Að opna umræðu um ofbeldi, áreitni og einelti – og mörk í samskiptum

Guðný Hildur Magnúsdóttir vonast til að núverandi umræða um ofbeldi og áreitni verði til þess að við eigum auðveldara með að tala um ofbeldi og mörk og markarleysi í samskiptum.

Auglýsing

Með því að opna umræðu um ofbeldi, áreitni og ein­elti þá höfum við tæki­færi til þess að læra, skilja og breyta sam­fé­lag­inu til hins betra. Nú hefur opn­ast gluggi í umræð­unni sem við þurfum að nýta okk­ur.

Ofbeldi, áreitni og ein­elti snýst í grunn­inn um það að ein­hver er ekki að virða mörk ann­arra. Auð­vitað getur ofbeldi og áreitni verið mjög mis­mun­andi gróft og mis­mun­andi ásetn­ingur þar að baki. Allt frá lít­ils­virð­andi athuga­semdum yfir í nauðg­anir eða umsát­ursein­elti. Og birt­ing­ar­mynd­irnar geta verið alls kon­ar. Sam­starfs­mað­ur­inn sem grefur undan vinnu­fé­lag­anum með baktali eða lít­ils­virð­andi athuga­semd­um. Kærast­inn sem suðar og beitir þrýst­ingi þar til hann fær já. Yfir­mað­ur­inn sem kemst upp með að koma illa fram við und­ir­menn sína í krafti valda­stöðu sinn­ar. Fjöl­skyldu­með­lim­ur­inn sem hótar að svipta sig lífi ef hann fær ekki sitt í gegn. Fyrr­ver­andi mak­inn sem er orð­inn umsát­ursein­elt­is­hrell­ir. Nauð­gar­inn sem nýtir sér áfeng­is­dauða þol­and­ans. Mann­eskjan sem notar lík­am­lega yfir­burði sína til að beita kyn­ferð­is­legu eða lík­am­legu ofbeldi.

Þau sem beita ofbeldi eða virða ekki mörk ann­arra er fólk af marg­vís­legu tagi. Sum hafa upp­hafnar hug­myndir um eigið ágæti, önnur búa við innri van­mátt og van­líð­an. Sum upp­lifa að þau séu sjálf beitt órétti og önnur geta ekki tek­ist á við neitun eða höfn­un. Margt getur komið til. Má þar nefna per­sónu­leik­arask­anir (s.s. nar­sísísk-, borderline-, eða and­fé­lags­lega per­sónu­leika­rösk­un), ofbeldi, van­ræksla eða ofdekur í æsku, áfalla­saga, mis­notkun áfeng­is, lyfja eða fíkni­efna og tauga­þroskarask­anir (s.s. ADHD). Oft­ast þarf fleira en eitt af þessu að koma til. Sér­stak­lega þegar um gróft ofbeldi er um að ræða. Við þetta bæt­ist svo við­horf og gildi sam­fé­lags­ins á hverjum tíma og við­horf í nán­asta umhverfi ger­and­ans. Ofbeldi snýst líka um valda­ó­jafn­vægi. Ger­andi ofbeldis kemst upp með það í krafti valds, hvort sem það er tengt stöðu, áhrif­um, sann­fær­ing­ar­krafti eða lík­am­legum yfir­burð­um.

Auglýsing

Það sem við getum gert sem sam­fé­lag er að opna umræðu um ofbeldi og mörk í sam­skipt­um. Koma okkur saman um hvað er eðli­legt, heil­brigt og ásætt­an­legt í sam­skiptum fólks. Við þurfum að standa alltaf með þolendum ofbeld­is. Ofbeldi og yfir­gangur í sam­skiptum er aldrei í lagi. Við þurfum að styðja og styrkja fólk í því að setja mörk í sam­skipt­um. En stærsta verk­efni okkar er að kenna fólki að virða mörk ann­arra. Skila­boðin þurfa að vera skýr. Þegar fólk beitir ofbeldi þá eru við­ur­lög og afleið­ing­ar. Og þegar fólk fer yfir mörk ann­arra þá þarf það að fá skila­boð um að það sé ekki ásætt­an­legt.

Að virða mörk í sam­skiptum er risa­stórt mál­efni sem við öll þurfum að ræða, skilja, læra og kenna. Ég vona að núver­andi umræða um ofbeldi og áreitni verði til þess að við eigum auð­veld­ara með að tala um ofbeldi og mörk og mark­ar­leysi í sam­skipt­um. Fyrsta skrefið er að taka málið á dag­skrá og hlusta á reynslu fólks. Síðan þurfum við að læra, skilja og átta okkur á því að ofbeldi er alls kon­ar. Að lokum þurfum við að hafa vilj­ann til að breyta og leggja okkar að mörkum til þess. Þetta mál­efni kemur okkur öllum við.

Höf­undur er félags­ráð­gjafi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar