Flokksskírteini leið til frama

Auglýsing

Spill­ing hefur verið land­læg á Íslandi síðan elstu menn muna. Þannig hafa sjálf­stæð­is­menn frá önd­verðu stundað það kerfi að koma sínum mönnum að í æðstu stöður og emb­ætti. Iðu­lega hefur kveðið svo rammt að þessu að fólk með flokks­skír­teini hefur gengið fyrir í allar teg­undir starfa á vinnu­mark­aði. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur notað svip­aðar aðferðir og t.d. Maf­ían á Ítalíu eftir að hún breytti um taktík, um og uppúr 1992. Í stað þess að múta mönnum yfir borðið eins og áður hafði verið gert byrj­aði Maf­ían að troða sínum mönnum inn í stöður og emb­ætti stjórn­kerf­is­ins og stjórna sam­fé­lag­inu leyni­legar en áður hafði tíðkast.

En af hverju breytti Maf­ían á Ítalíu um aðferðir eftir 1992? Það var vegna þess að hátt í 500 hund­ruð mafíósar höfðu þá verið hand­tekn­ir, um 360 dæmdir og sumir fengu mjög harða dóma. Til dæmis fékk for­ingi Cosa Nostra á Siki­ley, Sal­va­ore „Toto“ Riina, lífs­tíð­ar­fang­elsi en stjórn­aði samt starf­sem­inni úr fang­els­inu. Hann var kall­aður slátr­ar­inn eða skepnan því honum mun­aði ekki um að láta drepa menn með köldu blóði eins og ekk­ert væri sjálf­sagð­ara. Það voru dóm­ar­arnir Giovanni Falcone og Paolo Borsell­ino sem voru í far­ar­broddi í skipu­lagðri her­ferð gegn Mafí­unni.

Maf­ían lét síðan drepa þá 1992. Bif­reið Falcone var sprengd í loft upp þegar hann og fjöl­skyldan hans og líf­verðir voru á leið til síns heima eða til Pal­ermo á Sikiley. Mán­uði seinna var Borsell­ino drep­inn á svip­aðan hátt fyrir utan heim­ili móður sinnar í Pal­ermo ásamt 5 líf­vörð­um.

Auglýsing

Það var eftir þetta sem Maf­ían á Ítalíu dró úr dráp­um, hætti að vera eins sýni­leg en hóf að styrkja völd sín með því að koma bak­dyra­megin inn eða koma sínum mönnum í emb­ætti hér og þar með virk­ari hætti en áður. Útvega þeim vinnu á sem flestum stöð­um. Þetta hefur virkað vel.

Auð­vitað virkar þetta. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur styrkt stöðu sína veru­lega á flestum sviðum með spill­ingu af þessu tagi. Fram­sókn­ar­menn hafa í áranna rás notað sömu aðferð­ir, en vegna þess hversu dregið hefur úr ítökum fram­sókn­ar­manna vegna minnk­andi fylgis hafa þeir ekki verið í sömu stöðu und­an­gengin ár til að við­hafa svona spill­ingu. Frægt er hvernig fram­sókn­ar­menn og sjálf­stæð­is­menn hafa í gegnum árin skipt með sér valda­póstum sam­kvæmt því sem kallað er helm­inga­skipta­regl­an. Eitt fræg­asta dæmið er einka­væð­ing bank­anna árið 2002. Mér er minni­stæð hin fræga ljós­mynd af fram­sókn­ar­mönn­unum Finni Ing­ólfs­syni og Ólafi Ólafs­syni hjá Sam­skip­um, þar sem þeir voru sestir saman inn í bif­reið, sigri hrós­andi eftir að hafa fengið Bún­að­ar­bank­ann á spott­prís og með blekk­ing­um. Þessi ljós­mynd er áhrifa­mikil heim­ild um spill­ingu. Finnur Ing­ólfs­son var þá for­stjóri VÍS en hafði áður verið ráð­herra og seðlabanka­stjóri. Hann var kenndur við Panama­skjöl­in. Ólafur Ólafs­son fékk nokk­urra ára fang­els­is­dóm fyrir ólög­lega fjár­mála­gjörn­inga í Al Than­i-­mál­inu.

Ótt­inn

Frá því að ég man eftir mér gerði fólk bara ráð fyrir að flokks­skír­teini tryggði mönnum frama, stöður og vinnu. Svo ekki sé talað um fyr­ir­greiðslu í bönkum og öðrum stofn­unum sam­fé­lags­ins. Fólk kvart­aði auð­vitað yfir þess­ari spill­ingu en þó hljóð­lega af hættu við að missa vinn­una. Afi minn sál­ugi vann stærsta hluta ævi sinnar hjá bænum eins og það var kall­að, eða Reykja­vík­ur­borg. Hann var verka­maður í hreins­un­ar­deild­inni og síðan á sópar­an­um, stórum bíl sem sýgur upp ruslið á göt­un­um. Í vinnu­skúrum þorðu menn ekki að segj­ast vera annað en sjálf­stæð­is­menn og þeir þurftu helst að hafa flokks­skír­teini til taks. Afi fór með það eins og manns­morð að hann væri vinstri mað­ur. Þorði varla að minn­ast á það heima hjá sér. Svo römm var skoð­ana­kúg­un­in. Hann sá sig meira að segja knú­inn til að sækja fund hjá flokkn­um. Hann gat ekki átt á hættu að missa vinn­una enda fyrir mörgum munnum að sjá.

Ég sjálf hef stærstan hlut­ann af minni starfsævi unnið sem blaða-og frétta­maður við allar teg­undir fjöl­miðla. Og ég hef ekki farið var­hluta af ítökum Sjálf­stæð­is­flokks­ins á þeim vett­vangi. Davíð Odds­son var frægur meðal fjöl­miðla­manna fyrir að nota völd sín til að hafa áhrif á umræð­una. Hann setti blaða-og frétta­menn í straff ef honum lík­aði ekki það sem þeir miðl­uðu til almenn­ings. Hann vissi alveg hvað það er erfitt að vera blaða­maður og hafa ekki aðgang að for­sæt­is­ráð­herra. Það er nánas ógern­ingur því svo mörg mál tengj­ast því emb­ætti. Ég lenti í þessu sjálf og það var mjög erfitt. Eftir að ljóst varð að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn missti meiri­hlut­ann í borg­inni til Reykj­ar­vík­ur­list­ans (banda­lag miðju-og vinstri flokka) í kosn­ing­unum árið 1994 þá hringdi Davíð meðal ann­ars í mig per­sónu­lega og vildi beint og óbeint kenna mér um kosn­ingatapið því ég hafði í útvarpi sagt frá frétt­næmum atburðum á kjör­dag sem komu ekki vel út fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Seinna frétti ég að fleiri fjöl­miðla­menn hefðu fengið slíkar upp­hring­ing­ar.

Ég man líka að full­trúar Alþýðu­banda­lags­ins sál­uga (vinstri flokk­ur) voru skamm­aðir fyrir að vera ekki nógu öfl­ugir við að koma sínum mönnum að í emb­ætti þegar þeir höfðu aðstöðu til þess og það væri þess vegna sem flokk­ur­inn næði ekki almenni­legu flugi og áhrif­um. Menn höfðu bara van­ist því að þeim aðferðum væri beitt í íslenskum stjórn­mál­um. Reykja­vík­ur­list­inn boð­aði nýjar aðferðir en eftir að list­inn stofn­ana­vædd­ist með langri stjórn­ar­setu þá var skjald­borg mynduð um Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dóttur borg­ar­stjóra. Maður fann það sem blaða­maður að ekki mátti­blása á hana eða hennar gjörðir öðru­vísi en að hlið­verðir hennar réð­ust til varnar með kjafti og klóm.

Skítt með opna umræðu

Það er reyndar með ólík­indum hvað hægt gengur að útrýma þeirri hugsun úr hugum stjórn­mála­manna að óeðli­legt sé að spill­ing sé við­höfð í þeim anda sem hér er lýst. Þrátt fyrir mjög opna umræðu og gagn­rýni kom­ast menn upp með við­líka fyr­ir­greiðslu af öllu tagi. Fyrir opnum tjöldum og bak­sviðs. Skítt með opna umræð­u. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur svo gríð­ar­leg ítök í öllum geirum sam­fé­lags­ins. Miklu meiri en núver­andi fylgi hans segir til um. Það er auð­vitað vegna þess að hags­muna­að­ilar í sjáv­ar­út­vegi (kvóta­kóng­arn­ir), í fjár­mála­geir­an­um, stórir hags­muna­að­ilar í hvers konar rekstri, í land­bún­að­i-og iðn­aði, í verslun og ferða­þjón­ustu vilja hafa Sjálf­stæð­is­flokk­inn við völd. Og það eru þessir fjár­sterku aðilar sem stjórna land­inu leynt og ljóst. Útgerð­ar­auð­valdið hefur svo mikil ítök að hægt er að segja að sam­tök þess hafi ráðu­neytisí­gildi. Semji nán­ast frum­vörpin sem síðan eru sam­þykkt á Alþingi.

Þrátt fyrir að umræðan um spill­ingu sé orðin hávær­ari eru engin teikn um það að þetta spill­ing­ar­á­stand sé á und­an­haldi, jafn­vel þó fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins dali ennþá meira. Áhrif fjár­mála­afl­anna er svo sterk í íslenskum stjórn­mál­um. Lýð­ræðið nær svo skammt. Alveg sama þó rödd fólks­ins sé könnuð í hverskyns kosn­ing­um, þjóð­ar­at­kvæða­greiðslum og könn­unum þá er alltof sjaldan farið eftir vilja almenn­ings. Flokks­skír­teini og fjár­magn hefur meira vægi en lýð­ræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None