Svarti-Pétur

Guðmundur Andri Thorsson segir að á þingi sé Svarti-Pétur spilaður af umtalsverðri fimi og reynslu þessa dagana. Um leið og varðstaða um kyrrstöðu og íhald komi glögglega í ljós blasi líka við að Sjálfstæðismenn hafi neitunarvald gagnvart helstu málum VG.

Auglýsing

Þing­lokum má líkja við hratt enda­tafl í fjöltefli þar sem allir eru að kepp­ast við að drepa peðin hver fyrir öðrum og koma drottn­ing­unni í borð­ið. Stundum er handa­gang­ur­inn slíkur í öskj­unni að þetta lík­ist meira slembi­sk­ák­inni hans Fischers. Stundum líður venju­legum stjórn­ar­and­stöðu­þing­manni eins og peði í slembi­sk­ák­inni hans Fischers.

Eða kannski er Svart­i-­Pétur raun­hæf­ari lík­ing. Spilið gengur þá út á að láta mót­spil­ar­ann sitja uppi með sök­ina af því að til­tekið mál, hjart­fólgið kjós­end­um, hafi dáið drottni sín­um. Gott dæmi um slíkt eru afdrif stjórn­ar­skrár­máls­ins árið 2013 þegar Sam­fylk­ingin fékk alla sök­ina af því að málið komst ekki alla leið – flokk­ur­inn sem hrundið hafði ferl­inu af stað. Talandi um meinta sök: nýlega heyrði ég af því að sumt fólk stæði í þeirri mein­ingu að Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir hefði lagt niður Verka­manna­bú­staða­kerfið og ætl­aði sko aldrei að kjósa Sam­fylk­ing­una vegna þess. Það voru auð­vitað íhalds­flokk­arnir sem fyrir því óhappa­verki stóðu – Fram­sókn og Sjallar – og Jóhanna hélt lengstu ræðu þing­sög­unnar til að reyna að stöðva það.

Sem sé: Svart­i-­Pét­ur. Hann er spil­aður af umtals­verðri fimi og reynslu þessa dag­ana. En hvernig sem reynt er að láta and­stæð­ing­inn draga spilið afdrifa­ríka þá breytir ekk­ert því að við okkur blasir skýr mynd: Rík­is­stjórnin nær saman um íhalds­mál­in, kyrr­stöð­una – þetta er rík­is­stjórn biðlist­anna, bið­flokk­anna, bið­stöð­unn­ar.

Auglýsing

Það besta sem þessi rík­is­stjórn gerði var að gera ekki neitt á meðan Þrí­eykið fékkst við kór­ónu­veiruna. Íhalds­öfl allra rík­is­stjórn­ar­flokk­anna ná saman um að stöðva frjáls­lynd­is­mál: að íslenskur almenn­ingur fái nafn­rænt sjálf­ræði, að fólki sé ekki refsað sem glæpa­mönnum fyrir það að lít­il­ræði af ólög­legum vímu­efnum finn­ist í fórum þess – og að brugg­hús fái ekki bara að fram­leiða öl heldur líka selja það, svo að þrjú mál séu nefnd sem snú­ast um að losa um úreltar hömlur en ná ekki fram að ganga hjá þess­ari íhalds­sömu stjórn.

Um leið og þessi varð­staða um kyrr­stöðu og íhald kemur glögg­lega í ljós blasir líka við að Sjálf­stæð­is­menn hafa neit­un­ar­vald gagn­vart helstu málum VG. Umhverf­is­ráð­herra kemst hvorki lönd né strönd með sín stóru mál; ramma­á­ætlun er enn einu sinni er komin í upp­nám illu heilli og Hálend­is­þjóð­garð­ur­inn sem átti að vera stóra málið VG sem löngum hefur slegið eign sinni á allt sem við­kemur nátt­úru­vernd, þó að bæði þessi mál eigi raunar upp­haf sitt hjá Sam­fylk­ing­unni.

Þetta neit­un­ar­vald Sjálf­stæð­is­flokks­ins höfum við séð allt kjör­tíma­bil­ið. Við sáum það til að mynda á síð­asta ári þegar þeir stöðv­uðu brýnt hags­muna­mál launa­fólks og fyr­ir­tækja og sner­ist um að taka loks­ins á kenni­tölu­flakki, og hafði verið lofað af rík­is­stjórn­inni í tengslum við kjara­samn­inga.

Og nú er af mik­illi fimi leik­inn Svart­i-­Pét­ur, þar sem reynt er að telja almenn­ingi trú um að „þing­ið“ hafi reynst ófært um að vinna sóma­sam­lega frum­varp Katrínar Jak­obs­dóttur um breyt­ingar á stjórn­ar­skránni þó að það blasi við hverjum sem áhuga hefur á að sjá að for­sæt­is­ráð­herra hefur ekki tek­ist að fá sam­starfs­flokka sína í rík­is­stjórn­inni til að fall­ast á neinar breyt­ingar á stjórn­ar­skránni, frekar en fyrri dag­inn. Af því að þetta er rík­is­stjórn bið­flokk­anna, biðlist­anna, bið­stöð­unn­ar.

Sjálfur er ég miklu hrifn­ari af Rommí þar sem maður safnar fal­legum röðum og leggur svo niður sigri hrós­andi í lok­in. Von­andi fáum við Rommí-­stjórn næst, stjórn sam­stæðra flokka með sam­stæða stefnu. Íslenskur almenn­ingur á kröfu á því.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar