Virkjum menningarauðinn

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir bendir á í aðsendri grein að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Íslenskt menningarlíf sé á gjörgæslu vegna COVID-19 faraldursins og margt listafólk í erfiðri stöðu vegna tekjutaps.

Auglýsing

Stórir hópar lista­fólks hafa því miður setið verk­efna­lausir síð­asta árið. COVID-19 far­ald­ur­inn hefur hoggið stórt skarð í menn­ing­ar­lífið og tekjur lista­fólks á Íslandi þegar leik­hús, tón­leika­staðir og söfn hafa þurft að loka eða halda starf­semi sinni í lág­marki.

Auður Íslands þegar kemur að fólki í skap­andi greinum verður ekki met­inn til fjár og þar eigum við fjölda full­trúa í fremstu röð á heims­vísu. Atvinnu­greinin er ein stærsta stoð ferða­þjón­ust­unn­ar, hún eykur lífs­gæði þjóð­ar­inn­ar, listir eru mik­il­vægar í tóm­stunda­starfi barna og auka náms­ár­angur á öðrum sviðum og flestar aðrar atvinnu­greinar njóta krafta lista­fólks með einum eða öðrum hætti. Mynd­list­ar­menn, tón­list­ar­menn, arki­tekt­ar, graf­ískir hönn­uðir og annað lista­fólk eru nauð­syn­legur hlekkur í keðju sam­fé­lags­ins. Auk þess hefur listin og menn­ing­ar­lífið gildi í sjálfu sér.

Auglýsing

Það er ekki sjálf­gefið að menn­ing­ar­líf Íslend­inga haldi áfram að blómstra. Margt lista­fólk er útbrunn­ið, vinnur fjölda starfa með­fram list­sköpun sinni, fær litlar greiðslur fyrir vinnu sína og styrkir til menn­ing­ar­starf­semi eru af skornum skammti. Við því þarf að bregð­ast.

  • Hlúum að menn­ing­ar­starf­semi á land­inu öllu og vinnum að bættu starfs­um­hverfi og atvinnu­ör­yggi lista­fólks, þvert á grein­ar.
  • Aukum aðgengi fólks að list­námi, óháð efna­hag, upp­runa, fötl­unar og ann­arra þátta sem auka á jað­ar­setn­ingu fólks í sam­fé­lag­inu. Enn er of algengt að fólk úr lægri tekju­þrepum sam­fé­lags­ins geti ekki sótt sér list­nám á háskóla­stigi vegna fjár­hags­legra þrösk­ulda, t.a.m. náms­gjalda eða hárra skóla­gjalda Því mega skóla­gjöld við Lista­há­skóla Íslands ekki vera hærri en við HÍ. Þarna er fatlað fólk og fólk af erlendum upp­runa sér­stak­lega jað­ar­sett.
  • Hækkum lista­manna­laun og fjölgum mán­uðum sem úthlutað er. Það skilar sér marg­falt til baka til sam­fé­lags­ins.
  • Leggjum metnað í að Reykja­vík verði menn­ing­ar­borg á heims­mæli­kvarða.
  • Styðjum við menn­ing­ar­starf um land allt með mynd­ar­legum styrkj­um.
  • Gerum Rík­is­út­varp­inu kleift að sinna hlut­verki sínu til þess að styðja við hvers kyns list­starf­semi á Íslandi, bæði í sjón­varpi og útvarpi.

Eng­inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef­ur. Íslenskt menn­ing­ar­líf er á gjör­gæslu vegna COVID-19 far­ald­urs­ins og margt lista­fólk er í erf­iðri stöðu vegna tekju­taps. Sam­fylk­ingin - jafn­að­ar­manna­flokkur Íslands leggur til að lista­fólk verði styrkt í sumar til að halda við­burði um land allt. Koma þarf á mið­lægu og hrað­virku umsókn­ar­ferli þar sem lista­fólk og sam­komu­staðir geti sótt um styrki. Með þessu er hægt að styðja við lista­fólk sem hefur orðið fyrir gíf­ur­legu tekju­tapi og setið eftir í aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Virkjum menn­ing­arauð­inn okkar og sýnum að íslenskt lista­fólk skipti okkur máli.

Höf­undur er list­fræð­ingur og skipar 3. sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar