Jarðfræði á mannamáli

Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.

Eldgos Mynd: Hólmfríður Sigurðardóttir
Auglýsing

Það veit hvert íslenskt manns­barn að Ísland er eld­fjalla­eyja og kannski ekki að undra þegar við erum með eld­gos í gangi nán­ast í bak­garð­inum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Merki­legt nokk hefur þriðj­ungur þjóð­ar­innar þegar lagt leið sína að gos­s­töðv­unum við Fagra­dals­fjall sam­kvæmt nýj­ustu taln­ingu. En þrátt fyrir að eld­ur­inn sé okkur hrein­lega í blóð bor­inn er rík ástæða til að rifja upp grunn­at­riðin á bak við eld­virkni Íslands.

Eld­stöð telst virk hafi hún gosið síð­ustu 12 þús­und ár. Á Íslandi eru 30 virkar eld­stöðvar og 41 ef taldar eru með eld­stöðv­arnar sem ná út fyrir land­stein­ana og liggja neð­an­sjáv­ar, til dæmis út af Reykja­nesi (sjá skýr­ing­ar­mynd fyrir neð­an). Hvergi ann­ars staðar á jörð­inni eru jafn margar eld­stöðvar saman komnar á jafn litlu svæði. Á skýr­ing­ar­mynd­inni hér að neðan má sjá öll eld­stöðv­ar­kerfi á Íslandi merkt inn með litum og núm­er­um.

Auglýsing
Skýringarmynd fengin af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands

Sumar eld­stöðvar eru til­tölu­lega óþroskaðar og ein­kenn­ast þá ein­göngu af sprungu­sveimum (sbr. eld­stöðin Fagra­dals­fjall, nr. 11 á mynd­inni hér að ofan). Meiri­hluti íslenskra eld­stöðva eru þó svo­kall­aðar meg­in­eld­stöðvar (merktar með þrí­hyrn­ingum inn á mynd­ina), sem gjósa aftur og aftur með reglu­bundnu milli­bili. Meg­in­eld­stöðvar búa yfir kviku­hólfum sem safna í sig kviku þar til þrýst­ing­ur­inn verður til þess að kvikan leitar útgöngu­leið­ar, stundum með kvikuinnskoti eins og varð í Holu­hrauni árið 2014 (eld­stöð nr. 21), en stundum í öskj­unni sjálfri, líkt og gerð­ist í gos­inu í Eyja­fjalla­jökli árið 2010 (eld­stöð nr. 34 á mynd) og stöðv­aði flug­um­ferð svo dögum skipti um allt norð­ur­hvel jarð­ar.

Á Íslandi verða að með­al­tali eld­gos á 4-5 ára fresti en virkasta eld­stöð Íslands er Grím­s­vatna­kerfið (nr. 22 á mynd) sem gosið hefur á um það bil tíu ára fresti síð­ast­liðin 1000 ár. Stærsta eld­stöð lands­ins er þó Bárð­ar­bunga (nr. 21 á mynd).

Af hverju eru eld­gos svona algeng á Íslandi?

Flekaskilin

Það eru í meg­in­dráttum tvær ástæður fyrir því að Ísland er eitt eld­virkasta svæði jarð­ar. Ann­ars vegar liggur landið á fleka­skilum þar sem jarð­flek­arnir gliðna í sund­ur. Hér á landi markast þessi fleka­skil af Atl­ants­hafs­hryggnum sem þverar Atl­ants­hafið endi­langt frá norðri til suð­urs og sker Ísland. Norð­vest­ur­hluti lands­ins, kall­ast Amer­íkuflek­inn og fær­ist statt og stöðugt til vest­urs meðan suð­aust­ur­hluti lands­ins kall­ast Evr­asíu flek­inn og þok­ast austur á bóg­inn. Þessi gliðnun veldur því að berg­kvika á greið­ari aðgang upp í átt að yfir­borði jarðar um sprungur sem verða til á skil­un­um. Þegar kvikan nær að kom­ast alla leið upp á yfir­borðið verða eld­gos.

Möttulstrókur

Hins vegar er Ísland stað­sett beint yfir helj­ar­innar mött­ul­strók sem ýtir enn frekar undir eld­virkn­ina. Mött­ul­strókar eru svo­kall­aðir „heitir reit­ir“ en þar rís heit­ari berg­kvika djúpt úr iðrum jarðar upp í átt að yfir­borð­inu og setur auk­inn þrýst­ing á jarð­skorpuna. Strókar þessir eru 200-300° heit­ari en mött­ulefnið umhverfis og því eðl­is­létt­ari sem veldur því að kvikan rís upp í átt að yfir­borð­inu. Af þessum sökum verður jarð­skorpan þynnri fyrir ofan mött­ul­stróka sem aftur gerir kvik­unni auð­veld­ara um vik að brjóta sér leið upp á yfir­borðið í eld­gosi.

Þetta tvennt, fleka­skilin og mött­ul­strók­ur­inn, er ástæðan fyrir því að landið okkar er í stöðugri mót­un. Afleið­ing­arnar eru þó mis­al­var­leg­ar. Eld­gos geta verið ofsa­fengin og eyði­leggj­andi en stundum erum við heppin og fáum til­tölu­lega lítil gos sem gera okkur bók­staf­lega kleyft að sjá nýtt land verða til. En sama hvort um ræðir eru eld­gos alltaf magn­þrungin fyr­ir­bæri sem sýna okk­ur, svo ekki verði um vill­st, hve lít­ils við megum okkar gegn kröftum nátt­úr­unn­ar.

Nýtt land í mótun við Fagra­dals­fjall. Mynd­band: Arthúr Ólafs­son

Hraunnördarnir

Vert er að taka fram að við hjónin erum hvorki jarð­fræð­ingar né menntuð í eld­fjalla­fræð­um. Við erum hins vegar vand­ræða­lega mikið áhuga­fólk um íslenska eld­virkni – sjálf­skip­aðir eld­fjalla- og hraunnördar ef svo má að orði kom­ast.

Ragnhildur Ágústsdóttir og Júlíus Ingi Jónsson Mynd: Aðsend

Þennan mikla áhuga nýttum við til hins ítrasta þegar við settum hraun­sýn­ing­una Icelandic Lava Show í Vík í Mýr­dal á lagg­irn­ar, með það að mark­miði að gera fræðslu um þá kynn­gi­mögn­uðu krafta sem okkar magn­aða eld­fjalla­eyja býr yfir, bæði upp­lýsandi, spenn­andi og skemmti­lega. Við leitum gjarna álits og ráða hjá sér­fræð­ingum um þessi mál­efni en okkar meg­in­mark­mið er að útskýra íslenska eld­virkni á eft­ir­minni­legan hátt og á manna­máli.

Höf­undar eru stofn­endur og eig­endur Icelandic Lava Show í Vík í Mýr­dal.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Sigrún Guðmundsdóttir
Leyfið okkur að njóta jarðhitans áhyggjulaus
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiÁlit