Jarðfræði á mannamáli

Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.

Eldgos Mynd: Hólmfríður Sigurðardóttir
Auglýsing

Það veit hvert íslenskt manns­barn að Ísland er eld­fjalla­eyja og kannski ekki að undra þegar við erum með eld­gos í gangi nán­ast í bak­garð­inum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Merki­legt nokk hefur þriðj­ungur þjóð­ar­innar þegar lagt leið sína að gos­s­töðv­unum við Fagra­dals­fjall sam­kvæmt nýj­ustu taln­ingu. En þrátt fyrir að eld­ur­inn sé okkur hrein­lega í blóð bor­inn er rík ástæða til að rifja upp grunn­at­riðin á bak við eld­virkni Íslands.

Eld­stöð telst virk hafi hún gosið síð­ustu 12 þús­und ár. Á Íslandi eru 30 virkar eld­stöðvar og 41 ef taldar eru með eld­stöðv­arnar sem ná út fyrir land­stein­ana og liggja neð­an­sjáv­ar, til dæmis út af Reykja­nesi (sjá skýr­ing­ar­mynd fyrir neð­an). Hvergi ann­ars staðar á jörð­inni eru jafn margar eld­stöðvar saman komnar á jafn litlu svæði. Á skýr­ing­ar­mynd­inni hér að neðan má sjá öll eld­stöðv­ar­kerfi á Íslandi merkt inn með litum og núm­er­um.

Auglýsing
Skýringarmynd fengin af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands

Sumar eld­stöðvar eru til­tölu­lega óþroskaðar og ein­kenn­ast þá ein­göngu af sprungu­sveimum (sbr. eld­stöðin Fagra­dals­fjall, nr. 11 á mynd­inni hér að ofan). Meiri­hluti íslenskra eld­stöðva eru þó svo­kall­aðar meg­in­eld­stöðvar (merktar með þrí­hyrn­ingum inn á mynd­ina), sem gjósa aftur og aftur með reglu­bundnu milli­bili. Meg­in­eld­stöðvar búa yfir kviku­hólfum sem safna í sig kviku þar til þrýst­ing­ur­inn verður til þess að kvikan leitar útgöngu­leið­ar, stundum með kvikuinnskoti eins og varð í Holu­hrauni árið 2014 (eld­stöð nr. 21), en stundum í öskj­unni sjálfri, líkt og gerð­ist í gos­inu í Eyja­fjalla­jökli árið 2010 (eld­stöð nr. 34 á mynd) og stöðv­aði flug­um­ferð svo dögum skipti um allt norð­ur­hvel jarð­ar.

Á Íslandi verða að með­al­tali eld­gos á 4-5 ára fresti en virkasta eld­stöð Íslands er Grím­s­vatna­kerfið (nr. 22 á mynd) sem gosið hefur á um það bil tíu ára fresti síð­ast­liðin 1000 ár. Stærsta eld­stöð lands­ins er þó Bárð­ar­bunga (nr. 21 á mynd).

Af hverju eru eld­gos svona algeng á Íslandi?

Flekaskilin

Það eru í meg­in­dráttum tvær ástæður fyrir því að Ísland er eitt eld­virkasta svæði jarð­ar. Ann­ars vegar liggur landið á fleka­skilum þar sem jarð­flek­arnir gliðna í sund­ur. Hér á landi markast þessi fleka­skil af Atl­ants­hafs­hryggnum sem þverar Atl­ants­hafið endi­langt frá norðri til suð­urs og sker Ísland. Norð­vest­ur­hluti lands­ins, kall­ast Amer­íkuflek­inn og fær­ist statt og stöðugt til vest­urs meðan suð­aust­ur­hluti lands­ins kall­ast Evr­asíu flek­inn og þok­ast austur á bóg­inn. Þessi gliðnun veldur því að berg­kvika á greið­ari aðgang upp í átt að yfir­borði jarðar um sprungur sem verða til á skil­un­um. Þegar kvikan nær að kom­ast alla leið upp á yfir­borðið verða eld­gos.

Möttulstrókur

Hins vegar er Ísland stað­sett beint yfir helj­ar­innar mött­ul­strók sem ýtir enn frekar undir eld­virkn­ina. Mött­ul­strókar eru svo­kall­aðir „heitir reit­ir“ en þar rís heit­ari berg­kvika djúpt úr iðrum jarðar upp í átt að yfir­borð­inu og setur auk­inn þrýst­ing á jarð­skorpuna. Strókar þessir eru 200-300° heit­ari en mött­ulefnið umhverfis og því eðl­is­létt­ari sem veldur því að kvikan rís upp í átt að yfir­borð­inu. Af þessum sökum verður jarð­skorpan þynnri fyrir ofan mött­ul­stróka sem aftur gerir kvik­unni auð­veld­ara um vik að brjóta sér leið upp á yfir­borðið í eld­gosi.

Þetta tvennt, fleka­skilin og mött­ul­strók­ur­inn, er ástæðan fyrir því að landið okkar er í stöðugri mót­un. Afleið­ing­arnar eru þó mis­al­var­leg­ar. Eld­gos geta verið ofsa­fengin og eyði­leggj­andi en stundum erum við heppin og fáum til­tölu­lega lítil gos sem gera okkur bók­staf­lega kleyft að sjá nýtt land verða til. En sama hvort um ræðir eru eld­gos alltaf magn­þrungin fyr­ir­bæri sem sýna okk­ur, svo ekki verði um vill­st, hve lít­ils við megum okkar gegn kröftum nátt­úr­unn­ar.

Nýtt land í mótun við Fagra­dals­fjall. Mynd­band: Arthúr Ólafs­son

Hraunnördarnir

Vert er að taka fram að við hjónin erum hvorki jarð­fræð­ingar né menntuð í eld­fjalla­fræð­um. Við erum hins vegar vand­ræða­lega mikið áhuga­fólk um íslenska eld­virkni – sjálf­skip­aðir eld­fjalla- og hraunnördar ef svo má að orði kom­ast.

Ragnhildur Ágústsdóttir og Júlíus Ingi Jónsson Mynd: Aðsend

Þennan mikla áhuga nýttum við til hins ítrasta þegar við settum hraun­sýn­ing­una Icelandic Lava Show í Vík í Mýr­dal á lagg­irn­ar, með það að mark­miði að gera fræðslu um þá kynn­gi­mögn­uðu krafta sem okkar magn­aða eld­fjalla­eyja býr yfir, bæði upp­lýsandi, spenn­andi og skemmti­lega. Við leitum gjarna álits og ráða hjá sér­fræð­ingum um þessi mál­efni en okkar meg­in­mark­mið er að útskýra íslenska eld­virkni á eft­ir­minni­legan hátt og á manna­máli.

Höf­undar eru stofn­endur og eig­endur Icelandic Lava Show í Vík í Mýr­dal.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiÁlit