Sigrum við norðrið?

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, skrifar um mikilvægi norðurslóða.

Auglýsing

Land- og haf­svæði norð­ur­slóða skipt­ist á milli átta ólíkra ríkja með ríf­lega 4 millj­ónum íbúa. Þar af eru aðeins 400 þús­und manns frum­byggj­ar. Fjöl­margar byggðir eru lítil þorp en bæir og borgir með 3.000 til rúm­lega 300.000 íbúum stækka. Hröð nútíma­væð­ing hefur ein­kennt sam­fé­lögin í tvo til þrjá ára­tugi. Í heild hefur búseta heima­fólks haft lítil áhrif á dýra­rík­ið, gróð­ur­eyð­ingu og loft­mengun enda svæðið risa­stórt. Fremur skilur atvinnu­starf­semi á borð við kola-, olíu- og gasvinnslu og raf­orku­fram­leiðsla, ásamt náma­greftri, eftir sig mis­djúp spor og sumt af veiði­mennsk­unni hefur ekki hlíft nytja­stofnum nægi­lega.  Norð­ur­slóðir eru gríð­ar­lega þýð­ing­ar­mikið land- og haf­svæði fyrir fram­vindu lífs­skil­yrða á jörð­inni. Jöklar, haf­ís, pól­sjór, kaldir og hlýir haf­straumar og jarð­klaki (sífreri) eru breytur í veð­ur­fars­jöfn­unni; svo stórar að miklar breyt­ingar nátt­úru­fars á svæð­inu skipta sköpum fyrir mann­kyn­ið. Þrennt er þar stór­vægast: Hrörnun hvíta end­ur­skasts­skjald­ar­ins, þ.e. haf­ís­þekj­unn­ar, og þar með hlýnun Íshafs­ins, hop jökla með til­heyr­andi sjáv­ar­borðs­hækkun og súrnun sjávar vegna síhækk­andi magns koldí­oxíðs (nú 417 millj­ón­ustu hlutar í stað um 300 árið 1950) í lofti.

Þegar menn fagna opnun norð­urs­ins sem haf­sjó tæki­færa og sæg erf­iðra en gef­andi verk­efna er þörf á að staldra við og segja: - Já, kannski, en horf­umst í augu við raun­veru­leik­ann og málum ekki enn eina rós­rauða mynd af okkur og ver­öld­inni. Fetum okkur hægt fram og snúum við þegar við á. 

Við erum ekki lengur á braut sem stefnir að hlýnun undir tveimur stigum á heims­vísu á næstu tveimur til þremur ára­tugum heldur gæti miklu verr far­ið, ef fram heldur sem horf­ir.

Áhug­inn á norðr­inu

Und­an­farið hafa augu fjár­festa, fjár­mála­stofn­ana og ráðu­neyta beinst að svæð­inu. Skyndi­lega blasir við nýr aðgangur að gjöf­ulum auð­lindum og mik­il­vægar sigl­inga­leiðir að auki. Mik­ill auður og digur hagn­aður getur fallið mörgum í skaut; reyndar eftir him­in­háar fjár­fest­ing­ar. Talið er að um 90 milljón millj­ónir dala fari ef til vill í þær á næstu árum. Þrennar höf­uð­auð­lindir eru mest áber­andi í umræð­unni um "tæki­færi og áskor­an­ir“: Jarð­efna­elds­neyti, málmar og stein­efni og loks land undir vegi, járn­braut­ir, orku- og efna­leiðsl­ur, sam­skipta­tæki, flug­velli og hafnir við nýju sigl­inga­leið­irnar sem kunna að opn­ast á næstu árum og ára­tug­um: Norð­aust­ur­leiðin með­fram Síber­íu, Norð­vest­ur­leiðin með­fram Kanada og þver­leiðin yfir Norð­ur­pól­inn. Leið­sögu­kerfi fyrir flug og sigl­ingar varða miklu í þessu skyni.

Auglýsing
Tækifærin eru sögð fel­ast í fram­förum og hag­vexti, en áskor­an­irnar í að minnka eða koma í veg fyrir rask og meng­un, og enn fremur nei­kvæð áhrif á sam­fé­lög manna. Hvernig finnum við jafn­vægið á milli nátt­úr­u­nytja og nátt­úru­vernd­ar? Hvenær er best að láta verk­efni kyrr liggja?  Hver eru þol­mörkin sem marka sjálf­bærni sam­fé­lag­anna?

Margir vilja ræða þetta til hlítar og láta nátt­úr­una og vilja nær­sam­fé­laga ráða mestu en aðrir meta tæki­færin mest og telja tækni og góðan vilja einka­fjár­magns­eig­enda og rík­is­valds, í sam­vinnu landa, geta leyst vanda­mál­in. Og jafn­vel fer þannig að úr sér gengin orða­notkun er tekin upp sbr. sér­út­gáfu Morg­un­blaðs­ins 1. nóv­em­ber 2014. Ensk þýð­ing á íslenska hug­tak­inu norð­ur­slóða­sókn var þar orðin að: Conquer­ing the north - norðrið sigr­að. Þegar þess er gætt að þum­al­fing­urs­regla í olíu- og gasvinnslu er á þann veg að fyrir hvern dollar sem fjár­fest er fyrir fást tíu í stað­inn, ef sæmi­lega tekst til, er ekki að undra að margir vilja sigr­ast á... hverju? 

Réttur frum­byggja og hug­mynda­fræði

Eins og oft­ast í mann­kyns­sög­unni við sókn auð­linda­nýtenda inn á ný land­svæði eru þar fyrir mann­ver­ur. Hver kann ekki sögur um mis­beit­ingu valds gegn fólk­inu og hundsun á rétti  þess eða lífs­hátt­um. Nú til dags er ekki unnt að fara þannig óheft fram á norð­ur­slóð­um. Frum­byggjar hafa skipu­lagt sig og sett fram sínar kröfur og staðið á sínum rétt­i.  Að því sögðu er ekki þar með við­ur­kennt að við­horf frum­byggja séu ávallt rétt. Meg­in­at­riðin eru þó ljós. Rétt frum­byggja til að lifa af nátt­úr­unni og í sátt við hana ber að virða. Líka rétt þeirra til að ákvarða hvernig þeir aðlag­ast breyttum aðstæðum og tækni og rétt til sjálf­bærrar auð­linda­nýt­ing­ar. Mis­gjörðir lið­inna ára­tuga ber að bæta fyr­ir­.  

Þús­unda ára reynsla frum­byggja af sam­býli við nátt­úru norð­urs­ins á erindi við alla sem koma að mál­efnum norð­ur­slóða. Þar er að finna upp­lýs­ing­ar, við­horf, hug­mynda­fræði og aðferðir sem eiga fullt erindi í ákvarð­ana­töku um næstu og fjar­læg­ari skref við nýt­ingu og stjórnun norð­ur­slóða. Í norð­ur­slóða­stefnu ríkj­anna átta er nú orðið lögð áhersla á rétt­indi og þekk­ingu frum­byggja og leit­ast við að sam­tvinna þau atriði í ákvarð­anir sem varða nútíð og fram­tíð. Ísland er eina landið án frum­byggja sem hér voru fyrir við land­nám (hvenær og hvernig sem það fór fram). Sú hug­mynd höf­undar að efla miðlun þekk­ingar frá frum­byggjum til okkar hinna, t.d. með stofnun Frum­byggja­skóla SÞ, eða á annan hátt, hefur þótt íhug­un­ar­verð.

Jarð­efnin freista

Horfa verður á þá stað­reynd að engar nátt­úr­u­nytjar sem herða á hröðum og hættu­legum lofts­lags­breyt­ingum af manna völdum mega í raun fara fram á norð­ur­slóð­um. Það sama á að gilda þar og ann­ars stað­ar: Sér­hver aðgerð sem minnkar losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda eða bindur kolefni á að ganga fyrir auk­inni ásókn í jarð­efni og mann­virkja­gerð. Ósjálf­bær orku­öflun í norðri má aðeins fara fram til þess að afla íbú­unum nauð­syn­legrar orku á meðan sú sjálf­bæra er ekki í boði á nær­liggj­andi land­svæð­um. Tryggja verður næga raf- og varma­orku og láta nýsköpun snú­ast um orku­öflun með vist­vænum hætti: Vindi, sól­geisl­un, jarð­varma, vatns­afli og sjáv­ar­orku, t.d. öldu­virkj­un­um. Löngu er kunn­ugt að við náum hvergi nærri að draga úr hlýnun lofts­lags og snúa þró­un­inni við nema að leyfa 2/3 hlutum þekktra kolefn­isauð­linda að liggja kyrrar í jörð. Og sam­tímis verður að gera frum­byggjum og heima­stjórnum kleift að nýta auð­lindir heima fyr­ir. Einnig er rétt­mætt að fljót­andi jarð­gas (LNG) sé við­ur­kennt sem betri orku­kostur en kol, olía og venju­legt jarð­gas, með til­liti til 20% minni kolefn­is­gasslos­unar LNG.

Allar þjóðir í Norð­ur­skauts­ráð­inu stefna að námu­vinnslu norðan heim­skauts­baugs, vinnslu kolefn­iselds­neytis og verð­mætra jarð­efna, nema Ísland. Hvort tveggja er auð­vitað ósjálf­bærar nátt­úr­u­nytj­ar. Gildir einu hvar vinnslan fer fram eða í hvað efnin eru not­uð. Ábyrgð vinnslu­lands­ins í umhverf­is­vernd nær líka til sölu og notkun efn­anna í öðrum lönd­um. Dæmi um þetta er olíu- og gasvinnsla Norð­manna sem nær ekki til kolefn­is­bók­halds og skuld­bind­inga rík­is­ins, umfram það sem notað er heima fyr­ir, en er í reynd afar þung­væg á heims­vís­u. 

Önnur námu­vinnsla en upp­taka kolefn­iselds­neytis kann að vera nauð­syn­leg í norðrinu, vegna skorts á mik­il­vægum efn­um, t.d. mál­um, en hún verður þá að vera mjög var­kár, undir sér­stöku eft­ir­liti og með þátt­töku heima­manna. Líta ber á tak­mark­aða vinnslu jarð­efna sem nauð­syn­legan fórn­ar­kostnað við vel­ferð mann­kyns og þá um leið er skylt að lág­marka umhverf­is­á­hrifin með mót­væg­is­að­gerðum og með því að nýta hringrása­hag­kerfi sem byggir á end­ur­nýt­ingu hrá­efna og úrgangs sem fellur til. Í stað sóknar stór­fyr­ir­tækja á norð­ur­slóðir verður að nýta alþjóð­lega sam­vinnu heim­skauta­ríkja og alþjóða­stofn­ana á jafn­rétt­is­grunni til þess að skil­greina þá vinnslu sem mörg land­svæði geta borið með lág­marks umhverf­is­á­hrifum og í sam­ræmi við þarfir alþjóða­sam­fé­lags­ins, ekki ein­stakra fyr­ir­tækja eða ríkja, nema ef vera skyldi Græn­lands. Þar er jarð­efna- og orku­vinnslu talin lykil að sjálf­stæði. Fær­ey­ingar eru að hluta í sömu stöðu en sam­kvæmt skil­grein­ingu norð­ur­slóða eru Fær­eyjar utan þeirra en tengj­ast þó beinu sam­starfi ríkj­anna með ýmsum hætti, sbr. Norð­ur­landa­ráð og Vest­nor­ræna ráð­ið. Eft­ir­tekt­ar­vert er að fylgj­ast með þjóðum utan norð­ur­slóða sækja þangað með fjár­fest­ingum og öðrum áhrif­um, t.d. Ástr­ali og Kín­verja, með mis­mun­andi þunga, einkum Kín­verj­ar. Sú aleitna spurn­ing vaknar hvort ekki þurfi að semja um reglur sem miði að sjálf­bærni upp­bygg­ingar á landi og vax­andi jafn­vægi nytja og vernd­ar, Polar Code 2, líkt og gildir um sigl­ingar (Polar Code 1), þ.e. hegð­un­ar­reglur í sæferð­um.

Kröfur þjóð­ríkja og stjórnun í norðri

Mál­efni norð­ur­slóða hafa verið talin for­gangs­mál og tengj­ast land­grunns- og full­veld­is­kröfum Íslands. Mik­il­vægi mála­flokks­ins er aug­ljóst og þátt­taka í Norð­ur­skauts­ráð­inu ákaf­lega þýð­ing­ar­mik­il. Við­ur­kenndar land­grunns­kröfur varða öll ríkin átta en með mis­mun­andi hætti. Þær taka mið af jarð­fræði á hafs­botni og snú­ast um auð­lind­a­nytjar og ákvarð­ast í sam­ræmi við haf­rétt­ar­sátt­mála SÞ (UNCLOS). Hingað til virð­ast rök­færður grunnur krafn­anna verið haf­inn yfir umræður eða gagn­rýni. Ég tel hann smám saman hafa orðið úrelt­an. Í stað krafna um auð­linda­rétt á úthafs­botni hund­ruð mílna á haf út með jarð­sögu­legum rökum verður að koma sam­á­byrgð á vel­ferð alls líf­ríkis í hafi. Þar með talið á hafs­botni, sem myndar heild með sjónum fyrir ofan hann. Sam­á­byrgðin er lyk­ill að vel­ferð mann­kyns. 

Af þingmannaráðstefnu norðurslóða í Inari árið 2018. Mynd: Arna Bang.

Ísland rís upp af Norð­ur- Atl­ants­hafs­hryggn­um. Við krefj­umst réttar á auð­lindum vestur fyrir Bret­landseyjar að eigin mati og einnig norður úr, út fyrir efna­hags­lög­sög­una. Rúss­land beitir jarð­fræði­legum rökum til þess að eigna sér hafs­botns­rétt til norð­urs, alla leið upp á Norð­ur­pól og raunar lengra. Fjögur önnur norð­ur­slóða­ríki, Kana­da, Banda­rík­in, Dan­mörk (Græn­land) og Nor­egur leggja í sama leið­angur og krefj­ast yfir­ráða yfir sinni sneið norður á pól­inn. Um þetta gerðu ríkin fimm með sér sam­komu­lag án sam­ráðs við Ísland, Sví­þjóð og Finn­land. Í raun réttri er þessi afstaða ekki í þágu mann­kyns. 

Hafs­botn­inn í norðri, utan 200 mílna lög­sögu hvers rík­is, ætti að vera sam­eig­in­legt vernd­ar­svæði allra þjóða og nýt­ing líf­ríkis í úthafi háð alþjóð­legu sam­komu­lagi. Strand­ríkin fimm ættu að gefa eftir ítr­ustu hafs­botns­kröf­ur, halda sig við auð­lindir innan 200 mílna marka, þar sem eru alþjóð­legar sigl­inga­leið­ir, og leyfa alþjóða­sam­fé­lag­inu að líta á miðju Norð­ur­-Ís­hafs­ins sem svæði undir vernd­ar­væng mann­kyns. Annað og enn flókn­ara verk­efni lýtur að því að end­ur­skoða haf­rétt­ar­sátt­mál­ann í heild. Vinda ber ofan af órétt­mætum kröfum um auð­lindir langt út á öll helstu úthaf­svæði. Þau eiga að vera vera ósnert­ar, mann­kyni til góða. Ekki er þó útlit fyrir að svo verði í bráð og íslensk yfir­völd tala ekki með þessum hætt­i. 

Sam­vinna um fram­farir norð­urs­ins

Vissu­lega hefur orðið árangur af sam­starfi norð­ur­slóða­ríkj­anna átta. Nægir að nefna reglu­verk um skip og sigl­ingar á norð­ur­slóðum (fyrsta Pólkóð­ann), sam­starf um björgun og við­brögð við meng­un­ar­slysum, vís­inda- og rann­sókna­sam­starf í sam­fé­lags- og nátt­úru­vís­indum og um mennt­un. Búið er að ná sam­komu­lagi um að stunda ekki fisk­veiðar á haf­svæðum sem enn eru að mestu lokuð vegna haf­íss. Í stað þess munu fara fram víð­tækar rann­sóknir sem rennt geta stoðum undir sjálf­bærar sjáv­ar­nytjar í Norð­ur­-Ís­haf­inu, innan lög­sögu ríkj­anna fimm. Loks má benda á þátt­töku sam­taka frum­byggja í Norð­ur­skauts­ráð­inu og stöðu all­margra ríkja utan heim­skauta­svæða, og sam­taka, sem áheyrn­ar­að­ila á fundum Norð­ur­skauts­ráðs­ins. Ísland tók við for­mennsku þess 2019 og gegnir henni vel og skil­merki­lega til miðs árs 2021. Næst sjá Rússar um for­yst­una og sam­kvæmt nýop­in­beruðum áherslum er mik­ils að vænta af stór­þjóð­inni, raungeri stjórn­völd þær á næstu tveimur árum, eins og fram­ast er unn­t. 

Til hliðar við Norð­ur­skauts­ráðið starfar þing­manna­nefnd norð­ur­slóða (CPAR), m.a. með þátt­töku þinga allra ríkj­anna átta og Evr­ópu­þings­ins á stórri ráð­stefnu. Hlut­verk hennar er að senda ráð­inu sam­þykktir og til­lögur um stefnu og aðgerðir í mörgum mála­flokk­um; þó ekki varn­ar- og örygg­is­mál­um. Höf­undur er for­maður íslensku deild­ar­inn­ar.

Margar þjóðir utan Norð­ur­skauts­ráðs­ins hafa skipu­lagt heim­skauta­stofn­anir og sam­starf þeirra um nám, rann­sóknir og miðlun til sam­fé­laga og þjóða hefur marg­fald­ast. Sífellt fleiri ríki setja sér sér­staka norð­ur­slóða­stefnu, nú síð­ast Evr­ópu­sam­bandið í heild, og verður hún að telj­ast vel fram­sæk­in.

Eitt helsta ein­kenni norð­ur­slóða­sam­starfs ríkj­anna átta er sér­stætt. Engar ákvarð­anir eru teknar án fullrar sam­stöðu. Ávallt er leitað mála­miðl­ana á mik­il­vægum ráð­stefnum og fund­um. Sam­vinna snýst um alla helstu mála­flokka, að slepptum örygg­is- og varn­ar­mál­um. Lögð er áhersla á skipti á upp­lýs­ing­um, á aukið vís­inda- og menn­ing­ar­sam­starf, lausna leitað á félags­legum vanda, lögð áhersla á vel­ferð og heil­brigði, menn­ingu, fjar­skipti og sam­göng­ur, verslun og við­skipti. Alþjóð­lega sam­vinnan á norð­ur­slóðum er næsta ein­stök á heims­vísu. Auk Norð­ur­skauts­ráðs­ins, fer fram form­legt sam­starf á vett­vangi Northern Dimension, Arctic Economic Council (fyr­ir­tæki), Northern For­um, bæj­ar- og borg­ar­stjóra í ríkj­unum átta, Northern Coast­gu­ard Forum (strand­gæslu ríkj­anna 8). Eru þá ótaldar starf­samar stofn­an­ir, opin­berar eða sjálf­stæð­ar, innan og utan Norð­ur­skauts­ráðs­ins sem hafa margar með sér sam­starf. Frá 2013 að telja hefur sam­starfið vaxið með til­komu árlegrar, opinnar ráð­stefnu í Reykja­vík, Arctic Circle. Hún er fjár­mögnuð án þátt­töku stjórn­valda, opin öllum sem áhuga hafa og dregur að sér um 4.000 manns.

Sér­staða Arctic Circle

Ráð­stefnan Arctic Circle (Hring­borð norð­ur­slóða) er orðin stærsti sam­ræðu­vett­vangur norð­ur­slóða. Þar koma saman stjórn­mála­menn, fjár­fest­ar, full­trúar rík­is­stjórna og sveit­ar­stjórna, sam­tök áhuga­fólks, full­trúar menn­ing­ar­strauma og vís­inda­menn. Fjöldi ríkja utan norð­ur­slóða sendir sína full­trúa á ráð­stefn­una og sér­legar ráð­stefnu eru skipu­lagðar í heims­hlutum á vegum Hring­borðs­ins. Á meg­in­ráð­stefn­unni fæst ágætt og víð­tækt, árlegt yfir­lit yfir stöðu umræðna og ákvarð­ana ríkja um sígilda mót­sögn: Auð­lind­a­nytjar og hagnað af þeim frammi fyrir nátt­úru­vernd og and­ófi gegn hlýnun lofts­lags og afleið­ingum þess. Ráð­stefnan er stærsti fundur ver­aldar um norð­ur­slóða­mál­efni og hefur þrí­þætt gagn: Hún er vett­vangur mik­ill­ar, frjórrar sam­ræðu, mið­stöð marg­vís­legrar fræðslu og þarfra skoð­ana­skipta og hún tengir fólk í flestum geirum sam­fé­laga. Á fyrstu ráð­stefnu Arctic Circle yfir­gnæfðu hug­myndir og stefnu­mál um auð­lind­a­nytjar umhverf­is­vernd­ina. Smám saman hefur staðan í umræðum og á sér­fundum breyst, nátt­úru­vernd og lofts­lags­málum í hag. 

End­ur­skoðuð norð­ur­slóða­stefna

Árið 2011 sam­þykkti Alþing þings­á­lyktun sem er fyrsta útgáfa að norð­ur­slóða­stefnu Íslands. Hún hefur nú verið end­ur­skoðuð frá grunni. Það gerði þverpóli­tísk þing­manna­nefnd og lagði fram nýja, fram­sýna til­lögu til utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins. Ráð­herra leggur brátt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem byggð er á vinnu nefnd­ar­inn­ar. Efni hennar verður ekki tíundað hér en minnt á að hún er í takt við þró­un­ina á norð­ur­slóð­um, fram­vindu lofts­lags­mála, í anda sjálf­bærni, jafn­réttis og vel­ferð­ar, friðar og sam­vinnu við leit að lausn­um.

Til eru þeir sem telja að sam­vinna í Norð­ur­skauts­ráð­inu og sam­vinna þess og margra áheyrn­ar­landa geti tryggt að ekki verði alvar­legir árekstrar við opnun norð­urs­ins. Aðrir ótt­ast að ströng hags­muna­gæsla hvers ríkis og merki um aukna hern­að­ar­upp­bygg­ingu séu til vitnis um að and­stæð­ingar tak­ist á þegar fram í sæk­ir. Ekki endi­lega með vopna­valdi heldur með því að helga sér og tryggja haf- og botns­væði og segj­ast munu verja þau. Önnur ríki gætu reynt að koma sér fyr­ir, beint eða bak­dyra­meg­in, með verk­efn­um, fólki og aðstöðu í lönd­un­um, einkum þeim minni. Til hliðar standa svo ýmis Evr­ópu­ríki, og fjar­læg­ari ríki, og telja að beita verði mun alþjóð­legri og sam­eig­in­legri við­mið­um.

Auglýsing
Í end­ur­skoð­aðri norð­ur­slóða­stefnu Íslands er fjallað um örygg­is­mál í sam­ræmi við sam­þykkta þjóðar­ör­ygg­is­stefnu Íslands. Þar er tekið undir frið­sam­legar lausnir og áhyggjur af vax­andi spennu og auk­inni, gagn­kvæmri hern­að­ar­upp­bygg­ingu á báða bógi í austri og vestri, sem sum­part teng­ist sigl­ingum og auknum umsvifum í norðr­inu. Það minnir okkur á að umræður allra átta ríkj­anna og mikla vinnu vantar frammi fyrir vand­an­um. Fram til 2014 tóku Rússar þátt í umræðu­vett­vangi herja norð­ur­slóða­land­anna, en eftir Krím-­málið var þeim vikið það­an.  Ég tel að rík­is­stjórnin og Alþingi eigi að leggja til upp­hafs­skref í átt að heim­skauta­ör­ygg­is­mála­kóða í anda Polar Code 1 (sem ég kalla svo) með boði um ráð­herra­fund ríkj­anna átta undir árs­lok. Í öllu starfi í átt að Polar Code 3 er unnt að nýta Hring­borð norð­ur­slóða, nýleg sam­tök þing­manna fyrir friði (IAPP), stofn­anir eins og Open Diplom­acy í Evr­ópu, Wil­son-­stofn­un­ina í Was­hington, og, ekki hvað síst, sam­starfs­vett­vang land­helg­is­gæsla norð­ur­slóða­ríkj­anna, auk Sam­ein­uðu þjóð­anna. Kóð­inn segði til um umgengn­is­reglur og sam­skipta­reglur örygg­is- og varn­ar­að­ila á norð­ur­slóðum og hegðan með því mark­miði að halda við lág­spennu og koma í veg fyrir mis­tök sem geta leitt til árekstra. 

Staða Akur­eyrar og Norð­ur­slóða­setur í Reykja­vík

Í norð­ur­slóða­stefn­unni er vikið að Akur­eyri sem mið­stöð norð­ur­slóða­mála á Ísland og efl­ingu henn­ar. Þar er vísað til kennslu og rann­sókna við Háskól­ann á Akur­eyri (sem er einn stofn­enda Háskóla norð­ur­slóða og aðsetur Heim­skauta­rétt­ar­stofn­un­ar­inn­ar), til Stofn­unar Vil­hjálms Stef­áns­sonar með ára­tuga starf að baki, tveggja fastra sér­fræði­vinnu­hópa Norð­ur­skauts­ráðs­ins, Norð­ur­slóða­nets Íslands, Alþjóða Norð­ur­skauts­vís­inda­nefnd­ar­innar og nokk­urra ann­arra stofn­anna og sam­starfs­verk­efna. Starfið á sér rætur aftur til 1997 og mikil þekk­ing og reynsla orðin til á Akur­eyri. Auk þess hefur sam­starf um Græn­lands­flug, heil­brigð­is­þjón­ustu við aust­ur­strönd Græn­lands og atvinnu­rekstur tengdum Græn­landi litað stöðu Akur­eyr­ar. Við Háskóla Íslands, Háskól­ann í Reykja­vík, Land­bún­að­ar­há­skól­ann og aðrar stofn­anir í höf­uð­borg­inni og víðar um land fer fram ýmis konar öflug og mik­il­væg starf­semi að mál­efnum norð­ur­slóða. Allt þetta norð­ur­slóða­starf þarfn­ast yfir­lits, almennrar og sér­tækrar kynn­ingar og frekara sam­starfs. Það er við hæfi að haldið sé utan um slíkt á Akur­eyri um leið og fyr­ir­tæki, sveit­ar­fé­lög og ríkið leggja sín lóð á vog­ar­skálar enn öfl­ugra norð­ur­slóða­starfs þar á bæ og ann­ars staðar í land­inu. Það ger­ist með enn betri aðstöðu og auknu fjár­magni, eftir því sem við á, til við­bótar við rann­sókna­sjóði, og ekki hvað síst, með mark­á­ætlun rann­sókna sem lögð er til í hinni nýju stefnu. Fjöl­breytni, sam­hæf­ing, dreif­ing og upp­lýs­inga­miðlun eru allt lyk­il­hug­tök í norð­ur­slóða­starf­inu.

Í norð­ur­slóða­stefn­unni er einnig lagt til að skapa Hring­borði norð­ur­slóða umgjörð með stofnun Norð­ur­slóða­set­urs á Íslandi. Það hlýtur að ger­ast án beinnar aðildar rík­is­ins að fjár­mögnun og rekstri, í sam­ræmi við eðli Hring­borðs­ins. Enn fremur er ljóst, að mínu mati, að vönduð umræða og þarfa­grein­ing fari fram á því hvað slíkt setur inni­felur umfram að vera fast aðsetur undir alþjóð­lega starf­semi og fundi Hring­borðs­ins sem sam­ræðu­vett­vangs og hvar það skuli stað­sett. Rann­sóknir fara fram ann­ars staðar en tengdar Hring­borð­inu og þar með ljóst að aðsetur sér­fræð­inga sem hingað koma er jafnan víða um land. Menntun í norð­ur­slóða­fræðum teng­ist mörgum mennta­stofn­unum hér og í öðrum lönd­um. Ísland allt og margur vett­vangur í sér­hverju hinna land­anna sjö er í raun kjarn­inn í almenn­ings­fræðslu og þekk­ing­ar­leit á norð­ur­slóðum í allri sinni marg­breytni. Þess vegna ber að vanda vel allar ákvarð­anir er varða Akur­eyri sem mið­stöð norð­ur­slóða­mála og Hring­borð norð­urs­ins sem helsta alþjóð­lega sam­ræðu­vett­vang allra sem áhuga hafa á mál­efnum norð­ur­slóða.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar