Kynbundið ofbeldi, skrímslavæðing, þjóðsögur og sagnir

Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar um kynferðisofbeldi í íslenskum þjóðsögnum í ljósi umræðunnar síðustu daga.

Auglýsing

Önnur bylgja er hafin af #metoo og átakanlegum frásögnum kvenna af því ofbeldi sem þær hafa upplifað rignir inn á samfélagsmiðla. Eftir síðustu bylgju er ekki laust við vonbrigði yfir því að við séum ekki komin lengra með bráðnauðsynlega hugarfarsbreytingu. Viðhorfin sem þarf að uppræta eru gömul og rótgróin í samfélaginu. 

Í íslenskum þjóðsögum er allt morandi í sögnum sem segja á einn eða annan hátt frá ofbeldi. Aðeins erfiðara er að finna sagnir sem snúa að kynbundnu ofbeldi, heimilis- og kynferðisofbeldi, þó þær séu vissulega til staðar. Þjóðsögunum sem finnast í íslenskum þjóðsagnasöfnum var að stórum hluta safnað á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Þeim var langflestum safnað af körlum, fyrir utan hið stórmerkilega safn Torfhildar Þ. Hólm, og líka gefnar út af körlum. Þjóðsögur eru auðvitað ekki sagnfræðilegar heimildir, en í þeim má finna vísbendingar um heimsmynd og gildi samfélagsins sem þær tilheyrðu. Það er óhugnanlegt að lesa sagnirnar sem innihalda heimilis- og kynferðisofbeldi, en þær eru í eðli sínu ólíkar, þar sem heimilisofbeldið er oftast samþykkt og viðurkennd leið fyrir karla til að ala upp óþekkar eiginkonur sínar eða dætur. Hér langar mig aðeins að beina sjónum mínum að kynferðisofbeldi í þjóðsögum.

Kynferðisofbeldi í þjóðsögum

„Það var einu sinni ríkur bóndi á kirkjustað sem var með margt vinnufólk meðal hvurra var einn vinnumaður sem hafði hug á einni vinnukonunni og vildi fá hana, en hún vildi hann ekki. Þá leitaði hann upp á annan máta við hana að fá að sofa hjá henni, en hún neitaði því þverlega. Þá lofaði hann að hann skyldi komast yfir hana dauður fyrst hann fengi það ekki lifandi.“

Auglýsing
Í sögninni, sem er í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar, deyr svo vinnumaður stuttu seinna. Hann stendur við hótanir sínar og eina nóttina kemur hann til baka sem draugur og nauðgar vinnukonunni meðan hún sefur. Bóndi rekst svo á drauginn þegar hann er á leið aftur í gröfina eftir að hafa „náð fram vilja sínum“. Bóndinn spyr drauginn hvort heimsókn hans muni hafa einhverjar afleiðingar og draugurinn svarar að konan verði ófrísk og barnið verði illgjarnt og hættulegt. Það er ljóst að ofbeldið gagnvart konunni er ekki séð sem áhyggjuefni eitt og sér. 

Þessi saga er til í mörgum útgáfum. Það er augljóst af þeim (og raunar fleiri gerðum þjóðsagna) að konur hafa yfirleitt ekkert vald til þess að segja nei. Þegar þær gera það, hefnist þeim fyrir. Þær eru neyddar í hjónaband, drepnar eða þeim nauðgað. Sagnir þar sem draugar nauðga konum fjalla samt yfirleitt alls ekki um ofbeldi, það er aukaatriði í sögunni og konurnar leika í raun aukahlutverk líka. Þetta eru í grunninn hetjusögur um bændur og presta sem bjarga málunum þegar þeir bjarga sveitinni löngu seinna frá barni draugsins. 

Undantekning er á þessu í sögn af þessari gerð í safninu hennar Torfhildar Hólm, en þar segir frá eldri konu sem kemur á bæ og hittir unga konu sem er mjög niðurdregin. Unga konan treystir þeirri eldri fyrir því að maður sem hafði hótað að komast yfir hana þegar hann væri dauður hefði svipt sig lífi og nú óttaðist hún að hann myndi koma. Eldri konan segir henni að hafa ekki áhyggjur og sefur svo fyrir framan rúm þeirrar yngri. Þegar draugurinn kemur hrekur hún hann í burt vopnuð hnífi. Kona bjargar konu frá ofbeldi. 

Það er líka mikilvægt að nefna að flestar sagnir af kynbundnu ofbeldi segja frá bænda- og prestsdætrum sem beittar eru ofbeldi, en ekki vinnukonum. Stétt og samfélagsstaða er því eitthvað sem þarf líka alltaf að hafa í huga þegar ofbeldi er skoðað. Sögur sem segja frá brotum gegn konum af hærri stéttum hafa frekar þótt í frásögur færandi.

Skrímslavæðingin

Það sem er áhugavert í samhengi við umræðuna núna, er að í þjóðsögunum er yfirleitt ekki fjallað um „venjulega menn“ sem nauðga konum eða beita þær kynferðisofbeldi. Gerendurnir eru yfirleitt yfirnáttúrulegir. Einhverjir sem koma að utan, en ekki menn sem búa á bænum eða í samfélaginu. Ég veit ekki hvort að skrímslavæðingin gæti verið bókstaflegri.

Auðvitað fjalla þjóðsögurnar oft um yfirnáttúruleg efni, en eins og þjóðfræðingar hafa bent á eru yfirnáttúruleg fyrirbæri í sögnum oft notuð til að ræða um átök og áföll til að gera þau auðveldari að glíma við. Þetta gæti svo sannarlega átt við í viðkvæmu efni eins og kynferðislegu ofbeldi. Að tala um yfirnáttúrulega menn sem nauðgara er leið til að tala um raunveruleg áhyggjuefni án þess að þurfa að nefna ofbeldismanninn. Eins og við vitum er það ekki auðvelt. Ofbeldið í sögnunum fer fram á heimili kvennanna, meðan þær sofa. Þær eru aldrei öruggar. Þrátt fyrir það gera þessar sagnir lítið úr ofbeldinu. Sagnirnar gætu samt hafa undirstrikað fyrir konum að þær væru ekki einar um reynslu sína og ótta og gefið þeim tækifæri til að ræða erfið málefni.

Það er mikilvægt að skoða gamalt efni, eins og þjóðsögurnar, út frá nýjum hugmyndum. Það gæti varpað einhverju ljósi á hversu ótrúlega rótgrónar hugmyndir og viðhorf, til að mynda um hlutverk og stöðu kynjanna og ofbeldi, geta verið. Það þýðir að það erfitt að breyta þeim, en það er engu að síður hægt. Það eru ekki bara ókunnugir, draugar og skrímsli, sem nauðga konum. 

Við verðum að gera betur. Konur eiga bæði fullan rétt á að segja nei og segja frá. Við verðum að hlusta á þolendur ofbeldis og trúa þeim.  

Höfundur er doktorsnemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar