Okkar val að ákveða hvernig við yfirgefum þessa jarðvist

Sylviane Lecoultre skrifar um dánaraðstoð.

Auglýsing

Á Spotify má finna við­töl um dauð­ann sem Matth­ías Tryggvi Har­alds­son, spyrill þátt­anna og leik­skáld, gerði en um var að ræða rann­sókn­ar­verk­efni fyrir Borg­ar­leik­húsið þar sem Matth­ías Tryggvi starfar. Við­töl­in, sem eru í fjórum þátt­um, voru birt á Rás 1 á tíma­bil­inu 30. mars til 5. apríl 2021. Í fjórða þætti ræðir Matth­ías við yfir­lækni líkn­ar­deildar Land­spít­al­ans, Val­gerði Sig­urð­ar­dótt­ur, um starf­semi líkn­ar­deildar og dauð­ann.

Í við­tal­inu heldur yfir­læknir líkn­ar­deildar m.a. fram að þeir sem biðji um dán­ar­að­stoð séu frekar karlar en kon­ur, oft á miðjum aldri, sem geti síður hugsað sér að missa stjórn­ar­taumana og sætti sig síður við hlut­skipti sjúk­lings­ins. Þeir geti ekki hugsað sér að vera háðir öðrum eða skammist sín jafn­vel fyrir veik­indi sín.

Auglýsing
Þessar full­yrð­ingar eiga ekki við rök að styðj­ast og lýsa frekar per­sónu­legum skoð­unum yfir­lækn­is­ins en stað­reynd­um, líkt og Ingrid Kuhlman, for­maður Lífs­virð­ing­ar, fór yfir í góðri grein sem birt­ist í Kjarn­anum 21. apríl sl. undir heit­inu „Þessi fræga dán­ar­að­stoð...“. Þar að auki mætti velta fyrir sér, ef um væri að ræða karl­menn í ákveðnum ald­urs­hópi, hvert væri vanda­málið við það? Eiga ekki karl­menn á miðjum aldri jafn mik­inn rétt á að biðja um dán­ar­að­stoð af ofan­greindum ástæðum en aðr­ir?

Með­vituð og yfir­veguð ákvörðun

Ég þekki per­sónu­lega þrjá ein­stak­linga sem tóku þá ákvörðun að biðja um dán­ar­að­stoð, eig­in­mann minn (60 ára), föður minn (94 ára) og vin­konu á 65 ára aldri. Þessir ein­stak­lingar voru mis­mun­andi per­sónu­leik­ar, höfðu ólíkar lífs­sögur og komu úr ólíku umhverfi. Öll tóku þau þessa ákvörðun af auð­mýkt, sjálf­viljug og að vel ígrund­uðu máli. Þau reyndu að gefa líf­inu og veik­indum sínum tæki­færi og töl­uðu opin­skátt við fjöl­skyldu sína. Þegar þau töldu að lífs­gæðin sem biðu þeirra síð­ustu mán­uð­ina væru óásætt­an­leg völdu þau að kveðja með með­vit­und frekar en að láta lífið fjara út hægt og án með­vit­undar eins og ger­ist þegar lífsloka­með­ferð er veitt. Nýlega horfði ég svo upp á tvær konur deyja í mor­fín­vímu. Sam­an­burð­ur­inn á þessum tveimur leiðum var að mínu mati slá­andi.

Þetta snýst um mann­úð­legt val

Ég veit hvor leiðin mér finnst betri per­sónu­lega en ég hef engan rétt á að fyr­ir­líta val ann­ara. Val ann­arra er mér óvið­kom­andi, ég hef engan rétt á að dæma fólk sem velur aðra leið en ég myndi sjálf kjósa. Það er grund­vall­ar­réttur og hluti mann­rétt­inda að fá að ráða hvenær og hvernig við yfir­gefum þessa jarð­vist. Ef full­orð­inn og sjálf­ráða ein­stak­lingur ræður ekki sjálfur eigin dauð­daga, hver á þá að ráða? Stjórn­völd? Trú­ar­leg yfir­völd? Aðstand­end­ur? Heil­brigð­is­starfs­fólk? Með því að leyfa dán­ar­að­stoð tökum við ekk­ert frá þeim sem eru and­víg henni. Þeir sem setja sig upp á móti dán­ar­að­stoð taka hins vegar frá okkur rétt­inn á að fá að deyja á þann hátt sem við viljum og í því umhverfi sem við vilj­um. Dán­ar­að­stoð felur í sér virð­ingu og umhyggju fyrir mann­eskj­unni, vel­ferð henn­ar, vali og sjálf­ræði.

Höf­undur þess­arar greinar er stjórn­ar­maður í Lífs­virð­ingu, félagi um dán­ar­að­stoð. Hún hefur frá tví­tugs­aldri starfað við ýmsa sjúkra­hús­þjón­ustu. Hún er eig­in­kona, dóttir og vin­kona þriggja ein­stak­linga sem fengu dán­ar­að­stoð. Hún er einnig dóttir og tengda­dóttir tveggja kvenna sem dóu í mor­fín­móki á sjúkra­húsi eftir að hafa glímt við erfið veik­indi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var stödd í Kúrdistan þegar Jina Amini, kúrdísk 22 ára kona, lést í haldi lögreglu. Hún ákvað að vera um kyrrt og leggja byltingunni sem þar er hafin lið.
Vögguvísa úr barnæsku sannfærði Lenyu um að vera um kyrrt í Kúrdistan
Baráttusöngur mótmælenda í Íran er kúrdísk vögguvísa sem móðir Lenyu söng fyrir hana sem barn. Það er meðal ástæðna þess að hún ákvað að vera um kyrrt í Kúrdistan og leggja byltingunni lið sem þar er hafin eftir dauða Jina Amini.
Kjarninn 26. september 2022
Adnan Syed var tekið fagnandi þegar hann var leystur úr haldi á mánudag eftir nærri 23 ára fangelsisvist. SJálfur sagði hann ekki orð en brosti út í annað.
Spilaði sakamálahlaðvarp stórt hlutverk í lausn Syed?
Hann er stjarna vinsælasta sakamálahlaðvarps heimsins. En það þurfti meira til en „Serial“ til að leysa Adnan Syed úr haldi eftir 22 ára fangelsisvist.
Kjarninn 25. september 2022
Vilja klára síðustu plötu Eika Einars og koma öllum plötunum hans á Spotify
Síðasta plata tónlistarmannsins Eika Einars var tekin upp rétt áður en hann lést árið 2021. Hópur fólks sem tengdist Eika vill halda minningu hans á lofti, klára plötuna og koma öllum plötunum hans á Spotify. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.
Kjarninn 25. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar