Þjóðgarður notaður sem skálkaskjól skipulagsofbeldis?

Ólína Gunnlaugsdóttir, Ökrum á Hellnum, skrifar um skipulagsbreytingar sem fela í sér byggingu á hugsanlega þúsund fermetra hóteli og allt að átta ferðaþjónustuhúsum á Hellnum.

Auglýsing

Til stendur að byggja um þús­und fer­metra hótel og allt að átta ferða­þjón­ustu­hús á Hellnum í Snæ­fells­bæ. Um er að ræða jörð­ina Gíslabæ sem var seld nýjum eig­endum haustið 2019. Allt land á Hellnum er í einka­eigu og skipt­ist það niður í svæði fyrir verslun og þjón­ustu, íbúða­byggð, sum­ar­húsa­byggð og land­bún­að­ar­svæði sam­kvæmt gild­andi aðal­skipu­lagi Snæ­fells­bæjar sem var sam­þykkt sum­arið 2018. Til þess að af þessum fram­kvæmdum geti orð­ið, þarf að breyta aðal­skipu­lag­inu og breyta svæði fyrir íbúða­byggð, í svæði fyrir verslun og þjón­ustu. Ákvörðun Snæ­fells­bæjar um að standa að þess­ari upp­bygg­ingu sem að margra mati er þarf­laus og til skaða, byggir m.a. á tengslum við Þjóð­garð­inn Snæ­fells­jök­ul.

Umhverf­is- og skipu­lags­nefnd Snæ­fells­bæjar sam­þykkti á fundi sínum þann 18. júlí 2019, aðeins um ári eftir að gild­andi aðal­skipu­lag var sam­þykkt, að leyfa skipu­lags­breyt­ingar á jörð­inni Gíslabæ ef ákveðnir aðilar keyptu jörð­ina: „Nefndin gefur land­eig­anda leyfi til að fara i deiliskipu­lags­ferli með það í huga að nýt­ing­ar­hlut­fall sé nærri 0,25.” Aðil­inn sem sendi fyr­ir­spurn­ina er félagið N18 með heim­il­is­fang í Reykja­vík en for­svars­maður þess er með lög­heim­ili við Vík í Mýr­dal og rekstur á því svæði í formi þess sem til stendur að reisa á Helln­um. Ekk­ert er athuga­vert við að slíkur aðili sendi inn fyr­ir­spurn um við­horf við hug­myndum sínum en það er flest allt athuga­vert við það hvernig stjórn­endur Snæ­fells­bæjar hafa brugð­ist við, alveg frá því að umhverf­is- og skipu­lags­nefnd bók­aði: „Tekið er jákvætt í fyr­ir­spurn varð­andi notkun sem er í sam­ræmi við grein­ar­gerð með aðal­skipu­lagi í öllum megin drátt­u­m.” Ekki er þó til­tekið hvað er þar und­an­skil­ið. Þegar N18 sendi fyr­ir­spurn­ina til Snæ­fells­bæjar var sér­stak­lega talað um ákveðna lóð sem til­heyrir Gíslabæ og liggur á sjáv­ar­bakk­anum um mið­bik Hellna. Lóðin er til­greind fyrir verslun og þjón­ustu og í grein­ar­gerð með gild­andi aðal­skipu­lagi segir um hana: „Við strönd­ina er heim­ilt að gera upp gam­alt hús og reka þar kaffi­hús, veit­inga­stað eða aðra þjón­ustu sem sam­rým­ist byggð á svæð­inu. Auk þess er heim­ilt að reisa þar starfs­manna­í­búðir vegna ferða­þjón­ust­u.“ (bls. 26). Ekki er heim­ild fyrir gisti­húsi þarna og því er það ein af ástæð­unum fyrir því að farið var í ferli það sem nú stendur yfir.

Regnbogi yfir Gíslabæ. Mynd: Aðsend

Ströndin við Arn­ar­stapa og Hellna var frið­lýst árið 1979 að frum­kvæði heima­fólks og umrædd lóð stendur á bjarg­brún um 12-13 m frá frið­lýstri strönd­inni. Umhverf­is­stofnun hefur umsjón með friðland­inu líkt og Þjóð­garð­inum Snæ­fellsjökli og þannig eru þjóð­garð­ur­inn og plássið Hellnar tengd, auk þess sem á Hellnum er næsta byggð við þjóð­garð­inn að sunn­an­verðu. Gesta­stofa þjóð­garðs­ins var fyrstu árin á Hellnum en er nú á Mal­ar­rifi sem er innan þjóð­garðs. Eins og flestir vita í dag, er til­gangur frið­lýs­inga að „vernda nátt­úru lands­ins á þann hátt að fólki gef­ist kostur á að njóta henn­ar. Með frið­lönd­unum er tekið frá land fyrir eðli­lega fram­vindu nátt­úr­unn­ar, úti­vist og upp­lifun manna á nátt­úr­unni”, eins og segir á vef Umhverf­is­stofn­un­ar. 

Auglýsing
Nú vinnur bæj­ar­stjórn Snæ­fells­bæjar að því að umræddar hug­myndir um upp­bygg­ingu stór­felldrar ferða­þjón­ustu á Helln­um, sé þrýst í gegn með rökum sem halda ekki vatni og gegn ein­dreg­inni and­stöðu fólks á Hellnum og ann­arra sem láta sig málið varða. Þessar fyr­ir­ætl­anir eru líka í hróp­andi mót­sögn við þá umræðu og hugs­un­ar­hátt sem hefur verið að efl­ast á síð­ustu árum hvað varðar umhverf­is- og nátt­úru­vernd, til­lits­semi við dýra­líf og mann­líf og hóf­legt skipu­lag sem styðja við stað­ar­anda. EIN setn­ing úr grein­ar­gerð með núgild­andi aðal­skipu­lagi Snæ­fells­bæjar er notuð til þess að und­ir­byggja umrædda upp­bygg­ingu þús­und fer­metra hót­els og átta smá­hýsa á Helln­um, í tengslum við Þjóð­garð­inn Snæ­fells­jök­ul: „Vegna fjölg­unar ferða­manna um Snæ­fells­nes er gert ráð fyrir umtals­verðri upp­bygg­ingu á Arn­ar­stapa og Helln­um, en þeir staðir þjóna sem jaðar Þjóð­garðs­ins Snæ­fells­jök­uls á sunn­an­verðu nes­in­u.“ (bls. 25). Þó Hellnar séu sann­ar­lega við jaðar þjóð­garðs­ins, er hvergi að finna eitt ein­asta orð um það að Hellnar eigi að vera ein­hvers konar þjón­ustu­svæði fyrir þjóð­garð­inn, hvorki í skrifum um þjóð­garð­inn sjálfan né í grein­ar­gerð með gild­andi aðal­skipu­lagi sem er jú grunnur þeirrar skipu­lags­vinnu sem nú er hafin á Helln­um. Órök­studdar full­yrð­ingar bæði í ræðu og riti um slíkt og hreinan og kláran upp­spuna er að finna í skipu­lags­til­lög­unum er varða umræddar breyt­ingar á Helln­um, svo sem: „Þjóð­garð­ur­inn Snæ­fells­jök­ull og verndun hans stuðlar að verndun lands­lags­heild­ar. Í aðal­skipu­lagi Snæ­fells­bæjar er mark­visst stefnt að upp­bygg­ingu þjón­ustu á Arn­ar­stapa og Hellnum til að tryggja bak­land þjóð­garðs­ins og til að stuðla þannig að verndun hans.“ Enn fremur segir í skipu­lags­til­lög­un­um: „Vissu­lega njóta Arn­ar­stapi og Hellnar góðs af nálægð við Þjóð­garð­inn Snæ­fells­jökul ... „ Þetta er og hefur ekki verið útskýrt nánar og við spurn­ingum hags­muna­að­ila varð­andi Hellna sem ein­hver konar þjón­ustu­svæðis fyrir þjóð­garð­inn, er klifað á þeirri einu setn­ingu sem kemur fram í grein­ar­gerð með aðal­skipu­lag­inu og teng­ingu Hellna við þjóð­garð­inn; að hann „þjóni“ sem „jað­ar“ hans. Á Hellnum eru engir inn­viðir né almenn­ings­þjón­usta enda um dreif­býli að ræða og land í einka­eigu, öfugt við Arn­ar­stapa sem er í eigu sveit­ar­fé­lags­ins. Eðli­leg­ast er að „jað­ar“ þjóð­garðs sé settur í sam­hengi við nátt­úru­vernd og umhverf­is­mál eins og þjóð­garð­ur­inn stendur fyrir en EKKI auk­inn ágang og gróða­starf­semi einka­að­ila sem eru að ofbjóða hvort tveggja þoli umhverfis og fólks á Helln­um. Í gild­andi aðal­skipu­lagi stendur skýrt og greini­lega varð­andi ferða­þjón­ustu í sveit­ar­fé­lag­inu: „Vexti verði beint að byggða­kjörn­um  sem fyrir eru.“ (bls. 9). Byggða­kjarn­arnir í Snæ­fellsbæ eru Hell­is­sand­ur, Rif og Ólafs­vík.

Í gild­andi aðal­skipu­lagi Snæ­fells­bæjar 2015-2031 kemur fram í umhverf­is­mati, en það umhverf­is­mat fram­kvæmdi skipu­lags­ráð­gjafi Snæ­fells­bæj­ar, Hildigunnur Har­alds­dótt­ir, sem nú sér um umræddar skipu­lags­breyt­ingar og ætti því að þekkja sínar eigin nið­ur­stöð­ur: „Þjóð­garð­ur­inn Snæ­fells­jök­ull hefur mikið aðdrátt­ar­afl og hefur ferða­mönnum fjölgað mikið á síð­ustu árum. Nauð­syn­legt er að bregð­ast við, til að kom­ast hjá of miklum ágangi á við­kvæmum svæð­u­m.“ (bls. 81). Um stöðu Hellna varð­andi byggða- og umhverf­is­mál seg­ir: „Þar má búast við miklum og ófyr­ir­séðum umhverf­is­á­hrifum af þenslu byggðar ef ekki verður haldið vel utan um upp­bygg­ing­ar­á­form.“ (bls. 82). Einnig: „Á Hellnum er allt land í einka­eign. Þar er gert ráð fyrir umfangs­miklum upp­bygg­ing­ar­svæðum og vinnur það gegn sjálf­bærri þró­un“ (bls. 83). Og enn­frem­ur: „Hellnum er til­hneig­ing til að halda í þenslu­hug­myndir í sam­ræmi við gild­andi aðal­skipu­lag og í dreif­býl­inu er stefnan sett á mun meiri upp­bygg­ingu en áður var. Bæj­ar­yf­ir­völd þurfa að vakta þessi svæði sér­stak­lega og gæta þess að stór­brot­inni nátt­úru og umhverf­is­gæðum verði ekki fórnað að óþörfu.“ (bls. 83, feit­letrun er í frum­texta). 

Það er því í full­kominni and­stöðu við mark­mið og nið­ur­stöður sem koma fram í gild­andi aðal­skipu­lagi að á Hellnum sé staðið að frek­ari upp­bygg­ingu í ferða­þjón­ustu, það er varað við þenslu og ósjálf­bærum hug­myndum en sveit­ar­fé­lagið stendur sjálft að því með yfir­gangi og mis­beit­ingu valds gegn íbúum og hags­muna­að­ilum í sveit­ar­fé­lag­inu, að troða slóð­ina fyrir lukku­ridd­ara í enn einum hót­el­rekstr­in­um. 

Á Hellnum ætti fyrst og fremst að gefa svig­rúm fyrir aukna búsetu og lang­tíma dvöl í sátt við svæðið og stað­ar­and­ann, umhverfið og nátt­úr­una og standa gegn „þenslu­hug­mynd­um“ við­skipta­fólks með skamm­tíma hags­muni að leið­ar­ljósi. Þar er einmitt tæki­færi til að huga að vax­andi mann­lífi með umhverfið í huga enda var það til­gangur með sátt­mála þeim sem var gerður árið 2018 í formi gild­andi aðal­skipu­lags sem íbúar og hags­muna­að­ilar komu að en sveit­ar­fé­lagið svíkur nú á svo ómerki­legan hátt, örstuttu síð­ar. Í stefnu bæj­ar­stjórnar í aðal­skipu­lagi stend­ur: „Lögð er áhersla á vit­und­ar­vakn­ingu um lands­lag og verndun þess. Leitað er leiða til að geta tekið á móti vax­andi umferð um svæð­ið, án þess að umhverfið verði fyrir skaða. Tekið verði til­lit til þol­marka íbú­a.“ Það er svo sann­ar­lega ekki verið að gera með þeim upp­bygg­ing­ar­á­formum í massa­ferða­þjón­ustu sem nú eru á borði og í boði Snæ­fells­bæj­ar. Og þessi spjöll eru að hluta unnin í nafni þjóð­garðs­ins Snæ­fells­jök­uls á afmæl­is­ári hans.

Umhverf­is­stofnun á ekki að láta stjórn­völd í Snæ­fells­bæ, skipu­lags­ráð­gjafa Snæ­fells­bæjar né „gull­graf­ara“ sem virða að vettugi vilja íbúa og hags­muna­að­ila á Helln­um, nota Þjóð­garð­inn Snæ­fells­jökul sem skálka­skjól fyrir það sem ég vil kalla skipu­lags­of­beldi, í and­stöðu við sjálft aðal­skipu­lag sveit­ar­fé­lags­ins. 

Höf­undur rekur sam­komu­húsið á Arn­ar­stapa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar