Stóra skákin – Átökin í kringum Kína

Jón Ormur Halldórsson segir að ekki sé lengur hægt að útiloka að til afdrifaríkra átaka geti komið í kringum Kína.

Auglýsing

Ævin­týra­lega ör upp­gangur ríkja í Austur og Suð­austur Asíu hefur hvílt á alþjóð­legum kerfum í póli­tík, við­skiptum og hern­aði. Mörg þess­ara kerfa eru farin að riðl­ast. Þetta er fyrst og fremst vegna vax­andi fyr­ir­ferð Kína og nýlegra við­bragða ann­arra við henni þótt fleira komi til enda eru fleiri ríki í örum vexti. Kerfin hafa sýnt mikið þan­þol en nú virð­ist sumt vera að bresta. Veru­legar breyt­ingar eru því í vænd­um. Ekki er lengur hægt að úti­loka að til afdrifa­ríkra átaka geti komið í kringum Kína þótt varla verði það alveg á næstu árum. 

Trump eða Xi?

Sam­búð Kína og Banda­ríkj­anna versn­aði stór­lega á valda­tíma Trumps. Þetta má þó enn frekar rekja til breyt­inga á utan­ríkis og efna­hags­stefnu Kín­verja undir stjórn Xi Jin­p­ing. Þar kemur einkum tvennt til. Annað er mjög aukin póli­tísk mið­stýr­ing í atvinnu­lífi sem og stjórn­mál­um. Hitt er að Kína virð­ist liggja öllu meira á en áður. Í stað frekar hik­andi stefnu í alþjóða­málum vilja Kín­verjar nú ná sem fyrst alþjóð­legum áhrifum í ein­hverju sam­ræmi við stærð og efna­hag rík­is­ins. 

Fram­ganga Kín­verja kann að vera úthugsuð en hún ein­kenn­ist samt tals­vert af klaufa­skap og stundum af litlum skiln­ingi á öðrum ríkjum eins og til dæmis hefur sést í furðu­legri fram­göngu Kína gagn­vart Ástr­alíu að und­an­förnu. Hið svo­nefnda Belti og braut verk­efni sem nær til allra heims­álfa hefur líka almennt gengið illa og komið Kína í vand­ræði. Stjórn Biden fylgir í raun áfram svip­aðri stefnu og stjórn Trumps þótt áferð hennar sé önnur og gefi meiri mögu­leika á sam­starfi við Pek­ing. Áherslan nú er þó mest á að afla banda­manna til að sporna við vax­andi áhrifum Kína. 

Stjórn Biden hefur fylgt sömu stefnu og stjórn Trump gerði. Mynd: EPA

Tvö mál og kafla­skil

Frá sjón­ar­hóli Banda­ríkj­anna snú­ast málin um tvö úrslita­at­riði sem skipta heim­inn miklu máli. Annað er hvort Kína skákar áhrifum og her­valdi Banda­ríkj­anna og verður ráð­andi stór­veldi í Asíu. Hitt er hvort Kína verður leið­andi í hátækni í heim­inum og grafi þar með undan arð­bærasta hluta atvinnu­lífs Banda­ríkj­anna.

Þetta eru greini­lega lang­tíma­mark­mið Kína. Efna­hags­lega mark­miðið er eðli­legt fyrir land sem hefur fyrst og fremst þjónað sem verk­taki á neðri stigum virð­is­keðja í heims­við­skiptum þótt það sé ört að breyt­ast. Póli­tíska mark­miðið er skilj­an­legt vegna stærðar Kína og vax­andi þarfa lands­ins fyrir víð­tæka hags­muna­gæslu. Að auki kemur sú ein­falda stað­reyndar að Kína er í Asíu en Banda­ríkin ekki. Því væri ekki síður eðli­legt að spyrja um ástæður Banda­ríkj­anna fyrir að vilja vera ráð­andi her­veldi í Asíu. Nái Kína þessum póli­tísku, hern­að­ar­legu og efna­hags­legu mark­miðum myndi það þýða kafla­skil í alþjóða­mál­um.

Vax­andi áhyggjur

Margir sér­fræð­ingar í heims­málum telja veru­legar líkur á hern­að­ar­á­tökum í Austur Asíu á næstu árum eða í það minnsta á næstu ára­tug­um. Kenn­ingar manna eins og John Mears­heimer hafa notið vax­andi athygli að und­an­förnu, ekki síst vegna þess að gamlar spár hans um versn­andi sam­búð Banda­ríkj­anna og Kína hafa sum­part ræst. Hann seg­ist nú ótt­ast enn meira en áður að stríð brjót­ist út í kringum Kína þótt hann telji það ekki sér­lega lík­legt alveg á næstu árum. Annar þekktur fræði­mað­ur, Clyde Prestowitz, segir í nýút­kominni bók að upp­gangur Kína sé erf­ið­asta og hættu­leg­asta ógn sem Banda­ríkin hafi nokkru sinni staðið frammi fyr­ir.

Auglýsing
Átök á milli Kína og Vest­ur­landa verð án efa eitt helsta ein­kenni alþjóða­kerf­is­ins næstu ára­tugi. Í Asíu má raunar víða rekast á þá skoðun að Vest­ur­lönd muni ekki skipta miklu máli fyrir fram­tíð Asíu. Frekar er þá spurt hvernig stór eða öflug ríki eins og Ind­land, Jap­an, Suð­ur­-Kór­ea, Indónesía, Ástr­alía og fleiri ríki bregð­ist við Kína og aðlagi sig vax­andi áhrifum lands­ins.

Flota­veldi Banda­ríkj­anna og aðgangur að banda­rískum mörk­uðum hljóta þó enn að vera til miðju í öllum skyn­sam­legum útreikn­ing­um. Það er þó stutt þangað til ný eld­flauga­tækni Kín­verja og upp­bygg­ing kaf­báta­flota lands­ins mun gera banda­rískum flug­vélasmóð­ur­skipum erfitt fyrir með aðgang að haf­svæðum í kringum Kína. Á þeim aðgangi hvílir her­vald Banda­ríkj­anna í þessum heims­hluta. Tím­inn vinnur ekki með Banda­ríkj­un­um.

Hættu­legir veik­leik­ar?

Margir benda á veik­leika Kína og efast um að ríkið muni hafa nægi­legt afl í náinni fram­tíð til að skáka banda­rískum áhrifum í Austur og Suð­austur Asíu, hvað þá til að ná sterkum ítökum í kringum Ind­lands­haf þar sem fleiri búa en við Atl­ants­haf. Auð­velt er að finna rök um alvar­lega veik­leika í Kína. Gall­inn við þau rök í þessu sam­hengi er hins vegar sá að veik­leikar kín­verska rík­is­ins kunna að vera hættu­legri en styrk­leikar þess. Þetta er vegna þess að margir þeirra eru þess eðlis að stjórn­völd í vanda gætu bætt stöðu sína inn­an­lands með því að sýna fulla hörku í sam­skiptum við aðrar þjóðir og kenna sam­særi útlend­inga um öll vand­ræði. Þetta er gömul saga og ný í póli­tík um víða ver­öld.

Þjóð­ern­is­hyggja í stað komm­ún­isma

Kín­verski komm­ún­ista­flokk­ur­inn sem stjórnar Kína með vax­andi afskipta­semi af litlu sem stóru í atvinnu­líf og póli­tík er alls ekki lengur komm­ún­ískur flokk­ur. Hann er fyrir nokkru orð­inn næsta hrein­rækt­aður þjóð­ern­is­flokkur sem lýtur hug­myndum um vald­stjórn í þágu þjóð­ern­is­legra mark­miða. Þjóð­ern­is­hyggja, eins og sagan sýn­ir, er alltaf úrræði þeirra sem vilja síður ræða af alvöru um innri erf­ið­leika eins og ójöfn­uð.

Þörfin fyrir opinn heim

Aðrir sem and­æfa því að hættu­legir tímar fari í hönd benda á að kín­verska hag­kerfið sé sér­lega háð við­skiptum við umheim­inn. Þar er í senn átt við nauð­syn­leg aðföng, arð­inn af útflutn­ing sem knúði lengi vöxt­inn í Kína og aðgang að þró­aðri tækni sem verður sífellt alþjóð­legri að upp­runa. Þótt inn­lend eft­ir­spurn verði sífellt stærri hluti kín­verska hag­kerf­is­ins hefur kín­verskt atvinnu­líf enn ríka þörf fyrir sæmi­lega opin alþjóða­við­skipti. Í því felst ein helsta ástæðan fyrir bjart­sýni varð­andi fram­tíð­ina.

Sporin hræða

Ófriður hefur nær alltaf hefur hlot­ist af vax­andi afli nýrra stór­velda og hnignun þeirra sem fyrir voru. Nán­ast eina dæmi sög­unnar um heims­veldi sem bakk­aði í frið­semd fyrir nýju stór­veldi er að finna í yfir­töku Banda­ríkj­anna á for­ræði breska heims­veld­is­ins eftir síð­ari heims­styrj­öld­ina. Þá hélst góður friður og sam­vinna á milli við­kom­andi stór­velda. Tvennt þarf hins vegar að hafa í huga í því sam­hengi. Annað er að Banda­ríkin voru á þeim tíma nán­ast menn­ing­ar­legt afkvæmi Bret­lands. Hitt er að upp­gangi Banda­ríkj­anna fylgdu mörg og stór stríð við aðra en Breta.

Vandi stór­velda

En hvers vegna sækj­ast öflug ríki eftir því að verða stór­veldi? Og stór­veldi eftir því að verða heims­veldi? Breska heims­veldið var fyrst og fremst ein­ok­unar biss­ness í skjóli her­valds. Það breytti heim­inum meira en nokkuð annað stór­veldi hefur gert. Fátt af því var þó úthugs­að. Eins og önnur heims­veldi áttu Bretar í sífellt meiri erf­ið­leikum með að draga mörk afskipta sinna. Banda­ríkin eru líka dæmi um land sem missti tökin á afskipta­semi sinni. Þetta byrj­aði með vörn fyrir biss­ness í rómönsku Amer­íku og þró­að­ist yfir í alheimslög­reglu á tímum kalda stríðs­ins með hund­ruð her­stöðva hring­inn í kringum jörð­ina. Banda­ríkin hafa eytt trilljónum doll­ara í tutt­ugu ára langt til­gangs­lítið stríð í Afghanist­an. Og það í kjöl­far enn dýr­ara og mann­skæð­ara stríðs í Írak sem var byggt á mis­skiln­ingi af því tagi sem hrok­inn einn getur fært mönn­um. Kína mun smám saman líka lenda í vand­ræðum með að greina helstu hags­muni sína og draga sín mörk. Aðstæður Kína til mót­unar utan­rík­is­stefnu eru hins vegar ger­ó­líkar aðstæðum Banda­ríkj­anna. Í því fel­ast bæði hættur og tæki­færi fyrir umheim­inn.

Innikróað stór­veldi

Banda­ríkin eru umlukin stærstu úthöfum heims­ins til aust­urs og vest­urs, nán­asta vini sínum til norð­urs og mátt­litlum ríkjum til suð­urs. Stríð Banda­ríkj­anna voru líka flest í öðrum heims­álf­um. Kína er í ger­ó­líkri aðstöðu. Það mótar bæði mögu­leika lands­ins til áhrifa og hættur á ófriði.

Kína á landa­mæri að 14 ríkjum og landa­mæri á sjó við sjö önn­ur. Kína á í ein­hvers konar landamæra­deilum við átta af þessum ríkj­um. Öfugt við Banda­ríkin sem söfn­uðu að sér nánum banda­mönn­um, bæði innan og utan hins eng­il­sax­neska heims, á Kína hvorki vini né eig­in­lega banda­menn. Mögu­leikar Kína til áhrifa í öðrum heims­álfum eru tak­mark­aðir af því að landið innikróað af meira en tutt­ugu ólíkum nágrönnum sem hver um sig hefur ólíka hags­muni. Þetta eykur hins vegar lík­urnar á því að Kína lendi í átökum í sínu eigin nágrenni.

Vilja ekki velja

Flest ríki Suð­aust­ur-Asíu hafa þá meg­in­stefnu að koma sér hjá því að velja á milli banda­lags við Banda­ríkin eða Kína. Val væri líka erfitt fyrir þau. Sú hugsun að Banda­ríkin séu fyrst og fremst mark­aður en að Kína sé og verði ris­inn í næsta húsi er algeng í þessum heims­hluta.

Auglýsing
Flest ríkin vilja þátt­töku Banda­ríkj­anna og ann­arra vest­rænna ríkja í mál­efnum svæð­is­ins en aðeins þó að vissu marki. Dæmi um þetta er Víetnam sem er fullt tor­tryggni gagn­vart Kína og býr við yfir­gang Kín­verja á haf­inu í kring en er hins vegar af ýmsum ástæðum mjög and­stætt nánu banda­lagi við Banda­rík­in.

Vax­andi við­spyrna

Form­legt sam­starf Banda­ríkj­anna við þrjú lyk­il­ríki í þessum heims­hluta, Ind­land, Japan og Ástr­alíu sem á sér langa sögu og gengur undir nafn­inu Quad, eða fern­ing­ur­inn, hefur verið eflt að und­an­förnu. Jap­anir hafa reynt allt sem þeir mega til að ná sem nán­ustu sam­starfi við nokkur ríki á svæð­inu og þá fyrst og fremst Ind­land en einnig ríki í Suð­austur Asíu eins og Indónesíu og Víetnam.

Í öllum þessum stóra hóp ólíkra ríkja hefur Ind­land algera sér­stöðu, fyrst og fremst vegna stærðar lands­ins. Ind­verjar verða brátt fjöl­menn­ari en Kín­verjar og þeir verja nú miklum fjár­munum til upp­bygg­ingar á her­afla. Sam­starf Vest­ur­landa og Japan við Ind­land er hins vegar að ýmsu leyti erfitt vegna þeirrar trú­ar­setn­ingar í ind­verskum stjórn­málum að landið eigi ekki að ganga í ríkja­banda­lag heldur halda í algert sjálf­stæði. Í þessu sam­hengi er athygl­is­vert að Vest­ur­löndum hefur gengið mun betur að eiga sam­starf við Kína en Ind­land í stórum málum eins og varð­andi lofts­lagsvá og opin alþjóða­við­skipti.

Stóru spurn­ing­arnar

Átök við Kína í alþjóða­stjórn­málum munu taka á sig margar mynd­ir. Hættu­leg­asta deilu­efnið er Taiw­an. Flest ríki við­ur­kenna að Taiwan sé hluti Kína en krefj­ast þess um leið að sam­ein­ing verði með frið­sam­legum hætti. Mark­mið Kína er sam­runi ríkj­anna fyrir árið 2049, hund­rað ára afmæli kín­versku bylt­ing­ar­inn­ar. Kína kann hins vegar að hafa ein­sett sér að þetta ger­ist fyrr.

Hvort Banda­ríkin muni beita her­valdi til að stöðva inn­rás Kín­verja á Taiwan er ekki ljóst. Vax­andi óvissa er líka um hvort floti Banda­ríkj­anna hafi lengur afl til að stöðva slíka inn­rás. Upp­bygg­ing á her­afla Kín­verja hefur ekki síst snú­ist um vopna­búnað sem gæti gert öfl­ug­asta flota heims­ins ófært að blanda sér af alvöru í hern­að­ar­á­tök á nær­svæðum Kína.

Önnur spurn­ing snýr að keppni Kína og Banda­ríkj­anna í tækni­þróun og að þeim átökum sem þegar eru farin af stað í þeim efn­um. Hún getur truflað heims­við­skipti með ýmsu móti en í leið­inni getur hún leitt til örari þró­unar ýmis konar tækni. Önnur átaka­efni eru meðal ann­ars mann­rétt­indi í Kína og fram­ferði kín­verska rík­is­ins gagn­vart íbúum Hong Kong og Tíbet og múslimum í Xinji­ang. Enn önnur og mjög alvar­leg átaka­efni er að finna á haf­svæð­unum sunnan og austan Kína. Þar gera Kín­verjar óhóf­legar kröfur um yfir­ráð á haf­svæðum sem eru mun nær Víetnam, Malasíu, Indónesíu og Fil­ipps­eyjum en ströndum Kína. Þar byggja þeir nú flug­velli og hern­að­ar­að­stöðu á smá­eyjum og skerj­um.

Stærstu spurn­ing­arnar snúa hins vegar að kín­verskum inn­an­rík­is­mál­um. Þar, og í við­brögðum umheims­ins, mun það ráð­ast hvers konar stór­veldi Kína verð­ur.

Höf­undur er alþjóða­­stjórn­­­mála­fræð­ing­­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiÁlit