Eldgos og CO2

Sævar Helgi Bragason skrifar um mengun sem fylgir jarðeldunum á Reykjanesskaga.

Auglýsing

Jarðeldarnir á Reykjanesskaga eru glæsilegt sjónarspil. Þótt gosið sé tiltölulega smátt er það stórkostleg náttúruprýði í okkar augum. 

Eldgosinu fylgir líka talsvert gasstreymi. Hvað ætli eldgosið mengi mikið? veltir maður kannski fyrir sér. Til hvers að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þegar eitt eldfjall gýs og „eyðileggur“ allt? spyrja margir.

Menn gegn eldfjöllum

Ár hvert losar mannkynið um það bil 37 milljarða tonna af koldíoxíði (CO2) út í andrúmsloftið með því að brenna kolum, olíu og gasi. Af okkar völdum bætast því ríflega 100 milljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum við andrúmsloftið dag hvern. 

Mælingar Jarðvísindastofnunar benda til þess, að á Reykjanesskaga komi upp á bilinu 4-7 þúsund tonn af CO2 á dag, að minnsta kosti. Standi gosið yfir í eitt ár mun losun frá því nema frá 1,8 til 3,6 milljónum tonna. (Sumar áætlanir gefa raunar upp minna magn, 3-6 þúsund tonn, en gerum samt ráð fyrir að hærri gildin séu réttari.)

Á einu ári nemur losun Íslands, með landnotkun (LULUCF), næstum 15 milljónum tonna. Það gera rúmlega 40 þúsund tonn af CO2 á dag. Án landnotkunar er losunin tæplega 5 milljónir tonna. 

Auglýsing
Gosið í Geldingadölum þyrfti því að standa yfir í tvö til fjögur ár til að losa jafn mikið af gróðurhúsalofttegundum og við sjálf gerum á aðeins einu ári. 

Við erum miklu stærri en eldfjallið.

Eldfjöll á heimsvísu

Að meðaltali eru um 45 misstór eldfjöll gjósandi um plánetuna okkar á hverjum tíma. Þegar þetta er skrifað gýs til að mynda Etna á Sikiley mun stærra gosi.

Mælingar sýna að árleg losun gróðurhúsalofttegunda frá öllum eldfjöllum heims samanlagt, gjósandi og dormandi, er að meðaltali um 300-400 milljónir tonna (0,3-0,4 milljarðar tonna). 

Mannkynið er aðeins þrjá sólarhringa að losa jafn mikið af gróðurhúsalofttegundum og öll eldfjöll Jarðar gera á heilu ári. 

Þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 nam losunin um 150 þúsund tonnum á dag. Til að jafna mannkynið þyrftu ríflega 600 Eyjafjallajökulsgos að standa yfir dag hvern allt árið. Hefðum við áhyggjur af stöðu mála ef það væru ríflega 600 eldgos stöðugt í gangi samtímis, ár eftir ár?

Eldgos standa oftast stutt yfir. Bálið sem við brennum til að knýja samfélagið er 100 sinnum stærra öll heimsins eldfjöll og stendur stöðugt yfir – dag eftir dag, ár eftir ár, áratugum saman. 

Röskun kolefnishringrásarinnar

Eldfjöll eru hluti af hinni hægu, náttúrulegri hringrás kolefnis á Jörðinni. Þau losa kolefni rólega út í andrúmsloftið sem lífið, hafið og grjótið tekur upp með tíð og tíma. Kolefnishringrásin er í jafnvægi undir stjórn náttúruaflanna. 

Í dag hefur kolefnishringrásin raskast af mannavöldum. Við höfum breytt viðkvæmu jafnvæginu með því að rústa landi og jarðvegi og brenna jarðefnaeldsneyti hratt og í stórum stíl. Náttúran heldur ekki í við okkur. 

Eldgosin minna okkur á hve tröllaukin áhrif okkar manna eru á náttúruna. Verkefni mannkynsins núna er snúa frá villu síns vegar: Draga hratt og verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og hætta að raska náttúrulegri hringrás kolefnis með öllum þeim hörmulegu afleiðingum sem það hefur. Við getum það og gerum heiminn betri í leiðinni.

Höfundur er jarðfræðingur, vísindamiðlari og starfar á sviði loftgæða- og loftlagsmála hjá Umhverfisstofnun.

Mynd: Golli.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar