Skipulagsofbeldi í Snæfellsbæ?

Ólína Gunnlaugsdóttir, Ökrum á Hellnum, skrifar um skipulagsbreytingar sem fela í sér byggingu á hugsanlega þúsund fermetra hóteli og allt að átta ferðaþjónustuhúsum á Hellnum.

Auglýsing

Ein­hverjir hafa orðið varir við ágrein­ing um skipu­lags­breyt­ingar á Hellnum á Snæ­fells­nesi, sem til­heyrir sveit­ar­fé­lag­inu Snæ­fells­bæ. Um er að ræða breyt­ingu á aðal­skipu­lagi og gerð nýs deiliskipu­lags á jörð­inni Gísla­bæ, sem fela í sér bygg­ingu á hugs­an­lega þús­und fer­metra hót­eli og allt að átta ferða­þjón­ustu­hús­um. Íbúar og hags­muna­að­ilar eru ekki sáttir við hug­mynd­irnar og vilja að það sé horfið frá þess­ari breyt­ingu á gild­andi aðal­skipu­lagi. Jörðin Gísla­bær er stað­sett í miðju Hellna­plássi  en henni til­heyrir einnig lóð niðri á bjarg­brún þar sem stendur gam­alt fisk­verk­un­ar­hús sem Krist­inn Krist­jáns­son, versl­un­ar­maður í Bárð­ar­búð, byggði árið 1960. 

Eig­enda­skipti urðu að Gísla­bæj­ar­jörð haustið 2019 og hyggj­ast hinir nýju eig­endur byggja upp ferða­þjón­ustu á Hellnum í sama stíl og þeir eru með við Vík í Mýr­dal, eins og kemur fram í við­tali við einn þeirra í Frétta­blað­inu þann 28. októ­ber 2020: 

Black­beach Suites þeirra feðga í Vík í Mýr­dal byggir á hót­el­í­búðum og hosteli og er á sínu þriðja rekstr­ar­ári. „Það hefur gengið mjög vel og við vildum end­ur­taka leik­inn á öðru svona skemmti­legu svæð­i,“ segir Ásgeir Ein­ars­son. 

Auglýsing
Á fundi í umhverf­is- og skipu­lags­nefnd Snæ­fells­bæjar þann 18. júlí 2019 var eft­ir­far­andi sam­þykkt gerð, vegna fyr­ir­spurnar frá félag­inu N18:  ,,Nefndin gefur land­eig­anda leyfi til að fara i deiliskipu­lags­ferli með það í huga að nýt­ing­ar­hlut­fall sé nærri 0,25.” 

Það vakti athygli okkar að þá voru núver­andi eig­endur ekki búnir að kaupa landið enda kemur fram í fund­ar­gerð­inni að þeir eru að þreifa fyrir sér með afstöðu sveit­ar­fé­lags­ins en til þess að þeir fái að fara í þessa skipu­lags­vinnu þarf að breyta gild­andi aðal­skipu­lagi sem var til­tölu­lega nýbúið að stað­festa eða í júlí 2018, u.þ.b. ári áður. 

Um þessa sam­þykkt umhverfis og skipu­lags­nefnd­ar, vissu  hags­muna­að­ilar á Hellnum ekki, enda var þeim ekki á neinn hátt til­kynnt um fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar en skipu­lags­lýs­ing var aug­lýst þann 8. októ­ber 2020. Umræddar breyt­ingar gætu haft það mikil áhrif að full ástæða hefði verið að senda hinum fáu íbú­um/hags­muna­að­ilum á Hellnum bréf og boða til kynn­ing­ar­fund­ar. Hvor­ugt var gert en kynn­ing­ar­fundur var síðan hald­inn á inter­net­inu eftir beiðni frá hags­muna­að­ilum á Helln­um. Það er ástæða til að halda að ekki hafi átt að bera mikið á aug­lýstri skipu­lags­lýs­ingu en til sam­an­burðar má skoða hvernig staðið var að mjög áber­andi kynn­ingu á göngu­stíg á Hellisandi sem líka til­heyrir Snæ­fells­bæ.

Í fram­hald­inu sendu hags­muna­að­ilar á Hellnum og fleiri sem annt er um svæð­ið, inn spurn­ingar og athuga­semdir vegna þess­ara skipu­lags­hug­mynda og var þeim svarað af starfs­fólki Snæ­fells­bæj­ar, fyrir hönd umhverf­is- og skipu­lags­nefndar og má lesa hvort tveggja á síðu sveit­ar­fé­lags­ins. Svörin eru að mati hags­muna­að­ila mest útúr­snún­ing­ar, blekk­ing­ar, rök­leys­ur, eft­irá­skýr­ingar og jafn­vel ósann­indi í bland við yfir­læti og hroka. Varla er neinni spurn­ingu eða athuga­semd svarað á mál­efna­legan hátt. 

Þegar til­laga að skipu­lags­skil­málum var síðan kynnt á fundi umhverf­is- og skipu­lags­nefndar Snæ­fells­bæjar þann 23. jan­úar 2021, var ekki komið á móts við eina ein­ustu athuga­semd hags­muna­að­ila á Helln­um. Og nú á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar, þann 8. apríl síð­ast­lið­inn var til­lög­unni vísað í lög­boðið ferli, alls óbreyttri frá upp­haf­legum hug­mynd­unum sem var lýst fyrir okkur síð­ast liðið haust af skipu­lags­ráð­gjafa Snæ­fells­bæj­ar, Hildig­unni Har­alds­dótt­ur, sem vissu­lega er líka að teikna aðal­skipu­lags­breyt­ing­una og deiliskipu­lag­ið. 

Sér­stak­lega má vekja athygli á eft­ir­töldum atriðum og spurn­ing­um:

  1. Þegar umhverf­is- og skipu­lags­nefnd sam­þykkti beiðni núver­andi Gísla­bæjar­eig­enda að skipu­lags­breyt­ingum á jörð­inni Gísla­bæ, þá voru þeir EKKI orðnir eig­endur að jörð­inni. Hvers vegna sam­þykkti nefndin á einum ein­asta fundi, hug­myndir um stór­fellda upp­bygg­ingu í ferða­þjón­ustu á Hellnum fyrir utan­að­kom­andi athafna­fólk, sem sam­rýmd­ist á engan hátt  gild­andi aðal­skipu­lagi þannig að því þarf að breyta?
  2. Ein­ungis var um ár liðið frá því að núgild­andi aðal­skipu­lag var sam­þykkt fyrir Snæ­fells­bæ, eftir mikla og ágæta vinnu í nokkur ár. Hvers vegna leyfir umhverf­is- og skiplags­nefnd Snæ­fells­bæjar sér, að svíkja þann sátt­mála og hundsa þær hug­myndir og vænt­ingar sem íbúar og hags­muna­að­ilar höfðu um fram­tíð­ar­sýn á Hellnum og höfðu sjálfir unnið að?
  3. Í skipu­lags­lýs­ingu og í frek­ari skýr­ingum á skipu­lags­skil­málum fyrir jörð­ina Gísla­bæ,   eru nán­ast allir þætt­ir  sem  brjóta í bága við gild­andi aðal­skipu­lag Snæ­fells­bæjar þó bæj­ar­stjórn vilji meina ann­að. Hvernig í ósköp­unum skýra stjórn­endur Snæ­fells­bæjar það að þeir skuli ekki standa við og taka til­lit til eigin fram­tíð­ar­sýn­ar, eigin áætl­ana og eigin sam­þykkta?
  4. Skipu­lags­breyt­ing­arnar á Hellnum fela í sér stór­fellda ferða­þjón­usta í miðju Hellna­plássi, í stað­inn fyrir að efri hluti pláss­ins átti að vera ætl­aður undir slíkt eins og  kveðið er á um í gild­andi aðal­skipu­lagi. Með þessum skipu­lags­breyt­ingum er bætt við leyfi fyrir fjórða hót­el­inu á Hellnum auk átta 40 fer­metra ferða­þjón­ustu­húsum til við­bótar við allt það hús­næði sem nú er til útleigu á Hellnum og er rök­stutt með auknum atvinnu­tæki­færum og íbúa­fjölg­un. Hvernig telur umhverf­is- og skipu­lags­nefnd Snæ­fells­bæjar að umrædd atvinnu­starf­semi stuðli að slíku, í sam­keppni við þann rekstur sem nú er fyr­ir?
  5. Í gild­andi aðal­skipu­lagi Snæ­fells­bæjar er skýrt kveðið á um að gera þurfi þarfa­grein­ingu fyrir skipu­lag á nýju landi enda er varað við þenslu og frek­ari upp­bygg­ingu á svæð­inu og tekið sér­stak­lega fram að það ógni sjálf­bærni og að ,,ósnortnu landi sé ekki fórnað að óþörfu”. Nið­ur­staðan er: ,,Bæj­ar­yf­ir­völd þurfa að vakta þessi svæði sér­stak­lega og gæta þess að stór­brot­inni nátt­úru og umhverf­is­gæðum verði ekki fórnað að óþörfu.” Þarna ver sér­stak­lega verið að tala um Hellna.
  6. Ákvörðun umhverf­is- og skipu­lags­nefndar Snæ­fells­bæjar og í fram­haldi sam­þykkt bæj­ar­stjórnar Snæ­fells­bæj­ar, eru í hróp­andi ósam­ræmi við þann anda sem á síð­ustu árum hefur byggst upp varð­andi umhverf­is­mál, nátt­úru­vernd, sam­fé­lags­gerð, mann­líf, sam­tal og sam­vinnu við heima­fólk og hags­muna­að­ila, t.d. í gegnum svæð­is­garð­inn Snæ­fells­nes. Víð­tæk and­staða, ekki bara á Helln­um, er gegn breyt­ingu á aðal­skipu­lagi sem felur í sér umrædda hót­el­bygg­ingu við frið­lýsta strönd og umfangs­mikla upp­bygg­ingu ferða­þjón­ustu við kyrr­látt íbúða-, sum­ar­húsa og land­bún­að­ar­svæði á Helln­um. Hvað fær fólk til að taka slíka ákvörðun fyrir sveit­ar­fé­lag sitt í and­stöðu við íbúa, land­eig­end­ur, rekstr­ar­að­ila, dval­ar­gesti, ferða­menn og fjöld­ann allan af fólki sem vill ekki láta ,,eyði­leggja” Hellna en það er það sem við flest sjáum fyrir okkur með þess­ari skipu­lags­breyt­ingu enda er fyr­ir­myndin á Arn­ar­stapa.

Sveit­ar­fé­lögum er gefið mikið vald á sviði skipu­lags­mála og ef stjórn­endur þeirra túlka það vald þannig að þeir geti hundsað aðkomu almenn­ings og hags­muna­að­ila, þá eru úrræðin ekki mörg, sér­stak­lega þegar opin­berir umsagn­ar­að­ilar treysta á heil­indi og fag­lega vinnu innan sveit­ar­fé­lag­anna. Þegar sú vinna reyn­ist vera fúsk og jafn­vel byggð á blekk­ing­um, stöndum við sem erum andsnúin umræddum breyt­ing­um, ráð­þrota. Við sem íbúar og sem eigum lögvar­inna hags­muna að gæta, þurfum að þola það að stjórn­endur sveit­ar­fé­lags­ins beiti öllum þeim verk­færum sem þeir hafa aðgang að; stjórn­sýsl­unni, starfs­fólki, sér­fræð­ing­um, lögum og reglum og síð­ast en ekki síst valdi sínu og opin­beru fé, til að þjóna hags­munum ein­hverra ann­arra en íbúa Snæ­fells­bæj­ar. Við þurfum að verja okkar hags­muni með okkar eigin fjár­magni, í okkar eigin tíma og með enga sér­fræði­þekk­ingu á mjög svo flóknum mála­flokki sem skipu­lags­mál eru nú orð­in.

Snæ­fells­bær, með þessum breyt­ingum á gild­andi aðal­skipu­lagi, er svo sann­ar­lega að gefa lýð­ræð­is­legum vinnu­brögðum og sam­vinnu, langt nef. Hvernig telja stjórn­endur Snæ­fells­bæjar sig geta staðið undir ímynd umhverf­is- og nátt­úru­vernd­ar, auk þess að vera í sam­starfi með öðrum sveit­ar­fé­lögum sem stefna að sjálf­bærni, bættu sam­fé­lagi fyrir íbú­ana og síð­ast en ekki síst, góðu mann­lífi, þegar þeir beita íbúa sína og hags­muna­að­ila hugs­an­lega skipu­lags­of­beldi og vald­níðslu, fyrir alls óvið­kom­andi aðila?

Höf­undur rekur sam­komu­húsið á Arn­ar­stapa og skrifar fyrir hönd hags­muna­að­ila á Helln­um. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar