Svarti-Pétur

Guðmundur Andri Thorsson segir að á þingi sé Svarti-Pétur spilaður af umtalsverðri fimi og reynslu þessa dagana. Um leið og varðstaða um kyrrstöðu og íhald komi glögglega í ljós blasi líka við að Sjálfstæðismenn hafi neitunarvald gagnvart helstu málum VG.

Auglýsing

Þing­lokum má líkja við hratt enda­tafl í fjöltefli þar sem allir eru að kepp­ast við að drepa peðin hver fyrir öðrum og koma drottn­ing­unni í borð­ið. Stundum er handa­gang­ur­inn slíkur í öskj­unni að þetta lík­ist meira slembi­sk­ák­inni hans Fischers. Stundum líður venju­legum stjórn­ar­and­stöðu­þing­manni eins og peði í slembi­sk­ák­inni hans Fischers.

Eða kannski er Svart­i-­Pétur raun­hæf­ari lík­ing. Spilið gengur þá út á að láta mót­spil­ar­ann sitja uppi með sök­ina af því að til­tekið mál, hjart­fólgið kjós­end­um, hafi dáið drottni sín­um. Gott dæmi um slíkt eru afdrif stjórn­ar­skrár­máls­ins árið 2013 þegar Sam­fylk­ingin fékk alla sök­ina af því að málið komst ekki alla leið – flokk­ur­inn sem hrundið hafði ferl­inu af stað. Talandi um meinta sök: nýlega heyrði ég af því að sumt fólk stæði í þeirri mein­ingu að Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir hefði lagt niður Verka­manna­bú­staða­kerfið og ætl­aði sko aldrei að kjósa Sam­fylk­ing­una vegna þess. Það voru auð­vitað íhalds­flokk­arnir sem fyrir því óhappa­verki stóðu – Fram­sókn og Sjallar – og Jóhanna hélt lengstu ræðu þing­sög­unnar til að reyna að stöðva það.

Sem sé: Svart­i-­Pét­ur. Hann er spil­aður af umtals­verðri fimi og reynslu þessa dag­ana. En hvernig sem reynt er að láta and­stæð­ing­inn draga spilið afdrifa­ríka þá breytir ekk­ert því að við okkur blasir skýr mynd: Rík­is­stjórnin nær saman um íhalds­mál­in, kyrr­stöð­una – þetta er rík­is­stjórn biðlist­anna, bið­flokk­anna, bið­stöð­unn­ar.

Auglýsing

Það besta sem þessi rík­is­stjórn gerði var að gera ekki neitt á meðan Þrí­eykið fékkst við kór­ónu­veiruna. Íhalds­öfl allra rík­is­stjórn­ar­flokk­anna ná saman um að stöðva frjáls­lynd­is­mál: að íslenskur almenn­ingur fái nafn­rænt sjálf­ræði, að fólki sé ekki refsað sem glæpa­mönnum fyrir það að lít­il­ræði af ólög­legum vímu­efnum finn­ist í fórum þess – og að brugg­hús fái ekki bara að fram­leiða öl heldur líka selja það, svo að þrjú mál séu nefnd sem snú­ast um að losa um úreltar hömlur en ná ekki fram að ganga hjá þess­ari íhalds­sömu stjórn.

Um leið og þessi varð­staða um kyrr­stöðu og íhald kemur glögg­lega í ljós blasir líka við að Sjálf­stæð­is­menn hafa neit­un­ar­vald gagn­vart helstu málum VG. Umhverf­is­ráð­herra kemst hvorki lönd né strönd með sín stóru mál; ramma­á­ætlun er enn einu sinni er komin í upp­nám illu heilli og Hálend­is­þjóð­garð­ur­inn sem átti að vera stóra málið VG sem löngum hefur slegið eign sinni á allt sem við­kemur nátt­úru­vernd, þó að bæði þessi mál eigi raunar upp­haf sitt hjá Sam­fylk­ing­unni.

Þetta neit­un­ar­vald Sjálf­stæð­is­flokks­ins höfum við séð allt kjör­tíma­bil­ið. Við sáum það til að mynda á síð­asta ári þegar þeir stöðv­uðu brýnt hags­muna­mál launa­fólks og fyr­ir­tækja og sner­ist um að taka loks­ins á kenni­tölu­flakki, og hafði verið lofað af rík­is­stjórn­inni í tengslum við kjara­samn­inga.

Og nú er af mik­illi fimi leik­inn Svart­i-­Pét­ur, þar sem reynt er að telja almenn­ingi trú um að „þing­ið“ hafi reynst ófært um að vinna sóma­sam­lega frum­varp Katrínar Jak­obs­dóttur um breyt­ingar á stjórn­ar­skránni þó að það blasi við hverjum sem áhuga hefur á að sjá að for­sæt­is­ráð­herra hefur ekki tek­ist að fá sam­starfs­flokka sína í rík­is­stjórn­inni til að fall­ast á neinar breyt­ingar á stjórn­ar­skránni, frekar en fyrri dag­inn. Af því að þetta er rík­is­stjórn bið­flokk­anna, biðlist­anna, bið­stöð­unn­ar.

Sjálfur er ég miklu hrifn­ari af Rommí þar sem maður safnar fal­legum röðum og leggur svo niður sigri hrós­andi í lok­in. Von­andi fáum við Rommí-­stjórn næst, stjórn sam­stæðra flokka með sam­stæða stefnu. Íslenskur almenn­ingur á kröfu á því.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar