Blekkingamáttur storknandi hrauns

Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þetta er sá fyrsti.

170591854_356105172453494_787529186284275387_n.jpg
Auglýsing

Sem sér­legir hraunnördar, áhuga­fólk um eld­virkni og eig­endur og stofn­endur Icelandic Lava Show í Vík í Mýr­dal þá er ýmis­legt sem við höfum lært um eðli hrauns. 

Í ljósi eld­goss­ins við Fagra­dals­fjall sem hófst 19. mars sl., þar sem fólki gefst ein­stakt tæki­færi á að sjá og upp­lifa hina mögn­uðu krafta móður nátt­úru, er vert að fólk fái áhuga­verðar og mik­il­vægar upp­lýs­ingar um eld­virkni, hraun og hvað ber að var­ast í formi hraun­mola vik­unn­ar. 

Mynd af eldgosinu að næturlagi. Mynd: Júlíus Ingi Jónsson/Ragnhildur Ágústsdóttir

Svart og sak­laust útlit hrauns blekkir

Hraun er ein­stak­lega ein­angr­andi efni sem byrjar fljótt að storkna þegar það rennur upp úr iðrum jarðar og kemst í tæri við and­rúms­loftið og önnur kald­ari efni á yfir­borði jarð­ar. Hins vegar er það aðeins ysta lag hrauns­ins sem storknar á meðan hraunið getur áfram verið rauð­gló­andi og fljót­andi skammt fyrir neðan svart og sak­leys­is­lega útlít­andi yfir­borð­ið.

Auglýsing
Þegar hraun er í fljót­andi formi, rauð­gló­andi hvítt, gult eða app­el­sínugult, getur hita­stig þess varað frá 700° til 1250° gráðum á Celsi­us. Þeim mun skær­ari lit­ur, þeim mun heit­ara er hraun­ið. Á sama hátt má ætla að þeim mun svart­ara sem hraunið er, þeim mun kald­ara.

Og að vissu leyti er það rétt. Hins vegar getur svart og að því er virð­ist kalt hraunið verið mun heit­ara en það lítur út fyrir að vera. Það sem meira er, storknað yfir­borðs­hraunið getur hæg­lega falið brenn­heitt fljót­andi hraun skammt innan við storkn­aða skorpuna sem heldur því í skefj­um.

Hraun­pollar og hraun­hellar

Vegna ein­angr­andi eðlis hrauns og þess hve fljótt ysta lag þess storkn­ar, getur fljót­andi hraun oft flætt langar vega­lengdir undir svörtu storkn­uðu yfir­borð­inu. Það er einmitt þannig sem hraun­hellar verða til. Þegar eld­gos heldur áfram, flæðir kvikan stöðugt upp á yfir­borðið og heldur hraun­rennsl­inu til streitu. Þannig heldur hraunið áfram að þrýsta á storknað yfir­borðs­hraunið þar til þrýst­ing­ur­inn brest­ur, skyndi­lega og fyr­ir­vara­laust. Slíkt kall­ast und­an­hlaup.

Þetta getur gerst þar sem hraun safn­ast saman í hrauntjörnum þar sem yfir­borðið brestur skyndi­lega og skærapp­el­sínugulir hraun­pollar myndast, stundum með dans­andi hrauni sem hoppar og skoppar eins og í æsi­legum leik. En þetta getur líka gerst við hraunjað­ar­inn, skyndi­lega og án fyr­ir­vara, og hraunið gusast fram, hugs­an­lega með meiri hraða en svo að fólk, sem stendur of nærri, hafi ráð­rúm til að taka til fóta sinna. og það getur verið vara­samt svo ekki sé dýpra í árina tek­ið.  

The lava is creep­ing clos­er. When this video is star­t­ing, it’s about 15 met­ers away and it is oh so hot

Posted by Ragn­hildur Ágústs­dóttir on Monday, March 29, 2021

Berum virð­ingu fyrir mátt­ugri móður nátt­úru

Í ljósi fram­an­greinds ráð­leggjum við fólki að sýna heil­brigða skyn­semi í návígi við nýstorknað hraun og að bera við­eig­andi virð­ingu fyrir móður nátt­úru. Útlit getur verið blekkj­andi og ef fólk gætir ekki að sér getur það bók­staf­lega misst meira en fót­anna. 

Höf­undar eru stofn­endur og eig­endur Icelandic Lava Show í Vík í Mýr­dal.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiÁlit