Gúlagið Ísland

Jón Gnarr tekur fyrir hina svokölluðu Íslandssögu í pistlaröð. Þriðji pistill Jóns fjallar skáldin og skáldskapinn sem stundum er kallaður lygi.

Auglýsing

Það er ekki hægt að fjalla um rætur hins íslenska kúlt­úrs án þess að nefna blessuð skáld­in, sér­stak­lega í ljósi þess hve öll okkar saga og hin svo­kall­aða „þjóð­menn­ing” er mik­ill upp­spuni. Skáld­skapur er líka stundum kall­aður lygi en það er samt yfir­leitt af fólki sem skilur hann ekki og það sem verra er, á engan stað í hjarta sínu fyrir hann.

Orðið „saga” er okkar helsta fram­lag til heimstung­unnar og hug­tak sem þekkt er í flestum tungu­mál­u­m. 

Eins og Móse flúði Egypta­land undan Faraó, er sagt að for­mæður okkar hafi flúið Noreg undan Har­aldi hárfagra. Þetta er mjög lík­lega tómur upp­spuni, að minnsta kosti í okkar til­felli. Það eru engar stað­festar heim­ildir til um þennan Har­ald. Ég held að það sé næsta víst að hann sé upp­diktuð per­sóna og hafi aldrei raun­veru­lega verið til. Það voru engir fjöl­miðlar eða frétta­veitur á þessum tíma. Sam­göngur voru tak­mark­aðar nema á sumrin og fólk tók ekki göngut­úra milli þorpa til þess eins að skipt­ast á sögum og upp­lýs­ing­um. Þær komu örugg­lega helst með betl­urum og flæk­ing­um. Þið gefið mér að éta og ég skal segja ykkur sögur í stað­inn. Þegar sagðar voru sögur af her­leið­öngrum og bar­dögum þá við­ur­kenndi sögu­maður ekki að hann hefði heyrt þetta frá konu sem þekkti mann sem átti systur sem átti barn með manni sem var frændi manns sem hafði verið þarna. Nei, þannig segir eng­inn góður sögu­maður frá. Hann var þarna sjálf­ur, í hring­iðu atburð­anna, og sá þetta allt með eigin aug­um. Reglu­lega gerir hann hlé á máli sínu og stingur uppí sig mat­ar­bita og á meðan hann tyggur veltir hann fyrir sér fram­haldi sög­unn­ar.

Auglýsing
Skáldin voru alveg sér­stakur þjóð­fé­lags­hópur í hinu forna nor­ræna sam­fé­lagi eins og í mörgum öðr­um. Þau höfðu hæfi­leika til að muna eða höfðu þurft að þróa með sér þann hæfi­leika. Skáldin þurftu að hafa gott minni en ekki síður skáld­gáfu og kunna að segja frá. Fyrir það fengu þau mat og húsa­skjól. Þetta gat líka örugg­lega verið lífs­stíll. Skáld­skap­ur­inn gat jafn­vel verndað þau gegn dauð­an­um. Skáldin bjuggu yfir upp­lýs­ing­um. Sama kerfi og þau not­uðu til að muna sögur gátu þau notað til að skapa jafn­vel nýjar sög­ur. Sum skáldin sungu. Að setja texta við lag er gömul og góð leið til að muna. Kunna ekki allir lagið um staf­róf­ið?

Lélegir bar­daga­menn verða skáld

Ég ímynda mér að skáldin hafi verið léleg til erf­ið­is­vinnu og von­laus til bar­daga. Kannski var þetta oft fólk sem var fatlað eða haldið sjúk­dómum sem gerðu þeim erfitt fyrir að sinna hefð­bundnum störf­um. Öll vinna var nátt­úr­lega erf­ið­is­vinna á þessum tím­um. Kannski gerð­ust sum þeirra í upp­hafi skáld til þess að vera lög­lega afsökuð frá slags­mál­um. Ég hef sjálfur margoft kjaftað mig frá  hvoru tveggja. Þetta er hæfi­leiki sem eflist með æfing­u. 

Skáldin voru nokkuð örugg með sig því það voru örugg­lega bara bjánar sem drápu skáld. Það var eins og að lóga gæð­ingi eða henda verk­færum í sjó­inn. Að drepa skáld var meira en að drepa eina mann­eskju, því með skáld­inu glöt­uð­ust allar þær upp­lýs­ingar sem skáldið bjó yfir. Það var eins og að brenna dýr­mætt bóka­safn. Í versta falli tóku þau stöðu með ein­hverjum sem tap­aði fyrir ein­hverjum öðrum og end­uðu á því að vera hand­tekin og jafn­vel dæmd til dauða. Því mátti redda með því að semja góðan vísna­bálk um nýja kóng­inn eða níð­kvæði um þann dauða og eflaust mörg skáld sem björg­uðu þannig lífi sínu fyrir horn.

Skáldin voru flest föru­fólk og bjuggu sjaldn­ast lengi á sama stað en flækt­ust á milli þorpa og bæja. Það er ekki til­viljun að hrafnar Óðins hétu Hug­inn og Mun­inn. Ég er eng­inn mál­fræð­ingur en íslenska sögnin „að vita” er víst nátengd lat­neska orð­inu vid­eo: „Ég sé”. Sá veit sem sá eitt­hvað. Kommon sens forn­ald­ar.

En þau gátu líka verið almanna­tenglar og áróð­urs­meist­arar og nauð­syn­leg öllum þeim sem vildu kom­ast til met­orða og virð­ing­ar. 

Var Ísland fanga­eyja?

Ekki veit ég hvað varð til þess að svo mörg skáld komu til Íslands. Það veit eng­inn. 

Eins og Sókrates og Jesús skrif­uðu skáldin aldrei neitt sjálf. Þau voru fólk hins lif­andi orðs, það sem seinna var kallað kjafta­sk­ar. Þau þekktu ekki einu sinni bók­staf­ina sem í dag þykja svo gríð­ar­lega mik­il­væg­ir. Rit­málið kom ekki til fyrr en löngu seinna með kristn­inni. Reglu­verk Róm­ar­kirkju teygði sig æ norðar upp Evr­ópu og hið skrif­aða orð hafði meira átor­ítet en eitt­hvað blað­ur. Rit­málið geymdi upp­lýs­ingar sem taldar voru áreið­an­legar en það var ekki síst reglu­verk. Róm­verskur kirkju­réttur var þýddur á nor­rænu og varð að fyrstu lög­bók­un­um. Fras­inn „Með lögum skal land byggja” er nær orð­rétt þýð­ing úr Róma­rétti. Og lík­lega fór þá eft­ir­spurn eftir skáldum dvín­andi og þau líka stór hluti af þeim heiðna sið sem þarna var byrjað að útrýma. Og þá varð það ekki lengur lífs­björg að vera skáld, jafn­vel þvert á móti lífs­hættu­legt og illa séð og villu­trú að hlusta á skáld. Voru þau kannski kuklarar og galdra­hyski? Það var önnur stétt fólks sem uppi var á þessum tímum forn­aldar sem voru Völv­urn­ar. Það voru menn og konur sem höfðu sér­staka hæfi­leika og gátu spáð fyrir fólki. Völv­urnar höfðu mik­il­vægu hlut­verki að gegna í trú­ar­lífi forn-­germ­anskra þjóða. Eftir kristni voru völvur taldar rétt­dræpar og þær mis­kunn­ar­laust drepnar hvar sem náð­ist til þeirra. Kannski rugl­uð­ust margir á skáldum og völvum og hengdu þannig oft bak­ara fyrir smið. Eft­il­vill voru mörg bæði skáld og völv­ur, allt eftir því hvers óskað var hverju sinni. Það er ekki ósvipað spá­kon­unni sem aug­lýsti í dag­blaði fyrir löngu: Spái í spil og bolla. Strekki dúka á sama stað. Neyðin kennir naktri völvu að skálda.

Auglýsing
En það er alveg aug­ljóst að rit­málið útrýmdi skáld­unum og gerði þau óþörf. Minni skáld gátu þá farið með veggjum og fundið sér eitt­hvað annað að gera og allir gleymt því fljót­lega að þau hafi ein­hvern tím­ann verið skáld. En það var erf­ið­ara fyrir stór­skáld­in. Það voru svo margir sem þekktu þau og vissu hver þau voru. Þau voru ekki lengur aufúsu­gestir í bæj­unum heldur lið sem sann­kristið fólk þurfti að passa sig á; kjafta­skar og blað­ur­skjóður og skáld­skapur þeirra lygi. Kristni var menn­ing­ar­bylt­ing og skáldin full­trúar for­tíðar sem allir skömm­uð­ust sín fyrir og vildu kepp­ast nú við að gleyma.

Kannski flúðu þau hing­að. Kannski voru þau hrein­lega dæmd til útlegðar og send hingað í hlekkjum í refs­ing­ar­skyni? Getur verið að Ísland hafi verið fanga­eyja, ein­hvers­konar síber­ískt Gúlag forn­ald­ar? Það voru nú mörg skáld þar.

En hver sem ástæðan er þá lifðu skáldin lengur hér en í Nor­egi og reglu­verk kirkj­unnar lengur á leið­inni hing­að. En það breytt­ist og krist­inn siður komst hér á eftir að hafa fest sig almenni­lega í sessi í Skand­in­av­íu. Það var þá orðið aug­ljóst í hvað stefndi og fólk sætti sig við hinn nýja sið án mik­illa mót­mæla og við urðum kaþ­ólsk þjóð. Og eins og kristnin afmáði heiðn­ina þá afmáðu siða­skiptin okkar kaþ­ólsku arf­leifð og nú kemur það nútíma­ís­lend­ingum jafn­vel á óvart að heyra að þjóðin hafi ein­hvern tíma verið kaþ­ólsk.  

Tappað af gömlum sögum

Snorri Sturlu­son og margir fleiri, í sam­starfi við klaustur og kirkju­stofn­anir ákváðu að tappa ein­hverjum af þessum gömlu sögum og skáld­skap öllum af skáld­unum og festa á bók. Af hverju nákvæm­lega og í hvaða til­gangi er mér ekki alveg ljóst. En ég á mjög bágt með að trúa því að þessir ramm­kaþ­ólsku kallar hafi sjálfir trúað þessum sögum öllum og allra síst því sem snéri að heiðnum siðum og kúltúr. En Snorri var lög­fróður og mennt­aður póli­tíkus og af góðum ætt­um. Hann vildi halda áfram góðu sam­bandi við Nor­eg. Þar voru líka eflaust margir sem vildu styrkja tengslin við mat­ar­kist­una Ísland og tryggja áfram­hald­andi yfir­ráð yfir þeim fjöl­mörgu iðn­að­ar­svæðum sem höfðu byggst hér upp.

Snorri var sjálfur skáld og dvald­ist sem slíkur við norsku hirð­ina. Þetta var nátt­úr­lega á tímum þar sem gat verið hættu­legt að vera skáld. En Snorri fann ein­hvern nýjan vinkil og sá tæki­færi í þessum sagn­arfi sem fáir aðrir virt­ust vera að pæla í. Kannski var það per­sónu­legt fyrir hon­um. Kannski heill­að­ist hann bara af þessu sem barn eins og ég sjálfur heill­að­ist af sjón­varp­inu mörgum öldum síð­ar? Kannski sá hann gjald­miðil fal­inn í þessum fornu fræð­um, í við­skiptum sínum við höfð­ingja Nor­egs. Lík­lega var það sitt lítið af hverju, brenn­andi áhugi sem hafði líka hag­nýtan til­gang og póli­tísk vægi. En svo fór fyrir honum eins og öðrum skáldum og gjarnan þeim sem bera ein­hverjar háleitar hug­sjónir í brjósti um kær­leik­ann, manns­and­ann og skap­andi hugsun og hann var drep­inn. Hann gerði líka sömu mis­tök og Sókrates og Jesús með því að vera að skipta sér af póli­tík. Þarna dóu síð­ustu skáldin og nöfn þeirra voru afmáð af kredit­list­un­um. Þá gátu sig­ur­veg­ar­arnir skrifað sög­una eins og þeir vildu hafa hana. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit