Jarðfræði á mannamáli

Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.

Eldgos Mynd: Hólmfríður Sigurðardóttir
Auglýsing

Það veit hvert íslenskt manns­barn að Ísland er eld­fjalla­eyja og kannski ekki að undra þegar við erum með eld­gos í gangi nán­ast í bak­garð­inum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Merki­legt nokk hefur þriðj­ungur þjóð­ar­innar þegar lagt leið sína að gos­s­töðv­unum við Fagra­dals­fjall sam­kvæmt nýj­ustu taln­ingu. En þrátt fyrir að eld­ur­inn sé okkur hrein­lega í blóð bor­inn er rík ástæða til að rifja upp grunn­at­riðin á bak við eld­virkni Íslands.

Eld­stöð telst virk hafi hún gosið síð­ustu 12 þús­und ár. Á Íslandi eru 30 virkar eld­stöðvar og 41 ef taldar eru með eld­stöðv­arnar sem ná út fyrir land­stein­ana og liggja neð­an­sjáv­ar, til dæmis út af Reykja­nesi (sjá skýr­ing­ar­mynd fyrir neð­an). Hvergi ann­ars staðar á jörð­inni eru jafn margar eld­stöðvar saman komnar á jafn litlu svæði. Á skýr­ing­ar­mynd­inni hér að neðan má sjá öll eld­stöðv­ar­kerfi á Íslandi merkt inn með litum og núm­er­um.

Auglýsing
Skýringarmynd fengin af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands

Sumar eld­stöðvar eru til­tölu­lega óþroskaðar og ein­kenn­ast þá ein­göngu af sprungu­sveimum (sbr. eld­stöðin Fagra­dals­fjall, nr. 11 á mynd­inni hér að ofan). Meiri­hluti íslenskra eld­stöðva eru þó svo­kall­aðar meg­in­eld­stöðvar (merktar með þrí­hyrn­ingum inn á mynd­ina), sem gjósa aftur og aftur með reglu­bundnu milli­bili. Meg­in­eld­stöðvar búa yfir kviku­hólfum sem safna í sig kviku þar til þrýst­ing­ur­inn verður til þess að kvikan leitar útgöngu­leið­ar, stundum með kvikuinnskoti eins og varð í Holu­hrauni árið 2014 (eld­stöð nr. 21), en stundum í öskj­unni sjálfri, líkt og gerð­ist í gos­inu í Eyja­fjalla­jökli árið 2010 (eld­stöð nr. 34 á mynd) og stöðv­aði flug­um­ferð svo dögum skipti um allt norð­ur­hvel jarð­ar.

Á Íslandi verða að með­al­tali eld­gos á 4-5 ára fresti en virkasta eld­stöð Íslands er Grím­s­vatna­kerfið (nr. 22 á mynd) sem gosið hefur á um það bil tíu ára fresti síð­ast­liðin 1000 ár. Stærsta eld­stöð lands­ins er þó Bárð­ar­bunga (nr. 21 á mynd).

Af hverju eru eld­gos svona algeng á Íslandi?

Flekaskilin

Það eru í meg­in­dráttum tvær ástæður fyrir því að Ísland er eitt eld­virkasta svæði jarð­ar. Ann­ars vegar liggur landið á fleka­skilum þar sem jarð­flek­arnir gliðna í sund­ur. Hér á landi markast þessi fleka­skil af Atl­ants­hafs­hryggnum sem þverar Atl­ants­hafið endi­langt frá norðri til suð­urs og sker Ísland. Norð­vest­ur­hluti lands­ins, kall­ast Amer­íkuflek­inn og fær­ist statt og stöðugt til vest­urs meðan suð­aust­ur­hluti lands­ins kall­ast Evr­asíu flek­inn og þok­ast austur á bóg­inn. Þessi gliðnun veldur því að berg­kvika á greið­ari aðgang upp í átt að yfir­borði jarðar um sprungur sem verða til á skil­un­um. Þegar kvikan nær að kom­ast alla leið upp á yfir­borðið verða eld­gos.

Möttulstrókur

Hins vegar er Ísland stað­sett beint yfir helj­ar­innar mött­ul­strók sem ýtir enn frekar undir eld­virkn­ina. Mött­ul­strókar eru svo­kall­aðir „heitir reit­ir“ en þar rís heit­ari berg­kvika djúpt úr iðrum jarðar upp í átt að yfir­borð­inu og setur auk­inn þrýst­ing á jarð­skorpuna. Strókar þessir eru 200-300° heit­ari en mött­ulefnið umhverfis og því eðl­is­létt­ari sem veldur því að kvikan rís upp í átt að yfir­borð­inu. Af þessum sökum verður jarð­skorpan þynnri fyrir ofan mött­ul­stróka sem aftur gerir kvik­unni auð­veld­ara um vik að brjóta sér leið upp á yfir­borðið í eld­gosi.

Þetta tvennt, fleka­skilin og mött­ul­strók­ur­inn, er ástæðan fyrir því að landið okkar er í stöðugri mót­un. Afleið­ing­arnar eru þó mis­al­var­leg­ar. Eld­gos geta verið ofsa­fengin og eyði­leggj­andi en stundum erum við heppin og fáum til­tölu­lega lítil gos sem gera okkur bók­staf­lega kleyft að sjá nýtt land verða til. En sama hvort um ræðir eru eld­gos alltaf magn­þrungin fyr­ir­bæri sem sýna okk­ur, svo ekki verði um vill­st, hve lít­ils við megum okkar gegn kröftum nátt­úr­unn­ar.

Nýtt land í mótun við Fagra­dals­fjall. Mynd­band: Arthúr Ólafs­son

Hraunnördarnir

Vert er að taka fram að við hjónin erum hvorki jarð­fræð­ingar né menntuð í eld­fjalla­fræð­um. Við erum hins vegar vand­ræða­lega mikið áhuga­fólk um íslenska eld­virkni – sjálf­skip­aðir eld­fjalla- og hraunnördar ef svo má að orði kom­ast.

Ragnhildur Ágústsdóttir og Júlíus Ingi Jónsson Mynd: Aðsend

Þennan mikla áhuga nýttum við til hins ítrasta þegar við settum hraun­sýn­ing­una Icelandic Lava Show í Vík í Mýr­dal á lagg­irn­ar, með það að mark­miði að gera fræðslu um þá kynn­gi­mögn­uðu krafta sem okkar magn­aða eld­fjalla­eyja býr yfir, bæði upp­lýsandi, spenn­andi og skemmti­lega. Við leitum gjarna álits og ráða hjá sér­fræð­ingum um þessi mál­efni en okkar meg­in­mark­mið er að útskýra íslenska eld­virkni á eft­ir­minni­legan hátt og á manna­máli.

Höf­undar eru stofn­endur og eig­endur Icelandic Lava Show í Vík í Mýr­dal.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiÁlit