Gungur

Úlfar Þormóðsson skrifar um þá sem verja aðferðir Samherja en neita að fjalla um hin meintu brot fyrirtækisins.

Auglýsing

Alþjóðlegt brask Samherja er sjóðheitt umræðuefni í blöðum, á ljósvaka og manna í milli. Inn í hana blandast svindl annarra útgerðarfélaga á sjómönnum; einkum þeirra kompanía sem eiga fiskvinnslu. Í umræðunni hallar mjög á útgerðina. Þeir sem tekið hafa til varnar eru Samherji sjálfur, Morgunblaðið, sem er í dulinni eigu Samherja og opinberri eign annarra stórútgerðarfyrirtækja, og loks Björn Bjarnason, fyrrverandi aðstoðarritstjóri Moggans og dómsmálaráðherra. Samherji verst með persónuárásum og falsfréttum af margri gerð, Mogginn og Björn með stóryrðum um þá sem segja fréttir af skúrkunum. Engin þessara varðbergsmanna fjallar um hin meintu brot, svo sem skattsvik, mútur, peningaþvætti eða falska vigt svo eitthvað sé nefnt.

Það sem gerir umræðuna enn sérkennilegri er, að enginn útgerðarmaður, ekkert útgerðarfélag, engin fiskverkun, engin sölusamtök eða hagsmunafélög útgerðarinnar taka til varnar fyrir Samherja.

Af hverju er það? Þarna eru þó ekki bara skræfur í fyrirsvari. Það vitum við, því svo oft hafa þeir tekið þátt í umræðu um þjóðmál með orðgnótt og af miklum þrótti. En ekki nú. Ekki um Samherja. Þó er æra þeirra undir, allra.

Auglýsing
Það er auðvelt að ímynda sér af hverju þetta er svona. Það verður þó ekki gert hér og nú. Til þess vantar orð frá samherjum Samherja. Kannski kemur það ekki, orðið. Ef til vill er ætlunin að láta þögnina kæfa málið, nota tímann til þess á meðan besti vinur stórútgerðarinnar situr brosmildur og dæsinn í ráðherrastóli og klórar sér í aflituðu hári, maðurinn sem getur krafist allra þeirra svara sem þörf er á til þess að fá málið upplýst. 

Sérkennileg er líka löng þögn hagsmunaaðila í umræðan um Rúv og auglýsingamarkaðinn. Til eru þeir sem vilja limlesta Rúv af ýmsum ástæðum. Beinbrotið á ma. að fara fram með því að banna útvarpi og sjónvarpi að birta auglýsingar, sem eru ca. 16% birtra auglýsinga hér innanlands. Þeir tala fyrir þessu á alþingi, sendisveinar Moggans, Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Hringbrautar; ólabirnir þingsins. Á meðan þeir rausa hirða „... erlendar efnisveitur, sem borga ekki krónu í skatta á Íslandi ... stóra sneið af auglýsingatekjum frá innlendum fréttamiðlum ... " segir Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans réttilega í ágætum leiðara síns miðils í dag (10.05.´21).

Þetta, sem þarna um ræðir, eru rúmlega 40% af öllum auglýsingum í fjölmiðlum á landinu. En ólabjörnunum dettur ekki til hugar að leggja fram þingsályktunartillögu, eða að breyta lögum, til að ná í réttmætan skatt af þessum auglýsingum. Það fé mætti nota til þess að styrkja stöðu þeirra fjölmiðla sem eru traustsins verðir. Og þess vegna er eðlilegt að spyrja, af hverju þeir, hinir þingmennirnir, sem sitja undir gaspri ólabjarna í þingsal, impri ekki á þessu í stað þess að þegja eða dæsa frá sér andleysu. 

Í þessari umræðu er líka þögult lið sem vert er að lýsa eftir; auglýsingastofur. Hafa þær enga skoðun á því ef loka á öflugasta auglýsingamiðli landsins? Hvað ætla þær að segja við sína viðskiptamenn? Og hvert ætla þær að beina auglýsingunum? Hafa þeir enga skoðun á þessu, per-mennirnir; atvinnumenn í auglýsingamennsku? Eru einhverjir leyndir hagsmunir þarna á sveimi. Eða eru þeir bara gungur, auglýsingamennirnir?

Höfundur er rithöfundur. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Radíó Efling
Radíó Efling
Radíó Efling – Heimsmet í skerðingum
Kjarninn 25. júní 2021
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar