Auglýsing

Það er ekki hægt að draga aðra ályktun en að þeim stjórn­mála­mönnum sem ráða í sam­fé­lag­inu okkar líki við þá stöðu sem er uppi á fjöl­miðla­mark­aði. Í á fimmta ár hafa þeir dinglað gul­rót um smá­vægi­lega styrki fyrir framan einka­rekna fjöl­miðla. Eina skiptið sem þeir hafa verið greiddir út var í fyrra þegar þeim var breytt í eins árs kór­ónu­veiru­styrk og fyr­ir­komu­lag þeirra haft þannig að meg­in­þorri upp­hæð­ar­innar fór til þriggja stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tækj­anna sem eru öll að glíma við sam­an­lagðan botn­lausan tap­rekstur á fjöl­miðla­ein­ingum sín­um. Pen­ing­arnir fara því ekki til að ráða nýtt fólk eða hækka laun þeirra sem eru fyr­ir, heldur í hít­ina. 

Í des­em­ber lagði Lilja D. Alfreðs­dóttir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, enn og aft­ur, fram styrkja­frum­varp sitt. Það er eina úrræðið sem lagt hefur verið fram í stjórn­ar­tíð hennar í ráðu­neyt­inu til að styrkja fjöl­miðlaum­hverf­ið, þótt að upp­haf­lega hafi það átt að vera ein af fjöl­mörgum aðgerðum sem áttu að virka sam­hang­andi til að laga umhverfið heild­rænt. Eitt og sér gerir styrkja­frum­varpið enda lít­ið. Það var ætlað fyrir litla og vax­andi miðla, ekki til að plástra ónýt rekstr­ar­módel stærstu einka­reknu fjöl­miðla­fyr­ir­tækja lands­ins.

Í frum­varpi Lilju var þó áfram haldið í það plást­ur­s-­fyr­ir­komu­lag sem sett var upp í fyrra þegar styrkja­kerf­inu var breytt í ein­skiptis kór­ónu­veiru­far­ald­urs­styrk: að Árvak­ur, Torg og Sýn áttu að fá þorra þess­arra pen­inga. 

Fyr­ir­sjá­an­leik­inn fjar­lægður

Það eina góða í frum­varp­inu, sem verður tekið til ann­arrar umræðu á Alþingi í dag, sem hélt sér var að það gaf þeim sem reka fjöl­miðla­fyr­ir­tæki fyr­ir­sjá­an­leika með nokk­urra ára gild­is­tíma. Nú, þegar frum­varpið hefur verið afgreitt úr nefnd eftir margra mán­aða svefn þar inni, hefur sá hluti verið fjar­lægður og það á ein­ungis að gilda til eins árs. Til­gang­ur­inn er aug­ljós­lega sá að halda fjöl­miðlum í spenni­treyju og end­ur­taka þennan þreytta leik aftur að ári. Henda brauð­mylsnu. Setja á svið leik­þætti um áhuga en láta síðan vilja hand­fylli þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks, sem skilja lítið um eðli fjöl­miðla heldur líta á þá sem valdatól, ráða nið­ur­stöð­unni.

Á meðan molnar undan alvöru fjöl­miðlun í land­inu, atgervis­flótt­inn heldur áfram, Ísland fellur á alþjóð­legum listum yfir fjöl­miðla­frelsi og geta frjálsra fjöl­miðla sem hafa almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi í umfjöllun sinni til að takast á við hags­muna­hópanna sem ráða öllu á Íslandi verður meiri brekka.

Hags­muna­að­il­arnir sem eiga dag­blöðin

Inn­koma Ásgeirs Jóns­sonar seðla­banka­stjóra inn í hags­muna­hópa­stríðið nýverið í eld­fimu við­tali þar sem hann sagði að Íslandi væri „að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hópum og það er meiri­háttar mál að lenda uppi á kant við þá“ fór ekki fram­hjá mörg­um. Og hefur verið rakin á þessum vett­vangi áður.

Gylfi Magn­ús­son, for­maður banka­ráðs Seðla­banka Íslands, fylgdi í kjöl­farið og sagði í Kast­ljós­við­tali: „Þetta er raun­veru­legt vanda­mál og við þurfum ekki að láta sér­hags­muna­öflin sigra alltaf, þó að það sé oft­ast til­hneig­ing til þess. Þau eru oft­ast ein­beitt­ari heldur en þeir sem eru að verja almennu hags­mun­ina. Og oft miklir fjár­munir undir sem menn geta lagt í að fá til dæmis ein­hverjar breyt­ingar á reglu­verki í gegn sem þjóna hags­munum eins hóps, en ekki hins breiða fjölda.“ 

Auglýsing
Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði, tjáði sig líka um þessa stöðu – bar­áttu þeirra sem vinna með almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi gegn þeim sem verja þrönga sér­hags­muni – í við­tali í Sprengisandi. Aðspurður hvort að veist væri per­sónu­lega að sér­fræð­ingum sem tjá sig um ákveðin mál sagði Gylfi: „Það er smá stríðs­kostn­að­ur.“ Sér­fræð­ingar hafi ákveðnum skyldum að gegna að rétta upp „rauð flögg“ telji þeir til­efni til. „Stríðs­kostn­að­ur­inn felist m.a. í því að fá „á sig bunur í dag­blöð­un­um,“ sagði Gylfi. „Þessir hags­muna­að­ilar eiga dag­blöð­in.“ 

Ein mik­il­væg­asta umsögn um styrkja­frum­varp fjöl­miðla sem komið hefur fram, og styður orð Gylfa Zoega, er sú sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið birti í byrjun árs í fyrra. Þar sagði að hafa yrði í huga að „eign­ar­hald stærri einka­rek­inna fjöl­miðla hefur í vax­andi mæli þró­ast á þann veg að eign­ar­haldið hefur færst á hendur fjár­sterkra aðila sem standa fyrir til­tekna skil­greinda hags­muni í íslensku atvinnu­lífi. Í sumum til­vikum blasir við að ráð­stöfun þess­ara aðila á fjár­munum í fjöl­miðla­rekstur hefur það meg­in­mark­mið að ljá hags­munum við­kom­andi aðila enn sterk­ari rödd og vinna þeim þannig frek­ari fram­gang. Við þessar aðstæður er mik­il­vægt að stjórn­völd hagi stuðn­ingi sínum við fjöl­miðla þannig að þeir aðilar eða hags­muna­öfl sem hafa úr minni fjár­munum að moða geti einnig komið sínum mál­stað á fram­færi.“

Þeir sem eru til­búnir að tapa millj­örðum fyrir tök á umræðu

Hvaða aðilar eru það sem Ásgeir, Gylfi, Gylfi og Sam­keppn­is­eft­ir­litið tala um? Jú, það eru meðal ann­ars útgerð­ar­fyr­ir­tækin sem eiga útgáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins að mestu með odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, og hafa borgað um 2,5 millj­arða króna hið minnsta vegna tap­rekst­urs félags­ins á síð­asta rúma ára­tug. Sam­hliða hefur lestur Morg­un­blaðs­ins helm­ing­ast.

Svo er um að ræða Helga Magn­ús­son, sem er stjórn­ar­for­maður Bláa lóns­ins, umsvifa­mik­ill fjár­festir og kom að stofnun Við­reisnar á sínum tíma. Hann eign­að­ist Torg, útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla, á árinu 2019. Helgi hefur mik­inn áhuga á að koma sínum tökum á umræð­una. 

Ekki áhersla á „áreið­an­legan og vand­aðan frétta­flutn­ing“

Það sást þegar nýr rit­stjóri var ráð­inn yfir Frétta­blað­ið. Um var að ræða fyrr­ver­andi banka­stjóra með afar tak­mark­aða reynslu úr fjöl­miðlum en umfangs­mikla reynslu í að setja fjár­mála­fyr­ir­tæki á haus­inn og að tapa millj­örðum króna sem það fékk úr opin­berum sjóð­um.

Það sást líka á þeirri stefnu sem birt var fyrir fjöl­miðla Torgs haustið eftir eig­enda­skipt­in. Þar var lítið fjallað um fjöl­miðl­un, og ekk­ert um mik­il­vægi þess að upp­lýsa almenn­ing. Þess í stað var sagt að hlut­verk miðl­anna yrði meðal ann­ars að halda fram „borg­ara­legum við­horf­um, víð­sýni og frjáls­lyndi. Frelsi verði gert hátt undir höfði og hag neyt­enda haldið á lofti. Stjórn­völdum á hverjum tíma verði veitt aðhald á öllum svið­um. Sama gildi um dóm­stóla. Áhersla verði lögð á mik­il­vægi umhverf­is­vernd­ar, efl­ingu atvinnu­lífs­ins og sam­starf Íslend­inga á alþjóð­legum vett­vang­i.“

Auglýsing
Ritstjórnarstefnan var mjög frá­brugðin þeirri stefnu sem áður var við lýði. Í henni sagði meðal ann­ars að Frétta­blaðið legði áherslu á „áreið­an­legan og vand­aðan frétta­flutn­ing“, að hafa „sjálft ekki skoðun á neinu máli“, að fjalla um „margar hliðar mála og draga fram ólíkar skoð­anir og sjón­ar­mið“ og að vera „.op­inn og líf­legur umræðu­vett­vangur fyrir les­endur og birta dag­lega umræðu­greinar frá þeim“. 

Sem sagt: meiri sér­hags­muna­gæsla, póli­tík og áróð­ur. Minni frétta­mennska. Allt rekið í bull­andi tapi.

Miðað við þær upp­lýs­ingar sem eru aðgengi­legar í árs­reikn­ingum má ætla að Helgi og við­skipta­fé­lagar hans hafi kostað um 1,2 millj­örðum króna til nú þegar í þessa við­leitni. Sam­hliða hafa rekstr­ar­að­stæður flagg­skips útgáf­unn­ar, Frétta­blaðs­ins, hríð­versnað enda lestur þess kom­inn langt niður fyrir þau sárs­auka­mörk sem hann þol­ir. 

Ef þú horfir ekki á vand­ann, þá er hann ekki til 

Nú liggur fyrir að tveir helstu leið­togar rík­is­stjórn­ar­innar kann­ast bara ekk­ert við þá hags­muna­hópa sem sumir hverjir eru orðnir svo ríkir og valda­miklir að þeir hafa ein­hliða ákveðið að aðrar reglur og lög gildi um þá en hina. 

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að gagn­sæi sé „í raun og veru vopnið sem við getum beitt gegn því að ein­hvers staðar sé verið að beita óeðli­legum þrýst­ing­i.“ Katrín Jak­obs­dóttir, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna, seg­ist hafa þá trú á stjórn­málum og stjórn­mála­mönnum að þeir láti ekki allir stjórn­ast af hags­mun­um. „Það væri auð­vitað veru­lega illa fyrir okkur komið ef svo væri.“ 

Bæði kjósa að líta und­an, vegna þess að það hentar þeim ekki að horfa beint á vand­ann sem við blas­ir.

Þessi afstaða valda­mestu stjórn­mála­manna lands­ins er áhuga­verð þegar hún er sett í sam­hengi við það að þeir stjórn­ar­þing­menn sem standa að baki því að keyra styrkja­frum­varp fyrir einka­rekna fjöl­miðla í gegn í þeirri mynd sem það er í dag, eru að þjón­usta þessa hags­muna­hópa sem leið­tog­arnir þykj­ast ekki sjá. Bara hreint og bein­t. 

Og þar með að vinna gegn lýð­ræð­inu í land­in­u. 

Fjöl­miðlar með hnífa í byssu­bar­daga

Þessir hags­muna­hópar eru með yfir­burða­stöðu í sam­fé­lag­inu, sér­stak­lega gagn­vart fjöl­miðlum sem vinna með hags­muni heild­ar­innar að leið­ar­ljósi. Hóp­arnir lifa á gráa svæð­inu milli atvinnu­lífs, stjórn­mála og stjórn­sýslu. Fólk af öllum þessum sviðum eru beinir þátt­tak­endur í að við­halda núver­andi kerf­um.

Lobbý­istaarmar þess­ara hópa eru langtum betur fjár­magn­aðir en fjöl­miðl­arnir sem eiga að veita þeim aðhald og geta boðið starfs­fólki sínu, margt hvert fyrr­ver­andi fjöl­miðla­fólk, upp á miklu betri kjör og vinnu­að­stæð­ur. 

Hið opin­bera hefur byrgt sig upp af upp­lýs­inga­full­trúa­her­sveitum sem kosta hund­ruð millj­óna króna á ári til að skrifa „frétt­ir“ sem eru ekki fréttir heldur að uppi­stöðu áróður til að láta ráð­herra líta vel út. Stjórn­mála­flokkar hafa hækkað eigin fram­lög úr rík­is­sjóði upp úr öllu hófi og nota þá fjár­muni meðal ann­ars til að fram­leiða efni, t.d. hlað­vörp eða skrif­aðar „frétt­ir“, sem er svo dul­búið sem eðli­legt fjöl­miðla­efni.

Svo erum við auð­vitað með þá hópa sem eru að fram­leiða eigið efni til að ráð­ast á nafn­greint fjöl­miðla­fólk, eins og Sam­herji. Það fyr­ir­tæki hefur búið til alls 13 mynd­bönd þar sem vegið er að æru, fag­heiðri og fram­færslu nafn­greindra blaða­manna. Vefur Morg­un­blaðs­ins, í eigu útgerð­ar­fyr­ir­tækja, aug­lýsti áróð­ur­inn dögum sam­an. Og rit­stjórum þess útgáfu­fé­lags fannst illa vegið að frelsi aug­lýs­inga­deildar sinnar þegar fag- og stétt­ar­fé­lag blaða­manna, loks undir nýrri og dug­andi for­ystu, for­dæmdi þessa ein­stöku ákvörð­un. Milli þess sem þeir stunda póli­tískar per­són­u­árásir í nafn­lausum dálk­um, eins og reiðir mennta­skólakrakkar sem þora ekki að standa fyrir máli sínu.

Frelsið á hinum Norð­ur­lönd­unum

Frjáls fjöl­miðlun mun að óbreyttu deyja á Íslandi. Það er ekki spurn­ing um hvort, heldur hvenær. Þar spilar margt inn í. Fyr­ir­ferð RÚV er allt of mikil í sam­hengi við aðra sem starfa á mark­aðn­um. Sam­fé­lags­miðlar og aðrar erlendar efn­isveit­ur, sem borga ekki krónu í skatta á Íslandi, hafa tekið allt of stóra sneið af aug­lýs­inga­tekjum frá inn­lendum frétta­miðlum á und­an­förnum rúma ára­tug. Ekk­ert hefur verið gert í því að skapa hvata fyrir úr sér gengin rekstr­ar­módel stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tækja lands­ins að skipta um kúrs og sækja nútíma­legri tekjur með nýjum leiðum til að láta not­endur greiða fyrir frétt­ir. 

Þess í stað hafa sér­hags­muna­hópar greitt fyrir frétt­ir. Fréttir sem henta oft þeirra sér­hags­mun­um. Með til­heyr­andi sam­keppn­is­bjögun ár eftir ár eftir ár fyrir þá sem reyna að reka sig í sjálf­bærni og á réttum for­send­um.

Auglýsing
Það er hægt að grípa inn í og breyta þess­ari stöðu með marg­hátt­uðum aðgerðum sem tryggja fjöl­miðlum á íslensku rekstr­ar­grund­völl. Það er hægt að styðja við þá alla – stóra sem smáa – með beinum og óbeinum stuðn­ingi, þannig að fjöl­miðlaflóran verði fjöl­breytt, rekstr­ar­lega sjálf­bær, óháð stjórn­málum og kom­ist úr vasa fáveldis fyr­ir­ferða­mik­illa millj­arða­mær­inga sem vilja reka Ísland eins og einka­hluta­fé­lag sitt. 

Það er hægt með styrkja­kerfi til að styðja litla og vax­andi fjöl­miðla. Það er hægt með því að draga úr fyr­ir­ferð RÚV á mark­aði og búa þar með til súr­efni fyrir stóru miðl­anna. Það er hægt með áskrift­ar­með­lags­greiðsl­um, breyt­ingu á skatt­lagn­ingu fjöl­miðla, upp­setn­ingu sam­keppn­is- og rann­sókn­ar­blaða­mennsku­sjóða og inn­leið­ingu grænna hvata. Allt leiða sem hin Norð­ur­löndin hafa fyrir löngu ráð­ist í að hluta eða öllu leyti með þeim árangri að þau státa af því að raða sér í efstu sætin yfir mest fjöl­miðla­frelsi í heim­in­um.

Á sama tíma fellur Ísland, landið sem gerir ekk­ert, eins og steinn og er nú í 16. sæti, einu á eftir Eist­land­i. 

Sagan af tveimur for­mönnum

Fyrir fimm árum setti for­maður stjórn­mála­flokks sem þá sat í rík­is­stjórn inn stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann kall­aði fjöl­miðla lands­ins „lítið annað en skel, umgjörð um ­starf­­semi þar sem hver fer fram á eigin for­­send­­um. Engin stefna, ­mark­mið eða skila­­boð og þar með nán­­ast eng­inn til­­­gang­­ur, ann­ar en sá að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Þeir skipt­ast ­síðan á að grípa gjall­­­ar­hornið sem fjöl­mið­ill­inn er orð­inn ­fyrir þá og dæla út skoð­unum yfir sam­­fé­lag­ið. Ein í dag - önnur á morg­un. Borið út frítt. Hvers vegna ekki bara að opna Face­book­síðu og leyfa öllum að skrifa á vegg­inn?“

For­maður stjórn­ar­and­stöðu­flokks tók þessa stöðu­upp­færslu upp í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum á Alþingi og sagði þetta þung orð hjá ráð­herr­anum „ekki síst í ljósi þeirrar stöðu sem fjöl­miðlar á Íslandi og ann­ars staðar í hinum vest­ræna heimi eiga í á tímum tækni­breyt­inga, á tímum sam­fé­lags­miðla, þar sem tekju­stofnar hefð­bund­inna fjöl­miðla hafa veikst þannig að þeir ráða illa við að halda úti hlut­verki sínu sem er að þjóna almenn­ingi og gera almenn­ingi ljóst að gera mun á stað­festum upp­lýs­ingum og öðru því efni sem flýtur um sam­fé­lags­miðla.“

­Stjórn­ar­and­stæð­ing­ur­inn bætti við að Ísland væri eitt Norð­ur­land­anna ekki inni á topp tíu lista yfir þau lönd þar sem fjöl­miðla­frelsi væri talið mest. „Að sjálf­sögðu mega stjórn­mála­menn gagn­rýna fjöl­miðla fyrir skoð­anir þeirra, þetta snýst ekki um það, en mér finnst hins vegar orð ráð­herr­ans bera vott um að hann geri ekki mik­inn grein­ar­mun á því sem við köllum bara hefð­bundna sam­fé­lags­miðla og því sem við eigum að gera kröfu til að séu fag­legir fjöl­miðlar þó að þar séu ýmsar skoð­an­ir. Mig langar að spyrja hæstv. ráð­herra: Er þá ekki frekar ráð að leggja til ein­hverjar aðgerðir til að bæta stöðu fjöl­miðla fremur en að þeyta þessu upp með þessum hætt­i?“

Ráð­herr­ann svar­aði því til að það væri rétt, til að mynda út af tækni­breyt­ingum og breyttu rekstr­ar­um­hverfi, að gera eitt­hvað til að treysta betur umgjörð fjöl­miðla, meðal ann­ars með því að kanna ytra umhverfi og skatta­lega hlið mála. 

Rúmu ári síðar mynd­uðu ein­stak­ling­arnir tveir sem þarna tók­ust á um fjöl­miðla, Bjarni Bene­dikts­son og Katrín Jak­obs­dótt­ir, rík­is­stjórn saman ásamt þriðja aðila. Sú rík­is­stjórn hefur ekk­ert gert til að styrkja fjöl­miðlaum­hverfið á Íslandi, heldur þvert á móti lagt sitt þunga lóð á vog­ar­skál­arnar til að veikja það veru­lega. 

Fyrir vikið hafa hags­muna­hóp­arnir sem þau þykj­ast ekki sjá sigrað enn eina orust­una. Jafn­vel stríðið sjálft. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari