Svarti-Pétur

Guðmundur Andri Thorsson segir að á þingi sé Svarti-Pétur spilaður af umtalsverðri fimi og reynslu þessa dagana. Um leið og varðstaða um kyrrstöðu og íhald komi glögglega í ljós blasi líka við að Sjálfstæðismenn hafi neitunarvald gagnvart helstu málum VG.

Auglýsing

Þinglokum má líkja við hratt endatafl í fjöltefli þar sem allir eru að keppast við að drepa peðin hver fyrir öðrum og koma drottningunni í borðið. Stundum er handagangurinn slíkur í öskjunni að þetta líkist meira slembiskákinni hans Fischers. Stundum líður venjulegum stjórnarandstöðuþingmanni eins og peði í slembiskákinni hans Fischers.

Eða kannski er Svarti-Pétur raunhæfari líking. Spilið gengur þá út á að láta mótspilarann sitja uppi með sökina af því að tiltekið mál, hjartfólgið kjósendum, hafi dáið drottni sínum. Gott dæmi um slíkt eru afdrif stjórnarskrármálsins árið 2013 þegar Samfylkingin fékk alla sökina af því að málið komst ekki alla leið – flokkurinn sem hrundið hafði ferlinu af stað. Talandi um meinta sök: nýlega heyrði ég af því að sumt fólk stæði í þeirri meiningu að Jóhanna Sigurðardóttir hefði lagt niður Verkamannabústaðakerfið og ætlaði sko aldrei að kjósa Samfylkinguna vegna þess. Það voru auðvitað íhaldsflokkarnir sem fyrir því óhappaverki stóðu – Framsókn og Sjallar – og Jóhanna hélt lengstu ræðu þingsögunnar til að reyna að stöðva það.

Sem sé: Svarti-Pétur. Hann er spilaður af umtalsverðri fimi og reynslu þessa dagana. En hvernig sem reynt er að láta andstæðinginn draga spilið afdrifaríka þá breytir ekkert því að við okkur blasir skýr mynd: Ríkisstjórnin nær saman um íhaldsmálin, kyrrstöðuna – þetta er ríkisstjórn biðlistanna, biðflokkanna, biðstöðunnar.

Auglýsing

Það besta sem þessi ríkisstjórn gerði var að gera ekki neitt á meðan Þríeykið fékkst við kórónuveiruna. Íhaldsöfl allra ríkisstjórnarflokkanna ná saman um að stöðva frjálslyndismál: að íslenskur almenningur fái nafnrænt sjálfræði, að fólki sé ekki refsað sem glæpamönnum fyrir það að lítilræði af ólöglegum vímuefnum finnist í fórum þess – og að brugghús fái ekki bara að framleiða öl heldur líka selja það, svo að þrjú mál séu nefnd sem snúast um að losa um úreltar hömlur en ná ekki fram að ganga hjá þessari íhaldssömu stjórn.

Um leið og þessi varðstaða um kyrrstöðu og íhald kemur glögglega í ljós blasir líka við að Sjálfstæðismenn hafa neitunarvald gagnvart helstu málum VG. Umhverfisráðherra kemst hvorki lönd né strönd með sín stóru mál; rammaáætlun er enn einu sinni er komin í uppnám illu heilli og Hálendisþjóðgarðurinn sem átti að vera stóra málið VG sem löngum hefur slegið eign sinni á allt sem viðkemur náttúruvernd, þó að bæði þessi mál eigi raunar upphaf sitt hjá Samfylkingunni.

Þetta neitunarvald Sjálfstæðisflokksins höfum við séð allt kjörtímabilið. Við sáum það til að mynda á síðasta ári þegar þeir stöðvuðu brýnt hagsmunamál launafólks og fyrirtækja og snerist um að taka loksins á kennitöluflakki, og hafði verið lofað af ríkisstjórninni í tengslum við kjarasamninga.

Og nú er af mikilli fimi leikinn Svarti-Pétur, þar sem reynt er að telja almenningi trú um að „þingið“ hafi reynst ófært um að vinna sómasamlega frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni þó að það blasi við hverjum sem áhuga hefur á að sjá að forsætisráðherra hefur ekki tekist að fá samstarfsflokka sína í ríkisstjórninni til að fallast á neinar breytingar á stjórnarskránni, frekar en fyrri daginn. Af því að þetta er ríkisstjórn biðflokkanna, biðlistanna, biðstöðunnar.

Sjálfur er ég miklu hrifnari af Rommí þar sem maður safnar fallegum röðum og leggur svo niður sigri hrósandi í lokin. Vonandi fáum við Rommí-stjórn næst, stjórn samstæðra flokka með samstæða stefnu. Íslenskur almenningur á kröfu á því.

Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar