Að opna umræðu um ofbeldi, áreitni og einelti – og mörk í samskiptum

Guðný Hildur Magnúsdóttir vonast til að núverandi umræða um ofbeldi og áreitni verði til þess að við eigum auðveldara með að tala um ofbeldi og mörk og markarleysi í samskiptum.

Auglýsing

Með því að opna umræðu um ofbeldi, áreitni og ein­elti þá höfum við tæki­færi til þess að læra, skilja og breyta sam­fé­lag­inu til hins betra. Nú hefur opn­ast gluggi í umræð­unni sem við þurfum að nýta okk­ur.

Ofbeldi, áreitni og ein­elti snýst í grunn­inn um það að ein­hver er ekki að virða mörk ann­arra. Auð­vitað getur ofbeldi og áreitni verið mjög mis­mun­andi gróft og mis­mun­andi ásetn­ingur þar að baki. Allt frá lít­ils­virð­andi athuga­semdum yfir í nauðg­anir eða umsát­ursein­elti. Og birt­ing­ar­mynd­irnar geta verið alls kon­ar. Sam­starfs­mað­ur­inn sem grefur undan vinnu­fé­lag­anum með baktali eða lít­ils­virð­andi athuga­semd­um. Kærast­inn sem suðar og beitir þrýst­ingi þar til hann fær já. Yfir­mað­ur­inn sem kemst upp með að koma illa fram við und­ir­menn sína í krafti valda­stöðu sinn­ar. Fjöl­skyldu­með­lim­ur­inn sem hótar að svipta sig lífi ef hann fær ekki sitt í gegn. Fyrr­ver­andi mak­inn sem er orð­inn umsát­ursein­elt­is­hrell­ir. Nauð­gar­inn sem nýtir sér áfeng­is­dauða þol­and­ans. Mann­eskjan sem notar lík­am­lega yfir­burði sína til að beita kyn­ferð­is­legu eða lík­am­legu ofbeldi.

Þau sem beita ofbeldi eða virða ekki mörk ann­arra er fólk af marg­vís­legu tagi. Sum hafa upp­hafnar hug­myndir um eigið ágæti, önnur búa við innri van­mátt og van­líð­an. Sum upp­lifa að þau séu sjálf beitt órétti og önnur geta ekki tek­ist á við neitun eða höfn­un. Margt getur komið til. Má þar nefna per­sónu­leik­arask­anir (s.s. nar­sísísk-, borderline-, eða and­fé­lags­lega per­sónu­leika­rösk­un), ofbeldi, van­ræksla eða ofdekur í æsku, áfalla­saga, mis­notkun áfeng­is, lyfja eða fíkni­efna og tauga­þroskarask­anir (s.s. ADHD). Oft­ast þarf fleira en eitt af þessu að koma til. Sér­stak­lega þegar um gróft ofbeldi er um að ræða. Við þetta bæt­ist svo við­horf og gildi sam­fé­lags­ins á hverjum tíma og við­horf í nán­asta umhverfi ger­and­ans. Ofbeldi snýst líka um valda­ó­jafn­vægi. Ger­andi ofbeldis kemst upp með það í krafti valds, hvort sem það er tengt stöðu, áhrif­um, sann­fær­ing­ar­krafti eða lík­am­legum yfir­burð­um.

Auglýsing

Það sem við getum gert sem sam­fé­lag er að opna umræðu um ofbeldi og mörk í sam­skipt­um. Koma okkur saman um hvað er eðli­legt, heil­brigt og ásætt­an­legt í sam­skiptum fólks. Við þurfum að standa alltaf með þolendum ofbeld­is. Ofbeldi og yfir­gangur í sam­skiptum er aldrei í lagi. Við þurfum að styðja og styrkja fólk í því að setja mörk í sam­skipt­um. En stærsta verk­efni okkar er að kenna fólki að virða mörk ann­arra. Skila­boðin þurfa að vera skýr. Þegar fólk beitir ofbeldi þá eru við­ur­lög og afleið­ing­ar. Og þegar fólk fer yfir mörk ann­arra þá þarf það að fá skila­boð um að það sé ekki ásætt­an­legt.

Að virða mörk í sam­skiptum er risa­stórt mál­efni sem við öll þurfum að ræða, skilja, læra og kenna. Ég vona að núver­andi umræða um ofbeldi og áreitni verði til þess að við eigum auð­veld­ara með að tala um ofbeldi og mörk og mark­ar­leysi í sam­skipt­um. Fyrsta skrefið er að taka málið á dag­skrá og hlusta á reynslu fólks. Síðan þurfum við að læra, skilja og átta okkur á því að ofbeldi er alls kon­ar. Að lokum þurfum við að hafa vilj­ann til að breyta og leggja okkar að mörkum til þess. Þetta mál­efni kemur okkur öllum við.

Höf­undur er félags­ráð­gjafi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Guðbjörg Matthíasdóttir, er stærsti einstaki eigandi Þórsmerkur og Árvakurs ásamt börnum sínum. Hún settist í stjórn félaganna fyrir skemmstu.
Prentsmiðjan og skuldir Árvakurs við hana færðar úr útgáfufélagi Morgunblaðsins
Í lok september var ákveðið að færa prentsmiðjuna Landsprent út úr Árvakri og til móðurfélagsins Þórsmerkur. Með fylgdu skuldir Árvakurs við tengdan aðila, Landsprent, upp á 721 milljón króna. Hlutafé í móðurfélaginu var aukið um 400 milljónir króna.
Kjarninn 9. desember 2022
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómetri á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Tölvuteikning Landsvirkjunar af Hvammsvirkjun. Stíflan er efst á myndinni, þá Viðey, frárennslisskurður til hægri og Ölmóðsey. Landsvirkjun á að tryggja 10 m3/s rennsli neðan stíflu.
Orkustofnun gefur Hvammsvirkjun grænt ljós
Hvammsvirkjun verður sjöunda virkjun Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu en sú fyrsta sem reist verður í byggð. Orkustofnun setur skilyrði um vatnsmagn neðan stíflu og seiðafleytur fyrir laxfiska í nýútgefnu virkjunarleyfi.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar