Kynbundið ofbeldi, skrímslavæðing, þjóðsögur og sagnir

Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar um kynferðisofbeldi í íslenskum þjóðsögnum í ljósi umræðunnar síðustu daga.

Auglýsing

Önnur bylgja er hafin af #metoo og átak­an­legum frá­sögnum kvenna af því ofbeldi sem þær hafa upp­lifað rignir inn á sam­fé­lags­miðla. Eftir síð­ustu bylgju er ekki laust við von­brigði yfir því að við séum ekki komin lengra með bráð­nauð­syn­lega hug­ar­fars­breyt­ingu. Við­horfin sem þarf að upp­ræta eru gömul og rót­gróin í sam­fé­lag­in­u. 

Í íslenskum þjóð­sögum er allt mor­andi í sögnum sem segja á einn eða annan hátt frá ofbeldi. Aðeins erf­ið­ara er að finna sagnir sem snúa að kyn­bundnu ofbeldi, heim­il­is- og kyn­ferð­is­of­beldi, þó þær séu vissu­lega til stað­ar. Þjóð­sög­unum sem finn­ast í íslenskum þjóð­sagna­söfnum var að stórum hluta safnað á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. ald­ar. Þeim var lang­flestum safnað af körlum, fyrir utan hið stór­merki­lega safn Torf­hildar Þ. Hólm, og líka gefnar út af körl­um. Þjóð­sögur eru auð­vitað ekki sagn­fræði­legar heim­ild­ir, en í þeim má finna vís­bend­ingar um heims­mynd og gildi sam­fé­lags­ins sem þær til­heyrðu. Það er óhugn­an­legt að lesa sagn­irnar sem inni­halda heim­il­is- og kyn­ferð­is­of­beldi, en þær eru í eðli sínu ólík­ar, þar sem heim­il­is­of­beldið er oft­ast sam­þykkt og við­ur­kennd leið fyrir karla til að ala upp óþekkar eig­in­konur sínar eða dæt­ur. Hér langar mig aðeins að beina sjónum mínum að kyn­ferðisof­beldi í þjóð­sög­um.

Kyn­ferð­is­of­beldi í þjóð­sögum

„Það var einu sinni ríkur bóndi á kirkju­stað sem var með margt vinnu­fólk meðal hvurra var einn vinnu­maður sem hafði hug á einni vinnu­kon­unni og vildi fá hana, en hún vildi hann ekki. Þá leit­aði hann upp á annan máta við hana að fá að sofa hjá henni, en hún neit­aði því þver­lega. Þá lof­aði hann að hann skyldi kom­ast yfir hana dauður fyrst hann fengi það ekki lif­and­i.“

Auglýsing
Í sögn­inni, sem er í þjóð­sagna­safni Jóns Árna­son­ar, deyr svo vinnu­maður stuttu seinna. Hann stendur við hót­anir sínar og eina nótt­ina kemur hann til baka sem draugur og nauðgar vinnu­kon­unni meðan hún sef­ur. Bóndi rekst svo á draug­inn þegar hann er á leið aftur í gröf­ina eftir að hafa „náð fram vilja sín­um“. Bónd­inn spyr draug­inn hvort heim­sókn hans muni hafa ein­hverjar afleið­ingar og draug­ur­inn svarar að konan verði ófrísk og barnið verði ill­gjarnt og hættu­legt. Það er ljóst að ofbeldið gagn­vart kon­unni er ekki séð sem áhyggju­efni eitt og sér. 

Þessi saga er til í mörgum útgáf­um. Það er aug­ljóst af þeim (og raunar fleiri gerðum þjóð­sagna) að konur hafa yfir­leitt ekk­ert vald til þess að segja nei. Þegar þær gera það, hefn­ist þeim fyr­ir. Þær eru neyddar í hjóna­band, drepnar eða þeim nauðg­að. Sagnir þar sem draugar nauðga konum fjalla samt yfir­leitt alls ekki um ofbeldi, það er auka­at­riði í sög­unni og kon­urnar leika í raun auka­hlut­verk líka. Þetta eru í grunn­inn hetju­sögur um bændur og presta sem bjarga mál­unum þegar þeir bjarga sveit­inni löngu seinna frá barni draugs­ins. 

Und­an­tekn­ing er á þessu í sögn af þess­ari gerð í safn­inu hennar Torf­hildar Hólm, en þar segir frá eldri konu sem kemur á bæ og hittir unga konu sem er mjög nið­ur­dreg­in. Unga konan treystir þeirri eldri fyrir því að maður sem hafði hótað að kom­ast yfir hana þegar hann væri dauður hefði svipt sig lífi og nú ótt­að­ist hún að hann myndi koma. Eldri konan segir henni að hafa ekki áhyggjur og sefur svo fyrir framan rúm þeirrar yngri. Þegar draug­ur­inn kemur hrekur hún hann í burt vopnuð hnífi. Kona bjargar konu frá ofbeld­i. 

Það er líka mik­il­vægt að nefna að flestar sagnir af kyn­bundnu ofbeldi segja frá bænda- og prests­dætrum sem beittar eru ofbeldi, en ekki vinnu­kon­um. Stétt og sam­fé­lags­staða er því eitt­hvað sem þarf líka alltaf að hafa í huga þegar ofbeldi er skoð­að. Sögur sem segja frá brotum gegn konum af hærri stéttum hafa frekar þótt í frá­sögur fær­andi.

Skrímsla­væð­ingin

Það sem er áhuga­vert í sam­hengi við umræð­una núna, er að í þjóð­sög­unum er yfir­leitt ekki fjallað um „venju­lega menn“ sem nauðga konum eða beita þær kyn­ferð­is­of­beldi. Ger­end­urnir eru yfir­leitt yfir­nátt­úru­leg­ir. Ein­hverjir sem koma að utan, en ekki menn sem búa á bænum eða í sam­fé­lag­inu. Ég veit ekki hvort að skrímsla­væð­ingin gæti verið bók­staf­legri.

Auð­vitað fjalla þjóð­sög­urnar oft um yfir­nátt­úru­leg efni, en eins og þjóð­fræð­ingar hafa bent á eru yfir­nátt­úru­leg fyr­ir­bæri í sögnum oft notuð til að ræða um átök og áföll til að gera þau auð­veld­ari að glíma við. Þetta gæti svo sann­ar­lega átt við í við­kvæmu efni eins og kyn­ferð­is­legu ofbeldi. Að tala um yfir­nátt­úru­lega menn sem nauð­gara er leið til að tala um raun­veru­leg áhyggju­efni án þess að þurfa að nefna ofbeld­is­mann­inn. Eins og við vitum er það ekki auð­velt. Ofbeldið í sögn­unum fer fram á heim­ili kvenn­anna, meðan þær sofa. Þær eru aldrei örugg­ar. Þrátt fyrir það gera þessar sagnir lítið úr ofbeld­inu. Sagn­irnar gætu samt hafa und­ir­strikað fyrir konum að þær væru ekki einar um reynslu sína og ótta og gefið þeim tæki­færi til að ræða erfið mál­efni.

Það er mik­il­vægt að skoða gam­alt efni, eins og þjóð­sög­urn­ar, út frá nýjum hug­mynd­um. Það gæti varpað ein­hverju ljósi á hversu ótrú­lega rót­grónar hug­myndir og við­horf, til að mynda um hlut­verk og stöðu kynj­anna og ofbeldi, geta ver­ið. Það þýðir að það erfitt að breyta þeim, en það er engu að síður hægt. Það eru ekki bara ókunn­ugir, draugar og skrímsli, sem nauðga kon­um. 

Við verðum að gera bet­ur. Konur eiga bæði fullan rétt á að segja nei og segja frá. Við verðum að hlusta á þolendur ofbeldis og trúa þeim.  

Höf­undur er dokt­or­snemi í þjóð­fræði við Háskóla Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar