Virkjum menningarauðinn

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir bendir á í aðsendri grein að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Íslenskt menningarlíf sé á gjörgæslu vegna COVID-19 faraldursins og margt listafólk í erfiðri stöðu vegna tekjutaps.

Auglýsing

Stórir hópar listafólks hafa því miður setið verkefnalausir síðasta árið. COVID-19 faraldurinn hefur hoggið stórt skarð í menningarlífið og tekjur listafólks á Íslandi þegar leikhús, tónleikastaðir og söfn hafa þurft að loka eða halda starfsemi sinni í lágmarki.

Auður Íslands þegar kemur að fólki í skapandi greinum verður ekki metinn til fjár og þar eigum við fjölda fulltrúa í fremstu röð á heimsvísu. Atvinnugreinin er ein stærsta stoð ferðaþjónustunnar, hún eykur lífsgæði þjóðarinnar, listir eru mikilvægar í tómstundastarfi barna og auka námsárangur á öðrum sviðum og flestar aðrar atvinnugreinar njóta krafta listafólks með einum eða öðrum hætti. Myndlistarmenn, tónlistarmenn, arkitektar, grafískir hönnuðir og annað listafólk eru nauðsynlegur hlekkur í keðju samfélagsins. Auk þess hefur listin og menningarlífið gildi í sjálfu sér.

Auglýsing

Það er ekki sjálfgefið að menningarlíf Íslendinga haldi áfram að blómstra. Margt listafólk er útbrunnið, vinnur fjölda starfa meðfram listsköpun sinni, fær litlar greiðslur fyrir vinnu sína og styrkir til menningarstarfsemi eru af skornum skammti. Við því þarf að bregðast.

  • Hlúum að menningarstarfsemi á landinu öllu og vinnum að bættu starfsumhverfi og atvinnuöryggi listafólks, þvert á greinar.
  • Aukum aðgengi fólks að listnámi, óháð efnahag, uppruna, fötlunar og annarra þátta sem auka á jaðarsetningu fólks í samfélaginu. Enn er of algengt að fólk úr lægri tekjuþrepum samfélagsins geti ekki sótt sér listnám á háskólastigi vegna fjárhagslegra þröskulda, t.a.m. námsgjalda eða hárra skólagjalda Því mega skólagjöld við Listaháskóla Íslands ekki vera hærri en við HÍ. Þarna er fatlað fólk og fólk af erlendum uppruna sérstaklega jaðarsett.
  • Hækkum listamannalaun og fjölgum mánuðum sem úthlutað er. Það skilar sér margfalt til baka til samfélagsins.
  • Leggjum metnað í að Reykjavík verði menningarborg á heimsmælikvarða.
  • Styðjum við menningarstarf um land allt með myndarlegum styrkjum.
  • Gerum Ríkisútvarpinu kleift að sinna hlutverki sínu til þess að styðja við hvers kyns liststarfsemi á Íslandi, bæði í sjónvarpi og útvarpi.

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Íslenskt menningarlíf er á gjörgæslu vegna COVID-19 faraldursins og margt listafólk er í erfiðri stöðu vegna tekjutaps. Samfylkingin - jafnaðarmannaflokkur Íslands leggur til að listafólk verði styrkt í sumar til að halda viðburði um land allt. Koma þarf á miðlægu og hraðvirku umsóknarferli þar sem listafólk og samkomustaðir geti sótt um styrki. Með þessu er hægt að styðja við listafólk sem hefur orðið fyrir gífurlegu tekjutapi og setið eftir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar.

Virkjum menningarauðinn okkar og sýnum að íslenskt listafólk skipti okkur máli.

Höfundur er listfræðingur og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar