Skipulagsofbeldi í Snæfellsbæ?

Ólína Gunnlaugsdóttir, Ökrum á Hellnum, skrifar um skipulagsbreytingar sem fela í sér byggingu á hugsanlega þúsund fermetra hóteli og allt að átta ferðaþjónustuhúsum á Hellnum.

Auglýsing

Einhverjir hafa orðið varir við ágreining um skipulagsbreytingar á Hellnum á Snæfellsnesi, sem tilheyrir sveitarfélaginu Snæfellsbæ. Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags á jörðinni Gíslabæ, sem fela í sér byggingu á hugsanlega þúsund fermetra hóteli og allt að átta ferðaþjónustuhúsum. Íbúar og hagsmunaaðilar eru ekki sáttir við hugmyndirnar og vilja að það sé horfið frá þessari breytingu á gildandi aðalskipulagi. Jörðin Gíslabær er staðsett í miðju Hellnaplássi  en henni tilheyrir einnig lóð niðri á bjargbrún þar sem stendur gamalt fiskverkunarhús sem Kristinn Kristjánsson, verslunarmaður í Bárðarbúð, byggði árið 1960. 

Eigendaskipti urðu að Gíslabæjarjörð haustið 2019 og hyggjast hinir nýju eigendur byggja upp ferðaþjónustu á Hellnum í sama stíl og þeir eru með við Vík í Mýrdal, eins og kemur fram í viðtali við einn þeirra í Fréttablaðinu þann 28. október 2020: 

Blackbeach Suites þeirra feðga í Vík í Mýrdal byggir á hótelíbúðum og hosteli og er á sínu þriðja rekstrarári. „Það hefur gengið mjög vel og við vildum endurtaka leikinn á öðru svona skemmtilegu svæði,“ segir Ásgeir Einarsson. 

Auglýsing
Á fundi í umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar þann 18. júlí 2019 var eftirfarandi samþykkt gerð, vegna fyrirspurnar frá félaginu N18:  ,,Nefndin gefur landeiganda leyfi til að fara i deiliskipulagsferli með það í huga að nýtingarhlutfall sé nærri 0,25.” 

Það vakti athygli okkar að þá voru núverandi eigendur ekki búnir að kaupa landið enda kemur fram í fundargerðinni að þeir eru að þreifa fyrir sér með afstöðu sveitarfélagsins en til þess að þeir fái að fara í þessa skipulagsvinnu þarf að breyta gildandi aðalskipulagi sem var tiltölulega nýbúið að staðfesta eða í júlí 2018, u.þ.b. ári áður. 

Um þessa samþykkt umhverfis og skipulagsnefndar, vissu  hagsmunaaðilar á Hellnum ekki, enda var þeim ekki á neinn hátt tilkynnt um fyrirhugaðar breytingar en skipulagslýsing var auglýst þann 8. október 2020. Umræddar breytingar gætu haft það mikil áhrif að full ástæða hefði verið að senda hinum fáu íbúum/hagsmunaaðilum á Hellnum bréf og boða til kynningarfundar. Hvorugt var gert en kynningarfundur var síðan haldinn á internetinu eftir beiðni frá hagsmunaaðilum á Hellnum. Það er ástæða til að halda að ekki hafi átt að bera mikið á auglýstri skipulagslýsingu en til samanburðar má skoða hvernig staðið var að mjög áberandi kynningu á göngustíg á Hellisandi sem líka tilheyrir Snæfellsbæ.

Í framhaldinu sendu hagsmunaaðilar á Hellnum og fleiri sem annt er um svæðið, inn spurningar og athugasemdir vegna þessara skipulagshugmynda og var þeim svarað af starfsfólki Snæfellsbæjar, fyrir hönd umhverfis- og skipulagsnefndar og má lesa hvort tveggja á síðu sveitarfélagsins. Svörin eru að mati hagsmunaaðila mest útúrsnúningar, blekkingar, rökleysur, eftiráskýringar og jafnvel ósannindi í bland við yfirlæti og hroka. Varla er neinni spurningu eða athugasemd svarað á málefnalegan hátt. 

Þegar tillaga að skipulagsskilmálum var síðan kynnt á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Snæfellsbæjar þann 23. janúar 2021, var ekki komið á móts við eina einustu athugasemd hagsmunaaðila á Hellnum. Og nú á síðasta fundi nefndarinnar, þann 8. apríl síðastliðinn var tillögunni vísað í lögboðið ferli, alls óbreyttri frá upphaflegum hugmyndunum sem var lýst fyrir okkur síðast liðið haust af skipulagsráðgjafa Snæfellsbæjar, Hildigunni Haraldsdóttur, sem vissulega er líka að teikna aðalskipulagsbreytinguna og deiliskipulagið. 

Sérstaklega má vekja athygli á eftirtöldum atriðum og spurningum:

  1. Þegar umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti beiðni núverandi Gíslabæjareigenda að skipulagsbreytingum á jörðinni Gíslabæ, þá voru þeir EKKI orðnir eigendur að jörðinni. Hvers vegna samþykkti nefndin á einum einasta fundi, hugmyndir um stórfellda uppbyggingu í ferðaþjónustu á Hellnum fyrir utanaðkomandi athafnafólk, sem samrýmdist á engan hátt  gildandi aðalskipulagi þannig að því þarf að breyta?
  2. Einungis var um ár liðið frá því að núgildandi aðalskipulag var samþykkt fyrir Snæfellsbæ, eftir mikla og ágæta vinnu í nokkur ár. Hvers vegna leyfir umhverfis- og skiplagsnefnd Snæfellsbæjar sér, að svíkja þann sáttmála og hundsa þær hugmyndir og væntingar sem íbúar og hagsmunaaðilar höfðu um framtíðarsýn á Hellnum og höfðu sjálfir unnið að?
  3. Í skipulagslýsingu og í frekari skýringum á skipulagsskilmálum fyrir jörðina Gíslabæ,   eru nánast allir þættir  sem  brjóta í bága við gildandi aðalskipulag Snæfellsbæjar þó bæjarstjórn vilji meina annað. Hvernig í ósköpunum skýra stjórnendur Snæfellsbæjar það að þeir skuli ekki standa við og taka tillit til eigin framtíðarsýnar, eigin áætlana og eigin samþykkta?
  4. Skipulagsbreytingarnar á Hellnum fela í sér stórfellda ferðaþjónusta í miðju Hellnaplássi, í staðinn fyrir að efri hluti plássins átti að vera ætlaður undir slíkt eins og  kveðið er á um í gildandi aðalskipulagi. Með þessum skipulagsbreytingum er bætt við leyfi fyrir fjórða hótelinu á Hellnum auk átta 40 fermetra ferðaþjónustuhúsum til viðbótar við allt það húsnæði sem nú er til útleigu á Hellnum og er rökstutt með auknum atvinnutækifærum og íbúafjölgun. Hvernig telur umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar að umrædd atvinnustarfsemi stuðli að slíku, í samkeppni við þann rekstur sem nú er fyrir?
  5. Í gildandi aðalskipulagi Snæfellsbæjar er skýrt kveðið á um að gera þurfi þarfagreiningu fyrir skipulag á nýju landi enda er varað við þenslu og frekari uppbyggingu á svæðinu og tekið sérstaklega fram að það ógni sjálfbærni og að ,,ósnortnu landi sé ekki fórnað að óþörfu”. Niðurstaðan er: ,,Bæjaryfirvöld þurfa að vakta þessi svæði sérstaklega og gæta þess að stórbrotinni náttúru og umhverfisgæðum verði ekki fórnað að óþörfu.” Þarna ver sérstaklega verið að tala um Hellna.
  6. Ákvörðun umhverfis- og skipulagsnefndar Snæfellsbæjar og í framhaldi samþykkt bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, eru í hrópandi ósamræmi við þann anda sem á síðustu árum hefur byggst upp varðandi umhverfismál, náttúruvernd, samfélagsgerð, mannlíf, samtal og samvinnu við heimafólk og hagsmunaaðila, t.d. í gegnum svæðisgarðinn Snæfellsnes. Víðtæk andstaða, ekki bara á Hellnum, er gegn breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér umrædda hótelbyggingu við friðlýsta strönd og umfangsmikla uppbyggingu ferðaþjónustu við kyrrlátt íbúða-, sumarhúsa og landbúnaðarsvæði á Hellnum. Hvað fær fólk til að taka slíka ákvörðun fyrir sveitarfélag sitt í andstöðu við íbúa, landeigendur, rekstraraðila, dvalargesti, ferðamenn og fjöldann allan af fólki sem vill ekki láta ,,eyðileggja” Hellna en það er það sem við flest sjáum fyrir okkur með þessari skipulagsbreytingu enda er fyrirmyndin á Arnarstapa.

Sveitarfélögum er gefið mikið vald á sviði skipulagsmála og ef stjórnendur þeirra túlka það vald þannig að þeir geti hundsað aðkomu almennings og hagsmunaaðila, þá eru úrræðin ekki mörg, sérstaklega þegar opinberir umsagnaraðilar treysta á heilindi og faglega vinnu innan sveitarfélaganna. Þegar sú vinna reynist vera fúsk og jafnvel byggð á blekkingum, stöndum við sem erum andsnúin umræddum breytingum, ráðþrota. Við sem íbúar og sem eigum lögvarinna hagsmuna að gæta, þurfum að þola það að stjórnendur sveitarfélagsins beiti öllum þeim verkfærum sem þeir hafa aðgang að; stjórnsýslunni, starfsfólki, sérfræðingum, lögum og reglum og síðast en ekki síst valdi sínu og opinberu fé, til að þjóna hagsmunum einhverra annarra en íbúa Snæfellsbæjar. Við þurfum að verja okkar hagsmuni með okkar eigin fjármagni, í okkar eigin tíma og með enga sérfræðiþekkingu á mjög svo flóknum málaflokki sem skipulagsmál eru nú orðin.

Snæfellsbær, með þessum breytingum á gildandi aðalskipulagi, er svo sannarlega að gefa lýðræðislegum vinnubrögðum og samvinnu, langt nef. Hvernig telja stjórnendur Snæfellsbæjar sig geta staðið undir ímynd umhverfis- og náttúruverndar, auk þess að vera í samstarfi með öðrum sveitarfélögum sem stefna að sjálfbærni, bættu samfélagi fyrir íbúana og síðast en ekki síst, góðu mannlífi, þegar þeir beita íbúa sína og hagsmunaaðila hugsanlega skipulagsofbeldi og valdníðslu, fyrir alls óviðkomandi aðila?

Höfundur rekur samkomuhúsið á Arnarstapa og skrifar fyrir hönd hagsmunaaðila á Hellnum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar