Gungur

Úlfar Þormóðsson skrifar um þá sem verja aðferðir Samherja en neita að fjalla um hin meintu brot fyrirtækisins.

Auglýsing

Alþjóð­legt brask Sam­herja er sjóð­heitt umræðu­efni í blöð­um, á ljós­vaka og manna í milli. Inn í hana bland­ast svindl ann­arra útgerð­ar­fé­laga á sjó­mönn­um; einkum þeirra kompanía sem eiga fisk­vinnslu. Í umræð­unni hallar mjög á útgerð­ina. Þeir sem tekið hafa til varn­ar eru Sam­herji sjálf­ur, Morg­un­blað­ið, sem er í dul­inni eigu Sam­herja og opin­berri eign ann­arra stór­út­gerð­ar­fyr­ir­tækja, og loks Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­rit­stjóri Mogg­ans og dóms­mála­ráð­herra. Sam­herji verst með per­són­u­árásum­ og fals­fréttum af margri gerð, Mogg­inn og Björn með­ stór­yrð­u­m um þá sem segja fréttir af skúrk­un­um. Engin þess­ara varð­bergs­manna fjallar um hin meintu brot, svo sem skattsvik, mút­ur, pen­inga­þvætti eða falska vigt svo eitt­hvað sé nefnt.

Það sem gerir umræð­una enn sér­kenni­legri er, að eng­inn útgerð­ar­mað­ur, ekk­ert útgerð­ar­fé­lag, engin fisk­verk­un, engin sölu­sam­tök eða hags­muna­fé­lög útgerð­ar­innar taka til varnar fyrir Sam­herja.

Af hverju er það? Þarna eru þó ekki bara skræfur í fyr­ir­svari. Það vitum við, því svo oft hafa þeir tekið þátt í umræðu um þjóð­mál með orð­gnótt og af ­miklu­m ­þrótti. En ekki nú. Ekki um Sam­herja. Þó er æra þeirra und­ir, allra.

Auglýsing
Það er auð­velt að ímynda sér af hverju þetta er svona. Það verður þó ekki gert hér og nú. Til þess vantar orð frá sam­herjum Sam­herja. Kannski kemur það ekki, orð­ið. Ef til vill er ætl­unin að láta þögn­ina kæfa mál­ið, nota tím­ann til þess á meðan besti vinur stór­út­gerð­ar­innar situr brosmildur og dæs­inn í ráð­herra­stóli og klórar sér í aflit­uðu hári, mað­ur­inn sem getur kraf­ist allra þeirra svara sem þörf er á til þess að fá málið upp­lýst. 

Sér­kenni­leg er líka löng þögn hags­muna­að­ila í umræðan um Rúv og aug­lýs­inga­mark­að­inn. Til eru þeir sem vilja lim­lesta Rúv af ýmsum­ á­stæð­um. Bein­brotið á ma. að fara fram með því að banna útvarpi og sjón­varpi að birta aug­lýs­ing­ar, sem eru ca. 16% birtra aug­lýs­inga hér inn­an­lands. Þeir tala fyrir þessu á alþingi, sendi­sveinar Mogg­ans, Frétta­blaðs­ins, Stöðvar 2 og Hring­braut­ar; óla­birnir þings­ins. Á meðan þeir rausa hirða „... er­lendar efn­isveit­ur, sem borga ekki krónu í skatta á Íslandi ... stóra sneið af aug­lýs­inga­tekjum frá inn­lendum frétta­miðlum ... " segir Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans rétti­lega í ágætum leið­ara síns mið­ils í dag (10.05.´21).

Þetta, sem þarna um ræð­ir, eru rúm­lega 40% af öllum aug­lýs­ingum í fjöl­miðlum á land­inu. En óla­björn­unum dettur ekki til hugar að leggja fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu, eða að breyta lög­um, til að ná í rétt­mætan skatt af þessum aug­lýs­ing­um. Það fé mætti nota til þess að styrkja ­stöðu þeirra fjöl­miðla sem eru trausts­ins verð­ir. Og þess vegna er eðli­legt að spyrja, af hverju þeir, hinir þing­menn­irn­ir, sem sitja undir gaspri óla­bjarna í þingsal, impri ekki á þessu í stað þess að þegja eða dæsa frá sér and­leysu. 

Í þess­ari umræðu er líka þög­ult lið sem vert er að lýsa eft­ir; aug­lýs­inga­stof­ur. Hafa þær enga skoðun á því ef loka á öfl­ug­asta aug­lýs­inga­miðli lands­ins? Hvað ætla þær að segja við sína við­skipta­menn? Og hvert ætl­a þær að beina aug­lýs­ing­un­um? Hafa þeir enga skoð­un á þessu, per-­menn­irn­ir; atvinnu­menn í aug­lýs­inga­mennsku? Eru ein­hverjir leyndir hags­munir þarna á sveimi. Eða eru þeir bara gung­ur, aug­lýs­inga­menn­irn­ir?

Höf­undur er rit­höf­und­ur. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar