Blekkingamáttur storknandi hrauns

Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þetta er sá fyrsti.

170591854_356105172453494_787529186284275387_n.jpg
Auglýsing

Sem sérlegir hraunnördar, áhugafólk um eldvirkni og eigendur og stofnendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal þá er ýmislegt sem við höfum lært um eðli hrauns. 

Í ljósi eldgossins við Fagradalsfjall sem hófst 19. mars sl., þar sem fólki gefst einstakt tækifæri á að sjá og upplifa hina mögnuðu krafta móður náttúru, er vert að fólk fái áhugaverðar og mikilvægar upplýsingar um eldvirkni, hraun og hvað ber að varast í formi hraunmola vikunnar. 

Mynd af eldgosinu að næturlagi. Mynd: Júlíus Ingi Jónsson/Ragnhildur Ágústsdóttir

Svart og saklaust útlit hrauns blekkir

Hraun er einstaklega einangrandi efni sem byrjar fljótt að storkna þegar það rennur upp úr iðrum jarðar og kemst í tæri við andrúmsloftið og önnur kaldari efni á yfirborði jarðar. Hins vegar er það aðeins ysta lag hraunsins sem storknar á meðan hraunið getur áfram verið rauðglóandi og fljótandi skammt fyrir neðan svart og sakleysislega útlítandi yfirborðið.

Auglýsing
Þegar hraun er í fljótandi formi, rauðglóandi hvítt, gult eða appelsínugult, getur hitastig þess varað frá 700° til 1250° gráðum á Celsius. Þeim mun skærari litur, þeim mun heitara er hraunið. Á sama hátt má ætla að þeim mun svartara sem hraunið er, þeim mun kaldara.

Og að vissu leyti er það rétt. Hins vegar getur svart og að því er virðist kalt hraunið verið mun heitara en það lítur út fyrir að vera. Það sem meira er, storknað yfirborðshraunið getur hæglega falið brennheitt fljótandi hraun skammt innan við storknaða skorpuna sem heldur því í skefjum.

Hraunpollar og hraunhellar

Vegna einangrandi eðlis hrauns og þess hve fljótt ysta lag þess storknar, getur fljótandi hraun oft flætt langar vegalengdir undir svörtu storknuðu yfirborðinu. Það er einmitt þannig sem hraunhellar verða til. Þegar eldgos heldur áfram, flæðir kvikan stöðugt upp á yfirborðið og heldur hraunrennslinu til streitu. Þannig heldur hraunið áfram að þrýsta á storknað yfirborðshraunið þar til þrýstingurinn brestur, skyndilega og fyrirvaralaust. Slíkt kallast undanhlaup.

Þetta getur gerst þar sem hraun safnast saman í hrauntjörnum þar sem yfirborðið brestur skyndilega og skærappelsínugulir hraunpollar myndast, stundum með dansandi hrauni sem hoppar og skoppar eins og í æsilegum leik. En þetta getur líka gerst við hraunjaðarinn, skyndilega og án fyrirvara, og hraunið gusast fram, hugsanlega með meiri hraða en svo að fólk, sem stendur of nærri, hafi ráðrúm til að taka til fóta sinna. og það getur verið varasamt svo ekki sé dýpra í árina tekið.  

The lava is creeping closer. When this video is starting, it’s about 15 meters away and it is oh so hot

Posted by Ragnhildur Ágústsdóttir on Monday, March 29, 2021

Berum virðingu fyrir máttugri móður náttúru

Í ljósi framangreinds ráðleggjum við fólki að sýna heilbrigða skynsemi í návígi við nýstorknað hraun og að bera viðeigandi virðingu fyrir móður náttúru. Útlit getur verið blekkjandi og ef fólk gætir ekki að sér getur það bókstaflega misst meira en fótanna. 

Höfundar eru stofnendur og eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit