­kross­inn sem er líka Þórs­hamar eða stytt­una af Frey sem heldur á krossi á hvolfi.

Með kristn­inni kemur trúin á ímynd­aðar per­sónur frá útlönd­um; Jesú og Maríu mömmu hans, Pál post­ula og her dýr­linga. For­feður og mæður okkar höfðu engar hand­bærar sann­anir fyrir til­veru þessa fólks heldur var það til­neytt til að trúa eða ekki, sem er í raun nákvæm­lega sama aðferð og við not­uðum sjálf gagn­vart Nor­egi og öðrum þjóð­um. Þetta var sjálfs­bjarg­ar­við­leitni sem knúin var áfram af útsjón­ar­semi og hug­mynda­auðgi, þar sem hik­laust var skáldað í allar eyður eftir þörfum og kryddað trú. Kristin trú og heið­inn siður runnu hér saman í eitt og þar var Egill Skalla­gríms­son jafn raun­veru­legur maður af holdi og blóði og Jóhannes skír­ari.

Saga Íslands er ekki histor­ía. Hún er saga eins og orðið ber með sér. Saga og historía eru tvö ólík hug­tök en hér er þeim steypt saman í eitt. Í örvænt­ing­ar­fullum til­raunum sínum við að reyna að rækta eitt­hvað hér í rok­inu, myrkr­inu og kuld­anum komst fólk að því að það eina sem hægt er að rækta hér af ein­hverju ráði er skáld­skap­ur.

Orð­takið „að skálda í eyð­urn­ar” verður til í öll þau fjöl­mörgu skipti sem Íslands­sagan hefur verið end­ur­skrifuð eftir gömlum heim­ildum sem síðan „týnd­ust.”

Ísland er fyrst og fremst hug­mynd. Fólk getur trúað á þessa hug­mynd eða ekki en það er þó frekar ætl­ast til þess að maður geri það. Við höfum enga þol­in­mæði gagn­vart trú­vill­ingum og hvað þá -leys­ingj­um. Ísland er bók­stafs­trú­ar­sam­fé­lag þar sem efa­hyggju­fólk er hik­laust útskúfað úr sam­fé­lagi hinna trú­uðu. Alveg eins og gert er í öllum öðrum alvöru sér­trú­ar­söfn­uð­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit