Er nýsköpun ekki lengur töff?

Á sama tíma og áhugi stjórnmálamanna á nýsköpun hefur aukist virðist hugtakið vera á undanhaldi í almennri umræðu. Hvað veldur því?

Auglýsing

Nýsköpun er gild­is­hlaðið orð. Því fylgja ýmis jákvæð hug­hrif, líkt og þró­un, fram­farir og tækni. Það kemur því kannski ekki á óvart að það sé vin­sælt á meðal stjórn­mála­manna. Þeir virð­ast einnig flestir sam­mála um að styðja við nýsköpun og virð­ast hafa gert það ágæt­lega á síð­ustu árum hér­lend­is, ef miðað er við önnur Evr­ópu­lönd.

Hins vegar eru vís­bend­ingar uppi um að hug­takið sé á und­an­haldi í almennri umræðu, bæði hér­lendis og á alþjóða­vísu. Gæti verið að áhugi almenn­ings á nýsköpun sé að dvína?

Flokk­arnir sam­mála

Að Flokki fólks­ins und­an­skildum má nálg­ast stefnu­skrá allra stjórn­mála­flokka sem sitja á þingi á net­inu. Í öllum þeirra má finna kafla um nýsköp­un, en þar virð­ast flokk­arnir vera nokkurn veg­inn sam­mála um leiðir til að hlúa að vexti henn­ar.

Í stefnu­skrá Sjálf­stæð­is­flokks­ins segir að mik­il­vægt sé að stjórn­völd skapi umhverfi sem hvetji til nýsköp­unar á öllum sviðum sam­fé­lags­ins, auk þess sem hvatt er til meiri teng­ingar háskóla við frum­kvöðla- og nýsköp­un­ar­starf. Þessar áherslur eru einnig að finna nán­ast orð­rétt í stefnu­skrá VG.

Auglýsing

Í stefnu­skrám Við­reisnar og Fram­sókn­ar­flokks­ins eru svo skattaí­viln­anir útli­staðar sér­stak­lega sem leiðir til að stuðla að auk­inni nýsköp­un, auk ann­arra aðgerða, líkt og auk­inna end­ur­greiðslna til fyr­ir­tækja í rann­sókn­ar- og þró­un­ar­starfi. Píratar nefna einnig að nýskrán­ingar fyr­ir­tækja ættu að vera gerðar ein­faldar og ódýr­ar.

Sam­fylk­ingin og Mið­flokk­ur­inn kalla svo eftir mark­vissum stuðn­ingi við þær atvinnu­greinar þar sem helstu tæki­færin liggja fyrir íslenskan efna­hag í sínum stefnu­skrám. Sam­kvæmt Sam­fylk­ing­unni ætti að ýta undir vöxt háfram­leiðni­greina sem byggj­ast á hug­viti, sköp­un­ar­gáfu, tækni og verk­kunn­áttu, en Mið­flokk­ur­inn nefnir sér­stak­lega tækni- og orku­geir­ann í þessu til­liti.

Þótt blæ­brigða­munur sé á stefn­unum er því ljóst út frá stefnu­skrám þeirra að mik­ill sam­hljómur ríki um mála­flokk­inn. Það vilja allir tala vel um nýsköp­un.

Flestar rík­is­stjórnir hafa stutt við nýsköpun

Ef miðað er við önnur Evr­ópu­lönd hefur Ísland einnig staðið sig til­tölu­lega vel þegar kemur að stuðn­ingi hins opin­bera við nýsköp­un. Sam­kvæmt tölum frá Eurostat hafa opin­ber útgjöld til rann­sóknar og þró­unar hér­lendis oft­ast verið nokkuð yfir með­al­tali Norð­ur­land­anna og aðild­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins á síð­ustu árum, ef tekið er til­lit til lands­fram­leiðslu .

Útgjöld ríkj­anna til rann­sókn­ar-og þró­un­ar­starfs á árunum 2004-2019 má sjá á mynd hér að neð­an, en sam­kvæmt henni nam fram­lag Íslands tæpu pró­senti flest árin. Sam­svar­andi fram­lag á hinum Norð­ur­lönd­unum hefur numið 0,8 til 0,9 pró­sent­um, en með­al­tal innan ESB er nær 0,7 pró­sent­um.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Eurostat

Mikla breyt­ingu mátti hins vegar sjá á árunum 2014, 2015 og 2016, þegar fjár­laga­frum­vörp voru í höndum rík­is­stjórnar Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, með Bjarna Bene­dikts­son sem fjár­mála­ráð­herra og Ragn­heiði Elínu Árna­dóttur sem iðn­að­ar­ráð­herra. Á þessum þremur árum lækk­uðu fram­lög íslenska rík­is­ins til rann­sóknar og þró­unar um helm­ing og voru þau undir með­al­tali ESB-­ríkja og hinna Norð­ur­land­anna.

Aukn­ing á síð­ustu árum

Á árunum 2017, 2018 og 2019 jókst hins vegar fram­lag hins opin­bera til rann­sóknar og þró­unar til muna á ný og náði aftur tæpu pró­senti af lands­fram­leiðslu. Ein­ungis rík­is­stjórnir Nor­egs og Þýska­lands vörðu hærra hlut­falli af lands­fram­leiðslu í Evr­ópu á þeim tíma.

Til við­bótar við bein útgjöld úr opin­berum sjóðum hefur rík­is­stjórnin einnig eflt nýsköpun með skattaí­viln­unum á síð­ustu árum. Sam­kvæmt nýlegri grein­ingu hjá OECD hafa slíkar íviln­anir auk­ist meira hér­lendis en í flestum öðrum þró­uðum ríkjum . Þró­un­ina má sjá á mynd hér að neð­an, en þar sést að Ísland er komið langt fram úr með­al­tali hinna Norð­ur­land­anna í mála­flokk­in­um. Sam­tökin bentu einnig á að yfir­gnæf­andi meiri­hluti slíkra íviln­ana færu til lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja.

Mynd: Kjarninn. Heimild: OECD

Öfug þróun hjá almenn­ingi

Á meðan áhugi stjórn­mála­manna á nýsköpun og stuðn­ingur þeirra við mála­flokk­inn hefur auk­ist má þó greina öfuga þróun í almennri umræðu. Sam­kvæmt Tíma­rit.is hefur dregið úr birt­ingu orðs­ins „ný­sköp­un“ á allra síð­ustu árum, eftir að það hafði birtst æ oftar á prenti á síð­ustu fjórum ára­tug­um.

Þró­un­ina má sjá á mynd­inni hér að neð­an, en sam­kvæmt henni náði fjöldi skipta sem orðið var birt í íslenskum blöðum og tíma­ritum hámarki árið 2014. Síðan þá hefur fjöld­inn minnkað með hverju árinu sem líður og mæld­ist hann í fyrra jafn­mik­ill og hann var fyrir fjár­mála­hrunið árið 2007.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Tímarit.is

Hér er gott að nefna að mæl­ingar Tíma­rit.is eru ekki full­komn­ar, til að mynda geti mæl­ingar fyrir síð­ustu árin verið óná­kvæmar þar sem tveggja til fjög­urra ára töf gæti verið á birt­ingu blaða á síð­unni. Auk þess hefur útgáfa prent­aðra miðla einnig minnkað á síð­ustu árum, á meðan vef­miðlar hafa tekið sér stærra pláss í umræð­unni.

Þessi þróun er hins vegar í ágætu sam­ræmi við minni notkun þess­ara orða á heims­vísu. Sam­kvæmt heima­síð­unni Google Trends eru vin­sældir leit­ar­orð­anna „innovation“ og „res­e­arch and develop­ment“ einnig minni en þau voru, en áhug­inn virð­ist hafa minnkað mest á fyrstu árunum eftir alda­mót­in.

Hvað veldur þessu?

Hægt er að setja minnk­andi áhuga almenn­ings á nýsköpun í sam­hengi við minni fram­leiðni­vöxt á síð­ustu árum. Frá alda­mótum hefur sá vöxtur um það bil helm­ing­ast í Banda­ríkj­un­um, úr 3 pró­sentum á ári að með­al­tali niður í 1,5 pró­sent. Þró­unin hefur verið svipuð hér á landi, þar sem vöxtur lands­fram­leiðslu á hverja vinnu­stund hefur minnkað úr 10 pró­sentum á árunum 2004-2008 niður í 5 pró­sent á síð­ustu fimm árum.

Til lengri tíma byggir vöxtur fram­leiðni á nýsköp­un. Minni fram­leiðni­vöxtur er því merki um að nýsköp­unin sé ekki að skila sér inn í hag­kerfið með jafn skil­virkum hætti og áður. Í stjórn­enda­könnun PwC árið 2019 sagð­ist meiri­hluti stjórn­enda eiga erfitt með að koma með nýj­ungar sem auka skil­virkni fyr­ir­tækja þeirra .

Með minnk­andi fram­leiðni­vexti hefur almenn­ingur fundið minna fyrir jákvæðum áhrifum nýsköp­unar á líf þeirra og störf og er því ekki óeðli­legt að jákvæðu hug­hrifin sem fylgja orð­inu hafi tekið að dvína. Í stað þess að tengja nýsköpun við þróun og fram­farir gæti verið að almenn­ingur tengi orðið frekar við áhættu eða upp­stokkun á núver­andi kerfi.

Í einni rann­sókn á meðal háskóla­mennt­aðra starfs­manna í Banda­ríkj­unum og Kana­da, tveimur löndum sem skora hátt í alþjóð­legum sam­an­burði í mála­flokkn­um, sögð­ust aðeins 14 til 28 pró­sent þeirra hafa mik­inn metnað fyrir nýsköp­un.

Óvíst er hvort fram­leiðni­vöxt­ur­inn muni taka við sér á næst­unni en vonir standa til að svo verði, þar sem vinnu­venjur hafa breyst í kjöl­far far­ald­urs­ins. Aukin heima­vinna gæti ýtt undir almenna tækni­þekk­ingu, en með henni væri auð­veld­ara að full­nýta alla þá nýsköpun sem hefur átt sér stað í staf­rænum lausnum á síð­ustu árum.

Ef það ger­ist mætti búast við að orðið nýsköpun verði aftur tengt við fram­farir og nýja tíma. Þangað til er hins vegar lík­legt að það verði fyrst og fremst notað á meðal stjórn­mála­manna.

Þessi pist­ill birt­ist fyrst í vor­hefti Vís­bend­ing­ar, sem lesa má með því að smella hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari