Að opna umræðu um ofbeldi, áreitni og einelti – og mörk í samskiptum

Guðný Hildur Magnúsdóttir vonast til að núverandi umræða um ofbeldi og áreitni verði til þess að við eigum auðveldara með að tala um ofbeldi og mörk og markarleysi í samskiptum.

Auglýsing

Með því að opna umræðu um ofbeldi, áreitni og ein­elti þá höfum við tæki­færi til þess að læra, skilja og breyta sam­fé­lag­inu til hins betra. Nú hefur opn­ast gluggi í umræð­unni sem við þurfum að nýta okk­ur.

Ofbeldi, áreitni og ein­elti snýst í grunn­inn um það að ein­hver er ekki að virða mörk ann­arra. Auð­vitað getur ofbeldi og áreitni verið mjög mis­mun­andi gróft og mis­mun­andi ásetn­ingur þar að baki. Allt frá lít­ils­virð­andi athuga­semdum yfir í nauðg­anir eða umsát­ursein­elti. Og birt­ing­ar­mynd­irnar geta verið alls kon­ar. Sam­starfs­mað­ur­inn sem grefur undan vinnu­fé­lag­anum með baktali eða lít­ils­virð­andi athuga­semd­um. Kærast­inn sem suðar og beitir þrýst­ingi þar til hann fær já. Yfir­mað­ur­inn sem kemst upp með að koma illa fram við und­ir­menn sína í krafti valda­stöðu sinn­ar. Fjöl­skyldu­með­lim­ur­inn sem hótar að svipta sig lífi ef hann fær ekki sitt í gegn. Fyrr­ver­andi mak­inn sem er orð­inn umsát­ursein­elt­is­hrell­ir. Nauð­gar­inn sem nýtir sér áfeng­is­dauða þol­and­ans. Mann­eskjan sem notar lík­am­lega yfir­burði sína til að beita kyn­ferð­is­legu eða lík­am­legu ofbeldi.

Þau sem beita ofbeldi eða virða ekki mörk ann­arra er fólk af marg­vís­legu tagi. Sum hafa upp­hafnar hug­myndir um eigið ágæti, önnur búa við innri van­mátt og van­líð­an. Sum upp­lifa að þau séu sjálf beitt órétti og önnur geta ekki tek­ist á við neitun eða höfn­un. Margt getur komið til. Má þar nefna per­sónu­leik­arask­anir (s.s. nar­sísísk-, borderline-, eða and­fé­lags­lega per­sónu­leika­rösk­un), ofbeldi, van­ræksla eða ofdekur í æsku, áfalla­saga, mis­notkun áfeng­is, lyfja eða fíkni­efna og tauga­þroskarask­anir (s.s. ADHD). Oft­ast þarf fleira en eitt af þessu að koma til. Sér­stak­lega þegar um gróft ofbeldi er um að ræða. Við þetta bæt­ist svo við­horf og gildi sam­fé­lags­ins á hverjum tíma og við­horf í nán­asta umhverfi ger­and­ans. Ofbeldi snýst líka um valda­ó­jafn­vægi. Ger­andi ofbeldis kemst upp með það í krafti valds, hvort sem það er tengt stöðu, áhrif­um, sann­fær­ing­ar­krafti eða lík­am­legum yfir­burð­um.

Auglýsing

Það sem við getum gert sem sam­fé­lag er að opna umræðu um ofbeldi og mörk í sam­skipt­um. Koma okkur saman um hvað er eðli­legt, heil­brigt og ásætt­an­legt í sam­skiptum fólks. Við þurfum að standa alltaf með þolendum ofbeld­is. Ofbeldi og yfir­gangur í sam­skiptum er aldrei í lagi. Við þurfum að styðja og styrkja fólk í því að setja mörk í sam­skipt­um. En stærsta verk­efni okkar er að kenna fólki að virða mörk ann­arra. Skila­boðin þurfa að vera skýr. Þegar fólk beitir ofbeldi þá eru við­ur­lög og afleið­ing­ar. Og þegar fólk fer yfir mörk ann­arra þá þarf það að fá skila­boð um að það sé ekki ásætt­an­legt.

Að virða mörk í sam­skiptum er risa­stórt mál­efni sem við öll þurfum að ræða, skilja, læra og kenna. Ég vona að núver­andi umræða um ofbeldi og áreitni verði til þess að við eigum auð­veld­ara með að tala um ofbeldi og mörk og mark­ar­leysi í sam­skipt­um. Fyrsta skrefið er að taka málið á dag­skrá og hlusta á reynslu fólks. Síðan þurfum við að læra, skilja og átta okkur á því að ofbeldi er alls kon­ar. Að lokum þurfum við að hafa vilj­ann til að breyta og leggja okkar að mörkum til þess. Þetta mál­efni kemur okkur öllum við.

Höf­undur er félags­ráð­gjafi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar