Gungur

Úlfar Þormóðsson skrifar um þá sem verja aðferðir Samherja en neita að fjalla um hin meintu brot fyrirtækisins.

Auglýsing

Alþjóðlegt brask Samherja er sjóðheitt umræðuefni í blöðum, á ljósvaka og manna í milli. Inn í hana blandast svindl annarra útgerðarfélaga á sjómönnum; einkum þeirra kompanía sem eiga fiskvinnslu. Í umræðunni hallar mjög á útgerðina. Þeir sem tekið hafa til varnar eru Samherji sjálfur, Morgunblaðið, sem er í dulinni eigu Samherja og opinberri eign annarra stórútgerðarfyrirtækja, og loks Björn Bjarnason, fyrrverandi aðstoðarritstjóri Moggans og dómsmálaráðherra. Samherji verst með persónuárásum og falsfréttum af margri gerð, Mogginn og Björn með stóryrðum um þá sem segja fréttir af skúrkunum. Engin þessara varðbergsmanna fjallar um hin meintu brot, svo sem skattsvik, mútur, peningaþvætti eða falska vigt svo eitthvað sé nefnt.

Það sem gerir umræðuna enn sérkennilegri er, að enginn útgerðarmaður, ekkert útgerðarfélag, engin fiskverkun, engin sölusamtök eða hagsmunafélög útgerðarinnar taka til varnar fyrir Samherja.

Af hverju er það? Þarna eru þó ekki bara skræfur í fyrirsvari. Það vitum við, því svo oft hafa þeir tekið þátt í umræðu um þjóðmál með orðgnótt og af miklum þrótti. En ekki nú. Ekki um Samherja. Þó er æra þeirra undir, allra.

Auglýsing
Það er auðvelt að ímynda sér af hverju þetta er svona. Það verður þó ekki gert hér og nú. Til þess vantar orð frá samherjum Samherja. Kannski kemur það ekki, orðið. Ef til vill er ætlunin að láta þögnina kæfa málið, nota tímann til þess á meðan besti vinur stórútgerðarinnar situr brosmildur og dæsinn í ráðherrastóli og klórar sér í aflituðu hári, maðurinn sem getur krafist allra þeirra svara sem þörf er á til þess að fá málið upplýst. 

Sérkennileg er líka löng þögn hagsmunaaðila í umræðan um Rúv og auglýsingamarkaðinn. Til eru þeir sem vilja limlesta Rúv af ýmsum ástæðum. Beinbrotið á ma. að fara fram með því að banna útvarpi og sjónvarpi að birta auglýsingar, sem eru ca. 16% birtra auglýsinga hér innanlands. Þeir tala fyrir þessu á alþingi, sendisveinar Moggans, Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Hringbrautar; ólabirnir þingsins. Á meðan þeir rausa hirða „... erlendar efnisveitur, sem borga ekki krónu í skatta á Íslandi ... stóra sneið af auglýsingatekjum frá innlendum fréttamiðlum ... " segir Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans réttilega í ágætum leiðara síns miðils í dag (10.05.´21).

Þetta, sem þarna um ræðir, eru rúmlega 40% af öllum auglýsingum í fjölmiðlum á landinu. En ólabjörnunum dettur ekki til hugar að leggja fram þingsályktunartillögu, eða að breyta lögum, til að ná í réttmætan skatt af þessum auglýsingum. Það fé mætti nota til þess að styrkja stöðu þeirra fjölmiðla sem eru traustsins verðir. Og þess vegna er eðlilegt að spyrja, af hverju þeir, hinir þingmennirnir, sem sitja undir gaspri ólabjarna í þingsal, impri ekki á þessu í stað þess að þegja eða dæsa frá sér andleysu. 

Í þessari umræðu er líka þögult lið sem vert er að lýsa eftir; auglýsingastofur. Hafa þær enga skoðun á því ef loka á öflugasta auglýsingamiðli landsins? Hvað ætla þær að segja við sína viðskiptamenn? Og hvert ætla þær að beina auglýsingunum? Hafa þeir enga skoðun á þessu, per-mennirnir; atvinnumenn í auglýsingamennsku? Eru einhverjir leyndir hagsmunir þarna á sveimi. Eða eru þeir bara gungur, auglýsingamennirnir?

Höfundur er rithöfundur. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar