Enn af þrælmennum

Jón Gnarr tekur fyrir hina svokölluðu Íslandssögu í pistlaröð. Sjötti pistill Jóns, sem er beint framhald þess fimmta, fjallar um það harðræði sem þrælar og ambáttir hafa mátt sæta í gegnum tíðina.

Auglýsing

Það er mik­il­vægt að hafa það hug­fast, þegar við lesum eða hugsum um þræl­ana á Norð­ur­löndum til forna, að þetta var ekki vinnu­samt og fátækt far­and­verka­fólk, heldur band­ingjar og algjör­lega rétt­laust fólk sem var álitið eign hús­bónda síns og hann mátti gera við það sem honum sýnd­ist. Þrælar voru lægra settir en fátæk­ling­ar. Fátæk mann­eskja naut ákveð­inna mann­rétt­inda og jafn­vel virð­ing­ar. Þrælar nutu ekki mann­helgi. Fólk var talið hafa lík­am­legan ham, en líka hug og anda. Flestu fólki fylgdu líka góðar vættir sem kall­aðar voru Fylgj­ur. Þrælar höfðu bara ham og allar Fylgjur höfðu yfir­gefið þá.

Lífs­gæði þræl­anna hafa auð­vitað mikið farið eftir mann­gerð eig­and­ans, ekk­ert ólíkt því sem við þekkjum um aðstæður svartra þræla í Amer­íku. Sumir höfð­ingjar voru þrælum sínum góð­ir, aðrir lentu hjá ill­menn­um.

Ég hef lesið mér til um margt það sem skrifað hefur verið um þræla­haldið til forna, þær litlu heim­ildir sem til eru og forn­leifa­rann­sóknir sem eru líka tak­mark­aðar því fólkið sem um ræðir var ósýni­legt og jafn­vel ekki talið til fólks heldur hús­dýra. Það tíma­bil sem ég hef mest skoðað eru mið­ald­ir, frá 500 til 1500 e. Kr.

Auglýsing

Stór hópur sem hljótt hefur verið um

Þrælar hafa verið eðli­legur hluti af sam­fé­lags­gerð Evr­ópu sér­stak­lega framan af og taldir hafa verið 5-15% af fólks­fjölda. Það er alveg hreint ótrú­legt hvað hljótt hefur verið um þetta ves­al­ings fólk. Hver sem er gat lent í því að verða hneppt í þræl­dóm. Það gátu verið hópar eða þjóð­flokkar sem töp­uðu í bar­dögum og gerðir að þrælum sig­ur­veg­ar­ans. Fólk gat verið dæmt til þrælk­unar fyrir afbrot eða skuld­ir. Margir hafa hrein­lega fæðst inn í þræl­dóm. Á Norð­ur­löndum var þrælum skipt í tvo meg­in­flokka, eftir kyni; þræla og amb­átt­ir. Þegar fólk var á annað borð orðið þrælar hafði það litlar líkur til að eiga aft­ur­hvarf til eðli­legs lífs. Þau voru brenni­merkt eða lík­am­lega afskræmd fyrir lífs­tíð og báru það merki alla ævi.

Höfð­ingja­veldi forn­aldar var feðra­veldi fyrst og fremst. Ég held að það hafi ekki verið spenn­andi hlut­skipti að vera kona þar þótt þeirri mýtu sé stundum haldið á lofti. Þær voru tölu­vert mikið rétt­laus­ari en karl­ar, þótt ein­hverjar und­an­tekn­ingar hafi verið á því og alls ekk­ert jafn­rétti milli kynj­anna. Forn­leifa­rann­sóknir á Norð­ur­löndum sýna hátt hlut­fall vannær­ingar meðal stúlku­barna sem hafa greini­lega ekki fengið jafn vel að borða og bræður þeirra. Þótt konum væru tryggð ákveðin grund­vallar rétt­indi þá voru þær samt líka eign eig­in­manns síns og föð­ur. Karlar gátu átt margar konur og fjöl­kvæni víða stund­að. Margar frjálsar konur urðu frillur höfð­ingja. Gam­alt orð­tak seg­ir: Betra er að vera góðs manns frilla en gefin illa. Hér er að sjálf­sögðu ekki átt við greind­ar­far heldur þann almenna sið að feður gáfu eða seldu manni dóttur sína og jafn­vel án hennar sam­þykkis eða vilja.

Þræla­haldið hefur tekið mik­inn kipp í aðdrag­anda og upp­gangi vík­inga­tíma­bils­ins svo­kall­aða. Við­skipti með manns­líf voru uppi­staðan í hag­kerfi vík­ing­anna. Helsta ástæðan fyrir árásum þeirra var til að ná í unga menn og konur og hneppa í ánauð. Gull og silfur og önnur verð­mæti voru bara bón­us. Full­orðnir menn og vopn­færir voru drepnir til að tak­marka þá hættu sem gæti stafað af þeim síð­ar. Vík­ing­arnir voru fyrst og fremst þræla­salar og ekk­ert ósvip­aðir þeim sem seinna rændu fólki í Afr­íku. Sam­bæri­legur hópur í dag væri lík­lega hryðju­verka­sam­tökin sem kenna sig við íslamskt ríki.

Kyn­lífs­á­nauð og erf­ið­is­vinna

Eftir að hafa verið fang­aðir var þræl­unum skipt í hópa. Flestir voru seldir á þræla­mörk­uð­um. Barn­ungar og óspjall­aðar stúlkur voru gjarnan seldar til Mið­aust­ur­landa og end­uðu í kyn­lífs­á­nauð í ein­hverju haremi. Efnað fólk var selt fjöl­skyldu sinni gegn háu lausn­ar­gjaldi. Vík­ing­arnir héldu gjarnan sterk­byggð­ustu strák­unum eftir og tóku þá með sér heim þar sem þeir voru látnir strita við erf­ið­is­vinnu. Hinn mikli upp­gangur þess­arar hræði­legu atvinnu­starf­semi og vax­andi krafan um fleiri og stærri skip krafð­ist auk­ins vinnu­afls. Það hefur tekið marga mán­uði og fjölda manns að smíða eitt haf­fært skip. Álíka mikil vinna hefur farið í segla­gerð­ina. Það er alveg ljóst á forn­leifa­rann­sóknum á þeim stöðum og aðbún­aði þar sem þessi vinna fór fram að hún hefur að mestu verið unnin af þrælum og amb­áttum en frjálst fólk aðeins séð um verk­stjórn og eft­ir­lit. Þetta hefur verið þrælk­un­ar­vinna í bók­staf­legri merkingu. Hlut­fall þræla á Norð­ur­löndum á vík­inga­tíma­bil­inu hlýtur að hafa marg­fald­ast á frekar stuttum tíma.

Amb­áttir sem ekki kunnu að spinna voru not­aðar til almennra starfa og sem kyn­lífs­þrælar og urðu fyrir alveg hreint yfir­gengi­legu kyn­ferð­is­legu ofbeldi og voru reglu­lega fórn­ar­lömb hópnauð­gana og flestum mönnum frjálst að gera við þær það sem þeim sýnd­ist. Þetta ógeðs­lega atriði telst nokkuð stað­fest í heim­ild­um. Amb­áttir gátu líka átt það á hættu að verða fórn­ar­lömb mann­fórna við trú­arat­hafnir og útfar­ir. Eins og margir aðrir þá horfði ég á norsku þætt­ina Exit af miklum áhuga. Það kom mér á óvart en þegar ég fylgd­ist með þátt­unum varð mér sífellt hugsað til alls þess sem ég hef lesið mér til um vík­ing­ana og sá sama­sem­merki víða, sama drullan en á ólíkum tíma. Báðir kúlt­úrar deila sömu gildum og lífs­sýn; græðgi, drykkju­skap, karl­mennsku­brjál­æði, kven­fyr­ir­litn­ingu og kyn­ferð­is­legu ofbeldi, eins og eitt­hvað hyl­djúpt ginn­ungagap fíkn­ar. Jafn­vel spak­yrðin fannst mér svip­uð.

Eitt það allra hræði­leg­asta sem til­heyrði þessum þræla­biss­ness var lim­lest­ing sú sem fram­kvæmd var á ung­lings­drengj­um. Þá var pung­ur­inn skor­inn af þeim eða eistun kramin eða fjar­lægð. Aðgerð­irnar og sóða­skap­ur­inn voru slíkar að margir drengir lifðu þetta ekki af. Þetta virð­ist samt frekar hafa verið regla frekar en und­an­tekn­ing því geld­ingar þóttu betri þrælar og hærra verð fékkst fyrir þá en ógelda á mörk­uð­um. Svo miklu mun­aði á verði að aðgerðin var talin borga sig. Svona geld­ing veldur bein­sjúk­dómi og hafa lík­ams­leifar fund­ist hér við forn­leifa­upp­gröft á Íslandi af ein­stak­lingum sem greini­lega voru haldnir þessum sjúk­dómi.

Ég hef enga trú á þeim sögum sem sagðar hafa verið um land­nám Íslands og tel þær greini­lega póli­tískar eft­irá­skýr­ingar og skáld­skap meðal ann­ars í þeim til­gangi að hreinsa okkur af öllu þræla­blóði. Ég trúi því ekki að hingað hafi verið ein­hverjir miklir búferla­flutn­ingar frá Nor­egi eða norskir bændur séð hér ein­hver spenn­andi tæki­færi í land­bún­aði. Ég held að Ísland hafi alltaf verið norsk veiði­stöð og sú starf­semi hafi að mestu leyti verið mönnuð þræl­um. Á vík­inga­öld­inni, sem stóð frá ca. 750-1100 átti mikil upp­sveifla sér stað í Nor­egi og ég held að iðn­að­ur­inn hér hafi byggst nokkuð hratt upp í sam­ræmi við hana. Nokkrir höfð­ingjar í Nor­egi stóðu í nokkuð ábóta­sömum hern­aði sem var þó reyndar meira í ætt við glæp­a­starf­semi bæði nú og á þeirra tíma mæli­kvarða. Hér var fram­leiddur mat­ur, hrá­járn til skipa­gerð­ar, vefn­að­ar­vara og ein­hver hluti segla­gerðar og annað smá­legt sem þörf var á til að halda vík­inga­starf­sem­inni gang­andi. Ég held að þrælar hafi jafn­vel verið flokk­aðir eftir lík­ams­burðum og sterkir menn og hraustir sér­valdir til að vera sendir til Íslands og strita þar við erf­ið­is­vinnu í kulda og vos­búð fyrir austan eða vestur á fjörð­um, langt fjarri fjöl­skyldu og blóm­legum heima­hög­um.

Vist­ar­bandið sér­ís­lenskt afbrigði þræla­halds

Smátt og smátt fjar­aði þessi vík­inga­stemn­ing út. Fólkið sem varð fyrir þessu lærði að verja sig og skipu­leggja og kom sér upp vopnum og vörn­um. Skyndi­árása­að­ferðin sem vík­ing­arnir höfðu áður beitt með svo góðum árangri varð fyr­ir­sjá­an­leg og auð­hrund­ið. Sjálf­um­glaðir og kok­hraustir gengu vík­ing­arnir í gildrur og voru gjörsigr­að­ir. Róm­ar­kirkja var ekk­ert sér­stak­lega spennt fyrir sjó­ræn­ingjum og þræla­haldi og páfar og bisk­upar keppt­ust við að setja þræla­við­skiptum skorð­ur. Hún bann­aði að hneppa kristið fólk í þræl­dóm og þar með lok­uðu þræla­auð­lind­irnar á Írlandi og Bret­landseyj­um. Með kristn­inni kom líka fyrst hug­myndin um sál­ina og ef allar mann­eskjur hefðu sál þá hefðu þrælar hana líka. Útsend­arar kirkj­unnar áttu það jafn­vel til að frelsa og skíra þræla, eig­endum þeirra til ómælds fjár­skaða. Kristnin breidd­ist afar hratt út og vara­samt að eiga páfann að óvini. Það fór svo að þræla­hald fjar­aði út í Evr­ópu og þótti hvorki kristi­legt né sivi­liserað og þró­að­ist frekar til bænda­á­nauð­ar. Það við­gekkst lengst í Norður Evr­ópu þar sem gamlir krimmar fundu leiðir til að ferja slav­neskt fólk, sem þá var ekki krist­ið, eftir fljótum Rúss­lands og selja það á þræla­mörk­uðum í Múslímskum lönd­um. Mér skilst að enska orðið slave vísi til þess.

Þegar höfð­ingjar og kon­ungar Norð­ur­landa tóku kristni var þeim eflaust ekki stætt á öðru en frelsa þræla sína og þræla­hald var loks bannað á Norð­ur­lönd­um. Ég velti því samt oft fyrir mér hvort það hafi hugs­an­lega haldið áfram hér. Mig grunar að margur höfð­ing­inn hafi siglt öllum þrælum sínum hingað áður en hann tók skírn, verið með hreinan skjöld heima í Norge en haldið áfram að starf­rækja ólög­leg aflands­fé­lög hér sem eng­inn vissi af. Ég veit það ekki en mig grunar það. Af ein­hverjum ástæðum var aldrei þörf fyrir bænda­á­nauð hér. En um svipað leyti og hún dó út á meg­in­land­inu tókum við upp afbrigði af henni sem kall­að­ist vist­ar­band þar sem fjórð­ungur þjóð­ar­innar var þving­aður til ein­lífis vinnu­mennsku. Ein­hverra hluta vegna hefur þræla­hald aldrei verið form­lega afnumið á Íslandi.

Ég er þess algjör­lega full­viss að það hafi verið þrælar og amb­áttir sem byggðu þetta land og það sé þeirra blóð sem rennur í æðum okk­ar. Ég veit ekki með ykkur en ég er stoltur af þeim upp­runa. Mér finnst snöggtum skárra að vera kom­inn af harð­gerðu og stoltu fólki, sem beitt var mis­rétti heldur en morð­óðum og fégráð­ugum þræla­höld­urum og nauðgur­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiÁlit