Útskýring – leikrit í einum þætti

Anna Dóra Antonsdóttir, rithöfundur, skrifar leikrit um meðlimi í „sérstöku Öryggisráði plágunnar sem stofnað var á dögum heimsfaraldurs“.

Auglýsing

Sviðið er fund­ar­her­bergi á ótil­greindum stað. Fund­ar­borð og átta stólar á sviði.

Per­sónur eru 8: For­sæt­is­ráð­herra, fjár­mála­ráð­herra, sótt­varn­ar­ráð­herra, flug- og rútu­bíla­ráð­herra, sá bólu­setti (aldr­aður maður með staf), sá óbólu­setti, litli síma­mað­ur­inn og full­trúi lækna.

Allar per­sónur eru með­limir í Sér­stöku Örygg­is­ráði plág­unnar sem stofnað var á dögum heims­far­ald­urs. Deilur stóðu um hvort litli síma­mað­ur­inn ætti erindi í slíkt Ráð en nið­ur­staðan varð sú að það gæfi Ráð­inu trú­verð­ugan svip út á við.

For­sæt­is­ráð­h.: Þar sem ég er sjálf­skip­aður fund­ar­stjóri býð ég ykkur öll vel­komin og vona að umræður verði mál­efna­leg­ar. Ennþá er vá fyrir dyrum í sam­fé­lag­inu þar sem enn grein­ast smit, nú er ind­verska veiran komin til lands­ins og hópsmit úti á landi.

Sótt­varn­ar­ráð­h.: Ég er óró­leg­ur, ég verð að segja það. B.1.617 er ekk­ert lamb að leika sér við. Ég hefði lík­lega átt að vera ákveðn­ari í reglu­gerð­un­um. Kannski hefði átt að vanda betur síð­asta frum­varp.

Fjár­mála­ráð­h.: Síð­asta frum­varp, bíddu, hvaða frum­varp var það nú aft­ur? Var það kross­götu­frum­varp­ið?

Litli símam.: (Skelli­hlæj­andi) Kross­göt­ur, hvert lágu þessar götur all­ar? Var ein­hver smit­laus gata?

For­sæt­is­ráð­h.: (Lítur hvasst á litla síma­mann­inn) Ég frá­bið mér allan gal­gopa­skap, þetta verður að taka alvar­lega. Strák­arnir eru víst farnir að aug­lýsa á Times Squ­are svo eitt­hvað verður til bragðs að taka. Þeir vilja fara að fá pen­inga í kass­ann aum­ingja menn­irn­ir, ann­ars fáum við bara flug­geir­ann í fang­ið.

Hitt er spurn­ing hvort við ættum ekki að bólu­setja rík­is­stjórn­ina í þriðja sinn, svona til örygg­is.

(Litli síma­mað­ur­inn hlær ákaft og sá óbólu­setti býr sig undir að taka til máls).

Auglýsing

Flug- og rútu­b.ráð­h.: (Lágt við fjár­mála­ráð­herra sem situr við hlið hans) Ég var alltaf á móti því að hleypa litla síma­mann­inum í þetta Ráð. (Hærra) Auð­vitað vilja allir pen­inga í kass­ann og það verður bara að segja eins og er að ferm­ing­ar, brúð­kaup og jarð­ar­farir gefa lítið af sér, að minnsta kosti í sam­an­burði við bless­aða túristana. Túrist­arnir koma með pen­ing­ana sem við þurfum svo sárt á að halda.

Sá óbólu­setti: (Óþol­in­móð­ur) Mætti maður taka til máls, minn hópur er auð­vitað algjör­lega and­vígur opnun landamæra og við höfum á til­finn­ing­unni að bólu­efni sé af skorn ...

Sótt­varn­ar­ráð­h.: (Grípur fram í) Við höfum nægar brigðir af þessu danska þarna – Jan­sen og Kín­verjar hafa lofað okkur ótak­mörk­uðu magni af sínu efni, þeir eru nú alltaf í þuml­inum við okk­ur. Svo hafði Kýpur sam­band, og vildi bjóða okkur bólu­efni sem þeir fram­leiða, þeir mega nú kall­ast vina­þjóð okkar og mér finnst ekki skipta höf­uð­máli hvort Evr­ópu­sam­bandið er búið að leggja blessun sína yfir það. Við eigum bara að sprauta með því sem við fáum. Okkur kemur ekk­ert við hvað Norð­menn og Danir eru að banna eða ekki banna.

Fjár­mála­ráð­h.: (Hallar sér fram á borðið með hönd á lofti) Algjör­lega sam­mála síð­asta ræðu­manni. Danir voru búnir að stjórn­ast nógu lengi með okk­ur, við hlustum ekki á bullið í þeim leng­ur. (Þegir smá­stund) Eða þá Norð­menn, sem vildu og vilja enn stela sjálfum Snorra Sturlu­syni frá okkur og kon­unga­sög­unum og, og …

For­sæt­is­ráð­h.: Svona, svona við skulum halda okkur við efn­ið, bólu­efn­ið.

Sá bólu­setti: Já, í öllum guð­anna bænum takið hlut­unum með ró, nú er búið að bólu­setja fullt af fólki, fullt af fólki ...

Sá óbólu­setti: (Grípur fram í, orð­inn mjög æst­ur) Þú getur trútt um tal­að, kom­inn á eft­ir­laun og þarft ekk­ert fyrir líf­inu að hafa, en við, við sem berum atvinnu­lífið uppi og fram­færsl­una, við eigum bara að vera úti í kuld­anum og veikj­ast. Ég segi það satt að ...

Litli símam.: (Iðar í skinn­inu) Já láttu þá hafa það óþveg­ið, ætli sé ekki komin bull­andi spill­ing í þessi bólu­setn­ing­ar­mál, lyfja­fyr­ir­tækin græða og græða, Ind­verjar eiga í vök að verj­ast og við eyðum tím­anum í einskis nýtar umræð­ur.

For­sæt­is­ráð­h.: Þið eruð með alltof mikil framíköll, mér finnst ég sé að missa tökin á fund­in­um, ég bið ykkur að rétta upp hönd og þá fáið þið orð­ið.

Full­trúi lækna: (Réttir upp hönd) Það verða öll sjón­ar­mið að koma fram, við læknar erum fremur and­vígir opnun landamæra og ég verð bara að segja að þegar heims­far­aldur geisar ætti heldur að hlusta á lækna en for­ystu­mann ferða­mála sem útskýrir allt á einn veg sem sé: okkur vantar túrista, okkur vantar pen­inga. Við verðum líka að huga að sjúkra­hús­plássum, og mann­skap. Það þarf mann­skap til að sprauta, gleymið því ekki, hvort sem við tölum um Jan­sen, Kín­verja eða Kýp­ur. Heims­plága getur staðið lengi yfir.

Flug- og rútu­b.ráð­h.: (Mjög óþol­in­móð­ur) Já, já já, stóra­bóla gekk í margar aldir og voru það ekki prestar og hrepp­stjórar sem bólu­settu við henni, ekki man ég bet­ur, við getum látið prest­ana bólu­setja þeir kunna bæði grísku og lat­ínu og geta vel lært að fara með sprautu­nál, það geta raunar allir lært.

Og ég segi bara, ekki tala illa um útskýr­ingar ferða­málafor­yst­unn­ar. (Lágt við fjár­mála­ráð­herra) Við hefðum eig­in­lega átt að fá Útskýrand­ann sjálfan sem gest á fund­inn, hann er svo sann­fær­andi. (Enn lægri röddu) Hann er að setja pressu á okkur fyrir kosn­ing­arnar í haust. Þeir vilja auð­vitað fá okkur aftur í stjórn­ar­ráð­ið.

Fjár­mála­ráð­h.: (Svarar flug og rútu­b.ráðh í sömu tón­teg­und) Já, að okkur skyldi ekki detta það í hug. Hann hefði tekið þetta lið niður á auga­bragði, eða bara að fá Boga.

For­sæt­is­ráð­h.: ( Hefur fylgst með hjali fjár­mála­ráðh. og flug og rútu­b.ráð­h.) Ég bendi á að þetta er fundur um sótt­varnir og bendi líka á að Íslandi er ekki stjórnað af sér­hags­muna­öfl­um.

(Flestir fund­ar­menn skella uppúr og fjár­mála­ráð­herra hlær hátt).

Sótt­varn­ar­ráð­h.: (Óeðli­lega hátt) Þeir sem voru utan sótt­kvíar í gær voru til­tölu­lega nýkom­inn til lands­ins og gætu hafa sloppið í gegnum kerfið á landa­mær­unum og valdið smit­um. Þetta þarf að skoða. Hins vegar hefur smitum á landa­mær­unum fækkað að und­an­förnu og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafa vænt­an­lega hjálpað þar til­. Ég held að það sé engin sér­stök ástæða til að hafa áhyggj­ur. Núgild­andi aðgerðir duga gegn B.1.617. myndi ég halda. 

Litli símam.: (Enn hlæj­andi) Herra Sótt­varn­ar­ráð­herra heitir vænti ég ekki Ragnar Reykás?

For­sæt­is­ráð­h.: Ég bið fund­ar­menn að gæta allrar kurt­eisi. (Reiði­lega til litla síma­manns­ins) Og enga hót­fyndni hér.

(Há­vær hlátur litla síma­manns­ins kveður við og deyr smán saman út).

Tjaldið

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar