Virkjum menningarauðinn

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir bendir á í aðsendri grein að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Íslenskt menningarlíf sé á gjörgæslu vegna COVID-19 faraldursins og margt listafólk í erfiðri stöðu vegna tekjutaps.

Auglýsing

Stórir hópar lista­fólks hafa því miður setið verk­efna­lausir síð­asta árið. COVID-19 far­ald­ur­inn hefur hoggið stórt skarð í menn­ing­ar­lífið og tekjur lista­fólks á Íslandi þegar leik­hús, tón­leika­staðir og söfn hafa þurft að loka eða halda starf­semi sinni í lág­marki.

Auður Íslands þegar kemur að fólki í skap­andi greinum verður ekki met­inn til fjár og þar eigum við fjölda full­trúa í fremstu röð á heims­vísu. Atvinnu­greinin er ein stærsta stoð ferða­þjón­ust­unn­ar, hún eykur lífs­gæði þjóð­ar­inn­ar, listir eru mik­il­vægar í tóm­stunda­starfi barna og auka náms­ár­angur á öðrum sviðum og flestar aðrar atvinnu­greinar njóta krafta lista­fólks með einum eða öðrum hætti. Mynd­list­ar­menn, tón­list­ar­menn, arki­tekt­ar, graf­ískir hönn­uðir og annað lista­fólk eru nauð­syn­legur hlekkur í keðju sam­fé­lags­ins. Auk þess hefur listin og menn­ing­ar­lífið gildi í sjálfu sér.

Auglýsing

Það er ekki sjálf­gefið að menn­ing­ar­líf Íslend­inga haldi áfram að blómstra. Margt lista­fólk er útbrunn­ið, vinnur fjölda starfa með­fram list­sköpun sinni, fær litlar greiðslur fyrir vinnu sína og styrkir til menn­ing­ar­starf­semi eru af skornum skammti. Við því þarf að bregð­ast.

  • Hlúum að menn­ing­ar­starf­semi á land­inu öllu og vinnum að bættu starfs­um­hverfi og atvinnu­ör­yggi lista­fólks, þvert á grein­ar.
  • Aukum aðgengi fólks að list­námi, óháð efna­hag, upp­runa, fötl­unar og ann­arra þátta sem auka á jað­ar­setn­ingu fólks í sam­fé­lag­inu. Enn er of algengt að fólk úr lægri tekju­þrepum sam­fé­lags­ins geti ekki sótt sér list­nám á háskóla­stigi vegna fjár­hags­legra þrösk­ulda, t.a.m. náms­gjalda eða hárra skóla­gjalda Því mega skóla­gjöld við Lista­há­skóla Íslands ekki vera hærri en við HÍ. Þarna er fatlað fólk og fólk af erlendum upp­runa sér­stak­lega jað­ar­sett.
  • Hækkum lista­manna­laun og fjölgum mán­uðum sem úthlutað er. Það skilar sér marg­falt til baka til sam­fé­lags­ins.
  • Leggjum metnað í að Reykja­vík verði menn­ing­ar­borg á heims­mæli­kvarða.
  • Styðjum við menn­ing­ar­starf um land allt með mynd­ar­legum styrkj­um.
  • Gerum Rík­is­út­varp­inu kleift að sinna hlut­verki sínu til þess að styðja við hvers kyns list­starf­semi á Íslandi, bæði í sjón­varpi og útvarpi.

Eng­inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef­ur. Íslenskt menn­ing­ar­líf er á gjör­gæslu vegna COVID-19 far­ald­urs­ins og margt lista­fólk er í erf­iðri stöðu vegna tekju­taps. Sam­fylk­ingin - jafn­að­ar­manna­flokkur Íslands leggur til að lista­fólk verði styrkt í sumar til að halda við­burði um land allt. Koma þarf á mið­lægu og hrað­virku umsókn­ar­ferli þar sem lista­fólk og sam­komu­staðir geti sótt um styrki. Með þessu er hægt að styðja við lista­fólk sem hefur orðið fyrir gíf­ur­legu tekju­tapi og setið eftir í aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Virkjum menn­ing­arauð­inn okkar og sýnum að íslenskt lista­fólk skipti okkur máli.

Höf­undur er list­fræð­ingur og skipar 3. sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar