Virkjum menningarauðinn

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir bendir á í aðsendri grein að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Íslenskt menningarlíf sé á gjörgæslu vegna COVID-19 faraldursins og margt listafólk í erfiðri stöðu vegna tekjutaps.

Auglýsing

Stórir hópar lista­fólks hafa því miður setið verk­efna­lausir síð­asta árið. COVID-19 far­ald­ur­inn hefur hoggið stórt skarð í menn­ing­ar­lífið og tekjur lista­fólks á Íslandi þegar leik­hús, tón­leika­staðir og söfn hafa þurft að loka eða halda starf­semi sinni í lág­marki.

Auður Íslands þegar kemur að fólki í skap­andi greinum verður ekki met­inn til fjár og þar eigum við fjölda full­trúa í fremstu röð á heims­vísu. Atvinnu­greinin er ein stærsta stoð ferða­þjón­ust­unn­ar, hún eykur lífs­gæði þjóð­ar­inn­ar, listir eru mik­il­vægar í tóm­stunda­starfi barna og auka náms­ár­angur á öðrum sviðum og flestar aðrar atvinnu­greinar njóta krafta lista­fólks með einum eða öðrum hætti. Mynd­list­ar­menn, tón­list­ar­menn, arki­tekt­ar, graf­ískir hönn­uðir og annað lista­fólk eru nauð­syn­legur hlekkur í keðju sam­fé­lags­ins. Auk þess hefur listin og menn­ing­ar­lífið gildi í sjálfu sér.

Auglýsing

Það er ekki sjálf­gefið að menn­ing­ar­líf Íslend­inga haldi áfram að blómstra. Margt lista­fólk er útbrunn­ið, vinnur fjölda starfa með­fram list­sköpun sinni, fær litlar greiðslur fyrir vinnu sína og styrkir til menn­ing­ar­starf­semi eru af skornum skammti. Við því þarf að bregð­ast.

  • Hlúum að menn­ing­ar­starf­semi á land­inu öllu og vinnum að bættu starfs­um­hverfi og atvinnu­ör­yggi lista­fólks, þvert á grein­ar.
  • Aukum aðgengi fólks að list­námi, óháð efna­hag, upp­runa, fötl­unar og ann­arra þátta sem auka á jað­ar­setn­ingu fólks í sam­fé­lag­inu. Enn er of algengt að fólk úr lægri tekju­þrepum sam­fé­lags­ins geti ekki sótt sér list­nám á háskóla­stigi vegna fjár­hags­legra þrösk­ulda, t.a.m. náms­gjalda eða hárra skóla­gjalda Því mega skóla­gjöld við Lista­há­skóla Íslands ekki vera hærri en við HÍ. Þarna er fatlað fólk og fólk af erlendum upp­runa sér­stak­lega jað­ar­sett.
  • Hækkum lista­manna­laun og fjölgum mán­uðum sem úthlutað er. Það skilar sér marg­falt til baka til sam­fé­lags­ins.
  • Leggjum metnað í að Reykja­vík verði menn­ing­ar­borg á heims­mæli­kvarða.
  • Styðjum við menn­ing­ar­starf um land allt með mynd­ar­legum styrkj­um.
  • Gerum Rík­is­út­varp­inu kleift að sinna hlut­verki sínu til þess að styðja við hvers kyns list­starf­semi á Íslandi, bæði í sjón­varpi og útvarpi.

Eng­inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef­ur. Íslenskt menn­ing­ar­líf er á gjör­gæslu vegna COVID-19 far­ald­urs­ins og margt lista­fólk er í erf­iðri stöðu vegna tekju­taps. Sam­fylk­ingin - jafn­að­ar­manna­flokkur Íslands leggur til að lista­fólk verði styrkt í sumar til að halda við­burði um land allt. Koma þarf á mið­lægu og hrað­virku umsókn­ar­ferli þar sem lista­fólk og sam­komu­staðir geti sótt um styrki. Með þessu er hægt að styðja við lista­fólk sem hefur orðið fyrir gíf­ur­legu tekju­tapi og setið eftir í aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Virkjum menn­ing­arauð­inn okkar og sýnum að íslenskt lista­fólk skipti okkur máli.

Höf­undur er list­fræð­ingur og skipar 3. sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar