Okkar val að ákveða hvernig við yfirgefum þessa jarðvist

Sylviane Lecoultre skrifar um dánaraðstoð.

Auglýsing

Á Spotify má finna við­töl um dauð­ann sem Matth­ías Tryggvi Har­alds­son, spyrill þátt­anna og leik­skáld, gerði en um var að ræða rann­sókn­ar­verk­efni fyrir Borg­ar­leik­húsið þar sem Matth­ías Tryggvi starfar. Við­töl­in, sem eru í fjórum þátt­um, voru birt á Rás 1 á tíma­bil­inu 30. mars til 5. apríl 2021. Í fjórða þætti ræðir Matth­ías við yfir­lækni líkn­ar­deildar Land­spít­al­ans, Val­gerði Sig­urð­ar­dótt­ur, um starf­semi líkn­ar­deildar og dauð­ann.

Í við­tal­inu heldur yfir­læknir líkn­ar­deildar m.a. fram að þeir sem biðji um dán­ar­að­stoð séu frekar karlar en kon­ur, oft á miðjum aldri, sem geti síður hugsað sér að missa stjórn­ar­taumana og sætti sig síður við hlut­skipti sjúk­lings­ins. Þeir geti ekki hugsað sér að vera háðir öðrum eða skammist sín jafn­vel fyrir veik­indi sín.

Auglýsing
Þessar full­yrð­ingar eiga ekki við rök að styðj­ast og lýsa frekar per­sónu­legum skoð­unum yfir­lækn­is­ins en stað­reynd­um, líkt og Ingrid Kuhlman, for­maður Lífs­virð­ing­ar, fór yfir í góðri grein sem birt­ist í Kjarn­anum 21. apríl sl. undir heit­inu „Þessi fræga dán­ar­að­stoð...“. Þar að auki mætti velta fyrir sér, ef um væri að ræða karl­menn í ákveðnum ald­urs­hópi, hvert væri vanda­málið við það? Eiga ekki karl­menn á miðjum aldri jafn mik­inn rétt á að biðja um dán­ar­að­stoð af ofan­greindum ástæðum en aðr­ir?

Með­vituð og yfir­veguð ákvörðun

Ég þekki per­sónu­lega þrjá ein­stak­linga sem tóku þá ákvörðun að biðja um dán­ar­að­stoð, eig­in­mann minn (60 ára), föður minn (94 ára) og vin­konu á 65 ára aldri. Þessir ein­stak­lingar voru mis­mun­andi per­sónu­leik­ar, höfðu ólíkar lífs­sögur og komu úr ólíku umhverfi. Öll tóku þau þessa ákvörðun af auð­mýkt, sjálf­viljug og að vel ígrund­uðu máli. Þau reyndu að gefa líf­inu og veik­indum sínum tæki­færi og töl­uðu opin­skátt við fjöl­skyldu sína. Þegar þau töldu að lífs­gæðin sem biðu þeirra síð­ustu mán­uð­ina væru óásætt­an­leg völdu þau að kveðja með með­vit­und frekar en að láta lífið fjara út hægt og án með­vit­undar eins og ger­ist þegar lífsloka­með­ferð er veitt. Nýlega horfði ég svo upp á tvær konur deyja í mor­fín­vímu. Sam­an­burð­ur­inn á þessum tveimur leiðum var að mínu mati slá­andi.

Þetta snýst um mann­úð­legt val

Ég veit hvor leiðin mér finnst betri per­sónu­lega en ég hef engan rétt á að fyr­ir­líta val ann­ara. Val ann­arra er mér óvið­kom­andi, ég hef engan rétt á að dæma fólk sem velur aðra leið en ég myndi sjálf kjósa. Það er grund­vall­ar­réttur og hluti mann­rétt­inda að fá að ráða hvenær og hvernig við yfir­gefum þessa jarð­vist. Ef full­orð­inn og sjálf­ráða ein­stak­lingur ræður ekki sjálfur eigin dauð­daga, hver á þá að ráða? Stjórn­völd? Trú­ar­leg yfir­völd? Aðstand­end­ur? Heil­brigð­is­starfs­fólk? Með því að leyfa dán­ar­að­stoð tökum við ekk­ert frá þeim sem eru and­víg henni. Þeir sem setja sig upp á móti dán­ar­að­stoð taka hins vegar frá okkur rétt­inn á að fá að deyja á þann hátt sem við viljum og í því umhverfi sem við vilj­um. Dán­ar­að­stoð felur í sér virð­ingu og umhyggju fyrir mann­eskj­unni, vel­ferð henn­ar, vali og sjálf­ræði.

Höf­undur þess­arar greinar er stjórn­ar­maður í Lífs­virð­ingu, félagi um dán­ar­að­stoð. Hún hefur frá tví­tugs­aldri starfað við ýmsa sjúkra­hús­þjón­ustu. Hún er eig­in­kona, dóttir og vin­kona þriggja ein­stak­linga sem fengu dán­ar­að­stoð. Hún er einnig dóttir og tengda­dóttir tveggja kvenna sem dóu í mor­fín­móki á sjúkra­húsi eftir að hafa glímt við erfið veik­indi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar