Lágtekjuvandi lífeyrisþega

Stefán Ólafsson bendir á að opinber útgjöld íslenska ríkisins vegna lífeyrisgreiðslna í gegnum almannatryggingar eru þau fimmtu lægstu meðal OECD-ríkjanna og lágtekjuvandi lífeyrisþega er óeðlilega mikill á Íslandi.

Auglýsing

Í nýrri skýrslu minni og Stef­áns Andra Stef­áns­sonar um Kjör líf­eyr­is­þega (www.lif­eyr­is­kerfid.is), sem Efl­ing gefur út, er meðal ann­ars fjallað um lág­tekju­vanda líf­eyr­is­þega á Ísland­i. 

Besta líf­eyr­is­kerfi í heimi?

Lengi hefur verið talað um að Íslandi hafi eitt besta líf­eyr­is­kerfi í heimi. Þá var oft­ast verið að vísa til þess að hér væri þriggja stoða líf­eyr­is­kerfi (meg­in­stoð­irnar eru almanna­trygg­ingar og líf­eyr­is­sjóð­ir, en að auki er val­frjáls sér­eigna­sparn­að­ur). Minna hefur verið rætt um virkni kerf­is­ins eða hversu vel það skilar líf­eyr­is­þegum fram­færslu­tekjum í þessu sam­bandi. Það er hins vegar megin við­fangs­efni ofan­greindrar skýrslu.

Ein meg­in­nið­ur­staða skýrsl­unnar er sú að önnur af tveimur höf­uð­stoðum líf­eyr­is­kerf­is­ins (al­manna­trygg­ingar – TR) skili ekki sínu og því sé virkni kerf­is­ins ófull­nægj­andi. Þess sér merki í tvennu: opin­ber útgjöld íslenska rík­is­ins vegna líf­eyr­is­greiðslna í gegnum almanna­trygg­ingar er þau fimmtu lægstu meðal OECD-­ríkj­anna og lág­tekju­vandi líf­eyr­is­þega er óeðli­lega mik­ill á Íslandi. Um þetta eru sýnd marg­vís­leg gögn í skýrsl­unni.

Í þess­ari grein verður sjónum sér­stak­lega beint að lág­tekju­vanda meðal beggja helstu hópa líf­eyr­is­þega: eldri borg­ara og öryrkja. Á mynd 1 má sjá heild­ar­yf­ir­lit um umfang lág­tekju­vand­ans ef lág­tekju­við­miðið er sett við 350.000 krónur á mán­uði. Miðað er við heild­ar­tekjur á mán­uði fyrir skatt, skv. skatt­fram­tölum árs­ins 2019 (tekjuár 2018).

Mynd 1: Stærð lágtekjuvanda lífeyrisþega og fólks á vinnualdri. Myndin sýnir hlutfall hvers hóps sem er með heildartekjur undir 350.000 krónum á mánuði – fyrir skatt, skv. skattframtölum ársins 2019. Heimild: Kjör lífeyrisþega, kafli IV.

Hér má sjá að um 40% öryrkja eru undir þessum lág­tekju­mörkum og þriðj­ungur eldri borg­ara. Meðal fólks á vinnu­aldri er hlut­fallið hins vegar um 22%. Í skýrsl­unni eru sýnd hlut­föll þess­ara hópa sem eru undir bæði enn lægra lág­tekju­við­miði (300.000 kr. – 24% öryrkja og 15% eldri borg­ara) og hærra lág­tekju­við­miði (400.000 krónum – 55% öryrkja og 52% eldri borg­ara eru undir því). 

Þessi lág­tekju­við­mið eru heild­ar­tekjur fyrir skatt. Á þessu tekju­ári tók ríkið svo rúmar 75.000 krónur í tekju­skatt af 350.000 krónum þannig að eftir voru um 275.000 til að lifa af fyrir ein­hleypa líf­eyr­is­þega. 

Auglýsing
Þetta eru allt of stórir hópar líf­eyr­is­þega sem eru undir þessum lág­tekju­mörkum til að líf­eyr­is­kerfið geti talist við­un­andi í núver­andi formi. 

Snúum okkur nú til árs­ins í ár og berum saman fram­færslu­kostnað ein­hleyps elli­líf­eyr­is­þega og ráð­stöf­un­ar­tekjur eftir skerð­ingar og skatt. Fram­færslu­kostn­aður ein­hleyps líf­eyr­is­þega sem býr einn er áætl­aður um 350.000 krónur á mán­uði, en það er upp­reiknað við­mið stjórn­valda til 2021 að við­bættri hóf­legri leigu fyrir 45 fer­metra íbúð á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Til að ná 350.000 krónum í ráð­stöf­un­ar­tekjur þarf líf­eyr­is­þegi að hafa um 450.000 krónur í heild­ar­tekjur fyrir skatt. 

Hvernig geta líf­eyr­is­þegar sem ein­göngu hafa tekjur frá almanna­trygg­ingum og líf­eyr­is­sjóðum kom­ist yfir 350.000 króna markið í ráð­stöf­un­ar­tekjum og þar með átt fyrir lág­marks fram­færslu­kostn­aði? Líf­eyr­is­þegar sem eru á þessu tekjuslóðum eru fyrst og fremst með tekjur frá almanna­trygg­ingum og líf­eyr­is­sjóð­um.

Á mynd 2 er sýnt hvernig ráð­stöf­un­ar­tekjur líf­eyr­is­þega (svörtu súl­urn­ar) hækka með hækk­andi greiðslum frá líf­eyr­is­sjóðum (lá­rétti ásinn) og lækk­andi greiðsl­um  frá TR (ljósu súl­urn­ar). Þar má líka sjá hvenær ráð­stöf­un­ar­tekj­urnar nálg­ast fram­færslu­við­miðið (rauða súlan á mynd­inn­i). 

Mynd 2: Hvernig ráðstöfunartekjur breytast eftir upphæð greiðslna frá lífeyrissjóðum (svörtu súlurnar). M.v. einhleypan ellilífeyrisþega sem býr einn. Heimild: Reiknivél TR.

Á mynd­inni má hversu miklar tekjur frá líf­eyr­is­sjóðum ein­hleypur elli­líf­eyr­is­þegi þarf til að kom­ast að og síðan yfir fram­færslu­við­miðið (rauða súlan), að teknu til­liti til þess sem hann fær frá TR eftir skerð­ingar og skatt.

Eins og sjá má hækka ráð­stöf­un­ar­tekjur mjög hægt við hverjar 50 þús­und sem líf­eyr­is­þegar fá auka­lega frá líf­eyr­is­sjóð­um, eða um rúm­lega 13.000 krón­ur. 

Í reynd þarf ein­hleypur elli­líf­eyr­is­þegi að vera með meira en 200 þús­und krónur úr líf­eyr­is­sjóði til að ná upp í lág­marks fram­færslu­við­miðið (350.000 krónur á mán­uð­i). Á þeim punkti er búið að skerða greiðslur til hans frá TR um nærri 100.000 krónur (úr 333.258 niður í 233.683 kr.) þó við­kom­andi líf­eyr­is­þegi sé rétt að nálg­ast fram­færslu­við­mið stjórn­valda. Þetta eru auð­vitað óhóf­legar skerð­ingar hjá fólki sem er með ráð­stöf­un­ar­tekjur undir lág­marks fram­færslu­mörk­um.

Ef myndin er gerð á sam­bæri­legan hátt fyrir örorku­líf­eyr­is­þega kemur í ljós að öryrki sem býr einn þarf að vera með meira en 300 þús­und krónur á mán­uði úr líf­eyr­is­sjóði til að kom­ast upp fyrir fram­færslu­við­mið árs­ins 2021 í ráð­stöf­un­ar­tekjum sín­um, eftir skerð­ingar og skatt. Ástæðan fyrir því að öryrki þarf meira en elli­líf­eyr­is­þegi til að ná þessu marki er að skerð­ingar hjá TR eru meiri meðal öryrkja en meðal elli­líf­eyr­is­þega. 

Eðli­leg hugsun að baki skerð­ingum er sú, að hærri tekju­hópar séu skertir út úr greiðslum frá almanna­trygg­ingum því þeir þurfi ekki á þeim að halda, t.d. fólk sem er með meira en 800 þús­und eða milljón á mán­uði frá líf­eyr­is­sjóð­um. Á Íslandi er hins vegar byrjað að skerða greiðslur TR til líf­eyr­is­þega þó þeir séu enn undir lág­tekju­mörkum og löngu áður en þeir ná lág­marks við­miði stjórn­valda um hvað fólk þurfi sér til fram­færslu. 

Þetta eru væg­ast sagt öfga­fullar útfærslur á skerð­ing­ar­reglum í íslenska almanna­trygg­inga­kerf­in­u. 

Orsakir lág­tekju­vand­ans

Í skýrsl­unni er sýnt á ítar­legan og marg­vís­legan hátt hvernig of lágur grunnur líf­eyris TR (óskertur líf­eyr­ir) og það hversu snemma skerð­ingar hans byrja við lágar aðrar tekjur gerir það að verkum að líf­eyr­is­þegar þjapp­ast í óeðli­lega miklum mæli í lægstu þrep tekju­stig­ans í sam­fé­lag­inu. Þess vegna verður lág­tekju­vandi þeirra svo mik­ill sem raun ber vitni.

Það er ekki nóg að hafa rétta bygg­ingu á líf­eyr­is­kerf­inu, heldur verða báðar meg­in­stoð­irnar að skila sínu til að fram­færsla líf­eyr­is­þega verði við­un­andi. Almanna­trygg­ingar (TR) eru ekki að skila sínu í dag. Það kemur fram í óvenju litlum útgjöldum rík­is­ins vegna líf­eyr­is­greiðslna og í of miklum lág­tekju­vanda líf­eyr­is­þega. 

Lág­tekju­vand­inn er mun algeng­ari hjá þeim sem hafa starfað á almennum mark­aði á starfs­ferli sínum en hjá opin­berum starfs­mönn­um. Ástæðan er lak­ari líf­eyr­is­rétt­indi á almennum mark­aði. Þó samið hafi verið árið 2016 um hækkun iðgjalda til að jafna þennan mun frá og með 2018 þá mun það taka hátt í 40 ár til við­bótar að kom­ast að fullu til fram­kvæmda með árlegri upp­söfnun rétt­inda í líf­eyr­is­sjóðum almenna mark­að­ar­ins. Á meðan þarf TR að leggja meira til líf­eyr­is­greiðslna en nú er.

Í skýrsl­unni er sýnt hvernig lág­tekju­vand­inn kemur til og hvernig leið­rétta má hann og koma líf­eyr­is­kerf­inu á þann stað að það rísi undir vænt­ing­um. 

Hækkun grunn­s­ins í almanna­trygg­ingum og veru­lega aukið frí­tekju­mark gagn­vart líf­eyr­is­sjóðs­tekjum skilar veru­legum lag­fær­ingum á almanna­trygg­ingum og lagar lág­tekju­vand­ann. Síðan ætti auð­vitað einnig að hækka frí­tekju­mark gagn­vart atvinnu­tekjum umtals­vert eða afnema skerð­ingar vegna þeirra að fullu, eins og gert er í Nor­egi og Sví­þjóð. 

Áætl­aður kostn­aður við svona lag­fær­ingu á almanna­trygg­inga­kerf­inu er um 30 millj­arðar í auknum útgjöldum rík­is­ins til líf­eyr­is­greiðslna. Síðan fær ríkið drjúgan hluta af því aftur til baka í skatt­tekjum þannig að nettó kostn­aður rík­is­ins verður ekki mikið meira en 20 millj­arðar á ári.

Allt eru þetta vel við­ráð­an­leg mark­mið sem setja þarf á odd­inn og fram­kvæma strax á næsta ári. 

Höf­undur er pró­fessor emeritus og sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar