Eldgos og CO2

Sævar Helgi Bragason skrifar um mengun sem fylgir jarðeldunum á Reykjanesskaga.

Auglýsing

Jarð­eld­arnir á Reykja­nesskaga eru glæsi­legt sjón­ar­spil. Þótt gosið sé til­tölu­lega smátt er það stór­kost­leg nátt­úru­prýði í okkar aug­um. 

Eld­gos­inu fylgir líka tals­vert gas­streymi. Hvað ætli eld­gosið mengi mik­ið? veltir maður kannski fyrir sér. Til hvers að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda þegar eitt eld­fjall gýs og „eyði­legg­ur“ allt? spyrja marg­ir.

Menn gegn eld­fjöllum

Ár hvert losar mann­kynið um það bil 37 millj­arða tonna af koldí­oxíði (CO2) út í and­rúms­loftið með því að brenna kol­um, olíu og gasi. Af okkar völdum bæt­ast því ríf­lega 100 millj­ónir tonna af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum við and­rúms­loftið dag hvern. 

Mæl­ingar Jarð­vís­inda­stofn­unar benda til þess, að á Reykja­nesskaga komi upp á bil­inu 4-7 þús­und tonn af CO2 á dag, að minnsta kosti. Standi gosið yfir í eitt ár mun losun frá því nema frá 1,8 til 3,6 millj­ónum tonna. (Sumar áætl­anir gefa raunar upp minna magn, 3-6 þús­und tonn, en gerum samt ráð fyrir að hærri gildin séu rétt­ari.)

Á einu ári nemur losun Íslands, með land­notkun (LULUCF), næstum 15 millj­ónum tonna. Það gera rúm­lega 40 þús­und tonn af CO2 á dag. Án land­notk­unar er los­unin tæp­lega 5 millj­ónir tonna. 

Auglýsing
Gosið í Geld­inga­dölum þyrfti því að standa yfir í tvö til fjögur ár til að losa jafn mikið af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum og við sjálf gerum á aðeins einu ári. 

Við erum miklu stærri en eld­fjall­ið.

Eld­fjöll á heims­vísu

Að með­al­tali eru um 45 mis­stór eld­fjöll gjósandi um plánet­una okkar á hverjum tíma. Þegar þetta er skrifað gýs til að mynda Etna á Sikiley mun stærra gosi.

Mæl­ingar sýna að árleg losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá öllum eld­fjöllum heims sam­an­lagt, gjósandi og dorm­andi, er að með­al­tali um 300-400 millj­ónir tonna (0,3-0,4 millj­arðar tonna). 

Mann­kynið er aðeins þrjá sól­ar­hringa að losa jafn mikið af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum og öll eld­fjöll Jarðar gera á heilu ári. 

Þegar Eyja­fjalla­jök­ull gaus árið 2010 nam los­unin um 150 þús­und tonnum á dag. Til að jafna mann­kynið þyrftu ríf­lega 600 Eyja­fjalla­jök­uls­gos að standa yfir dag hvern allt árið. Hefðum við áhyggjur af stöðu mála ef það væru ríf­lega 600 eld­gos stöðugt í gangi sam­tím­is, ár eftir ár?

Eld­gos standa oft­ast stutt yfir. Bálið sem við brennum til að knýja sam­fé­lagið er 100 sinnum stærra öll heims­ins eld­fjöll og stendur stöðugt yfir – dag eftir dag, ár eftir ár, ára­tugum sam­an. 

Röskun kolefn­is­hringrás­ar­innar

Eld­fjöll eru hluti af hinni hægu, nátt­úru­legri hringrás kolefnis á Jörð­inni. Þau losa kolefni rólega út í and­rúms­loftið sem líf­ið, hafið og grjótið tekur upp með tíð og tíma. Kolefn­is­hringrásin er í jafn­vægi undir stjórn nátt­úru­afl­anna. 

Í dag hefur kolefn­is­hringrásin raskast af manna­völd­um. Við höfum breytt við­kvæmu jafn­væg­inu með því að rústa landi og jarð­vegi og brenna jarð­efna­elds­neyti hratt og í stórum stíl. Nátt­úran heldur ekki í við okk­ur. 

Eld­gosin minna okkur á hve tröll­aukin áhrif okkar manna eru á nátt­úr­una. Verk­efni mann­kyns­ins núna er snúa frá villu síns veg­ar: Draga hratt og veru­lega úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og hætta að raska nátt­úru­legri hringrás kolefnis með öllum þeim hörmu­legu afleið­ingum sem það hef­ur. Við getum það og gerum heim­inn betri í leið­inni.

Höf­undur er jarð­fræð­ing­ur, vís­inda­miðl­ari og starfar á sviði loft­gæða- og loft­lags­mála hjá Umhverf­is­stofn­un.

Mynd: Golli.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar