Flokksskírteini leið til frama

Auglýsing

Spilling hefur verið landlæg á Íslandi síðan elstu menn muna. Þannig hafa sjálfstæðismenn frá öndverðu stundað það kerfi að koma sínum mönnum að í æðstu stöður og embætti. Iðulega hefur kveðið svo rammt að þessu að fólk með flokksskírteini hefur gengið fyrir í allar tegundir starfa á vinnumarkaði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur notað svipaðar aðferðir og t.d. Mafían á Ítalíu eftir að hún breytti um taktík, um og uppúr 1992. Í stað þess að múta mönnum yfir borðið eins og áður hafði verið gert byrjaði Mafían að troða sínum mönnum inn í stöður og embætti stjórnkerfisins og stjórna samfélaginu leynilegar en áður hafði tíðkast.

En af hverju breytti Mafían á Ítalíu um aðferðir eftir 1992? Það var vegna þess að hátt í 500 hundruð mafíósar höfðu þá verið handteknir, um 360 dæmdir og sumir fengu mjög harða dóma. Til dæmis fékk foringi Cosa Nostra á Sikiley, Salvaore „Toto“ Riina, lífstíðarfangelsi en stjórnaði samt starfseminni úr fangelsinu. Hann var kallaður slátrarinn eða skepnan því honum munaði ekki um að láta drepa menn með köldu blóði eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það voru dómararnir Giovanni Falcone og Paolo Borsellino sem voru í fararbroddi í skipulagðri herferð gegn Mafíunni.

Mafían lét síðan drepa þá 1992. Bifreið Falcone var sprengd í loft upp þegar hann og fjölskyldan hans og lífverðir voru á leið til síns heima eða til Palermo á Sikiley. Mánuði seinna var Borsellino drepinn á svipaðan hátt fyrir utan heimili móður sinnar í Palermo ásamt 5 lífvörðum.

Auglýsing

Það var eftir þetta sem Mafían á Ítalíu dró úr drápum, hætti að vera eins sýnileg en hóf að styrkja völd sín með því að koma bakdyramegin inn eða koma sínum mönnum í embætti hér og þar með virkari hætti en áður. Útvega þeim vinnu á sem flestum stöðum. Þetta hefur virkað vel.

Auðvitað virkar þetta. Sjálfstæðisflokkurinn hefur styrkt stöðu sína verulega á flestum sviðum með spillingu af þessu tagi. Framsóknarmenn hafa í áranna rás notað sömu aðferðir, en vegna þess hversu dregið hefur úr ítökum framsóknarmanna vegna minnkandi fylgis hafa þeir ekki verið í sömu stöðu undangengin ár til að viðhafa svona spillingu. Frægt er hvernig framsóknarmenn og sjálfstæðismenn hafa í gegnum árin skipt með sér valdapóstum samkvæmt því sem kallað er helmingaskiptareglan. Eitt frægasta dæmið er einkavæðing bankanna árið 2002. Mér er minnistæð hin fræga ljósmynd af framsóknarmönnunum Finni Ingólfssyni og Ólafi Ólafssyni hjá Samskipum, þar sem þeir voru sestir saman inn í bifreið, sigri hrósandi eftir að hafa fengið Búnaðarbankann á spottprís og með blekkingum. Þessi ljósmynd er áhrifamikil heimild um spillingu. Finnur Ingólfsson var þá forstjóri VÍS en hafði áður verið ráðherra og seðlabankastjóri. Hann var kenndur við Panamaskjölin. Ólafur Ólafsson fékk nokkurra ára fangelsisdóm fyrir ólöglega fjármálagjörninga í Al Thani-málinu.

Óttinn

Frá því að ég man eftir mér gerði fólk bara ráð fyrir að flokksskírteini tryggði mönnum frama, stöður og vinnu. Svo ekki sé talað um fyrirgreiðslu í bönkum og öðrum stofnunum samfélagsins. Fólk kvartaði auðvitað yfir þessari spillingu en þó hljóðlega af hættu við að missa vinnuna. Afi minn sálugi vann stærsta hluta ævi sinnar hjá bænum eins og það var kallað, eða Reykjavíkurborg. Hann var verkamaður í hreinsunardeildinni og síðan á sóparanum, stórum bíl sem sýgur upp ruslið á götunum. Í vinnuskúrum þorðu menn ekki að segjast vera annað en sjálfstæðismenn og þeir þurftu helst að hafa flokksskírteini til taks. Afi fór með það eins og mannsmorð að hann væri vinstri maður. Þorði varla að minnast á það heima hjá sér. Svo römm var skoðanakúgunin. Hann sá sig meira að segja knúinn til að sækja fund hjá flokknum. Hann gat ekki átt á hættu að missa vinnuna enda fyrir mörgum munnum að sjá.

Ég sjálf hef stærstan hlutann af minni starfsævi unnið sem blaða-og fréttamaður við allar tegundir fjölmiðla. Og ég hef ekki farið varhluta af ítökum Sjálfstæðisflokksins á þeim vettvangi. Davíð Oddsson var frægur meðal fjölmiðlamanna fyrir að nota völd sín til að hafa áhrif á umræðuna. Hann setti blaða-og fréttamenn í straff ef honum líkaði ekki það sem þeir miðluðu til almennings. Hann vissi alveg hvað það er erfitt að vera blaðamaður og hafa ekki aðgang að forsætisráðherra. Það er nánas ógerningur því svo mörg mál tengjast því embætti. Ég lenti í þessu sjálf og það var mjög erfitt. Eftir að ljóst varð að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihlutann í borginni til Reykjarvíkurlistans (bandalag miðju-og vinstri flokka) í kosningunum árið 1994 þá hringdi Davíð meðal annars í mig persónulega og vildi beint og óbeint kenna mér um kosningatapið því ég hafði í útvarpi sagt frá fréttnæmum atburðum á kjördag sem komu ekki vel út fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Seinna frétti ég að fleiri fjölmiðlamenn hefðu fengið slíkar upphringingar.

Ég man líka að fulltrúar Alþýðubandalagsins sáluga (vinstri flokkur) voru skammaðir fyrir að vera ekki nógu öflugir við að koma sínum mönnum að í embætti þegar þeir höfðu aðstöðu til þess og það væri þess vegna sem flokkurinn næði ekki almennilegu flugi og áhrifum. Menn höfðu bara vanist því að þeim aðferðum væri beitt í íslenskum stjórnmálum. Reykjavíkurlistinn boðaði nýjar aðferðir en eftir að listinn stofnanavæddist með langri stjórnarsetu þá var skjaldborg mynduð um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra. Maður fann það sem blaðamaður að ekki máttiblása á hana eða hennar gjörðir öðruvísi en að hliðverðir hennar réðust til varnar með kjafti og klóm.

Skítt með opna umræðu

Það er reyndar með ólíkindum hvað hægt gengur að útrýma þeirri hugsun úr hugum stjórnmálamanna að óeðlilegt sé að spilling sé viðhöfð í þeim anda sem hér er lýst. Þrátt fyrir mjög opna umræðu og gagnrýni komast menn upp með viðlíka fyrirgreiðslu af öllu tagi. Fyrir opnum tjöldum og baksviðs. Skítt með opna umræðu. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo gríðarleg ítök í öllum geirum samfélagsins. Miklu meiri en núverandi fylgi hans segir til um. Það er auðvitað vegna þess að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi (kvótakóngarnir), í fjármálageiranum, stórir hagsmunaaðilar í hvers konar rekstri, í landbúnaði-og iðnaði, í verslun og ferðaþjónustu vilja hafa Sjálfstæðisflokkinn við völd. Og það eru þessir fjársterku aðilar sem stjórna landinu leynt og ljóst. Útgerðarauðvaldið hefur svo mikil ítök að hægt er að segja að samtök þess hafi ráðuneytisígildi. Semji nánast frumvörpin sem síðan eru samþykkt á Alþingi.

Þrátt fyrir að umræðan um spillingu sé orðin háværari eru engin teikn um það að þetta spillingarástand sé á undanhaldi, jafnvel þó fylgi Sjálfstæðisflokksins dali ennþá meira. Áhrif fjármálaaflanna er svo sterk í íslenskum stjórnmálum. Lýðræðið nær svo skammt. Alveg sama þó rödd fólksins sé könnuð í hverskyns kosningum, þjóðaratkvæðagreiðslum og könnunum þá er alltof sjaldan farið eftir vilja almennings. Flokksskírteini og fjármagn hefur meira vægi en lýðræði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None